Vísir - 16.05.1974, Síða 2

Vísir - 16.05.1974, Síða 2
2 UÍSIESm: — Ætlið þér að vaka á kosninganóttina? Bert Hanson, forstjóri: — Auð- vitað vaki ég og hlusta á útvarpið og horfi á sjónvarpið. Það er gaman að þessu og spenningurinn mikill, eftir að maður fer að fá einhvern botn i pólitikina hér á tslandi. Reynir Jónasson, organisti: — Ekki i þetta sinn. Ég er búinn að missa allan áhuga á þessu og er hættur að fyigjast eins vel með og áöur. Laufey Þórðardóttir, skrifstofu- stúlka: — Jú, ætli ég vaki ekki eitthvað fram eftir nóttu og fylgist með helztu úrslitum. Ég biö I það minnsta eftir úrslitunum úr Reykjavik. Hjörleifur E. Friöleifsson, vakta- form. hjá SVR: — Já, svo sannarlega ætla ég að vaka á kosninganóttina nú eins og áður. Ég hef alltaf vakað, þegar vel hefur staðið á vöktum hjá mér,og i þetta sinn stendur sérlega vel á vakt. Það verður áreiðanlega gaman að fylgjast með i þetta sinn eins og i öll hin skiptin. Vigfús Sigurðsson, nemi f Austur- bæjarskóla: — Ég hef ekki hugsað mér að vaka neitt lengur þessa nótt en aðrar, enda hef ég ekki nokkurn áhuga á þessum kosningum frekar en flestum öðrum. Katrin Sveins, nemi f MR:— Ég hef ekki neinn áhuga á þessum kosningum og hef þvi ekki hugs- að mér að vaka eftir úrslitunum i þetta sinn. Eina skiptið, er ég hef vakað á kosninganótt, var i forsetakosningunum, og fannst mér ekkert sérstaklega varið i þaö. Visir. Fimmtudagur 16. maí 1974. Hraunhitaveita leidd í sjúkrahúsið í Eyjum — Síðan athugað hverjar líkur eru á að hita upp fleiri hús ,,Það eina, sem menn hafa haft áhyggjur af i sambandi við upp- hitun á sjúkrahúsinu, er það, að hitinn verði of mikill”, sagði Magnús H. Magnússon bæjar- stjóri i Vestmannaeyjum, þegar V'isir hafði samband við hann. Nú á að hita upp sjúkrahúsið i Eyjum með hraunhitaveitu, og verður hitinn leiddur I húsið núna á næstu dögum, að sögn Magnúsar. Visir hefur sagt frá hraunhita- veitunni áður og þá meðal annars frá eina húsinu, sem hitað er þannig upp i Eyjum núna, en það stendur við Helgafellsbraut, sem er rétt við sjúkrahúsið. Hraun- hitaveitan hefur reynzt mjög vel i húsinu þvi, og er ekki vitað, að hún hafi nokkurn tima brugðizt. Það er nýja sjúkrahúsið, sem um er að ræða i Eyjum, en það er mjög stórt hús og mikið rúm, sem þarf að hita. Búið er að koma fyrir tilheyrandi tækjum i bor- holu, sem notazt verður við, og er sú hola i hrauninu, þar sem hún var grafin, þegar verið var að kæla hraunið og athuga hitann i þvi. Eftir er að einangra leiðslur, sem liggja munu til sjúkrahúss- ins, en þvi ætti að verða lokið á næstu dögum, ef mannafli fæst. Mikill kostnaður yrði við að hita upp sjúkrahúsið með oliu á ári hverju, svo þarna sparast nokkrar krónurnar. Að sögn Magnúsar hafa ekki borizt neinar niðurstöður frá Orkustofnun um álit þeirra á endingu hitans i hrauninu, eða hverjir möguleikar eru á þvi að hita upp fleiri hús i framtiðinni og nýta hraunhitann. Er nú beðið eftir þeim niður- stöðum, en sem fyrr segir verður sjúkrahúsið hitað með hraunhita- veitunni að nokkrum dögum liðnum. —EA Eftir að sjúkrahúsið i Eyjum hefur veriö upphitað liggur næst fyrir að athuga hvort hita beri meiri- hluta húsa i kaupstaönum með hraunhitaveitunni. Hér sjást m.a. Páll Zophonfasson, Magnús Magnús- son bæjarstj. og fleiri mæla hitastig vatnsins þegar fyrsta húsið var hitað. Aftast til vinstri á myndinni er Sveinbjörn Jónsson i Ofnasmiðjunni i Reykjavfk, en hann var driffjöðrin Ihraunhitaveitumálinu. | LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hreinsun fyrir þjóðhátíð J.J. við Háaleitisbraut hringdi: „Fyrir nokkuð mörgum árum flokkaðist Háaleitisbraut undir hverfi, er var i uppbyggingu, en nokkuð er liðið siðan og má heita, að þetta sé orðið gróið hverfi, og bara snyrtilegt nokkuð, þótt ég segi sjálfur frá. Þess vegna stingur það marga ibúanna hérna nokkuð að fyrir framan eina raðhúsasamstæðuna (nr. 53-55-57-59) er timburhaugur, sem er eins og ljót varta á annars snotru andliti. Þessi haugur er búinn að vera þarna i mörg ár, eða frá þvi að húsin voru byggð. Fyrir utan það, að börn sækja mikið i þetta spýtnabrak — og hafa oft orðið þar fyrir smá- óhöppum — er þetta til óprýði I borginni, rétt eins og aðrir slikir haugar af drasli, sem mönnum er svo gjarnt að halda i von um að gera sér einhvern tima gagn úr. Nú rekur mann minni til þess að hafa lesið i blöðum hin siðustu sumrin, að borgin hafi látið fjar- lægja slikt drasl á kostnað eigenda. En liklega hefur hreins- unardeildin eða fegrunarnefndin eða hvað sá aðili heitir, sem hefur látið slikt til sin taka, ekki bol- magn til þess að fjarlægja timbrið. Framundan er þó núna 17. júni og svo þjóðhátiðin, og Reykvikingum aldrei eins annt um að borgin þeirra skarti sinu fegursta. Kannski er þetta aðeins hugsunarleysi hjá ibúum þessara húsa, og má vera, að ekki þurfi annað en vekja athygli þeirra sjálfra, til þess að þeir hristi af sér drungann. Eitt er vist, að gerðu þeir slikt, þá mundu nágrannar þeirra meta þá meiri menn eftir.” í LEIKHÚSI Það deila má um, hvort þingrof varð Ólafi einum i vil, en enginn það harmar, þótt þingmönnum nokkrum hann slátri. Þvi mcð þvi að stöðva hið ágæta apaspil hann allmörgum bjargaði frá þvl að drepast úr hlátri. Ben. Ax

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.