Vísir - 07.11.1973, Síða 5

Vísir - 07.11.1973, Síða 5
Vísir. Miðvikudagur 7. nóvember 1973._________________________________ 5 AP/NTB ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Utanríkisráöherrar hínna níu landa Efnahagsbanda- lags Evrópu komu sér í gær saman um yfirlýsingu EBEá deilumáli Araba og Israela, og mega Arabar velviðhana una, svo mjög sem þar er dreginn þeirra taumur. I þessari yfirlýsingu er skorað á Israelsmenn að skila aftur hernumdu svæðunum frá 1967, en það hefur verið meginkrafa Araba síðustu 6 árin. — „Rétt Palestínuaraba verður að virða", segir í yfirlýsingunni. I annan stað segir i yfirlýsingu utanrikisráðherranna, að báðir aðilar ættu að hverfa aftur til að byrja með að vopnahléslinunum, eins og menn höfðu hugsaö sér þær22. okt. — Slikthefur og verið krafa Araba að þessu sinni og þá sérstaklega Egypta, sem mundu þá fá losað 20.000 manna her úr herkvi á austurbakka Súez og raunar halda hluta af austur- bakkanum og þá hljóta landvinn- ing i þessu striði. — Segja utan- rikisráöherrarnir, að þetta hljóti að vera „eindregin krafa”. Sfðan gengur yfirlýsingin út á, aö látnar eru I ljós vonir um að friður semjist, hvernig hugsan- lega megi leysa margt annað i kjölfarið, ef Israelsmenn veröi viöofannefndum kröfum. o.s.frv. Létu undan hótunum Arabaríkja Það, sem vakið hefur mikla athygli i þessari yfirlýsingu EBE, er ekki aðeins það, sem þar er sagt,heldureinnighitt, sem ekki er nefnt einu orði. Þar er ekki minnzt á brot Araba á Genfarsáttmálanum um striðs- fanga, en þeir hafa ekki skilað nafnalista yfir israelska striðs- fanga, og enn siður þá striðsföng- unum. — Þar er heldur ekki minnzt einu orði á, að eftir að vopnahléð gekk i garð að þessu sinni, sigldi floti Araba inn á Akabaflóa og lokaði siglingaleiö- inni að eina hafnarbæ ísraels, Akaba. Þetta leiðir Efnahagsbandalag Evrópu hjá sér i yfirlýsingunni. Voga ekki að aðstoða Hollendinga Það er varla, að utanrikisráð- herrarnir nefni hótun Araba um sölubann á oliu eða sýni nokkur merki þess, að þeir hafi heyrt neyðarkall Hollendinga, sem hafa óskað eftir þvi, að EBE-rlkin deildu bróðurlega oliubirgðum með sér og hjálpuðu þeim, sem yrðu fyrir barðinu á oliusölubanni Araba. Þá óskuðu ráðherrarnir þess af framkvæmdaráði banda- lagsins og fastafulltrúum sinum i Brussel, að fylgzt yrði „náið með oliuskortinum og skýrslur gefnar um framvindu þess máls”. — Það var allt og sumt, sem túlka mætti i nokkrum tengslum við beiðni Hollendinga. Við miklu meiru höfðu menn svo sem heldur ekki búizt, þótt sumir teldu, að þetta gætu orðið prófsteinn á samheldni aðildar- rikja bandalagsins. Yfir vofði alltaf sú hætta, að Arabar tækju óstinnt upp, ef einhverjir færu að miðla oliu til þeirra rikja, sem þeir sjálfir höfðu sett I sölubann. Var hugsanlegt, að Arabar létu þá sölubannið lika ná til slikra hjálparrlkja. Fyrsta póli- tík EBE 1 fyrradag og i gær meðan utan- rikisráðherrarnir niu sátu við „Þetta voru sko bara peningarnir....Komdu núna með lsraels-stuðn- inginn...” samningu yfirlýsingarinnar kvisaðist, að menn væru ekki á eitt sáttir um, hvaða afstaða skyldi tekin. An efa vildu margir alls ekki láta hræðsluna við hótanir Araba móta sameiginlega afstöðu niu rikja Evrópu. Þar hefur þó eitt riki öðrum fremur sýnt málstað Araba stuðning, nefnilega Frakkland. Er það hald margra, að Frakkar með Breta sér við hlið hafi fengið hina utanrfkisráðherrana sjö til fylgis við þessa yfirlýsingu. Þá lika danska utanrikisráðherrann, þrátt fyrir yfirlýsingu Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana, i fyrrakvöld, um að hans samúð væri öll Israels megin. Þessi yfirlýsing Efnahags- bandalagsins er hæsta máta mjög söguleg, þvi að þarna er stigið fyrsta skrefið til þess að banda- lagið láti að sér kveða á stjórn- málasviðinu, meðan þvi hefur hingað til veriö legið mjög á hálsi fyrir að vera einungis viðskipta- og kaupsýslubandalag. En hvernig heiminum finnst svo þessi fyrsta ganga EBE er svo önnur saga. TAKA EKKI SJÁLFIR VIÐ VERÐLAUNUNUM Ástralski rithöfundur- inn, Patrick White, mun ekki veita nóbelsverölaun- unum viðtöku í eigin persónu, heldur ætlarhann aö senda landa sinn, listmiálarann Sidney Nolan, til þess að taka viö þeim 10. desember. White hefur beðið akademiuna að hafa sig afsakaðan, þvi heilsa hans varni honum að ferðast þessa leið. Hann þjáist af asma. Eins og komið hefur fram i fréttum, mun hann hpfa i hyggju að stofna sjóð fyrir nóbelsverð- launaféð og sá sjóður skal verð- launa árlega eldri höfunda i Astraliu. En samtimis þessu hafa önnur tiðindi borizt um nóbelsverð- launakandidat, sem ekki ætlar að vera viðstaddur verðlaunaaf- hendinguna. Henry Kissinger hefur skrifað nóbelsnefndinni bréf, þar sem hann segist mjög hrærður yfir þessum virðingar- votti, en segist senda sendiherra Bandarikjanna i Noregi, til þess að taka við verðlaununum, Kissinger greinir ekki frá neinni sérstakri ástæðu fyrir væntanlegri fjarveru sinni, en nánustu samstarfsmenn hans segja, að hann muni eiga mjög annrikt næstu vikurnar vegna deilu Araba og tsraela. Frakkar spara líka olíuna Franska stjórnin bannaði í gær sölu á bensíni á brúsa og föt og mæltist til þess að fólk af sjálfsdáðum dragi úr hrað- anum úti á þjóðvegum til þess að minnka bensin- eyðsluna. Jean Charbonnel, iönaðar- málaráðherra, sagði i franska þinginu i gær, að i Frakklandi væri að visu ekki hætta á skorti á oliu. Hins vegar sagðist hann vilja gera ráðstafanir til þess að spyrna gegn óþarf eyðslu á byrgðunum. Meðal þess, sem hann stakk upp á, var að spara ögn oliu i upphitun húsa. Benti hann fólki á að minnka hitann um tvær gráður, en það ætti að spara 15% ollu. Fundu þingmenn, að þetta hafði verið gert i þinghöllinni, þar sem var tilfinnanlega kalsara en áður. Charbonnel sagði, að bannið við sölu bensins á brúsa væri til þess að koma i veg fyrir hamstur, sem gæti leitt til þess, að skortur yrði á oliu. Frökkum.sem hafa verið mjög á bandi Araba i striðinu við Israel, hefur ekki verið hótaö sölubanni af Araba hálfu. wHERE AfíEi tiU Ættingjar ísraelskra striðsfanga hópuðust á dögunum með kröfuspjöld fyrir utan skrifstofur Kauða krossins i Tel Aviv. Kröfðust þeir þess, að Egyptar yrðu látnir hlita ákvæðum Genfarsáttmálans um striðsfanga. — Margt þetta fólkveitekki fyrir vist, hvort týnd ættmenni í hernum eru lffs I fangabúðum Araba eða hvort þau hafa farizt ibardögum. iRlSfl hELICOPTERS LTB FLUTTIR UR ÍRLANDI Ilryðjuverkasamtök Irska lýð veldishersins skýra svo frá, að þrír foringjar þcirra, sem sluppu i þyrlu úr Mountyoy- fangelsinu I Dublin á dögunum, séu nú óhultir. — Telja menn, að foringjunum liafi vcrið smyglað úr landi. — A myndinni hér að ofan scst þyrlan, sem neydd var til þess að aðstoða við strokið. Nota tímann Egyptar hafa í skjóli vopnahlésins flutt nýjar hersveitir inn á Súezsvæð- ið, eftir þvi sem fréttamaður „Daily Tele- grap" skýrir frá. Hafa hinar nýju hersveitir tekið sér stöðu meðfram varðlinu tsraela á vesturbakkanum og eru til taks. reiðubúnar til stórsóknar til þess að leysa úr herkvinni 3. herinn á austurbakkanum, um 20.000 menn. Þetta er 1. herinn, sem kemur hvildur til leiks, þvi að hann var hafður við gæzlu i Kairó og annars staðar að baki viglinunnar,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.