Vísir - 23.01.1974, Side 8

Vísir - 23.01.1974, Side 8
8 Vísir. Miövikudagur 23. janúar 1974. Vísir. Miðvikudagur 23. janúar 1974. 9 Heimsmet: 80 klukku- stundir í borðtennis Tveir ungir piltar við háskólann í Michigan i Bandarikjunum — Randy Neumeyer og Randy Behmledot — settu nýtt heimsmet á mánudag, léku borðtennis i 80 klukkustundir stan/.laust. Piltarnir sáu i Guinness metabókinni að slikt heims- met var 73 klst. og 10 min. og þeir ákváðu að reyna að hnekkja þvi. Þeir byrjuðu á föstudag i læstu öryggisher- bergi skólans —fengu 5 min. á hverri klst. til að matast, sem má samkvæmt reglun- um — borðuðu hamborgara og kartöflur. „Viö reyndum að telja fyrstu 5 klst., en sá- um að slíkt var vonlaust — svo við slógum bara boltann á miili okkar”, sagði Neu- meyer eftir mctið. Góður efniviður Keppendur, sem léku til úrslita. Efri röð frá vinstri Jón Bergþórsson, Ágúst Jónsson, Reynir Guðmundsson, Kristinn Helgason og Reynir Þorsteinsson, þjálfari. Sitjandi frá vinstri, Valdimar Guðiaugsson, Björg Sif Friðlcifsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Innanfélagsmót unglinga í badminton var haldiö i KR- húsinu 19. janúar. Mikill f jöldi þátttakenda mætti til leiks, og var keppnin oft mjög skemmtileg. Það er auðsýnt að þjálfun ung- lingaflokkanna i KR, undir stjórn Reynis Þorsteins- sonar ber góðan árangur, því að á móti þessu mátti sjá að keppendur eru í mikilli framför. Með sliku áframhaldi á ung- íingastarfsemi ætti KR að eign- ast marga ágæta badminton-leik- menn á næstu árum. Athyglis- verðustu leikmennirnir er fram komu á mótinu voru: i sveinaflokki: Jón Bergþórsson, Kristinn Helgason, Reynir Guð- mundsson, Agúst Jónsson, Frið- rik Halldórsson, Kjartan Birgisson. Flokkur 12ára og yngri: Þorvald- ur Þorsteinsson og Valdimar Guðlaugsson. Meyjaflokkur: Arna Steinsen, Björg Sif Friðleifsdóttir, Þórunn Öskarsdóttir. Úrslit: Mcyjaflokkur: Arna Steinsen sigraði Björg Sif Friðleifsdóttur, 11-6, 11-2. Flokkur 12ára og yngri: Þorvald- ur Þorsteinsson sigraði Valdimar Guðlaugsson i aukalotu 11-5, 5-11, 11-4. Sveinaflokkur: Einliðaleikur: Jón Bergþórsson sigraði Ágúst Jónsson 12-9, 11-2. Sveinaflokkur, tviliðaleikur: Jón Bergþórsson og Ágúst Jónsson sigruðu þá Kristin Helgason og Reyni Guðmundsson i aukalotu: 18-14, 13-15, 15-10. A þessu ári verður KR 75 ára, og i tilefni þeirra timamóta mun verða efnt til afmælismóts i bad- minton, þar sem keppt verður i A- flokki og meistaraflokki. Mótið verður auglýst siðar. GULLSKÓR MULLERS! Miðherji vestur-þýzka landsliðs- ins er mesti markaskorari í Evrópu — einstakt hvernig honum tekst að nýta hina minnstu möguleika og koma knettinum í mark. Ekki að- eins fyrir landsliðið — heldur einnig líðið sitt fræga, Bayern Munchen. Þjóðverjar gera sér mikiar vonir um að hljóta heimsmeistaratitilinn í sumar og Gerd á að sjá um mörkin eins og venjulega í landsiiðinu. Hann var markhæsti leikmaður Evrópu á síðasta ári. — Á myndinni skemmtilegu hér að ofan hefur „gullskór" Mullers unnið sitt verk — knötturinn liggur í markinu. Heimaleikirnir eiga að koma liði Geirs í úrslit um meistaratignina! Keppnin um efstu sætin í suð- ur-þýzku deildinni í handboltan- um er mjög hörð. Tvö efstu liðin komast i úrslit um Þýzkalands- meistaratitilinn — ásamt tveim- ur efstu liðum norðurdeildarinn- ar — og að ellefu umferðum, af sextán, er lið Geirs Hallsteins- sonar, Frisch Auf Göppingen, í þriðja sæti í suðurdeildinni. Það hef ur hlotið sextán stig — tveim- ur minna en Rintheim og einu minna en Huttenberg. Hins vegar á Göppingen eftir að leika báða heimaleiki sína gegn þessum lið- um. Heimavöllurinn hefur gífur- lega þýðingu — það er ekki ónýtt að hafa þúsundir hliðhollra áhorfenda með sér. Heima- Geir Hallsteinsson skorar fyrir Göppingen gegn sovézka lands- liðinu, þó svo Klimov, sá frægi kappi, og Ussaty reyni að stöðva hann. Geir skoraði f jögur mörk í leiknum. leikirnir eiga þvi — ef að líkum lætur — að tryggja Göppingen sæti í úrslitum. Nýlega lék Göppingen við Dietzenbach á útivelli, en það lið er i næstneðsta sæti i deildinni. Ahorfendur voru um 800 og urðu fyrir vonbrigðum, þvi Göppingen komst fljótt i 4-0 — en það breyttist. Næstu 13 min. skoraði Göppingen ekki mark og heimaliðið jafnaði i 4-4. Það breyttist hins vegar fljótt aftur — um miðjan siðari hálfleikinn stóö 19-13 fyrir Göppingen. Lokakaflinn varð æsispennandi — og harka mikil. Göppingen komst i 20-15 — en þá skoraði Dietzenbach fjögur mörk i röö. 20-19 og allt á suðupunkti, en svo skoraði Geir 21. mark Göppingen og austurriski landsliðsmaðurinn Patzer rétt á eftir siðasta mark leiksins. 22-19 fyrir Göppingen. Geir og þýzki landsliðsmaðurinn Peter Bucker báru af i liði Göppingen. Bucker skoraði sjö mörk, en Geir sex. Patzer og Arndt skoruðu 3 mörk hvor — aðrir færri. Wehnert, sem er markhæstur i suður- deildinni, var markhæstur i þessum leik — skoraði átta mörk, þar af þrjú úr vitum. Göppingen fékk eitt viti i leiknum, sem Bucker misnotaði. Gifurleg harka var i þessum leik og var fjórum leikmönnum Göppingen visað af velli — Emrick i sjö minútur, Patzer i fjórar minútur, en Geir og Epple fengu að „kæla” sig i tvær min. hvor. Þremur leik- mönnum Dietzenbach var visað af leik- velli — i tvær minútur hverjum. Úrslit i öðrum leikjum i umferðinni urðu þessi i suðurdeildinni. Huttenberg—Grossvallstadt 19-16 Neuhausen—Milbertshofen 15-12 Rintheim—Leutershausen 19-16 Eftir þessa leiki var staðan þannig. TSV Rintheim 11 9 0 2 198:168 18 TV Húttenberg ? 11 8 1 2 186:160 17 FA Göppingen 11 7 2 2 216:183 16 TSV Milbertshofen 11 4 2 5 156:168 10 TV GroBwalistadt 12 5 0 7 208:207 10 SG Leutershausen 11 4 1 6 192:191 9 TSV Butzbach 10 4 0 6 152:176 8 SG Dietzenbach 10 3 0 7 174:191 6 TV Neuhausen 11 2 0 9 150:188 .4 Markhæstu leikmenn i sðurdeildinni eru nú . H. Wehnert (SG Dietzenbach) 64/11 M. Möller (TSV Rintheim) 63/21 J. Hahn 'SG Leutershausen) 61/2 K. Klúhspies (TV GroBwallstadt) 55/13 G. 'Hallsteinsson (FA Göppingen) 53/1 W. Salzer (TV Neuhausen) 52/19 H. Spengler (TV Húttenberg) 51/6 W. Nagel (TSV Rintheim) 49/5 P. Bucher (FA Göppingen) 43/13 K. Reusch (TV Neuihausen) 43/28 A. Böckling (TV GroBwallstadt) 41/5 T. Turtkaly (TSV Butzbach) 40/9 A. Kotlas (TV Húttentoerg) 39/3 P. Barthelmey (TV Húttenberg) 35/23 C. Patzer (FA Göppingen) 33/12 Geir er sem sagt i fimmta sæti — hefur skoraö tæplega fimm mörk i leik, sem er mjög gott i hinni hörðu, þýzku deilda- keppni. 1 norðurdeildinni hefur staðan breytzt Gummersbach — liðinu, sem lék gegn Val i Evrópukeppninni i haust — i óhag. Hansi Schmidt og félagar hans eru ekki lengur öruggirum sæti i úrslitakeppninni. Liðinu hefur gengið illa að undanförnu og tapað tveimur leikjum. Þegar lið Geirs sigraði Dietzenbach lék Gummersbach við Ham- burger SV á útivelli og tapaði með eins marks mun. Gummersbach hafði þó tvö mörk yfir i hálfleik 8-6, en missti það nið- ur og Hamburgersigraði með 14-13 i leik, þar sem spennan var gifurleg i lokin. Gummersbach hafði þrjú mörk yfir 13-10, þegar nokkrar minútur voru eftir, en Hamburger tókst að jafna. A siðustu min. fékk liðið svo aukakast, sem Pickel skor- aði úr. Knötturinn fór af Hansa i mark Gummersbach!! Westebbe skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach, og var þó tvivegis vikið af velli —tvær minútur i hvort skipti. Hansi skoraði einnig 5 mörk — þar af 4 úr vita- köstum, og hann fékk einnig að kæla sig i tvær minútur. Hjá Hamburger var Pickel rekinn af velli i 2 min. Hann var mark- hæstur leikmanna liðsins með 4 mörk — eitt viti. Gummersbach er nú i 3ja sæti með 15 stig, en hefur leikið þremur leikjum minna en Dankersen, sem er i öðru sæti með 18 stig. Annars er staðan þannig: TuS Wellinghofen 11 9 0 2 195:159 18 GW Daiikersen 13 9 0 4 232:177 18 VfL Gummersbach 10 7 1 2 179:142 15 TV Grambke 12 6 1 5 210:213 13 Bad Schwartau 12 4 4 4 207:200 12 PSV Hannover 11 5 0 6 157:186 10 Hamburger SV 12 5 0 7 158:164 10 Phönix Essen 11 4 1 6 201:201 9 Tusem Essen 12 3 0 9 164:209 6 Reinick. Fúchse 12 2 1 9 148:200 5 Markhæstu leikmenn i deildinni eru þessir — og er heldur óvenjulegt að sjá Hansa Schmidt svona neðarlega á listan- um. Þessi mikli markakóngur er þó með gott hlutfall — fimm mörk i leik að meðal- tali. P. Pickel (Hamburger SV) 80/28 R. Harjes (TV Grambke) 70/28 O. Weng (GW Dankersen) 63/23 H. Oberscheidt (Phönix Essen) 54/8 W. Lankenau (TV Grambke) 53 K. Lange (VfL Bad Schwartau) 52/13 H. Schmidt (VfL Gummersbach) 51/16 B. Munck (GW Dankersen) 51/17 H. Möller (TuS Wellinghofen) 47 B. Gröning (TuS Wellinghofen) 42/12 W. Braun (VfL Bad Schwartau) 39/4 K. Westebbe (VfL Gummersbach) 39/4 L. Loewke (Reinckend. Fúchse) 39/15 S. Berg (VfL Bad Schwartau) 37/18 Dieth. Finkelmann (Rein. Fúchse) 36/10 Spjall um getraunir: Smáliðin koma oft á óvart í bikarkeppninni! Enginn reyndist meö 12 rétta á síðasta getrauna- seöli — skiljanlegt í því jafntef lisf lóöi, sem þá var í leikjunum. Hins vegar voru þrír seðlar meö 11 rétta og þaö er bara góður árangur. i hlut komu 123.500 krónur, því potturinn var góður, rúmlega hálf milljón. Seldar voru 42 þúsund raðir. 17 voru með 10 rétta og þar koma 9.500 krónur i hlut. A næsta seðli, hinum 22,á get- raunaárinu, eru leikir úr 4. um- ferð ensku bikarkeppninnar, sem háð verður um næstu helgi — flestir leikirnir þó á laug- ardag. Spá blaðsins er þannig: Arsenal—Aston V 1 Coventry—Derby x Everton—WBA 1 Fulham— Leicester 2 Hereford—Bristol C. x Liverpool—Carlisle 1 Manch. Utd.—Ipswich 1 Newcastle—Scunthorpe 1 Nottm. For.—Manch. City x Peterbro—Leeds 2 Portsmouth—Orient 1 Southampton—Bolton 1 Það er ekki mikið við að styðj- ast i þessum leikjum — aðeins tveir leikir milli 1. deildarliða, Coventry—Derby, og Manch. Utd.—Ipswich. Leikir Mið- landaliðanna eru oftast jafnir — i 1. deild nýlega á Old Trafford sigraði Manch. Utd. Ipswich með 2-0. Arsenal ætti auðveldlega að ráða við Aston Villa, frægasta bikarliðEnglands, þvi leikmenn Villa hafa gefið mikið eftir aö undanförnu. Sama gildir senni- lega um Everton gegn WBA — þar á heimavöllurinn að ráða, en WBA hefur náð sér vel á strik eftir slæma byrjun. Noel Cantwell, fram- kvæmdastjóri Peterbro — gegndi áður sömu stöðu hjá Coventry. Einvígi hans við Hörð Felixson á Laugardalsvellinum verður lengi minnisstætt. Cantwell var þá miðherji irska landsliðsins (1961), þó hann léki sem bak- vörður hjá Manch. Utd. Leicester, sem af mörgum er talið hafa mikla möguleika i bikarkeppninni nú, er of gott lið til að láta Fulham, miðlungslið úr 2. deild, stöðva sig, þó svo um útivöll sé að ræða. Hereford i 3. deild vann það afrek að slá West Ham út i 3. umferð. Nú mætir það Bristol City, góðu liði úr 2. deild, og skammt er milli Here- ford og Bristol. Liverpool lenti i erfiðleikum heima gegn neðsta liðinu af öll- um i deildunum fjórum, Doncaster, I 3. umferð og það á heimavelli. Mátti þakka fyrir jafnteflið 2-2. Slikt hendir varla liðið aftur á Anfield. Þá ætti Newcastle að leika sér að Scunt- horpe — slöku liði úr 4. deild — en það skritna var i 3. umferð, að áhugamannaliðið Hendon náði jöfnu i Newcastle. Já, bikarkeppnin er oft furðuleg. Leikur Nottm. Forest og Manch. City er erfiður — en City, með skemmtilegustu framlinumenn enskrar knatt- spyrnu, ætti þó að minnsta kosti að ná jafntefli — sigrar svo heima. Peterbro, eitt efsta lið 4. deildar, fær Leeds i heimsókn. Þar verður slegizt um miðana á leikinn. Peterbro hefur gjör- breytzt til hins betra siðan kappinn Noel Cantwell, fyrrum fyrirliði Irlands (lék hér i irska landsliðinu) og Manch. Utd. (þegar liðið varð bikarmeistari 1963) tók við liðinu sl. vor. Þá var allt i hruni hjá Peterbro, en þvi tókst að skriða upp i sjötta neðsta sætið i 4. deild. En það verður ekkert nema kraftaverk, sem þarna getur bjargað Peter- bro. Portsmouth hefur keypt leik- menn fyrir hálfa milljón sterlingspunda siðustu vikurnar og á heimavelli ætti liðið að ráða við Orient, sem er i öðru sæti i 2. deild. Einhvern tima hefði hlut- verkum verið skipt, þegar Southampton og Bolton leika. Nú hlýtur Southampton að telj- ast mun betra lið en Bolton — já, og það þó Bolton eigi hvað litrik- asta sögu allra enskra liða i bikarkeppninni. Hart barizt á High- bury á nýársdag. Myndin var tekin, þegar Newcastle, kom i heimsókn. Það cr bakvörður Newcastle, Frank Clark, sem leikið hefur i enska áhuganiannalandslið- inu, sem spvrnir knettinum aftur fyrir sig. Þeir, sem fylgjast mcð, eru John Tudor, lengst til vinstri, og Jeff Blockley, mið- vörður Arsenal, en þeir léku eitt sinn báð- ir með Coventry.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.