Vísir - 07.11.1973, Side 8

Vísir - 07.11.1973, Side 8
Umsjón: Hallur Símonarson Við breyttum engu grundvallaratriði — Fróðlegar umrœður með Karli Benediktssyni, landsliðsþjálfara, Gunnsteini Skúlasyni, fyrirliða landsliðsins, og Björgvin Björgvinssyni Ég verð að segja, að mér finnst ég hafi orðið fyrir að- kasti í skrifum ýmsra blaða eftir landsleikinn við Frakka á sunnudaginn — og það langar mig til að ræða i bróðerni við ykkur. Það er margt í þessum skrifum, sem ég skil ekki — og ég er hissa á ýmsu. Það þarf að leita að forsendunum fyrir því, sem gert er — og það er miður ef slíkt endurtekursig í vetur, sagði Karl Benedikts- son, landsliðsþjálfari, á fundi með blaðamönnum í gær- kvöldi. Það var hinn fróðleg- asti fundur — stóð i um f jórar klukkustundir — og um margt var rætt — í fyllsta bróðerni. Á fundinum voru einnig staddir Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði Islenzka landsliðsins, og Björgvin Björgvinsson, linumaðurinn snjalli I Fram. Ekki er tækifæri að gera þessum fundi nema að litlu leyti skil — en vissulega kom fram nokkur skoöana- munur i fyrstu, einkum I sambandi við taktik og skrif um taktik, en bilið brúaðist mjög eftir þvi, sem á leið. Það var mikiö talaö um breytingu á leik islenzka liösins eftir leikhléið við Frakka — og mikið skrifað um það mál. Björgvin Björgvinsson sagði. — Þaö var ætlunin að við spiluðum vörnina „flatari” i fyrri hálfleik, en við fórum ekki eftir þvi, sem ákveðið hafði verið. Þetta var lagaö i siðari hálfleiknum, mikið rætt um hvað hafði farið úrskeiðis i fyrri hálfleikn- um — og hreáfanleikinn i vörninni var miklu meiri i siöari hálfleik.” Gunnsteinn sagöi. ,,Við breyttum ekki neinu grundvallaratriöi i siðari hálfleiknum — lékum þá eins og rætt hafði verið um i upphafi”. t þessu sambandi er rétt að það komi fram strax — og þeir Björgvin og Gunnsteinn svöruöu þeirri spurningu, sem til þeirra var beint á fundinum i gærkvöldi, að Jón Erlendsson, formaður landsliðsnefndar, var ekki með liðinu fyrir leikinn eða kom inn i búningsherbergin i leikhléinu, ræddi Gunnsteinn Skúlason Karl Bencdiktsson. landsliðsþjálfari þvi ekki við leikmenn eða nefndar- menn. Karl ræddi talsvert um uppbyggingu liösins. Hann sagöi, að Geir Hallsteinss. hefði æft tvær stöður hjá Göppingen, það er á móti vinstra bakverði eða i vinstra horninu. Þetta kom sér vel fyrir islenzka liðið — þvi þaö hefur alltaf átt i erfiðleikum með mann utan varnar mótherja hægra megin, en hins vegar nógir menn til aö leika stööuna vinstra megin. Þetta breytti miklu — og Karl sagði, að það væri mikil taktik leikin i Göppingen- liðinu. Þaö varð að samkomulagi, eftir að Karl hafði rætt við Geir á fimmtudag, þegar hann kom frá Þýzkalandi, að Geir léki hægra megin i sókninni, og ölafur H. Jónsson yrði linumaður þeim megin. Axel Axelss. þvi fyrir utan vörn vinstra megin og Björgvin að sjálfsögðu linumaður fyrir framan hann. Uppstilling var 2-4 i sókn — ekki frjáls, og sama leikaðferð allan leikinn — aðeins munur á útfærslunni og á getu liðanna. Þá gat Karl þess, að islenzkur hand- knattleikur væri ekki spilaður nógu taktiskt. Slikt gengur kannski gegn veikari liðum, en þegar leikið er viö beztu lið heims, sem hafa frábæra markmenn og vörn, verður að leika mjög taktiskt til þess að ná einhverj- um árangri gegn slikum liðum. Leik- flétturnar verða þá að ganga upp til þess varnir opnist. Blaðamönnum lá auðvitað mjög á hjarta aö fá fréttir af þeim ágreiningi, sem varö i landsliösnefnd — þó Karl færðist lengi vel undan að svara þvi. En hann fékk ekki frið og sagði. — Það var aldrei ágreiningur innan nefndarinnar nema um val leikmanna Að einhvern tima hafi verið rætt um að hafa Axel Axelss. ekki i liðinu er hreinasta fjarstæða — allir nefndar- menn töldu Axel sjálfsagðan i liðið og um flesta aðra leikmenn var einnig algjör eining. Jón Erlendsson vildi fá Hjalta Einarsson og Ólaf Benediktsson til að annast markvörzluna gegn Frökkum i stað þeirra Gunnars Einarssonar, Haukum, og Guðjóns Erlendssonar, Fram, sem leikið höfðu i Metz i markinu. Einnig vildi hann setja Sigurberg Sigsteinsson i liðið i staö Einars Magnússonar. Um þessa menn varð ágreiningur — Hjalti var valinn i stað Guðjóns Erlendssonar, en Gunnar og Einar héldu stöðum sinum frá Metz-leiknum. Persónulega taldi ég ekki rétt — að þaö væru ekki rök fyrir þvi — að velja leikmenn, sem stóðu fyrir utan landsliöshópinn — menn, sem ekki höfðu æft meö liðinú, sagði Karl. Þannig var rætt um málin fram og aftur á fundinum i gærkvöldi, sem áreiðanlega var hinn nytsamasti. Astæðulaust er aö fjalla um þann skoðanamun sem i fyrstu gerði mjög vart viðsig i sambandi við taktik landsliðsins — skoöanamun Karls og blaðamanna á taktik og ýmsum öðrum smáatriðum. Sem betur fer lita ekki allir sömu augum silfriö — skoðana- munur á leik liðs er oft jafn fjöl- breytilegur og áhorfendur eru margir. Það eru til svo margir „sérfræðingar” á þvi sviði, og vonandi verður það alltaf. Þá kom einnig fram, að blaðamenn töldu að Karl setti sig ekki alltaf nógu vel inn i störf þeirra — þeirra störf væru fyrst og fremst þjón- usta við lesendur, ekki við.stjórnir félaga, sambanda eða landsliðs- nefnda, en sennilega hafa allir verið sammála þvi, sem Gunnsteinn sagði i lokin. — „Það er slæmt, að þessir menn skuli ekki geta unniö saman” og átti þá við Karl Benediktsson og Jón Erlendsson. Wm mmm Björgvin Björgvinsson. Framkvæmdastjóri alþjóöaknattspyrnusambandsins, dr. Helmut Kaeser meö hinn mikla grip, sem keppt verður um i heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu i Vestur-Þýzkalandi næsta sumar. Verða Sovétríkin dœmd úr leik i HM í knatt- spyrnunni! Alvarlegur ágreiningur er nú risinn upp milli FIFA — alþjóðaknattspyrnu- sambandsins — og Sovét- ríkjanna í sambandi við fyrirhugaðan leik Chile og Sovétríkjanna í heims- meistarakeppninni, sem settur hefur verið á i Santiago i Chile í þessum mánuði. Sovétrikin neita að leika þar, þrátt fyrir ströng fyrirmæli um, að landið verði dæmt úr heimsmeistarakeppninni taki það ekki þátt i leikn- um. Eftir stjórnarskiptin i Chile fóru Sovétmenn fram á, að leikur þeirra viö Chile færi fram i hlut- lausu landi. FIFA sendi þá sér- stakan eftirlitsmann til Chile til aö kanna aðstæöur þar, og siðan tók stjórnin þá ákvörðun, aö leik- urinn skyidi háður i Chile. Þvi hafa Sovétmenn ekki viljað una. Þeir hafa slitið stjórnmálasam- bandi við Chile — og málið er nú komiö i sjálfheldu. Sennilega ekk- ert annað framundan en lið Sovétrikjanna verði dæmt úr keppninni. I fyrri leik landanna, sem háður var i Moskvu, varð jafntefli 0-0 og standa Chilebúar þvi anzi vel að vigi meö leik á heimavelli eftir. Sovétrikin sigr- uðu i 9. riöli Evrópu — Chile i 3. riðli Suður-Ameriku, en þetta var eina tilfellið, þar sem sigurvegar- ar úr riölum þurftu að halda áfram keppni. Nú hafa nokkur lönd veitt Sovétrikjunum stuðning i þessu máli — meðal annars Aust- nr-t»v7lfalnnH oP tlnpverialand. Segja Austur-Þjóðverjar meðal annars að útilokað sé fyrir Sovétrikin að leika á leikvelli, sem notaður hafi verið sem fang- elsi. Það kann jafnvel að draga dilk á eftir sér i sambandi við framkvæmd keppninnar i Vest- ur-Þýzkalandi næsta ár ef FIFA dæmir Sovétrikin úr. Hætta þá önnur austantjaldslönd, sem unn- ið hafa sér rétt, þátttöku — til dæmis Austur-Þýzkaland og Pól- land? Þetta eru stóru spurning- arnar i dag — en hætt við að svör fáist ekki i bráö. Löndum, sem vinna sér rétt i lokakeppnina, fjölgar stöðugt — og litla Afrikurikið Zaire er nú á góðri leið með að vinna óvæntustu úrslitin i allri undankeppninni. A sunnudag vann Zaire Zambia 2-0 i úrslitum Afrikuriðilsins i leik i - Lusaa og viröist nú standa með Afriku-pálmann i höndunum. Áð- ur hafði Zambia sigrað Marokkó, þriðja landið i úrslitum, með 4-0. 550 leikir á íslands- mótinu í 153 flokkum! —, Stórleikir þegar fyrsta kvöldið í íslandsmótinu í handbolta, sem hefst í Laugardalshöllinni í kvöld Annað umfangsmesta iþróttamót á Islandi — Islandsmótið i handknatt- leik — hefst í Laugardals- höllinni í kvöld. Aðeins Islandsmótið í knattspyrnu er stærra i sniðum og f jöl- mennara — en þróunin í handknattleiknum hefur verið gifurleg siðustu árin. Á nokkrum árum hefur þátttakendaf jöldinn á islandsmótinu meira en tvöfaldazt — f lokkar verða fleiri og keppt um leið í ýmsum deildum, þar á meðal fyrstu, annarri og þriðju deild karla. A þriðja þúsund keppendur taka þátt i íslandsmótinu að þessu sinni frá þrjátiu félögum. Leiknir verða 550 leikir i 153 flokkum og deildum. Af þvi sést bezt hve gifurleg vinna veröur i sambandi viö framkvæmd móts- ins — og nú verður einnig i fyrsta skipti keppt i fyrstu deild karla og kvenna norður á Akureyri. Ferðalög þátttakenda verða þvi miklu meiri en nokkru sinni fyrr — eða þegar íslandsmótið miöaöist nær eingöngu við lið hér á Faxaflóasvæðinu. Eins og áður mun athyglin fyrst og fremst beinast að keppninni i 1. deild karla. Það er spá þeirra, sem bezt hafa fylgzt með hand- knattleiknum hér á landi, að keppni verði nú mjög hörð — raunverulega erfitt að spá fyrir um úrslit, og hver einasti leikur hafi þar upp á vissa spennu að bjóða. Liðin I 1. deildinni muni mjög skipta með sér stigunum innbyrðis — það verði hörku- barátta bæöi á toppi og á botni. Atta lið eru I 1. deildinni að Einar Magnússon, Víking, var markhæstur á siðasta tslands- móti með 100 mörk. Veröur Einar aftur markakóngur eða nær ein- hver annar þeim eftirsóknar- verða titli? venju. Islandsmeistarar Vals, Fram, Vikingur, Armann og IR frá Reykjavfk, FH og Haukar úr Hafnarfirði, og Þór, Akureyri. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið hjá liðunum — nema Islandsmeisturum Vals, sem tefla fram sama liöi og i fyrra- vetur. Vikingur hefur endurheimt Jón Hjaltalin frá Sviþjóð og feng ið Sigurgeir Sigurösson frá Haukum. Þá eru miklar breyt- ingar hjá Haukunum — þeir hafa fengið tvo kunna leikmenn úr röðum FH. Hörð Sigmarsson og Kristján Stefánsson. Fram hefur endurheimt nokkra góða leik- menn — Arnar Guðlaugsson, Pálma Pálmason og Stefán Þórðarson.en Ingólfur Öskarsson hefur lagtskóna á hiiluna. Miklar breytingar eru einnig hjá IR — Brynjólfur Markússon leikur nú noröur á Akureyri, en i stað hans hafa IR-ingar fengið nokkra unga leikmenn úr öörum félögum, auk þess, sem Asgeir Eliasson, leikur með IR á ný. Mest er breytingin hjá FH — Geir Hallsteinsson leikur nú i Þýzkalandi, og nokkrir leikmenn hafa farið i önnur féiög. Liðið ætti þvi að vera i erfiðri baráttu i vetur — en það er mikill efniviður i Hafnarfirði. Mótið hefst í 1. deild i kvöld og óhætt er að fullyrða aö vel hefur tekizt til við niðurröðun i fyrstu leikina. Spennan ætti strax að komast i mótiö. Valsmenn hefja vörn meistaratitils sins meö leik gegn Viking og hefst hann kl. 8,15. Strax að honum loknum verður annar stórleikur, ný- bakaðir Reykjavikurmeistarar Fram gegn Haukum, en ekki alls fyrir löngu sigruöu Haukar FH suður i Hafnarfirði. Þeír skora mest Malcolm McDonald, hinn marksækni miðherji Newcastle, er markahæst- ur i 1. deildinni ensku það sem af er keppnistímabil- inu. Hann hefur skorað 12 mörk — en er nú á sjúkrahúsi. Skorinn upp við liðmús og verður frá leik i nokkrar vikur. Mike Channon, Southampton, er i öðru sæti, með niu mörk i 1. deild, siðan koma Tommy Baldwin, Chelsea, Derek Dougan, Wolves, og Mick Jones, Leeds, með átta mörk hver. Kevin Hector, Derby og David Johnson, Ipswich, hafa skoraö átta mörk. I 2. deild er Duncan McKenzie, -Nottm. Forest, markhæstur með 12 mörk, en Bobby Gould, Bristol City, og Mike Bullock, Orient, hafa skorað niu. Netzer heim aftur? Korráðaiiienn þýzka inoistara- liðsins i knattspyrnunni, Baycrn Munchen, eru nú með ntiklar áætlanir á prjónunum að kaupa Gunther Netzer - bezta mann vestur-þýzka landsliðsins - aftur heim frá Iteal Mailrid. Netzer lék áður með Borussia Mönchengladbach, en fór i sumar til Real Madrid lyrir stórpening - um 65 milljónir isl.króna. Honum hefur ekki tekizt að falla inn i leik spánska liðsins - og vill sjálfur fara heim. Formaður Bayern, Wilhelm Neudecker, er nú á förum lil Spánar að reyna að semja við Real Madrid. 1 þvi tilefni sagði formaður Real — Santiago Bernabeu — að hann væri vel- kominn til þeirra, en bætti þvi við, að enn vildu þeir ekki selja Netzer. Þess má geta, að Netzer hefur ekki' skorað mark i sex leikjum með Real Madrid - og áhorfendur eru orðnir mjög erfiðir fyrir hann. :IÍS Malmö FF féll út! Maimö FF og Zurich frá Sviss gerðu jafntefli 1-1 i Malmö á sunnudaginn i sfðari leik sinum í Evrópukeppni bikarhafa i knatt- spyrnu. Þar nteð er sænska liðiö úr keppninni, þó svo þaö tapaði ekki fyrir Zurich. t fyrri leik liöanna fyrir hálfum mánuði, sem leikinn var I Sviss, varð einnig jafntefli, en þar var ekkert mark skorað, 0-0. Svissneska liöið komst þvi i 3. untferð keppninnar á markinu, sem þaö skoraði á útivelli. Ctimörk telja tvöfalt, þegar stigatala liða er jöfn. Liverpool slegið út Mjög óvænt úrslit uröu í Evrópubikarkeppninni á Anfield í Liverpool í gær- kvöldi. Rauða stjarnan frá Belgrad sló þá ensku meistarana Liverpool út í keppninni — sigraði með 2-1 í gærkvöldi og vann því báða leikina gegn Liverpool með sömu markatölu 4-2 samanlagt. Þetta er fyrsti tapleikur Liverpool heima i marga mánuði. Nokkrir aðrir leikir voru háðir i Evrópukeppninni i gær- kvöldi, en fjarritarasamband við útlönd er alveg i molum — ekki stafur af viti á NTB og AP, svo litið er um fréttir i sam- bandi við þessa leiki. Einnig er mjög erfitt aö hlusta á erlendar útvarpsstöövar versta móti. skilyröi með Nokkrir leikir voru háðir i deildabikarnum — og vegna hinna slæmu skilyrða verðum við að birta úrslitin i þeim með fyrirvara — en þó i þeirri von, að þar sé flest rétt. Litla Lundúnaliöiö QPR vann stórsigur gegn Sheffield Wed 8-2 á leikvelli sinum i Lundúnum og er nú sannarlega komiö á gott skrið. Þetta fylgir i kjölfar sigra yfir Arsenal og Derby i 1. deildinni. Leikurinn var i 3. um- ferð. Úrslit i öðrum leikjum urðu þau, að Carlisle tapaöi heima 0-1 fyrir Manc. City, York úr 3. deild vann Orient með 2-1, en jafntefli varð i fyrri leik liðanna i 3. umferð. Coventry sigraði Bristol City með 2-1, og Bolton tapaði á heimavelli fyrir Mill- vall 1-2 eftir aö hafa náð jafn- tefli i Lundúnum. Mest kom á óvart — ef hægt er aö tala um óvænt úrslit I þessari keppni, og i þeirri von að úr- slitin séu rétt, að efsta lið 2. deild Middlesbro tapaöi á heimavelli fyrir Stoke 0-1. Jafntcfli varð i leik liðanna fyrst i Stoke og töldu þá flestir daga 1. deildarliðsins i keppninni nú talda — en „gömlu” leikmenn- irnir hjá Stoke voru vandanum vaxnir, og tókst aö sigra. Það er fyrsta tap Middlesbro heima um langan tima.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.