Vísir - 16.05.1974, Page 5

Vísir - 16.05.1974, Page 5
Visir. Fimmtudagur 16. mai 1974. 5 ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Eftir aö hafa yfirbugaö skæruliöana í skólahúsinu i Maalot, ieiöir írsaelskur herntaöur blóöidrifna skóla- stúlku á brott frá vigvellinum. Hryöjuverkamennirnir héldu gisium sinum i 14 klukkustundir I gær. tsraels- menn létu ekki aö kröfum þeirra heldur réöust inn I skólann, þar sem um 90 skólabörn voru og þrir of- beldismenn. Að átökunum ioknum lágu 16 i vainum og 70 voru særöir. Lfnudans milli hœgri og vinstri Antonio de Spinola, forseti Portúgals, hefur tilkynnt hverjir verði i hráöabirgöastjórn lands- ins, sem á aö undirbúa almennar þingkosningar. Tilnefning ráö- stjórnarmyndunina, að sam- kvæmt tilskipun er Francisco Costa Gomes, yfirmaður herafl- ans, jafn valdamikill og forsætis- ráðherrann. Sagt er, að þetta sé gert til þess að tryggja sterk tengsl milli hersins og stjórnar- innar, þannig að herinn, bylt- ingaraflið i landinu, geti fylgzt með öllum stjórnarathöfnum. herra kom ckki á óvart. I rikis- stjórninni eru forystumenn stjórnmálaflokkanna og tækni- menn, sem eiga að halda atvinnu- lifi og efnahagslifi gangandi. Skipan stjórnarinnar þykir gefa tii kynna viðleitni til að halda jafnvægi milli vinstri og hægri. Adlino de Palma Carlos er for- sætisráðherra. Hann er meðal virtari lögfræðinga landsins og fremur talinn til hægri. Mario Soares, foringi sósial-demókrata, er utanrikisráðherra. Alvaro Cunhal, foringi kommúnista, og Francisco Carneiro, foringi lýð- ræðissinna, eru ráðherrar án ráðuneyta. Þeir munu einkum snúa sér að framtiðarlausn á ný- lendumálunum. Það hefur vakið athygli við Helmut Schmidt tekur I dag formlega viö embætti kanslara i Vestur-Þýzkalandi. Hann er fiokksbróöir Willy Brandts, sem sagöi skyndilega af sér fyrir rúmri viku vegna Guiliaume-njósna- málsins. UGGUR í ÍSRAEL „Ef herinn hefði gætt landamæranna eins og honum er skylt, hefði hann ekki lent i skot- bardaga við hryðju- verkamennina i Maalot og öll þessi börn hefðu verið óhult.” AP-fréttastofan hefur þetta eftir ungri móður i Tel Aviv, og segir, að sjónarmið hennar hljómi nú um allt Israelsriki. Landsmenn eru furðu lostnir yfir getuleysi landamæravarða, eftir að arabiskir skæruliðar hafa i annað skiptið á einum mánuði getað komizt inn fyrir norðurlandamæri Israels. I þetta sinn kostaði það 25 manns lifið og 88 manns sár, þar af voru 16hinna látnu skólabörn og 70 hinna særðu. Ódæðisverkið i Maalot var framið 34 dögum eftir að hryðjuverkamenn réðust inn i norðlæga þorpið Qiryat Shmonah og drápu þar 18 manns, þ.á m. átta börn, áður en þeir voru yfirbugaðir. Nú er það rifjað upp i tsrael, að bæði við áhlaupið á Maalot og Qiryat komust öryggisverðir á snoðir um ferðir skæruliðanna a.m.k. degi áður en þeir létu til skarar skriða. I siðustu viku neituðu yfirvöld kennurum i Tel Aviv um leyfi til að vopnast i þvi skyni að verja nemendur sina, ef ráðizt yrði á skóla i höfuðborginni. En leigu- bilstjórum hefur verið heimilað að bera vopn, eftir að skæru- liðar handtóku einn þeirra i Jerúsalem fyrir skömmu og sprengdu i loft upp. Um allt lsrael kenna menn öryggisleysis. Timarnir nú eru bornir saman við það, þegar landið var að fá sjálfstæði. Þá gengu almennir borgarar yfir- leitt vopnaðir, og herinn var alls staðar á varðbergi. Nú vilja menn fá leyfi til að vopnast og þeim finnst herinn ekki sýna nægilega aðgát. Þegar Moshe Dayan varnarmálaráðherra kom til Maalot til að stjórna þar að- gerðum i gær, hrópaði fólkið að honum: „Hvar er öryggi okkar?” Og ofsareiður áhorf- andi réðst að Dayan og barði hann i öxlina. „Abyrgðarleysi, ábyrgðarleysi”, hrópaði mann- fjöldinn i Maalot, en hermenn sem gættu borgarinnar, voru kallaðir þaðan 4 dögum fyrir árásina. ísrael svarar alltaf af hörku ,,Ég heiti því, að ríkis- stjórnin mun gera allt, sem í hennar valdi stend- ur til að höggva hendurn- ar af þeim, sem ætla að gera börnum mein og leggja þorp i auðn,” sagði Golda Meir í ísraelska sjónvarpið í gærkvöldi eftir hörmulega atburði dagsins. Það var maoista-hreyfing i röðum palenstinskra skæruliða, sem stóð fyrir árásinni á skól- ann i Maalot. Á meðan hryðju- verkamennirnir sátu i skólan- um, sendi Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestinu frá sér til- kynningar i Damaskus, höfuð- borg Sýrlands. 1 morgun sögðu talsmenn fylkingarinnar, að til- gangur árásarinnar i gær hafi verið að sýna, að enginn friður verði saminn á þessum slóðum nema Palestinumenn samþykki skilmálana. Hryðjuverkin gagnvart ísrael hafa stigmagnazt siðan þau hóf- ust 1967. A þvi ári byrjuðu skæruliðar að laumast yfir landamærin frá Libanon og Jórdaniu i þeim tilgangi að vekja Araba i landamærahéruð- um lsraels til sameiginlegrar baráttu. Israelsmenn hafa svarað öll- um aðgerðum skæruliða og hryðjuverkamanna mjög harkalega og ráðizt inn i þau riki, þaðan sem þeir koma. Rikisstjórnin i Israel hefur aldrei látið undan kröfum hryðjuverkamanna. Danskir prentarar komnir í verkfall Danska þingið sam- þykkti i gær skattafrum- varp stjórnar Pouls Hart- lings, sem þar með heldur velli fyrir tilstuðlan Glist- rups og Framfaraflokks- ins, er greiddu atkvæði með stjórnarflokkunum og frumvarpinu. En þótt stjórnarkreppunni hafi þannig verið afstýrt á siðustu stundu, þá steðjar nú vandinn að frá öðrum hliðum, þvi að yfir rignir nú mótmælum frá stéttar- félögum og starfsmannahópum hér og þar i iðnaðinum. Dönsku prentararnir riðu á vaðiö og hófu þegar verkfall, svo að ýmis stærstu blöðin i Dan- mörku komu ekki út i iriorgun, eins og Politiken, Berlingske Tid- ende, Ekstra bladet o.fl. — Starfsmenn skipasmiðastöðva og fleiri iðngreina hafa hótaö verk- falli, og i morgun fóru starfsmenn bruggverksmiðjanna Tuborg og Carlsberg heim og taka ekki upp vinnu aftur i dag. Með þessum vinnustöðvunum er verið að mótmæla þeim álög- um, sem skattafrumvarpið hefur i för með sér. Þar var gert ráð fyrir hækkun söluskatts, hækkun á áfengi.bjór og tóbaki og einnig á nokkrum fleiri munaðarvörum. I staðinn er gert ráð fyrir einhverri lækkun tekjuskatts.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.