Vísir - 16.05.1974, Side 7

Vísir - 16.05.1974, Side 7
Vlsirl ihVnmÍudkgur 16. maí 19Í4. cTVIenningarmál Biskup Jón______________ 09 Skugga-Sveimt Hetjur og píslarvottar fyrir aftökuna I Skálholti, Ari og Björn biskups- synir: Hákon Waage og Gisii Alfreðsson og Jón biskup Arason. Þjóðleikhúsið: JÓN ARASON Sjónleikur i fjórum þáttum eftir Matthías Jocumsson i leikgerð Gunnars Eyjólfssonar Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Leikmyndir: Sigurjón Jóhanns- son Brúningar: Lárus Ingólfsson Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson Á þjóðminningarári er það í sjálfu sér vel til fund- ið að taka upp harmleik Matthiasar Jochumssonar um Jón Arason, hetjuóð þjóðskáldsins um hinn síð- asta islending, sem enginn minni maðuren Jón forseti nefndi svo. Auk þess má segja að leikhús á fslandi hafi fram á þennan dag átt höfundi Skugga-Sveins ógoldna skuld: að freista þess að gera skil því leik- húsverki hans sem hann lagði sjálfur i langmestan metnað. Það væri annars vel vert að huga nánar að þvi hvað likt sé og skylt með Skugga-Sveini og Jóni Arasyni, svo óllkum hetjum sem hér er þó saman að jafna. En báð- ir eru þeir uppreisnarmenn og út- lagar úr samfélagi sinu, þreyta báðir baráttu við ofurefli, biða ósigur og falla með sæmd, og draga báðir sina nánustu fylgjara með sér i heljar-djúp. Báðir eru þeir hnignir á efri ár og hefur förlast hinn fyrri kraftur þegar leikirnir fara fram. Af Skugga er litið eftir nema skapið og raustin ramma. Jón Arason finnur fyrir þvi i lögréttu að orka hans er á förum, en skapið er samt eftir. Píslarvottur og þjóðhetja Hitt er afdrifameira, þótt nán- ari likindi kynni að mega finna, sem á milli ber leikjanna. Og það er sá fyrst að Skugga-Sveinn er i verúnni djúpsettari og marg- ræðnari mannlýsing en Jón bisk- up. Undir niðri er Skugga-Sveinn hetja, sagði Matthias sjálfur, en það eru örlög hans sem hafa gert hann slikan heljarþegn sem hann er. t meðförum mikilhæfs leikara verður þessi örlagasaga, skap- gerðarlýsing Skugga, ótvirætt einn af rauðu þráðum leiksins. Jón Arason er hins vegar alfarin hetja og pislarvottur og i leiknum um hann fjarska litil drög eigin- legrar mannlýsingar. ósigur að Sauðafelli, dómur og aftaka i Skálholti verður til að skýra til hlitar fyrir honum köllun hans: að frelsa lif sitt með þvi að glata þvi, leggja allt i sölurnar fyrir trú sina. Við svo búið gengur hann hetjulega fram til pislarvættisins. t annan stað eiga leikirnir það sammerkt að hið ævintýralega og hetjulega meginefni þeirra, lýs- ing útlaga á fjöllum uppi, sagan um baráttu, ósigur og fall Jóns biskups og sona hans, er fellt i all- fjölskrúðuga umgerð og aukið ýmsum öðrum efnum til gagns og gamans. En Skugga-Sveinn er auðugra verk að mannlýsingum og þjóðhátta en leikurinn um Jón biskup Arason — af þvi að hin þjóðræknislega og hetjulega mælska hans ber annað efni leiks- ins ofurliði. Areiðanlega á samt hin lifslifandi þjóðháttalýsing og fjölbreyttu persónugervingar sinn rika þátt i vinsældum Skugga-Sveins eins og annarra hinna „þjóðlegu leikrita” okkar frá öldinni sem leið og fram undir þennan dag. Úr þvi ráðist er i að setja Jón Arason á svið virðist um tvo kosti eða aðferðir að efninu að ræða. önnur gengi i raunsæisátt, leitað- ist við að gera lýsingu biskups sem mannlegasta, neytti eftir föngum annarra mannlýsinga og efniviðar þjóðlifslýsingar I leikn- um. En hin aðferðin, og sú sem hér er valin, leggur allt kapp við þjóðræknisanda og eldmóð verks- ins, hina miklu mælsku þess, málar upp örlög biskups sem dýrlings islenzkrar þjóðernis- stefnu og sjálfstæðis. Það er nú likast að þessi aðferð eða megin- stefna i meðferð leiksins lýsi meiri trúnaði við anda og efni. hans og sé að þvi leyti til vænlegri til árangurs, enda viðeigandi þeg- ar öðrum þræði er leikið i þjóð- hátíðarskyni. En við þvi verður ekki séð að einmitt hin þjóð- ræknislega boðun leiksins er furðu fyrnd og fölskvuð orðin, hvað sem verið hefur i upphafi, og þyrfti á að halda liftaug innblás- innar mannlýsingar biskups til að komast fram og njóta sin. Og hætt við að hin háttstemmda mælska snúist, þegar til átaka dregur, upp I tóman hávaða. Stórt í stíl Það verður sem sé ekki sagt að sýning Þjóðleikhússins á Jóni Arasyni hafi leitt fyrir sjónir nýtt „þjóðlegt sögudrama” sem lik- jegt sé til langlifis á sviðinu. Sýn- ingin er sprottin af virðingar- verðri ræktarsemi við verk og minningu þjóðskáldsins, en hún leiðir engar likur að þvi að verkið sjálfthafi verið vanmetið eða af- rækt til skaða alla þá stund sem liðin er siðan það kom á bók. En þar fyrir er þvi sist að neita að Jón Arason verður á sinn hátt til- komumikið verk á sviði Þjóðleik- hússins, unnið af hagleik og glöggskyggni á möguleika og úr- kosti efnisins. Mikil rækt er lika lögð við allan ytri umbúnað hinn- ar fjölskipuðu sýningar, leik- mynd Sigurjóns Jóhannssonar, öll i tré, einföld og stór i stil, var verulega svipmikil, einkum kannski Hólakirkja og stofa i fyrsta þætti og hin einfalda kirkjumynd að Sauðafelli. Og tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar við söngva og kveðlinga i leiknum ásamt ekki sist kvæði séra Matthiasar um andlát biskups, sem vel fór að auka við leikinn, fannst mér tilkomumikil, allur flutningur hennar mætavel sam- inn að sýningunni. 1 þessum og þvilikum efnum má auðvitað lengi deila um smekk. Mér fannst það i lengsta lagi gengið þegar tekið var að sveifla sjálfri Likaböng fyrir opn- um tjöldum unz heyra mátti hana bresta að lokum — og orkaði þetta bara glepjandi á lfkför biskups og sona hans á sviðinu. Sjálf loka- mynd leiksins, þar sem sunginn er sálmur Lúters, Vor guð er borg, undir kónglegu skjaldar- merki, auðkenndu hrisvendi og svipu — hún var aftur á móti af- bragð. En átti ekki i rauninni að fella þetta tvennt i eina mynd? Fólk í sögu og leik Matthias Jochumsson hlaut sjálfur og sætti sig við þann dóm um Jón Arason að hann væri i fyrsta lagi „læsedrama” og hent- aði ekki til leiks. Til að koma hon- um á svið þarf i fyrsta lagi að stytta leikinn verulega. I leikgerð Gunnars Eyjólfssonar er afnumið ýmislegt aðskotaefni og auka- getur i leiknum og atburðarás að öðru leyti einnig einfölduð, allt I þvi skyni að birta sem skýrast hið þjóðræknislega meginefni leiks- ins. En ásamt úrfellingum og samdrætti efnisins eykur Gunnar nokkru nýju efni við. Inngangur leiksins, messusöngur og lestur páfabréfs, er hans viðbót, og þótt öll þessi latina verði ivið lang- dregin hæfir inngangurinn leikn- um vel og tekst mætavel að semja hann að efninu: páfabréfið verður beinlinis skýring á sóknhörku biskups. Annað lagar hann i hendi sér: hiö langa eintal biskups i fangastofunni i Skálholti er hér sviðsett i dómkirkjunni, uppgjör biskups við sjálfan sig fer fram undir handarjaðri þriggja helgra forvera hans, Þorláks helga, Jóns Ogmundssonar og Guðmundar góða. Og Gunnar eykur nýju hlut- verki við leik séra Matthiasar, LEIKHÚS EFTIR ÓLAF JÓNSSON séra Sigurðar biskupssonar, væntanlega af sagn- fræðiástæðum, til að hann sé lika með, en texti hans fellur að mestu til frá húsfrú Helgu móður hans og Ara lögmanni, bróður hans. Það á við um allar þessar til- færingar að þær eru gerðar með smekk og útsjónarsemi og trú- mennsku við efni og anda leiks- ins. En með þessu móti er vart um að tala nema eitt eiginlegt hlutverk i leiknum, Jóns Arason- arsjálfs: Rúrik Haraldsson lýsir hinum ellihruma eldmóðuga biskup með miklum svip og flytur með kynngi boðskap hans um trú og köllun, landslög og guðslög. Af öðrum sögulegum manngerving- um i leiknum fannst mér kveða mest að séra Jóni- Bjarnasyni, ráðsmanni I Skálholti: Baldvin Halldórssyni og Daða i Snóksdal: Ævari Kvaran. Hinn metnaðar- sjúki klerkur og drembilegi heimsmaður fengu langmestan svip af fjölskrúðugu persónusafni leiksins. Frumsýning á Jóni Arasyni var i byrjun prentaraverkfalls, 27. marz. Leikurinn er sýndur i kvöld, og eru nú fáar sýningar eftir að sögn. Þessi karl á þingiö reið: Rúrik Haraldsson i biskupsskrúða. ÓTRÚLEGT VERÐ! RAPIDMAN-1220 rafreiknir • MINNI • PRÓSENTUTAKKI • KONSTANT • STILLANLEGIR AUKASTAFIR • 12 STAFA ÚTKOMA • FLJÓTANDI KOMMA • 1 ÁRS ÁBYRGÐ • VERÐ KR. 12.300.- SKRIFSTOFUTÆKNI h.f. Laugavegi 178 — Sími: 86511

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.