Vísir - 23.02.1974, Page 7

Vísir - 23.02.1974, Page 7
Visir. Laugardagur 23. febrúar 1974. cTVIenningannál Um fegurð og trega Sinfóniuhljómsveit islands: Tónleikar 21. febrúar HIjómsveitarstjóri Karsten Andersen. Einleikari á fiðlu Björn Ólafsson. Fiðlukonsert i D-dúr op 61, eftir Ludwig van Beethoven. Sinfónia i d-moll eftir Cesar Franck. Aörir tónleikar síðara misseris hófust með þvi, að Björn ólafsson flutti fiðlukonsert Beethovens. Fáir tónlistarmenn hafa unnið tónlistarlífi okkar jafnmikiðog vel sem Björn ólafsson um langt tímabil, ekki einungis sem konsert- meistari Sinfóníuhljóm- sveitar okkar heldur og við kennslu hjá Tónlistarskóla islands. Von mín og trú er sú, að hann eigi sem lengst eftir að vinna að tónmennt okkar islendinga þótt hann hætti nú störfum konsert- meistara. Veglega valdi hann fiðlukonsert Beethovens, sem að margra áliti en talinn hinn bezti, sem saminn hefur verið. Tæknilega er verkið afar erfitt i túlkun og flutningi. bað mun samið árið 1806, þar eð það var frumflutt 23. desember sama ár, i túlkun Franz Clement. bó var það litið flutt unz Josep Joachim kom þvi á framfæri árið 1850. Eftir það hóf það sina sigur- göngu allt fram á vora tima. Verkið er að mörgu leyti keimlikt t.d. G-Dúr pianókonsertinum og einnig 4. sinfóniu Beethovens hvað snertir ljúfleik og þokka. Innileiki og ástúð bað væri næstum að bera i bakkafullan lækinn, að fjalla um Björn Ólafsson, svo kunnur er hann tónlistarunnendum, bæði i starfi og af þvi, sem um hann hefur verið ritað. Túlkun Björns, á þessu öndvegisverki auð- kenndist af innileik og ástúð, mér liggur við að segja einnig af trega. Iptonation Björns var stundum ekki nægilega örugg, sér i lagi á efra tónsviði. En feiknar- lega fagran tón getur Björn laðað úr hljóðfæri sinu, enda mun það ekki smiðað af neinurn klaufa. TONLIST EFTIR BIRGI GUÐGEIRSSON Bezt fannst mér Björn miðla okkur af sinni listrænu gáfu i Larghetto þættinum. Karsten Andersen stjórnaði af miklum skilningiá tónverkinu, og samleikur hljómsveitar og einleikara að jafnaði góður. Má Björn vera stoltur af leik sinum, þótt ekki væri hann hnökralaus með öllu. Miklir listamenn eru yfirleitt ekki hrokafullir, heldur þeim mun litillátari og auðmýkri fyrir þeirri „gyðju”, sem þeir hafa tileinkað ævistarf sitt. Hygg ég, að það eigi við „nestor” islenskra fiðluleikara. Vil ég itreka einu sinni enn, að Björn Ólafsson leyfi okkur hlustendum að njóta þeirra sérstæðu hæfi- leika, sem hann fékk i vöggugjöf. Eftir konsertinn voru Birni færðir svo margir blómvendir, að annað sambærilegt minnist ég varla að hafa séð. Segir það, og undir- tektir áheyrenda, ekki sina sögu? Frelsi og fegurð Seinna verk á efnisskrá tón- leikanna var eina sinfónian, sem Cesar Franck samdi. Cesar Franck var sem kunnugt er orgelleikari og frábær kennari, sakir ljúfmennsku hans og hógværðar. Ævistarf hans var að mestu orgelleikur, en hann gaf sér lika tima til tónsmiða. bessi sinfónia hans ber þess glögg og skýr merki. Cesar Franck er álitinn franskt tónskáld og af mörgum talinn þeirra fremstur, — en Franck var bara ekki franskur, heldur flæmskur að ætt og uppruna, en gerðist franskur rikisborgari, er á leið. bessi sinfónia Francks hefur verið talsvert umdeild sem tónsmið og sýnist sitt hverjum. Sinfónian var samin á árunum 1886-8 og hefur náð mikilli hylli hlustenda m.a. vegna þess hve frjálslega tónskáldið fer með form og laglinur og hvernig hún er byggð af fögrum laglinum (temum). Einhvers staðar las ég, að þetta væri ein vinsælasta sin- fónia meðal hljómsveitarstjóra, þar eð svo mikil unun væri að stjórna henni. Karsten Andersen var næstum óþekkjanlegur frá næstu tón- leikum á undan. Hann var ekki i neinni „járnsmiðju” nú. Sinfóniunni stjórnaði hann af talsverðri mýkt og fegurð. Hlut- Björn ólafsson fallastyrkur hefði, að minu mati mátt vera talsvert gleggri og snarpari. En þessari sinfóniu má öðrum fremur stjórna á mismunandi máta. Enn einu sinni verð ég að finna að blásturshljóð- færunum. Er hugsanlegt, að ekki sé hér hægt að bæta úr skák.? A næstum hverjum tónleikum eru þeir nánast slæmir, þó að undan- tekningar séu. bað kom glöggt fram, að Karsten Andersen kann að æfa og þjálfa hljómsveit. Túlkun hans er að sjálfsögðu algerlega hans einkamál, liki mönnum betur eða verr. bessir tónleikar voru i heild allvel fluttir, og áheyrendur hygg ég hafi vel flestir farið heim til sin með fegurð og ef til ,vill trega i hjarta. Þó hló marbendill ,,Hefurðu séð brand- arann um góða flugvéla- ræningjann?” sagði vin- ur minn við mig og gaukaði að mér litlu kveri, sem bar titilinn ,,Ali flugvélaræningi”. Ég fór að fletta honum og rakst þá strax á þessa byrjun: „Einu sinni var flugvélaræn- ingi, sem hét Ali. — Hann var frægasti flugvélaræningi i heimi, þvi hann var svo einstaklega góð- ur og háttprúður. begar hann rændi flugvél, sagði hann alltaf við farþegana: „Herr- ar minir og frúr! Afsakið að ég ræni þessari flugvél. En það er gert i mjög góðum tilgangi, þið skiljið”. bá hló ég. Eg þóttist skilja, að þarna væri á ferðinni skop, sem gera ætti að barnasögulestri Olgu Guðrúnar i útvarpinu sællar minningar, enda er bókin tileinkuð henni. Afram fletti ég sögunni og las um, hvernig skæruliðaforinginn bar sig upp við Ali vegna flug- hersins, sem ætlaði að varpa sprengjum á þorpið þeirra, vegna þess að þeir voru kommúnistar. Og enn las ég um viðbrögð Ali hins góða vegna ætlana flughers- ins og herforingjanna að skjóta fólkið i litlu þorpunum. Og um lýsinguna á Haka herforingja, sem sagði „þegiþú” við flugstjór- ann og heimtaði að fá fyrst af beinanum, sem flugfreyjan bar fyrir farþegana i flugvélinni. Hvernig þessi freki herforingi var svo leiðinlegur, að farþegarnir voru fegnir, þegar hann sofnaði. — Og hvernig litla telpan i flug- vélinni sagði við mömmu sina: „Ég held Ali sé góður, og ég er ekki hrædd”. bá hló ég öðru sinni. En ég hætti að hlæja, þegar ég hafði lokið lestri sögunnar allrar, þvi þá fóru smám saman að renna á mig tvær grimur. Kannski höfundarnir væru ekkert að gantast? Kannski átti þetta ekki að vera brandari hjá þeim, heldur bláköld, alvöru-, hjart- næm barnasaga? Svo rakst ég á umsögnina á menningarsiðu Visis á miðviku- dag um þetta hjartnæma kver um skæruliðann góða. Hún byrjaði á einhverri hálfvelgju um, að frá- sagnir fjölmiðla af flugvélarán- um væru flestar á einn veg, þær væru flokkaðar sem glæpsamlegt athæfi, og hentaði sú flokkun vel „bEIM SEM EKKI bURFA AÐ GRIPA TIL ÖRbRIFARAÐA TIL AÐ FA FRAM SJALFSÖGÐ LÝÐRÉTTINDI”, eins og grein- arhöfundur komst að orði. Ég gat hreint ekki betur fundið, en að undir slægi hjarta þess, sem fulla samúð hefur með flugvéla- ræningjunum i frásögnum fjöl- miðlanna. Enda var framhald greinarinnar lengi framan af i eftir Guðmund Pétursson þeim dúr, að greinarhöfundur, Bergþóra Gisladóttir, þurfti að létta af hjarta sinu i sambandi við þessi neyðarúrræði kúguðu þjóð- anna, og var hún iengi að koma sér að efninu sjálfu, barnasög- unni um flugvélaræningjann. Fyrst varð hún t.d. að benda á, að misjafnar forsendur væru fyrir flugvélaránunum — og þar með mátti greina, að þau gætu vel hugsanlega verið þarfaverk hin mestu. bá hló ég þriðja sinni. En ég átti eftir að skella ræki- lega upp úr, þegar ég hafði lokið lestri allrar umsagnarinnar. Nokkrum orðum var farið um, að þetta efni hefði ekki verið borið fyrir börnin áður. (Æ, það var lakara!). Sagt er litil- lega af söguþræði bókar- innar, og þykir greinarhöfundi aðeins eitt illt. Nefnilega hve slæma pressu flugfreyj- an, sem kemur einu sinni við sögu, fær i bókinni..” .... og finnst mér það ljóður á sögunni, þvi gagnrýni á flugfreyj- ur á þar ekki heima, þó vissulega séu flugfreyjur upp og ofan”. Já, finnst ykkur þetta ekki einn forkostulegur brandari allt sam- an? Allt ruglið er svo botnað með þessu grafalvarlega hátiðar- bragði: „Gildi þessarar bókar er eink- um fólgið i þvi, að hún er skemmtilegt og þarft mótvægi og að hún fjallar um mikilvæg mál, sem eru ofarlega á baugi”. bá hló ég i siðasta sinn að þess- um brandara. Eins og i allri vei- heppnaðri fyndni, þá er i þessu sorglegur tónn. Hann liggur i algerri blindu þeirra, sem leggja hönd á þetta verk. Fyrst þeirra, sem i blindni trú- ar sinnar sjá ekki blóð saklauss fólks drjúpa af höndum átrúnað- argoða sinna og reyna að snúa fleiri til sömu trúar, nefnilega þeim, sem eru mest auðtrúa, börnunum. Svo hinna, sem setja upp spari- svip og taka verkið til „hlutlægr- ar meðferðar og mats" og blabla- blabla. Renna stoðum undir gagnsemi svona boðskapar og skrifa: „Gildi þessarar bókar er...” bvi verður mér á að skrifa: ,,Nei, hættið nú alveg!” fréttunum? Vihu fá þær heim til þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins ídag!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.