Vísir


Vísir - 23.01.1974, Qupperneq 4

Vísir - 23.01.1974, Qupperneq 4
4 Visir. Miövikudagur 23. janúar 1974. Tugir milljóna til sexburanna Hin 25 ára gamla Susan skömmu áður en hún átti sex- burana. Hér á siðunni sjáum við myndir af sex- burunum frægu, sem fæddust i Jóhannesar- borg núna fyrir skemmstu. Á tveim dögum urðu foreldrar þeirra margmilljónar- ar, en að þeim hafa streymt tilboð frá margs konar fyrir- tækjum i stórum stil. Allir vilja bjóða stórar fjárfúlgur til að aug- lýsa vörur sinar með hjálp sexburanna. Mööirin, Susan, sem er 25 ára og faöirinn, Colin Rosenkowitz, sitja nú við það allan liðlangan daginn að kanna hin ýmsu til- boð. Hefur Colin, sem var sölu- maöur og ferðaðist vitt og breitt, mátt segja upp starfi sinu til að geta sinnt sinni óvæntu „umboðsmennsku” sem skyldi. A fyrstu dögunum undirritaöi hinn stolti faðir samninga, sem gefa fjölskyldunni að minnsta kosti 280 milljónir króna i aðra hönd. Og enn halda tilboðin áfram að berast, en þau eru flest frá fyrirtækjum, sem framleiða barnamat, barnaföt, leikföng, bleiur og púður, svo eitthvað sé nefnt. Þau Sue og Colin áttu fyrir tvö börn, Anthony, 5 ára, og Samantha, sem er sex ára. Sexburarnir eru, sem kunnugt er, þrir drengir og þrjár telpur, þannig að ennþá er jafnvægi á milli kynjanna i þeirri fjöl- skyldunni hvað fjöldann snertir. Það hefur verið auglýst, aö Sue hafði fengið hormóna- gjafir, sem liklegar eru til aö hafa átt sinn þátt i að fjölga svo stórkostlega Rosenkowitz fjöl- skyldunni sem raun ber vitni. Sexburarnir fæddust all- nokkru fyrir timann, en að sögn læknanna, sem vaka yfir þeim, viröast þeir allir ætla að dafna vel. —ÞJM Hinn stolti faðir var viðstaddur hina miklu fæðingu og á mynd- inni hér til hliðar sjáum við hann brosandi út undir eyru að fæöingunni afstaðinni. Myndirnar af sexburunum voru teknar á fyrsta sólarhringnum i lifi þeirra. o $&•*?«*»** Ana’MÖi Sá tryggir sinn hag sem kaupir SKODA í dag! 1. (1). I love you love, me love. Gary Glitter. ”3”. 94. 2. (2). Helga. Maggi Kjartans. ”2”. 73. 3. (-). Themostbeautifulgirl. CharlieRich. ”1”. 55. 4. (3). When I am a kid. Démis Roussos. ”5”. 53. 5. (6). Dynamite.Mud. ”4”. 47. 6. (-). TheJoker, Steve Miller Band. ”1”. 46. 7. (7). Roll away thestone. Moot the Hoople. ”4”. 42. 8. (5). Take me high. Cliff Richards. ”3”. 39. 9. (4). Eitthvaðundarlegt. RIO. ”2”. 37. 10. (-). Showdown. E.L.O. ”1”. 31. Féllu af lista: Piparsveinninn. Litiö eitt. ”1” Tequila Samba. Roof Tops. ”1” Helen Wheels. ”4” Nutbush city limits. Ike & Tina Turner. Hello’its me. Todd Rundgren. Ný lög: 11. You won’t find another fool like me. NewSeekers. 12. Time in a bottle. Jim Croce. 13. Band on the run. WINGS. 14. Midnight rider. Duane Allman. 15. Amoureuse. Kiki Dee.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.