Vísir - 07.11.1973, Síða 4
4
Vísir. Miövikudagur 7. nóvember 1973.
SUÐRÆNN HITI FRA
HITAVEITUNNI
Óveðurstjóníð
frádregið til
skatts
„Allt það tjón, sem
varð í óveðrinu á dögun-
um og ekki fæst bætt á
einhvern hátt, mun sam-
kvæmt skattalögum fást
dregið frá skattskyldum
tekjum við næstu álagn-
ingu", sagði Magnús
Guð jónsson fram-
kvæmdastjóri Bjargráða-
sjóðs ríkisins i viðtali við
Vísi.
„Mér finnst rétt að
þetta komi fram strax,
þannig að fólk athugi að
útvega og halda eftir
nægum gögnum máli sínu
til sönnunar," sagði
Magnús ennfremur.
Aö sögn framkvæmdastjórans
hefur uppgjör á tjónum borizt
mun seinna til Bjargráðasjóðs
en búizt hafði verið við. Svo
virðist sem mest allt tjón i
dreifbýlinu sé fullkannað. Aftur
á móti vantar töluvert á, að
gögn hafi borizt um skaða á
þéttbýlissvæðinu suðvestan-
lands.
„Stöðugt hefur verið aö bæt-
ast við beiðnir um mat á tjóni
vegna óveðursins, og það er i
þessu eins og öðru sá siðasti
sem ræður feröinni”, sagði
Magnús.
,,Viö getum þvi ekki ennþá
gert okkur grein fyrir heildar-
Mesta tjón
einstaklings um
tvœr milljónir
Ekki búið að gera
upp allt tjón
tjóninu, sem Bjargráðasjóður
þarf að hlaupa undir bagga með
aöbæta.Reyndar verður heildar-
skaðinn aldrei fullkomlega ljós.
Vegna ákvæðanna um að ekki sé
bættur úr Bjargráðasjóði neinn
hluti þeirra tjóna, sem nema
minna en 50.000 krónum hjá
hverjum einstaklingi eða fjöl-
skyldu falla mörg tjón burtu og
eru ekki metin”.
Þarna getur þó verið um mikil
heildartjón að ræða, eins og
þegar miklar skemmdir urðu á
stórum fjölbýlishúsum, sem eru
i eigu margra aðila.
Að sögn Magnúsar Guðjóns-
sonar virtist svo sem mesta
tjóniö, sem einstaklingur varð
fyrir í óveðrinu, hafi verið hjá
eiganda hænsnabús nálægt
Elliðaám. Þar fuku byggingar
og nær allar hænurnar drápust.
Sagði Magnús, að tjón eigand-
ans næmi nálægt 2 milljónum
króna. Einnig hefði orðið tæp-
lega 800 þúsunda tjón hjá hús-
byggjanda á Alftanesi, þegar
hálfbyggt hús hans hrundi til
grunna. Auk þess hefðu svo orð-
iö stórfelld tjón hjá fyrirtækjum
og stofnunum, svo sem I Alver-
inu i Straumsvik og Sements-
verksmiðjunni á Akranesi.
- ÓG.
SAMA UM PENINGANA,
en skilríkin vill hnnn fn!
Athyglisverðar hugmyndir
hafa verið ræddar i borgarstjórn
Reykjavikur um að lækka svo
verð á heitu vatni til gróðurhúsa,
að upp geti risið blómum skrýdd
þjónustufyrirtæki eins og þau,
sem eru svo vinsæl i Hveragerði.
Ef rétt er á haldið, getur þetta
oröið mjög jákvætt i borgarlifinu
og ylurinn, birtan og gróöurinn
orðið almenningi tiltækur,- einnig
á löngum svölum vetrum. En það
sem fyrst og fremst mælir með
þessum hugmyndum er einmitt
að hlýja fólkinu og bæta þvi upp
grámyglu skammdegisins, og
raunar að vinna á móti rysjóttum
dögum allan ársins hring.
Aftur á móti á sú hugmynd ekki
rétt á sér að lækka svo hitaveitu-
verðið, að hægt verði að keppa viö
Hveragerði og aðra ylræktarstaði
með stórfelldri gróðurhúsa-
ræktun i Reykjavik. Það yrði
þjóðhagslega óhagkvæmt. Kostir
verkaskiptingarinnar eiga
einmitt að fá að njóta sin, og i
þessu tilfelli er bezt að rækta sem
mest við sjálfar orkulindirnar.
Reykjavik er það stór, að hún
þarf ekki, og má ekki, gina yfir
öllu.
Fólk getur hins vegar ekki
almennt notið upphitaðra garða
að staöaldri, nema þeir sem búa i
næsta nágrenni. Þess vegna væri
mjög æskilegt að koma upp slikri
aðstöðu I öllum helztu hverfum,
sem Hitaveita Reykjavikur nær
til.
Þetta má gera á mismunandi
hátt. Veita mætti fyrirtækjum og
stofnunum, sem rækju svona
garða, afsláttinn eftir sérstökum
reglum, sem þó yrði ekki auðvelt
að semja. Aöalreglan yrði sú, að
allir gætu átt aðgang að upp-
hituðu svæðunum sér til hvildar,
upplyftingar og þæginda. Sem
dæmi um staði af þessu tagi
mætti nefna:
t fyrsta lagi væntanlegt gler-
hýsi á Hlemmi, þar sem verður
strætisvagnamiðstöð og ýmsir
þjónustuaðilar. Eitthvað
sambærilegt þyrfti að koma á
Lækjartorg, áður en langt um
Hður.
t öðru lagi Sundlaugin i
Laugardal og næsta nágrenni.
Komið hafa fram hugmyndir um
að gera þar garða undir þaki,
þannig að laugin yrði notuð sem
eins konar baðströnd og fólk gæti
unað sér þar langtimum saman.
Laugin er einmitt svo stór, og svo
mikið hefur verið i hana lagt, að
rétt er að gera sem mest úr allri
aðstöðunni þarna.
Svipað mætti gera i smærri stil
við Sundlaug Vesturbæjar og
væntanlega sundlaug i Breiðholti.
Væri án efa miklu meira gagn i
slikum framkvæmdum heldur en
að fara að eyða i gerð
sjóbaðstaðar við Nauthólsvik.
t þriðja lagi má benda á, að
fyrir framan aðalinnganginn i
Glæsibæ mættti byggja yfir
allstórt svæði, ef eigendur vilja i
það leggja, hita þar siðan upp á
áðurnefndan hátt, setja þar upp
bekki fyrir aðkomufólk og prýða
siðan með suðrænum gróðri, sem
gæti verið i umsjá nálægrar
blómabúðar og veitingahúss. A
likan hátt mætti koma upp
gróðursvæðum við allar meiri-
háttar verzlunarmiðstöðvar, sem
eiga eftir að rísa.
Ýmsar fleiri stofnanir mundu
einnig njóta góðs af i framtiðinni,
svo sem náttúrugripasafn, þegar
það verður byggt.
Forsendur fyrir þessu öllu eru
að sjálfsögðu nægjanlegt heitt
vatn og góður efnahagur hifa-
veitunnar. En með þessu móti
mundum við öll njóta heita
vatnsins jafnvel enn meir en nú,
og það á þann hátt, sem mundi
gera borgarlifið ánægjulegra og
þægilegra, og gerði nyrstu höfuð-
borg heimsins til muna hlýlegri
og athyglisverðari.
Valdimar Kristinsson
Ljósmyndastofa
Hafnarfjarðar
er flutt að Linnets-
stig 1.
Simi 50232 — íris.
„Ppningana mina máttu eiga,
en skilrikin vil ég fá”. Þetta
segir norskur stúdent, sem
staddur er hér á landi og varð
fyrir þvi fyrir stuttu, að einhver
ókunnugur fékk „lánað”
peningaveskið hans.
Hann var þá staddur i Nor-
ræna húsinu, og var þetta á
laugardaginn, á milli klukkan
14.00 og 15.00. Hefur hann sjálf-
sagt ekki átt von á þvi, að ein-
hver fengi lánað veskið hans, án
þess að spyrja að þvi.
tslenzki flugstjórinn hjá
Cargolux, sem lenti i ryskingum
við Araba eftir að hafa stillt til
friðar i deilu milli HoIIendinga
og Araba á hóteli I Karachi i
En honum er nokk sama um
peningana, sem voru i þvi. öllu
frekar vantar hann skilriki sin
„Það er erfitt fyrir mig að vera
án þeirra, og það tekur langan
tima að fá ný frá Noregi”, segir
hann.
Við skulum vona, að sá, sem
fékk lánað veskið, skili þvi og
skilrikjunum, enda vildu vist
fæstir vera án skilrikja i útland-
inu.
Pakistan, er kominn til Luxem-
burg heill á húfi.
Þessar fregnir bárust I skeyti
til Loftleiða i gærmorgun.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Funda-
tækni
Námskeið i fundatækni verður haldið að Hótel Sögu 20 22 og 29
nóvember og stendur yfir frá kl 1 5:30 — 1 8:00 alla dagana
Fundarstörf eru veigamikill þáttur I stjórnun, og flestir stjórnendur eyða
miklum tima á fundum Tilgangur námskeiðsms er að benda á, með
hverjum hætti er mögulegt að nýta betur þann tíma, sem varið er til
fundarsta rfa
Leiðbeinandi verður Friðrik Sophusson framkvæmdastjóri
Tölvu-
tækni
1 7 00
Dagana 23 og 24, nóvember (föstudag og laugardag) kl 9:00-
verður haldið námskeið I tölvutækni að Hótel Loftleiðum
M a verður fjallað um gatspjöld og pappirsræmur — vélbúnað og
hugbúnað tölvu — fjarvinnslu og forritunarmál — skipulagningu
verkefna fyrir tölvur — hvenær borgar sig að taka upp sjálfvirka
gagnavinnslu — stjórnun og tölvur
Leiðbeinandi er Davið Á Gunnarsson vélaverkfræðingur og hagfræð-
ingur.
CPM
CPM-námskeið verður haldið að Skipholti 37, 29 og 30
nóvember og 1 desember
Critical Path Method er kerfisbundm aðferð við áætlanagerð, sem á að
tryggja, að valin sé fljótvirkasta og kostnaðarminnsta leiðin að settu
marki og sparar þvi tima. mannafla og fyrirhöfn
CPM hentar hvers konar framkvæmdum hjá hmu opinbera og einka
aðilum Námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja og stofnana og
öllum þeim sem sjá um skipulagningu verkefna Áhersla verður lögð á
verklegar æfingar,
Leiðbeinandi verður Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur
Þátttaka tilkynnist í síma 82930.
Aukin þekking gerir
reksturinn öflugri og arðvænlegri.
— EA
íslenzki flugstjórinn
kominn til Luxemburg