Vísir - 07.11.1973, Page 6

Vísir - 07.11.1973, Page 6
6 Visir. Miðvikudagur 7, nóvember 1973. vísrn 0tgefandi:-Reykjapc8nt hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson x Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Simi 86611. Ritstjórn: Slóumtlla 14. Slmi 86611 (7,lfnur) Askriftargjald kr. 360 á mánufti innanlands I lausasölu kr> 22:00 eintakiö. Blaöaprent hf. Evrópa er aumingi Ráðherrar hinna niu rikja Efnahagsbandalags Evrópu samþykktu ekki i gær að styðja við bak Hollendinga i oliukúgun Arabarikjanna gegn þeim. Þess i stað samþykktu ráðherrarnir að kyssa á vöndinn og lýsa yfir stuðningi banda- lagsrikjanna við málstað Araba. Loksins hafa riki Efnahagsbandalags Evrópu sameinazt sem eitt afl i alþjóðapólitisku máli. Þetta er þvi sögulegur viðburður, sem þjóðir Evrópu vildu gjarnan vera stoltar af. En þvi mið- ur hefur Evrópa nú sameinazt i mestu niðurlæg- ingu sinni á siðustu öldum. Hvað gerir Evrópa, þegar herir Bandarikjanna eru farnir heim og Sovétrikin byrja að striða henni? Gefst Evrópa þá ekki upp fyrir Sovétrikj- unum i hverju málinu á fætur öðru, úr þvi að hún gefst nú svo auðveldlega upp fyrir Aröbum? Evrópa og Efnahagsbandalagið hafa opinberað ræfildóm sinn. Þær vonir eru brostnar, að banda- lagið sé að verða þriðja heimsveldið við hlið Sovétrikjanna og Bandarikjanna. 250 milljón manna veldið reyndist vera pappirstigrisdýr, þegar á átti að herða. Ræfildómur Evrópu gagnvart kúgun Arabarikjanna hlýtur að æsa ráðamenn Sovétrikjanna til að færa sig upp á skaftið gagn- vart Evrópu. Þeir sjá fram á möguleika á að ýta rikjum álfunnar smám saman i þá stöðu að vera eins konar fylgihnettir hins sterka meginlands- veldis, Sovétrikjanna, ekki sizt ef Bandarikin fara senn að gefast upp á varnarsamstarfinu við Evrópu. Evrópurikin niu og Efnahagsbandalagið áttu vissulega bágt. Oliukúgun Araba var sett fram af fullri hörku. Riki Evrópu sáu fram á stórfelld vandamál i samgöngum og iðnaði eftir áramótin. En þau kusu ekki að láta kúgun mæta kúgun, eins og hinn sterki hefði gert. Ef ráðamenn Evrópu hefðu bitið á jaxlinn og farið af fullum krafti út i oliustrið gegn Aröbum, væri staða Evrópu i heiminum ekki eins eymdar- leg og hún er nú. Það hefði vel verið hægt að framkvæma neyðarráðstafanir i oliumálum, eins og Hollendingar voru byrjaðir að gera. Og það hefði vel verið hægt að hertaka oliulindir Libýu til að sýna tennurnar. í þessu máli var um að tefla stöðu Evrópu i framtiðarþróun alþjóðastjórnmála. 1 stað þess að leika sóknarleik lék Evrópa varnarleik, sem mun kalla á fleiri og sterkari sóknarleiki af hálfu þeirra, sem hafa hag af þvi að kúga Evrópu. Almenningsálitið i flestum, ef ekki öllum hinna niu rikja Efnahagsbandalagsins er eindregið með ísraelsmönnum i deilu þeirra við Araba, ekki sizt siðan Arabar réðust með vopnavaldi á Israels- menn i fyrra mánuði. Þetta almenningsálit hunza ráðamennirnir með hérahjörtun. Hvergi i heiminum er stuðningurinn við Israel eindregnari en einmitt hér á Islandi. Samband landanna hefur verið sérlega náið siðustu tvo áratugina, enda þykjumst við sjá ýmsar hliðstæður i gamalli og nýrri sögu þjóðanna. Við vonum þvi, að rikisstjórn okkar haldi uppi heiðri okkar og geri á alþjóðavettvangi sitt til að styðja vinaþjóð okkar, sem á nú um sárt að binda vegna ægivalds Sovétrikjanna og Arabarikjanna og ræfildóms Evrópurikjanna. — JK. Saigon-búar koma ekki til meft aft hlakka til jólanna aft þessu sinni frckar en siftast, þótt orustugnýrinn þó fengi ekki fælt menn frá þvl aö taka fram jólatréft. INDÓKÍNA EFTIR 9 MÁNAÐA V0PNAHLÉ Alger f riður virðist langt i fjarska fyrir íbúa Indókína, og eru þó liðnir níu mánuðir frá því að vopnahléssamningar fyrir Víetnam voru undirritaðir í París. Stjórn S-Víetnam heldur því fram, að nær 47.000 hermenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í skærum og minniháttar bardögum síðan samning- arnir voru undirritaðir 27. jan. Stríðið heldur enn áfram í næsta nágrenni, Kambódíu, og bólar þar hvergi á vopnahléi. Þar með eru brostnar vonirnar um, að vopnahlé í Víetnam mundi leiða af sér annað vopnahlé í Kambódíu. A hinn bóginn hafa bardagar stöftvazt i Laos, og horfur til varanlegs friöar þar eru miklu bjartari. Opinberir embættismenn i Saigon og i Phnom Penh segja, aö margt bendi nú orðiö til þess, að bardagar eigi eftir að harðna á nýjan leik I S-Vietnam og að sizt verði lát á átökunum i Kambódiu. Samtimis þvi, aö svona horfir, hafa borgaraleg öfl rekið úr landi helztu fulltrúa hersins i stjórn landsins, og bendir margt til þess, að þar verði hægfara vinstri- þróun, samt án vinslita við Bandarikin. t Suður-Vietnam tala nær allir orðið um það sem nánast óhjá- kvæmilega staðreynd, að Norður-Vietnamar muni hefja stórsókn, þegar þurrkatiminn byrjar. Fleiri skærur og óbil- gjarnari árásir á varðstöðvar stjórnarhersins siðustu daga virðast styðja þaö, aö þeir ætli að reynast sannspáir. Bardagarnir sýndust fara harðnandi I S-Vietnam i október, og hefur Thieu forseti margvarað viö þvi, aö búast megi við, að N-VIetnamar láti til skarar skriða strax i upphafi næsta árs. Nokkrir herforingjar hans telja þó, að N-Vfetnamar veröi búnir að sækja i sig veðriö fyrr og muni láta slag standa jafnvel fyrir jól. Daglega berast nú fréttir af þessum slóðum um átök og njósn arar Saigonstjórnarinnar kunna að segja frá liðs- og hergagna- flutningum norðanmanna, sem þykja ekki boöa neitt gott. Mest heyrist þó af viöbúnaði i Tay-Ninhhéraðinu um 65 km frá höfuðborginni. Eldri og reyndari herforingjarnir telja, aö þar sé i undirbúningi sókn gegn sjálfri höfuðborginni I likingu við árásir uppreisnarmanna I Kambódiu gegn Phnom Penh. íbúar Saigon hlakka þvi litið til jólanna i ár. Embættismenn stjórnarinnar telja, aö enn eitt tákniö um það, sem koma skal, sé neitun Le Duc Tho, sem hafnaöi friðar- verðlaunum Nóbels. Tho til- kynnti, aö hann kynni aö endur- skoða afstöðu sina um aö deila verölaununum með Henry Kiss- inger, þegar varanlegur friður yröi kominn á. „Hann hafnaði verölaununum til þess aö Hanoistjórn yrði ekki séð i eins slæmu ljósi, ef hún hæfi ófriðinn á ný”, sagöi talsmaður Saigon-stjórnarinnar, Bui Bao Truc, i viötali við fréttamenn á dögunum. Hann var ekki i neinum vafa um, að lesa mætti úr neitun Thos viövörun. Hernaðarsérfræöingar telja, aö Norður-Vietnamar og Viet Cong ráði yfir i mesta lagi 145.000. manna herliði i Suöur-Vietnam. Alita þeir að noröanmenn komist ekki hjá þvi aö auka þann liðs- styrk um aö minnsta kosti 70.000 manns, áöur en ráðizt yrði til atlögu i ótakmörkuðu striöi. beir segja, að með þvi að hafa gætur á Ho Chi Minh-stígnum og fylgjast með þvi, hvort umfangsmiklir herflutningar fari fram eftir honum i byrjun þurrkatima núna I þessum mánuði, mætti ráða I fyrirætlanir Hanoistjórnarinnar. Illlllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson Það bólar ekki hið minnsta á sáttum með hinum striðandi aðilum, og þaö veikbyggöa kerfi, sem sett var upp i Parisar- sarnningunum til þess aö við- halda vopnahléssamningunum, er fyrir löngu hrunið. Svo er komiö, aö Thieu forseti hefur veitt her sinum fyrirmæli um að gera fyrirbyggjandi árásir, og óljósar fréttir herma, aö Saigonherinn sé byrjaður að sölsa undir sig hernaöarlega mikilvæga staði, sem áöur voru á valdi Viet Cong eða norðan- manna. Noröanmenn eru engir hvít- þvegnir englar heldur. Hafa þeir um skeið nartað I stöðvar stjórnarhersins á einangruðum stöðum, einkanlega þó I miðhálendinu nærri bæjunum Pleiku og Kontum. Ráðizt var á tvær stórar herbúöir stjórnarinn- ar viö Bu Pong og Bu Reang núna um helgina, og er enn, þegar þetta er skrifað, ekkert vitað um afdrif 3000 stjórnarher- manna sem þar voru. 1 septem- ber réöust norðanmenn á aðrar tvær stöövar stjórnarhersins og náðu á sitt vald. Viet Congar hafa verið iðnir viö aö gera flugvelli á sínum yfir- ráðasvæðum og vafið um þá v'arnanet SAM-flugskeyta á borð við þau, sem reyndust svo skeinu- hætt israelskum orustuþotum I striðinu við Egypta á dögunum. Hafa mótmæli Saigonstjórnar- innar og frá Washington ekkert stoðaö til þess aö stöðva þessa framtakssemi. Til þess að mæta þessari ógnun hefur stjórn S-Vietnams aldrei staðið verr. Rlkisstjórn Thieus á við efnahagsvanda að striða. Þegar bandariska herliöið varð á brottu, hurfu um leið 300 milljón dollara tekjur, sem S-Vietnam hafði, og 350.000 manns misstu at- vinnu sina. Verðbólgan á siðasta ári hefur numið að minnsta kosti 27% og hefur stundum þotið upp i 50%. Enginn fær séð, hvernig S-VIetnam ætlar aö greiða fyrir innflutning sinn, og greinilega verður að gripa til alvarlegra sparnaðarráðstafana. Þeim, sem látið hafa i ljós svartsýni og spáð S-VIetnam þvi að veröa að falla fyrir noröan- mönnum, hefur þó veriö bent á stjórn Lon Nols, marskálks i Kambódiu, sem allir ætluðu að hlyti aö falla fljótlega fyrir Khmer Rouge-uppreisnarmönn- unum, eftir að Bandarikjamenn hættu aö styðja hann með aðstoð flughers. Hann þraukar þó enn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.