Vísir - 16.05.1974, Síða 9

Vísir - 16.05.1974, Síða 9
8 Vfsir. Fimmtudagur 16. mal 1974. Vísir. Fimmtudagur 16. mai 1974. 40 sek. eftir og Bayern jofnaði — Nýr úrslitaleikur í Evrópubikarkeppninni Þremur min. fyrir ieikslok framlengingar I úrslitaleik Gvrúpubikarsins milli Atletico Madrid og Bayern Munchen I Brussel i gærkvöldi virtist bikarinn örugglega I höndum spánska liðsins. Það hafði verið betra líðið I leiknum og loks, þegar þrjár mln. voru eftir tökst Luis að senda knöttinn framhjá Maier I mark Bayern — beint úr aukaspyrnu. Fögnuður leik- manna Madrid-liðsins var mik- ill — fyrsti sigur þeirra i Evrópukeppninni blasti við, og bikarinn var nú loks á leið til Spánar I fyrsta skipti siðan 1966. En leikmenn Bayern voru ekki á þvl að gefast upp — þeir geystust allir i sókn og fagnaðarhróp spönsku áhorf- endanna voru varla þögnuð, þegar Georg Schwarzenbeck tókst að jafna. Seinna mátti það varla vera — aðeins 40 sekúndur voru þá eftir. Markið kom eins og þruma úr heiðskiru lofti. Georg fékk knöttinn á miðjum vallarhelmingi Spánverja, lék aðeins áfram og spyrnti á mark- ið. Knötturinn þaut gegnum þéttan „skóg” af fótum varnar- manna og beint i markið. Miguel Reina sá ekki knöttinn fyrr en hann rann framhjá hon- um. Leikmenn stilltu sér upp á miðju, en belgiski dómarinn Bital Loraux flautaði leikslok. Liðin sýndu oft glæsilega knattspyrnu — einkum var varnarleikur Atletico frábær. Gerd Muller var alveg tekinn úr sambandi — og það kom á óvart hve sterkir leikmenn Atletico Madrid voru. Liðið var yfirleitt sterkara allan leikinn. Eftir venjulegan leiktima hafði ekkert mark verið skorað. Þá var framlengt og lokaminút- urnar voru spennandi. Ahorf- endur voru aðeins 30 þúsund. Þetta er i fjórða sinn, sem fram- lengingu þarf i úrslitaleik Evrópubikarsins — siðast 1970, þegar Feyenoord sigraði Glas- gow Celtic 2-1. Bayern og Atletico mætast aftpr á föstudag i nýjum úrslitaleik á sama velli. — hsim. JÁ, STRÁKARNIR KOMAST ÁFRAM! Já, ég er viss um það. Strákarnir komast áfram i undanúrslitin, en þó verður róðurinn erfiðari, sagði Árni Ágústsson, formaður unglinganefndar KSÍ, við blaðið i gær. íslenzka unglingalandsliðið held- ur til Sviþjóðar á mánu- dag og og á miðvikudag hefst Evrópukeppni unglingalandsliða — leikmenn 18 ára og yngri. ísland er i riðli með Skotlandi, Rúmeniu og Finnlandi — og þetta er i annað sinn, sem ís- land tekur þátt i úrslita- keppninni. Fyrsti leikur islenzka liðsins verður gegn Skotlandi 22. mai i Karlshamn. 24. mai er leikur við Rúmeniu i Ronneby og siðasti leikurinn I riðlinum verður við Finnland 26. mai i Sölvesborg. Efsta liðið i hverjum riðli — þeir eru fjórir — kemst i átta liða úr- slit og ef Island verður meðal þeirra leikur liðið við efsta lið úr C-riðli. Þar leika Wales, Dan- mörk, Luxemborg og Búlgaria. í B-riðli eru Pólland, Austur- Þýzkaland, Tyrkland og Júgó- slavía, en i D-riðli leika Portúgal, Sviþjóð, Grikkland og Spánn. Það vakti mikla athygli i undan- keppninni, að lið frá sterkum knattspyrnuþjóðum voru slegin út — eins og Englands, sigurveg- ara I keppninni siðustu þrjú árin, Vestur-Þýzkalands, Italiu, Belgiu, Hollands, Rússlands svo nokkur séu nefnd. Island komst i úrslitakeppnina eftir sigur gegn trlandi. Sextán leikmenn fara til Sviþjóðar og nokkrir þeirra hafa öðlazt mikla reynslu i slikum unglingalandsleikjum eins og Björn Guðmundsson, Viking, Janus Guðlaugsson, FH, ólafur Magnússon, Val, sem voru með á ttaliu i fyrra. Aörir leikmenn eru Guðjón Þórðarson, ÍA, Guðjón Hilmarsson, KR, Viðar Eliasson, IBV, Hannes Lárusson, Val, Gunnlaugur Kristfinnsson, Vik- ing, Kristinn Björnsson, Val, Ósk- ar Tómasson, Viking, Jón Þorbjörnsson, Þrótti, Arni Valgeirsson, Þrótti, Arni Sveins- son, tA, Ragnar Gislason, Viking, Erlendur Björnsson, Þrótti og Einar Arnason, KR. Myndina hér að neðan tók Bjarnleifur nýlega á æfingu hjá liðinu. Fararstjórar verða Ellert Schram, formaður KSt, Arni Agústsson, Gunnar Pétursson, Albert Eymundsson, og Sigurður Steindórsson. Ef Islenzka liðið veröur slegið út I undankeppninni — riðla- keppninni —kemur það heim aft- ur 27. mai — en ef það kemst áfram verða piltarnir i Sviþjóð til 1. júni. Órslitaleikur keppninnar verður 31. mai — og þá verður einnig keppt um þriðja sætið. Drslitaleikurinn verður i Malmö. — hsim. Verða að gera betur en þetta! — England sigraði Norður-írland 1-0 Enska liðið gjörbreyttist til hins betra, þegar Joe Mercer tók Stan Bowles, QPR, út af, þegar 10 min. voru af síðari hálfleik og setti Frank Worthington, Leicester, i hans stað. Þá kom sveifla i leik ensku framlinunnar. En liðið verður að sýna miklu betri leik ef það ætlar aö sigra Skotlaud á laugardag, sögðu þulir BBC, sem lýstu leik Englands og Norður-tr- lands I brezku meistarakeppninni á Wembley i gær. England sigraði með 1-0 og skoraði Keith Weller, Leicester, markið á 68.min. eftir undirbún- ing Channon og Worthington. Sá siðarnefndi hefði getað skorað sjálfur, en sýndi óeigingirni, þeg- ar hann renndi knettinum á Well- er. Eftir markið sótti enska liðið mjög og það var aðeins vegna frábærs leiks Pat Jennings i marki trlands að mörkin urðu ekki fleiri. Leikurinn var slakur framan af og til litillar ánægju fyrir 48.500 áhorfendur á Wembley. En siðari hálfleikurinn var góður hjá enska liðinu, en það var þó heppið, þeg- ar Hughes braut illa á mótherja innan vitateigs, og skozki dómar- inn lokaði augunum og dæmdi ekki neitt. Furðulegt að honum yfirsást vitaspyrnan — hún var greinileg héöan, sögðu þulir BBC. Þetta er rétt áður en Weller skor- aði sigurmarkið. Frank Worthington lék sinn fyrsta landsleik I gær og senni- legt, að hann haldi stöðunni, þvi Bowles átti afar slakan leik. Eng- land hefur nú fjögur stig i keppn- inni — þarf aðeins jafntefli gegn Skotum á laugardag til að sigra. Skotland og Irland hafa tvö stig, Wales ekkert. —hsim. Valsstúlkur sigruðu i Gróttumótinu Valur sigraði i hinu árlega Gróttumóti i kvennahandknatt- leik, sem lauk nú I vikunni. Or- slitaleikurinn var á milli Vals og Vlkings, og lauk honum með sigri Vals 11:6. t undanúrslitunum léku Vals- stúlkurnar við tslandsmeistara Fram. Fyrri leiknum lauk með jafntefli eftir framlengingu 15:15 en I sfðari leiknum sigraði Valur 14:8. Vikingur lék við Ármann i hinum undanúrslitaleiknum og sigraði með nokkrum mun. r Atök verða í „sœnska"! Kraftlyftingamót islands verður haldið nk. laugardag i sæn.ska frystihúsinu og hefst keppni i léttari þyngdarflokkun- um kl. 15.00, en i þeim þyngri kl. 17.00. Flestir beztu iyftingamenn landsin:: verða meðal keppenda. Held að FH hafi það í ór íslandsmótið I knatt- spyrnu 1974 hefst i kvöld með leik á milli FH og Breiöabliks i 2. deild. Leikurinn fer fram á velli FH við Kaplakrika og hefst kl. 20.00. Jón ólafsson, fyrirliði Vikings, sem sigraði i 2. deildarkeppninni i knatt- spyrnu i fyrra, segist liafa mesta trú á að FH sigri i 2. deild i ár. Þetta er þýðingarmikill leikur fyrir bæði liðin enda er talið að þau komi sterk- lega til greina i baráttunni um efsta sætið i deildinni og þar með sæti i 1. deild næsta ár. Við lögðum þá spurningu fyrir Jón Ólafsson fyrirliða Vikings, sem sigraði i 2. deildarkeppninni i fyrra, hvaða lið hann teldi að færi með sigur af hólmi i 2. deildinni i ár. „Keppnin þar verður áreiðanlega mjög hörð og jöfn og erfitt að segja um hvernig hún fer” sagði Jón. Ég held að baráttan komi til að standa á milli FH, Þróttar og Breiðabliks, en hin liðin geta auðveldiega sett strik i reikninginn. Ég hef mesta trú á að FH hafi það i þetta sinn, það er að segja, ef strákarnir hugsa rétt og haldi vel á spilunum. En það verður ekki neinn dans á rósum fyrir þá, það þekki ég frá þvi að við vorum þarna i fyrra.” -klp- Hlutu tvenn bronsverð- Hvað gera foreldrar þínir? var teinkiverkefni, sem Vikan lagði fyrirsjö ára börn á Selfossi og árangurinn sjáum við í nýjustu Viku. Þá heldur keppnin um titilinn Vorstúlka Vikunnar áfram, Edvard Sverrisson skrifar um músík, Eva Vilhelmsdóttir teiknar íslenzku vor- tízkuna og fleira forvitnilegt efni er í blaðinu Fyrsta eintak eftir prentaraverkfall. Man laun í NM í lyftingum — Óskar þriðji í þungavigt og Guðmundur í milliþungavigt Þeiróskar Sigurpáls- son og Guðmundur Sig- urðsson hlutu þriðju verðlaun i sinum þyngdarflokkum á Norðurlandamótinu i NY VIKA lyftingum, sem háð var siðast í april i Noregi. Óskar lyfti samtals 310 kg , 130 i snörun og jafnhenti 180 kg i þungavigtinni. Sigurvegari varð Finninn Viktor Sirkia, sem lyfti samtals 342.5 kg. Gústav Agnars- son keppti einnig i þessum flokki. Hannbyrjaðiá 160 kg snörun, en tókst ekki að lyfta þeirri þyngd og féll þvi úr. t milliþungavigtinni náði Guð- mundur þriðja sæti. Hann lyfti samtals 320 kg — 140 kg i snörun og jafnhenti 180 kg. Sigurvegari þar varð Svíinn Hans Bettenburg með 355 kg samtals, sem er jöfn- un á Norðurlandameti. Finninn Kailajaevi náði þvi samtals fyrr á mótinu. Þá keppti Skúli Óskars- son imillivigtog lyfti samtals 245 kg , sem er tslandsmet. Friðrik Jósefsson keppti einnig — snaraði 135 kg , en tókst ekki að jafnhenda 165 kg og féll þvi úr. Kristinn Björnsson, til hægri, unglingalandsliðsmaður Vals, skoraði eina mark liðsins gegn York I gærkvöldi. Ljósmynd Bjarnleifur. Þá kom að því - Valsmenn sýndu sínar góðu hliðar! — en það nœgði þó ekki gegn Ywk sem sigraði með 3-1 Þrátt fyrir 3:1 tap gegn enska 2. deildarliðinu York City á Melavellinum i gær- kveldi, voru stuðningsmenn Vals á áhorfendapöllunum i sjöunda himni yfir strákun- um sinum, þegar þeir yfir- gáfu völlinn i leikslok. Þeir höfðu lika ástæðu til þess i þetta sinn — Hliðar- endastrákarnir léku þarna sinn bezta leik á árinu og gáfu útlendingunum litið eftir. Það var aðeins tvennt, sem skildi verulega á milli liðanna — Bretarnir höfðu meiri snerpu og voru at- kvæðameiri upp við mörkin og áttu þvi fleiri tækifæri en Vaísmenn til að skora. Sérstaklega voru þeir hættulegir upp við mark Vals i fyrri hálfleik, en góður varnarleikur og frábær markvarzla Sigurðar Haraldssonar kom i veg fyrir aö York City tækist að skora. Sigurður hafði hendur — stundum ekki nema rétt fingurgómana — á boltanum hvað eftir annað og sló eða hélt honum við erfiðustu aðstæður. Þaö var ekki fyrr en á 38. min leiksins, aö Bretunum tókst að koma boltanum fram hjá honum i netið. Valsmenn höfðu fengið aukaspyrnu við vitateig York City, sem kostaði mikið þras á milli dómarans, Guðjóns Finnbogasonar, og miðvarðarins Loff- ings, sem lauk með þvi að Guðjón bók- aöi Bretann. Valsmenn fengu ekkert úr úr aukaspyrnunni og Bretarnir brunuðu upp með alla Valsvörnina á hælunum. Þar tókst einum þeirra að stöðva upphlaupið með ólöglegu broti, sem þegar var dæmd aukaspyrna á. Jones, þekktasti leikmaður York-City — var keyptur frá Nottingham fyrir nokkru — sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Seal kom á fullri ferð á móti honum og skallaði laglega i netið. A siðustu sekúndu fyrri hálfleiks var dæmd hornspyrna á Val, sem Jones tók á skemmtilegan hátt eins og venju- lega. Boltinn þaut á milli manna i markteignum og hafnaði loks fyrir hægra fæti Seal, sem var ekki lengi að afgreiða hann rétta leið. A fyrstu min. siðari hálfleiks varð Sigurður markvörður fyrir meiðslum og varð að yfirgefa völlinn. t hans stað kom nafni hans Dagsson og átti hann náöugan hálfleik — fékk varla aurblett á búninginn, þvi félagar hans úti á vellinum stöðvuðu flest upphlaup York City og áttu hættulegar sóknarlotur undan roki og rigningu, sem þá skall yfir. Ingi Björn Albertsson átti m.a. skot i stöng og Hermann Gunnarsson fast skot að marki, sem markvörðurinn rétt varði. Á 23. min. náðu Valsmenn einu af mörgum góðum upphlaupum sinum i þessum hálfleik. Boltinn gekk vel á milli manna, þar til honum var loks rennt fyrir fætur Kristins Björns- sonar, sem sendi hann I netið með föstu skoti, sem markvörður York City átti ekki möguleika á að verja. Eftir þetta áttu Valsmenn a.m.k. tvö góð marktækifæri, en tókst ekki að nýta þau eins og til var ætlazt. Þegar 10 min. voru til leiksloka, sóttu Bretarnir að marki Vals frá vinstri. Þaðan var boltanum spyrnt fyrir markið og féll þar á útrétta hönd Jóhannesar Eðvaldssonar, sem ætlaði að láta hann fara aftur fyrir markið. Finnbogason, dæmdi samstundis vita- spyrnu á Val, sem fyrirliði York City, Holmes, skoraði örugglega úr. Þetta urðu lokatölur leiksins — 3:1 fyrir York City — sigur, sem var verð- skuldaður, en þó kannski helzt til of stór. Valsliðið lék allt mjög vel i þessum leik og bar enginn sérstaklega af öðr- um. Miðjan var stundum helzt til of opin og fengu Bretarnir að valsa um of á þeim hluta vallarins, en i staðinn var vörnin þéttari. Valsmenn styrktu liðið tveim Þrótturum — Þróttur á heimsóknina með Val — voru það þeir Halldór Bragason og Guðmundur Gislason. Fékk Guðmundur að leika með i siðari hálfleik og kom vel frá leiknum i hin- um rauða búningi Vals. — klp — - UEFA-keppni unglingalandsliða hefst í Svíþjóð ó miðvikudag Island ^ riðli með Skotum, Finnum og Rúmenum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.