Vísir - 07.11.1973, Page 7
7
Vlsír. Mi&vikudagur 7. nóvember 1973.
„Áberandi hversu betur konur hugsa
um húð sína hér á landi en erlendis"
Rœtt við Heiðar Jónsson, fyrsta
fegrunarsérfrœðing af hinu kyninu
Eye-liner er aftur kominn á
markaöinn og notaður, þó ekki
svartur. Varalitir eru vinsæl-
astir i orangegulbrúnum lit, og
sá litur er rikjandi i öllum
merkjum.
— en bregður, er þœr sjá karlmenn
við snyrtingu
— Haustskógarlitir númer eitt
eiga helzt ekki að sjást á andlit-
inu. Sumar tizkusýningardömur
taka augabrúnirnar hreinlega
af, og teikna þær siðan sjálfar á.
Við venjulega andlitssnyrtingu
eru augabrúnirnar alveg látnar
eiga sig, þær eru ekkert
málaðar, og ég greiði þær jafn-
vel ekki.
Hérlendis finn ég fyrir þvi, að
konum bregður og þær næstum
„sjokkerast”, þegar þær sjá
karlmann við snyrtingu, en þvi
er ailt öðruvisi farið úti,” sagði
Heiðar Jqnsson fegrunarsér-
fræðingur, þegar við röbbuðum
við hann fyrir stuttu, en i fyrsta
skipti i sögu Islenzkra fegrunar-
og snyrtisérfræðinga hefur
karlmaður nú verið tekinn inn i
Samband Islenzkra fegrunar-
sérfræðinga.
Heiðar starfar við Yardley-
snyrtivörur og við röbbuðum
litillega við hann i tilefni þessa.
Hann hefur meðal annars
starfað litillega erlendis og er
nýkominn til landsins aftur.
„Það er áberandi, hversu
miklu betur íslenzkar konur
hugsa um húð sina en t.d. kyn-
systur þeirra í Danmörku og
Bretlandi. Þar hugsa konurnar
fyrst og fremst um það að ilma
vel.”
— Er mikið um nýjungar i sam-
bandi við andlitssnyrtingu nú?
„Já, það hefur aldrei verið
eins mikið um nýjungar og nú.
Það er óskaplega mikið að
gerast á sviði snyrtivörunnar.
Við getum nefnt sem dæmi það,
hversu mikið læknisfræðin er
komin inn á þetta svið og hvað
eftirlit er orðið miklu meira en
það var áður.”
— Hvað um tizkuna i haust og
vetur?
,,í andlitssnyrtingunni eru
haustskógarlitir númer eitt, svo
sem brúnir, beige, kóralrautt og
þeirlitirsem við sjáum á trján-
um á haustin. Það verður meira
„make-up” á andlitinu en verið
hefur, t.d. i sumar.
Hingað til hefur verið mikið
um dagkrem eingöngu, en nú
hverfur það. Hins vegar kemur
„make-up” alveg i þess stað og
Dúður yfir. Aferðin er höfð mött,
en ekki glansandi.
Ég kynnti mér þessar nýjung-
ar i London, og þar kom meðal
annars fram, að augabrúnirnar
„Kvöld ,,make-up” er hins
vegar i öðrum litum. Þar er
geysilega mikið um demtansliti,
t.d. rúbinrauða varaliti,
smargaðsgræna augnskugga og
hvita.
Það má segja svo, að áður
fyrr var það klæðnaðurinn, sem
var ákaflega frjáls, en andlits-
snyrting hins vegar bundin og
takmörkuð Nú myndi ég segja,
að þessu væri alveg öfugt farið i
tizkunni.”
— Veiztu til þess, að karlmenn
Hér sýnir Heiðar svo stjórn Sambands fegrunarsérfræðinga og
nokkrum fegrunarsérfræðingum árangurinn. A myndina vantar for-
mann sambandsins.
Ilér snýrtir ileiöar Jónsson Kryndlsi Torfadóttur samkvæmt
nýjustu tizku. Pensillinn minnir hclzt á listmálara!
séu i þessu námi eða við það að
komast inn i annað hvort
félagið?
„Ég veit ekki til þess, en hins
vegar held ég, að á Selfossi sé
einn lærður, sem þó er ekki
starfandi.”
— Hvað um erlend fyrirtæki?
„Þar er þetta algengt. Kevlon
er t.d. með karlmenn i meiri-
hluta sem snyrtisérfræðinga.
Ég er hins vegar fyrsti karl-
maðurinn, sem starfar við
þetta merki.”
— Væri ekki æskileg að Sam-
band islenzkra fegrunarsér-
fræðinga og Félag islenzkra
sny rtisérfræðinga sam-
einuðust?
„Það væri jú æskilegt að sam-
eina þessi félög, það þefur verið
um það rætt, en það hefur ekki
tekizt ennþá.”
Þennan kjól saumaði Gróa
Guðnadóttir. Þetta er skemmti-
iegur kvöldkjóli úr þykku
crepeefni og með refaskinni á
ermum. Hæfir islenzku veðrátt-
unni vel.
KJÓLARNIR ALLIR
FLEGNIR f BAKIÐ!
Það var kannski ekki furða,
þó að kjólameisturunum yröi aö
orði, að kjólatizkan i dag minnti
óneitanlega mikið á tizkuna,
eins og hún var fyrir 30 árum!
Staðreyndin er jú sú, að þeir,
sem lögum og lofum ráða i
11 z k u h e i m i n u m , sækja
hugmyndir sinar langt aftur og I
vetur ekki styttra aftur en um
30 ár.
Annars er tizkan að þvi er
virðist lifleg og skemmtileg i ár.
Hugmyndir um kvöldklæðnað
virðast einkum sóttar aftur i
timann. Venjulegur dag-
klæðnaður er aftur á móti ekki
svo frábrugðinn þeim, sem ver-
ið hefur.
Kjólameistarar buðu til sin
Hann var óneitanlega giæsileg-
ur þessi kjóll Dýrleifar Armann.
Þetta er ballkjóll, bieikur að lit,
efnismikill og með tilheyrandi
slá úr sama efni.
Kjólatízka
íslenzku
meistaranna
svipuð
og fyrir
30 árum!
Umsjón
Edda
Andrésdóttir
blaðamönnum, einmitt i tilefni
þess, að um 30 ár eru liðin frá
stofnun Félags kjólameistara. 1
tilefni þess heldur félagið
tizkusýningu I Súlnasal Hótel
Sögu á fimmtudagskvöld. Þar
veröa sýndir hvorki meira né
minna en 36 kjólar, sem allir eru
saumaðir sérstaklega i tilefni
afmælisins á módelin sem sýna.
Margir kjólanna eru ákaflega
glæsilegir og sumir sérkenni-
legir. Það sem gekk eins og
rauöur þráður i gegnum þá sýn-
ingu, sem blaðamönnum vár
boðið upp á, var bert bak.
Samkvæmiskjólarnir voru
næstum allir flegnir i bakið,
með gati á maganum eða aftan
á bakinu, og þannig mætti
áfram telja. Sumir hverjir voru
ákaflega skrautlegir, með pif-
um og öllu tilheyrandi, aðrir
voru einfaldir, en skemmtilegir
þó.
Islenzkir kjólameistarar virð-
ast ekki alveg hafa látið tízkuna
fram hjá sér fara.
Hann er kvenlegur þessi
munstraði kjóll úr indversku
silki. Kjólinn saumaði Einhild-
ur Alexandersdóttir. KjóIIinn er
meö skyrtusniði, felidu pilsi og
lokufellingu I baki.