Vísir - 23.01.1974, Qupperneq 1
• o
VISIR
64. árg. — Miövikudagur 23. ianúar 1974. — 19. tbl.
Góð veiði, gott veður
— Loðnon aðeins klukkutíma stím fró landi
— baksiða
Stjórnar-
skrifstofur
seinvirkar
— segir
forstöðumaður
Almannavarna
— baksíða
•
Framsóknar-
menn undirbúa
stuðning við
„Varið land"
Nokkrir Framsóknarmenn,
sem staðið hafa framariega i
þeim flokki, munu nú vera að
undirbúa ávarp, þar sem þeir
lýsa yfir stuðningi við mótmæli
samtakanna „Varið land” gegn
brottför varnarliðsins og upp-
sögn varnarsamningsins. Meðai
þeirra sem að þessu ávarpi
standa hafa veriö nefndir Sigur-
jón Guðmundsson, fyrrum
gjaidkeri Framsóknarflokksins,
og jón Kjartansson, forstjóri
Afengis og tóbaksverzlunarinn-
ar, en hann sat á þingi fyrir
flokkinn.
Undirskriftalistar „Varins
lands” eru viða i gangi og að þvi
er Visir hefur fregnað, er ekki
óalgengt, að mikill meirihluti
starfshópa á stórum vinnustöð-
um skrifi á listann. Ekki er óal-
gengt að allt að 80% starfs-
manna undirriti og jafnvel
dæmi um 90% þátttöku á stórum
vinnustöðum.
Þá gaf flokksstjórn Alþýðu-
flokksins út þá yfirlýsingu að
hún væri efnislega samþykk
stefnu „Varins lands”.
—ÓG
Geir
skoraði
sex!
í leik Göppingen
og Dietzenbach i
suður-þýzka hand-
boltanum á dögunum
var allt á suðu-
punkti, þar til Geir
Hallsteinsson tók af
skarið og skoraði 21.
mark Göppingen.
Sigurinn var i höfn.
Sjá iþróttaopnu.
TROÐFUU KIRKJA OG
BARH SKÍRT
— þegar Eyjamenn minntust
ársafmœlis gossins í gœrkvöldi
Kirkjusókn i Eyjum hef-
ur víst sjaldan veriö jafn
mikil og hún var í gær-
kvöldi. öll sæti voru full,
stólum þurfti aö bæta við,
og margir stóðu. Tilefniö
var heldur ekki svo lítið,
eitt ár frá upphafi goss, og
helmingur íbúanna mættur
til leiks og starfs á ný.
Eitt barn var skirt i kirkjunni i
gærkvöldi, það má kalla það eins-
konar miðnæturskirn, þó messa
.hafi staðið yfir frá klukkan hálf
niu til klukkan 10. Harla óvenju-
legur timi, bæði fyrir skirn og
messu.
Barnið, sem skirt var, er
drengur og hann var skirður
Óðinn. Þetta er ekki fyrsta skirn-
in i Eyjum eftir gos, þvi nokkur
börn hafa verið skirð þar áður,
enda mannlifið orðið eðlilegt.
Biskup íslands og sóknar-
prestarnir séra Karl Sigurbjörns-
son og Þorsteinn Lúther messuðu,
ÞANNIG VAR SAGA GOSSINS
— sjá gosannál á bls. 3
Ár frá upphafi gossins:
GOSLOKUNUM FAGNAÐ
MEÐ HÁTÍÐ 3. JÚLÍ
,,Það verða engin
látíðahöld á vegum
>æjarins í tilefni dagsins.
-lins vegar munum við
iera eitthvað til hátíða-
>rigða þann 3. júlí nk., en
>á var gosinu sagt lokið.
Dkkur finnst það frekar
viðeigandi".
Þetta sagði Magnús Magnús-
son bæjarstjóri i Eyjum, þegar
við ræddum við hann, en i nótt
kl. 02 var einmitt eitt ár liðið frá
þvi að stór sprunga opnaðist á
Heimaey og eldgos hófst.
Sjálfsagt taka einhverjir sig
til og fagna þvi, að eitt ár er liðið
frá þessum ósköpum og að ekki
fór eins illa og stundum
áhorfðist. Menn mæta til vinnu
sinnar eins og gengur og gerist,
en guðsþjónusta var þó haldin i
Eyjum i gærkvöldi.
Þar var biskup Islands, en
þetta ár mun sjálfsagt seint liða
Eyjaskeggjum úr minni. —EA
en guðsþjónustan var það eina,
sem setti svip á daginn. _ ea.
LOÐNAN
NÆSTUM
100%
DÝRARI
í ÁR
Loðnuverðið hækkaöi veru-
lega i ár frá þvi scm var i
fyrra. Eins og Visir skýrði frá
á mánudaginn, verður nýja
verðið á bræðsluloðnu 3,75
krónur hvert kg. frá 1. jan. til
20. febrúar. Þá tekur við nýtt
verð, 3,35 kr. hvert kg. og gild-
ir til 1. marz. Til 31. marz
verður verðið svo 2.95 og úr
þvi eða til 15. mai verður það
2,65 kr. hvert kg.
I fyrra giltu tvö verð. Fyrra
verðið var 1,96 krónur, en hið
siðara 1,76 krónur. Þá var
gjaldið i loðnuflutningasjóð 15
aurar, en er i ár 23 aurar.
Þannig er verðið á bræðslu-
loðnunni næstum þvi 100%
hærra en i fyrra.
Sveinn Finnsson hjá Verð-
lagsráði sjávarútvegsins
sagði Visi i morgun, að nú
væri aðeins eftir að ákveða
verð á hörpudiski og verður
það væntanlega gert i þessari
viku.
Loðnuverðið, sem nú gildir,
er uppsegjanlegt með viku
fyrirvara miðað við 1. marz.
—GG
Lyfjum stol-
ið úr bát
Brotizt inn í
Heimaeyna VE
Hrotizt var inn i tvo báta i
Reykjavikurhöfn i nótt.
Báðir þessir bátar liggja við
Grandagarð, og var stolið úr
þeim einhverju magni af lyfjum.
Aðallega pillum.
Undanfarið hafa margir loðnu-
bátar legið i höfninni, þar sem
verið er að búa þá út á veiðar.
Heimaeyin, annar bátanna sem
brotizt var inn i, fer væntanlega á
loðnu bráðum.
Lögreglan heldur jafnan vakt á
Grandagarði, ekur um svæðið, en
þar sem mikil bátamergð hefur
Íegið við Grandann undanfarið,
hefur eflaust verið erfitt að hafa
nákvæmt eftirlit með öllum
mannaferðum.
Siðan farið var i talstöð ein-
hvers báts og send út falstilkynn-
ing um strandaðan bát við
Grindavik, hafa menn reynt að
læsa bátum sinum, en þó munu
einhverjir bátar hafa verið ólæst-
ir i nótt. A.m.k. komst lögreglan
um borð i þá.
—GG