Vísir - 23.02.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 23. febrúar 1974. lÍSBSm: TeljiA þér að með þvi að gefa ekki frest á allsherjarverkfalli á þriðjudaginn, hefðu samningarn- ir staðið öðruvisi nú? Þórir Lárusson, rafvirkjameist- ari: — Nei, ég hugsa ekki. Verk- fall hefði hleypt meiri stifni i mál- ið. Þegar þurfti að gefa frest á verkfalli, gerðu menn sér ljóst fyrir að nú var komið út i alvöru. Laufey Sigurðardóttir afgreiðslustúlka: — Ég held að þótt frestur hefði ekki verið gef- inn, þá hefði það ekki haft nein á- hrif. Og ef verkfall hefði skollið þá á, stæði það sjálfsagt enn. Og nú á föstudegi er allt útlit fyrir verkfall. Lárus Róbertsson, bifreiðastjóri: — Það væri tvimælalaust búið að semja ef verkfallinu hefði verið skellt á. En það verkfall sem nú verður stendur varla lengur en 4 daga. Kristjana Kristjánsdóttir, hús- móðir: — Ég hald það hefði litil á- hrif haft á samningaviðræðurnar, þótt verkfall hefði skollið á. En ef verkfall skellur á, vona ég bara að það standi sem stytzt. Halldór Hjartarson, útgeröar- maöur: — Mér finnst hafa verið hálfgerður þrái i mönnum og ef vilji og skilningur væri fyrir hendi hjá báðum aðilum, væri búið að semja. En samningaviðræðurnar hefa gengið full lengi, og kannski hefðu þvi átt að boða verkfall fyrr. Sigurgeir Friðjónsson: — Ég held ekki. En það væri samt sizt verra þótt verkfall hefði byrjað fyrr. Ég vona að það verði ekki verkfall núna, en ef af þvi verður, þá stendur það varla lengur en yfir helgina. „STÓRFELLD MISFERU ÓHJÁKVÆMILEG" við úthlutun listamannalauna, sagði einn nefndarmanna — „erfitt fyrir unga menn að fó listamannalaun" ,,Það virðist ákaf- lega erfitt fyrir unga rithöfunda og aðra listamenn að fá lista- mannalaun, sam- kvæmt núverandi fyrirkomulagi á úthlut- un launanna”, sagði Helgi Sæmundsson á blaðamannafundi i fyrradag, en þá var skýrt frá niðurstöðum úthlutunarnefndar. Helgi, Sverrir Hólmarsson og Andrés Kristjánsson lýstu ó- ánægju sinni með starfsaðferðir og útkomu nefndarstarfsins, og sagði Sverrir m.a.: ,,Það er augljóst, að i neðri flokkinn vantar alltof marga áberandi bókmenntamenn og myndlist- armenn. Þetta er að miklu leyti að kenna fyrirkomulagi nefnd- arinnar og starfsháttum. Ég tel reyndar óhugsandi, að þessi út- hlutun geti farið fram án stór- vægilegra misferla”. Halldór Kristjánsson bóndi, sem er formaður nefndarinnar, taldi, hvað sem segja mætti um niðurstöður, þá væri ljóst, að á bæað hefðu komizt töluvert ólik- taldi, að hvað sem segja mætti um niðurstöður, þá væri ljóst, að á blað hefðu komizt töluvert ólikir lista menn, þannig væri mikil breidd i úthlutuninni núna. Helgi Sæmundsson skýrði frá þvi, að ýmsir listamenn, sem hann hefði stungið upp á að færu i efri flokkinn, hefðu ekki einu sinni komizt á blað i neðri flokknum. Af yngri rithöfundum, sem ekki fá listamannalaun að þessu sinni, en margir hefðu reiknað með að hlytu náð fyrir augum nefndarinnar, má nefna Guð- berg Bergsson, Þráin Bertels- son, Véstein Lúðviksson, Ingi- mar Erlend Sigurðsson, og reyndar marga fleiri — að ekki sé minnzt á myndlistarmenn. 1191istamenn hljóta laun i ár, og i efsta flokknum eru 12 lista menn, sem fá 250 þúsund krón- ur, en laun þeirra og fjöldi er ákveðinn af Alþingi. Nefndin út- hlutaði siðan 60 manns 120 þús- undum, og 47 manns fengu 60 þúsund krónur. lOmilljónir voru til skiptanna, en i fyrra var þessi upphæð 7,5 milljónir. 21 listamaður hafði ekki feng- ið listamannalaun áður, og fengu þeir 60 þúsund. Fimm höfðu ekki fengið laun i efri flokk áður, og má vænta þeir haldi þá sinum launum eftirleið- is, en nefndin sagði, að hefð væri komin á, að fái maður eitt sinn laun úr efri flokknum, þá sitji sá hinn sami áfram i þeim flokki. Þessir fimm menn, sem bættust i efri flokk i ár, eru: Jakobina Sigurðardóttir. Jón Óskar, Hringur Jóhannesson, Pétur Friðrik og Leifur Þórarinsson. Aðeins myndlistarmenn, leik- arar, tónlistarmenn og rithöf- undar fengu listamannalaun nú, enginn kvikmyndamaður, eng- inn arkitekt og enginn listdans- ari, svo einhverjar greinar séu nefndar. í úthlutunarnefnd sitja : Hall- dór Kristjánsson, formaður, Helgi Sæmundsson, Andrés Kristjánsson, Sverrir Hólmars- son, Hjörtur Kristmundsson og Magnús Þórðarson. Minnihluti kvartaði Nefndarmenn sögðu, að þrátt fyrir skiptar skoðanir á einstök- um úthlutunum i ár, hefði sam- komulag i nefndinni verið gott. A blaðamannafundinum á fimmtudaginn var kom hins vegar greinilega fram óánægja hluta nefndarmanna með starfshætti nefndarinnar, svo og vinnubrögð. Helgi Sæmundsson sagði t.d., að sumir nefndarmanna hefðu greinilega ekki staðið við áður gert samkomulag og eigin yfir- lýsingar um afstöðu til ein- stakra listamanna, þegar at- kvæði voru greidd. Aðeins Helgi Sæmundsson og Sverrir Hólmarsson, þ.e. full- trúar Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins, kvörtuðu undan vinnubrögðum og reglum úthlutunarnefndar og sögðust ó- ánægðir með ýmsar niðurstöður varðandi veitingu listamanna- launa í ár. Andrés Kristjánsson tók lfka undir margt af þvi, sem Helgi og Sverrir sögðu, en engin athugasemd fylgdi úthlutuninni I ár af hálfu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og Frjálslyndra og vinstri manna, þeirra Magnús- ar Þórðarsonar framkvæmda- stjóra, Hjartar Kristmundsson- ar fyrrv. skólastjóra, Jóhannes- ar Pálmasonar prests og Hall- dórs Kristjánssonar bónda, sem er formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarmanna. Helgi sagði að sér fyndist að nefndin ætti að starfa fyrir opn- um tjöldum, jafnvel ætti að leyfa fólki að fylgjast með at- kvæðagreiðslu hennar. Hann kvaðst vilja gera opinberlega grein fyrir ýmsu i starfi nefnd- arinnar, og er þvi að vænta greinar frá honum á næstunni. —GG LESENDUR HAFA ORÐIÐ & Rifizt um hestaverzlun Hinn 21. febr. sl. birti dagblaðið Visir viðtal við Gunnar Bjarna- son, ,,sem annast útflutningsmál hesta” eins og segir i blaðinu. Ekki verður séð, að Gunnari sé annt um að varpa réttu ljósi á þau mál, sem hann ræðir. Hitt er lik- ara, að tilgangur orða hans sé að vekja óánægju og ala á mis- skilningi. Meðal annars kemur fram i viðtalinu óánægja með gjald af útfluttum hrossum. Sagt er, að það renni til Búnaðarfélags tslands, en ekki nánar greint, til hvers það skal notað. Tilgreindar eru upphæðir, sem ákveðnir bændur hafi greitt á siðastliðnu ári til Búnaðarfélagsins, samtals kr. 1.760 þúsund. Vafalaust má um það deila, hvort útflutningsgjald af hrossum sé réttmætt yfirleitt, eða hvort það eigi að vera svo hátt sem raun ber vitni. Akvæðin um þetta gjald er að finna i 37. grein búfjárræktarlaga frá 1973. Þar segir svo: „Mynda skal hjá Búnaðarfélagi Islands sérstakan sjóð, „Stofn- verndarsjóð”, i þeim tilgangi að styrkja og lána hrossaræktar- samböndum fé til kaupa á kyn- bótahrossum, sem annars kynnu að verða seld úr landi. Til sjóðsins skulu útflytjendur hrossa greiða gjald, er nemi 20% af útflutningsverði ógeltra hesta og 10% af útflutningsverði hryssna. Búnaðarfélag lsland setur reglur um starfsemi sjóðsins og fer með stjórn hans”. Ekki þarf að fjölyrða um til- gang þessara lagaákvæða. Hann er augljóslega sá, að vernda islenzka hrossastofninn og inn- lenda kynbótastarfsemi fyrir ótimabærum útflutningi kynbóta- gripa og styðja bæði beint og óbeint við bakið á innlendri kyn- bótastarfsemi i hrossarækt og viðhalda þannig útflutnings- möguleikum i framtiðinni. Nokkurt umhugsunarefni er, hvers vegna Gunnar lætur ógetið tilgangs með gjaldheimtunni. Samband islenzkra samvinnu- félaga annast sölu flestra þeirra hrossa, sem flutt eru úr landi. Samkvæmt upplýsingum Agnars Tryggvasonar framkvæmda- stjóra hefur Sambandið ekki enn innheimt útflutningsgjald af hrossum. Samkvæmt upplýsingum Búnaðarfélags islands inn- heimtist i Stofnverndarsjóð kr. 4,700 — á s.l. ári. Einkennilegt er, að Gunnar leggur mikla áherzlu á, að tekjur þær, sem bændur hafa af hrossa- sölu til útlanda, séu skattskyldar til rikis og sveitarfélaga en hrossaverzlun manna á milli sé skattfrjáls. Er ekki Gunnar með orðum sinum i Visi að saka flesta eða alla hestamenn lands- ins um skattsvik? Hvaðan kemur Gunnari þekking til að tala svona, og hver er tilgangurinn með svona áburði? Orðrétt segir i viðtalinu: „Hestaverzlunin innanlands fer fram hjá skattayfirvöldum, en háir skattar koma til, ef selt er úr landi”. Annars staðar er orðrétt eftir Gunnari haft, að viðskipti með hesta séu ekki gefin upp til skatts. Ósamræmis gætir þó I dæmi þvi, sem Gunnar tekur af manni nokkrum, sem gat selt hest dýru verði til útlanda, en neitaði að selja hestinn sama verði, er Búnaðarfélag islands, hugðist neyta forkaupsréttar. Samkvæmt fyrrgreinum orðum Gunnars hefði þó innanlandsverzlunin orðið mun arðvænlegri. Ingi Tryggvason blaðafulltrúi — Svar Gunnars Bjarna- sonar — Gunnar Bjarnason hefur nokkuð við þetta bréf að athuga og segir um útflutningsgjaíd Búnaöarfélagsins: „Um tilgang hrossaræktar hefur aldrei verið deilt, en kynbætur eru allt annað en skattlagning. Hér er bara um að ræða skatt Búnaðarfélagsins, en ekki kynbætur. Allar kynbætur á búfé á islandi eru kostaðar af rikinu”. Um hestaverzlun innanland, sem fer framhjá skattyfir- völdum, segir Gunnar Bjarna- son: „Ingi Tryggvason getur sjálfur farið út i sveit og kynnt sér, hve margir bændur tiunda hcstasölu á skattskýrslum. Hann getur lika farið i hest- húsin hjá Fák og kynnt sér, hve margir Reykvíkingar telja fram hestaeign sina á skattskýrslum. Þegar Ingi er búinn að kynna sér staðreyndir þá getum við talazt við um þessi mál”. Og um siðustu málsgrein Inga segir Gunnar: „Verzlunarsaga Héðins frá Vatnagörðum er eins Ijót og hesturinn sjálfur er fallegur”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.