Vísir - 07.11.1973, Page 3

Vísir - 07.11.1973, Page 3
Vlsir. Miövikudagur 7. nóvember 1973. 3 NOKKRAR KONUR FYRSTU /,ÖLD- UNGA" STÚDENT- ANIR „Fyrstu nemendurnir, sem ætla að reyna við Stúdentsprófið úr öldungadeiidinni, ætla að gera það i vor. Þetta eru eitthvað milli fimm og tiu konur, mest hús- mæður. Fleiri, eru það ekki, sem ætla að reyna núna, en það má búast við fleirum vorið þar á eftir”. Þetta sagði Hjálmar Ólafsson, vararektor i Hamrahliðarmennta skólanum, er við ræddum við hann i gær, Að sögn Hjálmars eru nú 425 skráðir i öldungadeildina i skól- anum. „Það hafa orðiö veruleg afföll á nemendum sem hafa innritazt. T.d. voru um 260, sem innrituðust i janúar fyrir ári siðan, en það voru ekki nema 119, sem tóku próf ivor. Fólkið, sem tekur stúdents- próf i vor, er búið að vera um tvö og hálft ár i skólanum Þetta er allt hið mesta kjarnorkufólk, og fullt áhuga”, sagði Hjálmar enn- fremur. Þær konur, sem ætla sér prófið i vor, nema allar á félags- málasviði. Þeir, sem fylgja svo eftir, eru á sama sviði, svo og náttúrufræðasviði. „Allt þetta fólk stundar námið sem aukavinnu”. sagði Hjálmar að lokum. —ÓH Útgerð nýju skuttogaranna V QQ/ BUB M B | | ekkert spoug:__ I O /O fl/lLLff AF HVERRI VEIÐIFíRÐ Eldsneyti fram til ágústloka 1974! — Engar áœtlanir um að fœkka ferðum innanlands eða utan Það er 18% tap á hverri veiðiferð nýs, islenzks skuttogara af stærri gerðinni.| Þetta er ótrúlegt, en þó satt ,— Ragnar Thorsteins- son, framkvæmda- stjóri Karlsefnis h.f., útskýrði rekstrardæmi skuttogarans Karls- efnis fyrir Visi. Karls- efni er stór skuttogari, nokkuð á 9. hundrað tonn að stærð, en kaup- verð hans mun sam- bærilegt við kaupverð nýs Spánartogara eða Póllandstogara af minni gerð, þar eð Karlsefnið var keyptur fjögurra ára gamall frá V-Þýzkalandi. Kaupverð var kringum 110 milljónir króna. 80% af kaup- verði er erlent lán, sem rikis- ábyrgð er á 5% verðsins var greitt með láni úr Byggða- sjóði (sem áður hét Atvinnu- leysistryggingasjóður), 5% lánaði Reykjavikurborg, en 10% lagði útgerðin sjálf til. Áhöfnin fær 50% af verðmæti aflans Mannskapurinn um borð fær allt að 50% af verðmæti aflans úr hverri veiðiferð. Reyndar er hlutur áhafnarinnar svolitið misjafn, hann hækkar eftir þvi sem aflinn minnkar. Það stafar . af þvi, að verulegur hluti kaup- greiðslna er föst trygging. Ef mjög vel aflast, getur hlutur áhafnarinnar farið niður i 44%, að þvi er Ragnar Thor- steinsson segir. „Mergurinn málsins er sá, að ekki hafa komið fram neinar áætlanir um að fækka ferðum Flugfélagsins af ótta við elds neytisskort. Innlenda áætlun- in er miklu viðameiri nú en áður, og hún verður keyrð i gegn án nokkurs niðurskurðar”, sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Fi, þegar við höfðum sam- band við hann. Tilefnið var það, að i gær kom fram i tveimur af stærstu fjöl miðlum landsins, að ferðum i innanlandsflugi yrði fækkað af ótta við skort á eldsneyti. Kvað Sveinn þar um algjöran misskiln- ing að ræða. „Við kaupum eldsneyti af Shell, og ég ræddi við forstjórann þar fyrir stuttu. Það kom i ljós, að það eru til eldsneytisbirgðir fram til ágústloka 1974”. „Það sama gildir um milli- landaflugið. Þar eru ekki neinar áætlanir um niðurskurð á ferðum. Það eru þvi engar blikur á lofti nú.hvað svo sem langtiminn ber i skauti sér”. Geta má þess að með fyrir- hugaðri hækkun eldsneytis þann 15, nóv. hefur flugvélaeldsneyti hækkað um 49% á árinu. —EA Gott ástand — ef ekki þyrfti að greiða af lánum. En við skulum hér reikna með 50%, eins og oft verður. 20% af aflaverðmætinu dregst siðan frá, og er þvi fé varið til að greiða afborgarnir af lánum teknum til kaupa á skipinu, svo og vexti af þeim lánum. Þá eru þrjátiu prósent eftir, sem verja skal i viðhald, kostnað við kaup á oliu, is og veiðarfærum, svo og tolla, markaðs- og löndunar- gjöld. Við getum dregið 13% frá, sem fara i greiðslu á tollum. Markaðs- og löndunargjöldin hirða 10% til viðbótar og þá eigum við 7% eftir til að greiða með viðhald, oliu og veiðarfæri fyrir nú utan kostnað við skrif- stofu, kaupgreiðslur i landi o.s.frv. Þvi miður rýkur þessi hluti rekstursins langt upp fyrir 7 prósentin. Ragnar fullyrðir, að hann sé ekki lægri en 25% — og þar með er allur kostnaðurinn viö útgerð togarans kominn i 118%. Hver þúsund króna seðill kostar útgerðarfyrirtækið þannig 180 krónur. Ótrúlegt! Skuldir hlaðast upp Er útgerðin þá rekin á lánum dag frá degi? „Já”, segir Ragnar, „skuldir hlaðast upp, og við, sem höfum verið hvað lengst i togaraút- gerð, getum ekki gert annað en vona, að þessi togaramál verði tekin til rækilegrar endurskoð- unar. Og við erum bjartsýnir, að niðurfelling á erlendum tollum geti ýtt undir framhaldið, hún yrðia.m.k. mikilhjálp —og svo vitanlega útfærsla land- helginnar”. En hvernig stendur á því, að þið burðist með svona óhagstætt rekstrardæmi? Hvers vegna hættið þið ekki togaraútgerð? „Útgerðarmenn eru sennilega svolitið skritnir náungar. En það má benda á það, að það verður i framtíðinni vonlaust að nýta stóra landhelgi án stórra togara . Fiskurinn sækir greini- lega á um þessar mundir sem neyzluvarningur, verzlunar- vara — maður vonar, að bætt verði úr ófremdarástandinu. Við sögðum, að tapið væri kringum 18% Karlsefni h.f. leggur til hliðar 20% af verð- mæti aflans úr hverri veiðiferð til greiðslu á lánum og vöxtum. Þannig lætur nærri, að útgerðin myndi skrimta, ef hún þyrfti ekki að dragast með lána- drauginn. Og eflaust spyr nú margur: Hvernig litur þetta dæmi út hjá þeim útgerðarfyrirtækjum, sem nýlega hafa keypt miklu dýrari togara en Karlsefnið var? Rétt er að minnast þess, að Karlsefni er togari af stærri gerð, keyptur fyrir verð nýs togara af minni gerð. Þannig er rekstrardæmi þess togara væntalegt sérstaklega hagstætt, ef miðað er við aðra skuttogara Þrír skuttogarar viö bryggju. Fremst er einn spánskur (rekstrarreikn- . 'Téið!fe' BÍarna"B ene^ ingur hans líkast til forvitnilegur), þá tckur við japanskur (Vestmanna-! ^iktssonar um hessar mnnHir'r ey) og loks islenzkur (Stálvik).Skuldabagginn sligar útgerðina. ** " —GG Þannig hefur Alfabakkinn verið hálflokaður um nokkuö langt skeiö. Þarna er engin lýsing og aðstæður hinar erfiðustu fyrir bfla að mætast. Við Stekkjarbakka er ástandið ekki betra. Þar er svo mjó brú yfir skurðinn, að fjöldi bila hefur farið útaf. Þar er heldur engin lýsing. Ljósm: Bragi ii Er verið að einangra neðra Breiðholtið? — Hitaveitan hamlar umferð að og fró Breiðholti verða tilbúin til notkunar Eins og hólfs kílómetra löng hitaveituœð að „Er verið að gera tilraun til að einangra neðra Breiðholtið?” spuröi einn fbúanna þar, er hann hringdi til Vísis í morgun. „Það er nú ekki beinlinis nein hrað- braut, sem liggur hingaö aö hverfinu og sizt er það til að greiða fyrir umferðinni, aö þær leiðir tvær, sem liggja að hverf- inu neðanverðu eru grafnar að mestu i sundur”. Þessi voru orð Breiðholtsbúans, en þær „aðkeyrslur”, sem hann minnist á, er i fyrsta lagi við Stekkjarbakka _þar sem bráða- birgðabrúin er, sem sagt var frá i Visi skömmu fyrir helgi, og i öðru lagi við Alfabakka, en þar er veg- urinn sundurgrafinn að hálfu. Astæðurnar fyrir þessum „vegatálmum” eru hinar sömu: hitaveitan er þarna á ferðinni með lagnir sfnar. Samkvæmt upplýsingum hitaveitustjóra má búast við, að „vegatálmarnir” verði úr sögunni strax i þessari viku. Það sé raunverulega hiö eina, sem þar er ógert, að moka ofan í skurðina að nýju. Um þessa miklu hitaveitulögn haföi hitaveitustjóri það að segja, að hún yrði tengd dreifikerfi Kópavogs i næsta mánuöi og svo ' væntanlega Hafnarfirði sföar. Hitaveitulögn þessi á upptök sfn I aðalstöðinni við Stekkjarbakka, norðanvert i Breiðholtinu. Þaðan liggur hún út að Reykjanesbraut- inni nýju og yfir i Kópavoginn. Samanlagt er þessi hitaveituæð hálfur annar kilómeter að lengd. —ÞJM.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.