Vísir - 16.05.1974, Side 6

Vísir - 16.05.1974, Side 6
6 Visiy., ffíipnilydggur, 16, inai, 1974. O Útgcfandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: y Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ititstjórn: Rcykjaprent hf. Sveinn H. Kyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson llaukur Hclgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson IIverfisgötu 112. Simar 11660 86611 Hverfisgötu :12. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Hugsjónavillimennska Svar ísraelsstjórnar komst ekki til skila i tæka tið og þá byrjuðu Arabarnir að myrða börnin með skotvopnum og handsprengjum stundvislega klukkan sex i gærkvöldi eins og þeir höfðu hótað. Þegar barnaslátrunin var hafin, gerðu isra- elskir hermenn árás á skólann, sem arabisku skæruliðarnir höfðu hernumið, og felldu þá, en þá var búið að myrða 16 börn og særa 70, sum lifs- hættulega. Brjálæðislegt framferði arabisku villimann- anna minnir okkur á, að heimurinn er fullur af hættulega sjúkum hugsjónamönnum, sem eru sannfærðir um, að sinar eigin skoðanir séu hinar einu réttu, og eru um leið blindaðir af hatri og telja tilganginn helga meðöl sin. Við höfum undanfarna mánuði oliukreppunnar séð Vesturlönd keppast um að mylja undir geðsjúklingana, sem virðast ráða ferðinni i mörgum Arabalöndum. Og aumingja Kissinger er látinn vera eins og yfirgeðlæknir á þönum milli þeirra til að róa þá. Ennfremur virðist meirihluti rikisstjórna heims dansa eftir pipu Arabarikj- anna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með þessum aumingjaskap er verið að löggilda siðleysi arabiskra skæruliða og vanvirða þær siðareglur, sem þjóðfélag Vesturlanda byggist á. Það er vissulega orðið timabært fyrir rikisstjórn- ir siðaðra þjóða að snúa blaðinu við og byrja að sýna flugvélaræningjum, skæruliðum og arabisk- um oliukúgurum fulla einurð. Inn i þjóðfélög Vesturlanda hefur einnig siazt hrifning á villimennsku arabiskra skæruliða. Fyrir siðustu jól kom hér út frumsamin barna- saga með eindæma fálkalegum texta um ágæti skæruliða og flugvélaræningja og vonzku og ófriðleika þeirra, sem stóðu i veginum fyrir þeim. Fyrir nokkrum dögum skýrði einn hugsjóna- maður vinstri stefnu frá þvi i útvarpsviðtali, að hann og félagar hans séu að undirbúa vopnaða byltingu á íslandi. Ofbeldishneigð hugsjónanna hefur þvi skotið rótum hér á landi og enginn veit, hvar þessi þróun tekur enda. — JK. Reykbomba dagsins Kosningabomba Alþýðublaðsins og Timans er sprungin. Græna byltingin hjá Reykjavikurborg er einskis nýt að mati Timans. Hún stangast nefnilega á við gildandi aðalskipulag. Sem betur fer gerir hún það, enda er aðalskipulagið orðið úrelt. Blöðin vitna i bréf skipulagsstjóra rikisins, þar sem hann kvartar yfir þvi, að græna byltingin skuli vera gefin út sem nýtt aðalskipulag, án þess að hann sem skipulagsstjóri hafi staðfest það, og með öðrum litaskala en var i gamla aðalskipu- laginu. Timinn fagnar ákaft og segir: ,,Skipu- lagsstjórn rikisins visar áætluninni á bug”. Hvað segir svo skipulagsstjórinn sjálfur. Hann hefur orðið á forsiðu Visis i dag. Þar segir hann: „Ég fagna grænu byltingunni”. Tyrkir heimta ópíumrœktunina aftur llllllllllll m mm Umsjón: G.P. Hartnær tvö ár eru liöin siðan bannað var að rækta ópiumval- múann i Tyrklandi, en núna eru bændurnir i Anatolia, suðvestur- bluta Tyrklands, farnir að búa sig undir að planta þessari jurt i akra sina á nýjan leik, eftir þvi sem fréttastofa Heuters skýrir frá. Stiklingar hal'a verið sóttir i geymslurnar og lagðir fram til- búnir til plöntunar um leið og flokkarnir, sem standa að nýju rikisstjórninni, efni kosningalof- orð sin um aö aflétta banninu. Það var 1972 að tilstuðlan Bandarikjanna, að valmúa- ræktunin var bönnuö, en þau skuldbundu sig i staðinn til þess að greiða sem svaraði 35,7 milljónum Bandarikjadala i skaðabætur fyrir það tjón, sem útreikningar sýndu, að banniö bakaði tyrkneskum bændum. — Ef nú tyrkneska stjórnin svfkur sinn hluta samningsins og afléttir banninu, þá er hætt við að snurða hlaupi á þráðinn í sambúð þess- ara rikja, þvi að Bandarikin eru þegar búin að greiða Tyrkjum helming skaðabótanna. Þegar bannið var lagt á ræktunina, var hún aðeins leyfð i fjórum af sextiu og sjö sýslum landsins. Tvo þriðju hluta upp- skerunnar keyptu rikisrekin fyrirtæki, sem höfð voru undir ströngu eftirliti, og þau unnu úr ópiuminu morfin og kodein fyrir læknavisindin. En þriðjung telja menn, að bændurnir hafi selt beint til smyglara á verði, sem ávallt lá mikið hærra en það, sem rikiö greiddi fyrir afurðirnar. Eftir að bannið gekk i gildi 1972 hafa bændur i Anatolia og efna- iðnaðurinn i Tyrklandi barið sér sýknt og heilagt yfir tekjumissin- um, þrátt fyrir bæturnar frá Þriðjung ópiumræktar sinnar var talið, að tyrkneskir bændur scldu smyglurum á sinum tima. Ofsa- gróði liefur legið i citurlyfja- smyglinu, og menn gripið til ófyrirleitnustu bragða, eins og þessi hcróinsmyglari á myndinni, sem faldi efniö i gervihandlegg sinum. Ópium-valmúinn, sakleysislegt hvítt blóm, en afurðir þess geta haft hræðilegar verkanir. Bandarikjunum. Þessi harma- grátur leiddi til þess, aö málið var sett á oddinn i siðustu kosningum I október i fyrra. Hugmyndin um að leyfa valmúaræktina aö nýju var þar borin upp. Til þess að tryggja sér fylgi lofuðu tveir flokkanna að leyfa ræktunina að nýju, ef þeir kæmust til valda. Aðkosningunum loknum mynd- uðu þessir tveir flokkar, Lýð- ræðislegi alþýðuflokkurinn og Þjóðlegi hreinsunarflokkurinn, stjórn. Bændur hafa siðan þrýst á þá linnulaust að greiða kosinga- vixlana og efna loforðin. Tyrk- nesk blöð hafa einnig gagnrýnt stjórniria og krefjast þess, að málið verði leyst nú þegar, en ekki dregið á langinn endalaust. Fyrsta skrefið steig forsætis- ráðherra á dögunum, þegar hann lagði til, að valmúaræktun yrði leyfð undir ströngu eftirliti i fjór- um sýslum. Það eftirlit skal miða að þvi að koma i veg fyrir, að stórir hlutar uppskerunnar veröi seldir smyglurum. En hvorki tyrkneska né bandariska lögregl- an er trúuö á, að eftirlitið geti orðið svo árangursrfkt. Á meðan vinna sendifulltrúar Bandarikjanna nótt sem nýtan dag i Ankara aö þvi að koma i veg fyrir að banninu verði aflétt. — Þeim hrýs við þvi, að sama ballið byrji á nýjan leik. Meöan ópium- ræktin var leyfö, var áætlað að 80% af eiturlyfjum þeim, sem smyglað var til Bandarikjanna árlega, væri komið frá Tyrklandi upphaflega. Tyrkir eiga sjállir ekki við nein eiturlyfjavandamál að striða. Bændurnir, eins og i Afyonkara- hisarsýslu — afyon er tyrkneska yfir ópium — eiga þvi erfitt með að skilja, að framleiösla þeirra veki slikar ógnir i öðrum löndum. En Tyrkir hafa tjáð sig fúsa til að ræða málið við Bandarikja- menn, áður en lokaákvörðun verði tekin. Augljóslega verða slikar viðræður þó erfiöleikum bundnar, þvi að eiturlyfjavandinn skyggir á frá öðrum aðilanum, og auk þess munu Bandarikjamenn vart fljótir til nýrra samninga við riki, sem heldur ekki þá eldri nema i tvö ár. Á fundi með sendiherra Banda- rikjanna i Ankara, William Macomber, sagði utanrikisráð- herra Tyrklands, Turan Gunes, nýlega, að Tyrkir væru allir af vilja gerðir að hjálpa Banda- rikjamönnum að berjast viö fikniefnavandann. En þaö er sagt, að hann hafi um leið sett það ljóst fram, að stjórnvöld geti ekki setið aðgerðalaus og horft á, að lifsgrundvellinum sé kippt undan 100.000 tyrkneskum bændum. Gunes hefur upplýst, að þrátt fyrir skaðabætur Bandarikja- manna tapi Tyrkir árlega að minnsta kosti 21 milljón dollara vegna bannsins. Og um leið hefur hann bent á að leysa veröi efna- hagsvandann, ef banniö á að gilda áfram. Af hálfu Bandarikjamanna hef- ur verið bent á, að leyfi valmúa- ræktarinnar aftur mundi leiða til viðbragða á borð viö þau, að þing- menn- mundu krefjast þess að hætt verði við efnahagsaðstoðina við Tyrkland. Sérfræðingar þeirra hafa ennfremur bent á, að allar tilraunir til þess að binda endi á valmúuræktun i öðrum löndum yrðu vonlausar, ef ræktunin yrði leyfð að nýju i Tyrklandi. Eiturlyfjavandinn: Seljendur miðla unglingum, og neytandinn, sem er ofurseldur eitrinu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.