Vísir


Vísir - 23.02.1974, Qupperneq 3

Vísir - 23.02.1974, Qupperneq 3
Visir. Laugardagur 23. febrúar 1974. 3 BLY I MATARILATUM GETUR VERIÐ HÆTTULEGT — en engin reglugerð er til um leyfilegt blý-og kadmiummagn „Sjálf hef ég ekki séð þetta hérna, en ég veit um eitt dæmi þess frá konu, sem hafði sam- band við okkur, að í einni verzlun i bænum væru seldar skálar, sem innihéldu of mikið magn af kadmium", sagði Sigriður Haraldsdóttir hjá Kvenfélagasambandi isiands, þegar við ræddum við hana, en sambandið hefur nú sent viðskiptaráðherra, Lúðvik Jósefssyni, ljósrit af danskri reglugerð um þessi mál, svo og bréf, þar sem segir meðal annars: „Kvenfélagasamband tslands leyfir sér að benda á, að i nágrannalöndum okkar hafa verið settar reglugerðir um blý- innihald i leirmunum, glerj- uðum munum og glermunum, sem notaðir eru við matargerð eða framreiðslu matar. Segir i reglugerð frá Danmörku m.a., að slikir munir megi ekki gefa frá sér meira en 3 mg af blýi i hvern litra af sjóðandi ediks- upplausn, sem hellt er i munina þrisvar sinnum og látin standa i þeim hálftima i senn”. „Hér á landi er allveruleg framleiðsla á leirmunum og virðist sjálfsagt, að þeir lúti sömu reglum og framleiðsla annarra landa, enda sannað er- lendis, að hætta stafar af of miklu blýmagni i vörum, sem koma i snertingu við matvæli. Einnig er hætta á, að fluttir verði til landsins munir með hættulegu blýmagni, ef engin ákvæði gilda hér um slikan varning. Einungis litirnirgeta gefið frá sér kadmium, og á það sér- staklega við um rauða, guia og appelsinugula liti. Litir, sem málaðir eru yfir glerunginn eru hættulegastir i þeim efnum. Allur matur og alls konar drykkir geta leyst upp blý og kadmium úr glerungi eða lit, sérstaklega þó súr matvæli eins og edikslögur, súrir ávextir, ávaxtasafi, vin, Coca-cola o.fl. „KALLIÐ MIG ALLS EKKI LISTAMANN" — segir Snorri Helgason, sem opnar sína þriðju málverkasýningu á morgun „Þið megið alls ekki kalla mig listamann. Þá yrðu áreiðanlega margir gramir út i mig”, sagði Snorri Helgason, sem nú býr sig undir að opna þriðju málverka- sýningu sina. Hann er fristunda- málari, og það sakar ekki að geta þess, að hann er bróðir Gerðar Helgadóttur listakonu. „Ég hef dundað við blýants- teikningar allt frá þvi ég man fyrst eftir mér. Hins vegar eru ekki svo ýkja mörg ár siðan ég fór að spreyta mig á oliulitum”, sagði Snorri i viðtali við Visi i gær. Það er ekki að sjá á myndum hans, að þar sé einhver byrjandi i málaralist á ferðinni. Eins og meðfylgjandi ljósmynd ber ef- laust með sér, eru myndir Snorra afar sérstæðar, en það verða ekki greind nein pensilför á léreftinu. „Þetta verða 55 málverk, sem ég sýni. Allt myndir, sem ég hef málað á siðustu sex árum”, út- skýrði Snorri. Hann opnar sýningu sina i Sýningarsal Eddu Borg við Reykjavikurveg i Hafnarfirði klukkan tvö á morgun, en sýningin verður opin fram til 3. marz alla daga frá klukkan eitt til sex. Aðgangur er ókeypis. Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði i fullum skrúða „Hvers vegna Ásatrú á 20. öld?" — heitir erindi sem Sveinbjörn allsherjar- goði heldur á morgun Ásatrúarmenn halda kynn- ingarfund að Hótel Esju á morgun. Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði ætlar að ræða um Asatrú i ljósi samtimans. Siðan ræðir Anna Sigurðar- dóttir um „ýmislegt um Ásatrú”, einkum þá stöðu konunnar i Ásatrúnni. örn Clausen kynnir helgisiði og athafnir, sem sem nafn- gjöf, unglingavigslu, giftingu greftrun o.fl. Loks talar Jörmundur Ingi (áður Jörgen Ingi) um siða- boðskap Ásatrúarinnar, og væntanlega ætlar hann að ræða um mismun á siðaboðun kristninnar og siðaboðun Ása- trúarinnar, og hann segist ætla að færa rök fyrir þeirra fullyrðingu Ásatrúarmanna, að siðaboðskapur Hávamála eigi meiri itök i Islendingum en hin innflutta kristni. Fundur Ásatrúarmanna hefst á Esju klukkan 15 á sunnudaginn. —GG Jökull Jakobsson og „stjörnur” hans, þau Anna Kristln Arngrimsdóttir, sem leikur Láru, og Arni Blandon, sem leikur Kalla. Mynd.Bj. Bj. Kertalog Jökuls frumsýnt á miðvikudaginn: Ólíkt fyrrí verkum höfundar" — segir leikstjórinn, Stefán Baldursson „Kertalog”, nýjasta leikrit Jökuls Jakobssonar, verður frumsýnt hjá Lcikfélagi Reykjavikur á miðvikudaginn kemur. Stefán Baldursson, sem leik- stýrir verkinu ásamt höfundi, tjáði Visi i gærkvöldi, að hann teldi þetta verk að mörgu leyti ólikt fyrri verkum Jökuls. „Það fjallar aðallega um pilt og stúlku, Láru, sem Anna Kristin Arngrímsdóttir leikur, og Kalla, sem Arni Blandon leikur. Og það gerist á geðveikrahæli og út um bæinn. Það er ólikt fyrri verkum Jökuls m.a. að þvi leyti, að það er brotið upp i mörg atriði og ekki eins fast i tima. Atburðarrásin gerist á rúmlega hálfu ári eða svo. Hins vegar eru stileinkennin greini- leg, og þarna eru mörg mjög vel skrifuð samtöl,” sagði Stefán Baldursson leikstjóri. „Kertalog” skrifaði Jökull og sendi i leikritasamkeppni, sem L.R. efndi til árið 1972. Hlaut leikritið fyrstu verðlaun ásamt leikritinu „Pétur og Rúna” eftir Birgi Sigurðsson, en það leikrit sýndi L.R. i fyrra. „Kertalog”, sagði Stefán Baldursson, ,,er lika ólikt fyrri verkum Jökuls að þvi leyti, að i þvi eru margar persónur. Per- sónurnar eru sextán, en reyndar eru mörg hlutverkanna auka- hlutverk. Verkið snýst að mestu um atburði, sem verða eftir að Kalli og Lára hafa kynnzt á geð- veikrahælinu”. —GG ÞETTA ERU KJÖRSTAÐIRNIR Búið er að ákveða kjörstaðina i prófkjöri sjálfstæðismanna i Reýkjavik dagana 2.-4. marz. Laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. marz verða kjörstaðir opnir i hinum ýmsu hverfum borgarinnar, milli klukkan tvö og sjö. Mánudaginn 4. marz verður aðeins einn kjör- staður opinn fyrir alla borgina, og verður hann I Tjarnarbúö og opinn milli kl. 3 og 10 siðdegis. Tvo fyrri dagana verða kjör- staðirnir þessir: Fyrir Nes- og Melahverfi i KR-heimilinu. ----Vestur- og Miðbæjarhverfi að Laufásvegi 47, jarðhæð. — - - Austur-, Norðurmýrar, Hiiða- og Holtahverfi i Templarahöllinni. — - - Laugarnes-, Langholts-, Voga- og Heimahverfi i sam- komusal Kassagerðar Reykjavikur. ----- Háaleitis-, Smáibúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi i Miðbæ við Háaleitisbraut. ----Bakka- og Stekkjahverfi að Urðarstekk 2. ----Fella- og Hólahverfi að Vesturbergi 193. — - - Árbæjarhverfi i kaffi- stofu verksmiðjunnar Vifilfells, Bæjarhálsi. —HII „Það eru tvö ár siðan ég hélt fyrstu sýningu mina”, sagði Snorri i viðtali við Visi. „Þá var það aðeins til að gera smásprell. Ég er alltaf til i smásprell. En svo þegar fólk tók mig grafalvarlega og allar myndirnar seldust. Já.... þá var þetta ekki neitt sprell leng- ur” —ÞJM „Það var bara til að gera sprell, sem ég opnaöi mina fyrstu sýningu fyrir tveim árum”, segir Snorri, scm hér sést með nokkrar þeirra ntynda. sent fara á sýninguna i Hafnarfirði. Ljósm. BP

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.