Vísir - 23.02.1974, Side 5

Vísir - 23.02.1974, Side 5
Visir. Laugardagur 23. febrúar 1974 5 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP Slys í knattspyrnu Urn áttatiu þúsundir höfðu safnazt saman á knattspyrnu- leikvangi einum i Kairó, þegar pailarnir hrundu með óskapleg- um afleiðingum. Fólkið tróðsl undir. Fjörutiu og átta létu lifið. Fjörutiu og sjö til viðbótar siösuðust. Þarna hafði átt að fara fram leikur miili heimaliðsins, Zamalek, og Dukla frá vina- bænunr Prag. Af þvi varð þó skiljanlega ekki, þvi fresta varð leiknum. Á myndinni hér fyrir ofan sést sjúkraiið og lögregla stunrra yfir fólki, sem tróðst undir. Víða hefur fólk sýnt i verki mótmæli við Sovétstjórnina vegna brott- vikningar hennar á Solsénitsin úr landi. Þessi mynd hér fyrir neðan er af mótmælum. New York-búa við sendiráð Sovétrikjanna I New York, eða öliu heidur bústað sendinefndar þeirra við Sameinuðu þjóðirnar. I eldlínunni Veinandi af sársauka stökk Dennis Cameron út í leirugt vatnið til þess að siökkva logana, því eldur hafði komizt í fötin hans. Caineron brann á fótum og höndum, þegar hann var vitni að árás stórskotaliös uppreisn- armanna á höfuðborg Kambódiu núna á dögunum, en þar hefur ekkert lát orðið á bardögum. Cameron er blaðamaður og fréttamaður útvarps, ef svo ber undir. Var hann þarna á vegum American Broadcasting Co. — Verðurekki annaðsagt, en hann hafi verið i eldlinunni. ðrkin fundin? Bandarískur öldungar- deildarþingm^ður skýrði frá því í fyrradag, að gervitunglamyndir frá Austur-Tyrklandi kynnu að sýna leifar arkarinnar hans Nóa á fjallinu Ara- rat, sem sést hér á mynd- inni. Sagði Frank Moss þingmaður. að myndirnar hefðu verið teknar úr rúmlega 700 km hæð og sýndu fyrirbrigði, sem litu öðruvisi'út en næsta nágrenni. Hann sagði einnig, að banda- riskur guðfræðingur hefði sótt um leyfi til að fara meö rann- sóknaleiðangur á staðinn, sem er á hernaðarsvæði við landa- mæri Irans og Sovétrikjanna.. Fjallið Ararat er 3600 m hátt.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.