Vísir - 30.05.1974, Síða 6

Vísir - 30.05.1974, Síða 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 30. mal 1974. vísir H olsl kef lo i verð Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórna rfuiltrúi: f'réttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11060 86611 Ilvcrfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Betur má ef duga skal Byggðakosningarnar á sunnudaginn voru aðeins forieikur alþingiskosninganna 30. júni. Hið raunverulega uppgjör i landsmálunum er enn eftir. Kosningasigur sjálfstæðismanna á sunnu- daginn hefur ekki áhrif á þróun landsmálanna, nema honum sé fylgt eftir með hliðstæðum sigri i alþingiskosningunum. Áþreifanlegur árangur sigursins i byggða- kosningunum var tviþættur. 1 fyrsta lagi var Reykjavik varin gegn upplausnarflokkunum. Og i öðru lagi fékk Sjálfstæðisflokkurinn stóraukin áhrif á stjórn bæja og kauptúna landsins. En fylgisaukningin úr 42,8% i 50,5% á landinu i heild er og verður óáþreifanleg i landsmálunum, unz þetta fylgi er komið i höfn i væntanlegum alþingiskosningum. Við búum enn við rikisstjórn, sem stefnir áfram að þvi að gera landið varnarlaust. Hún er komin á lokasprettinn að þvi markmiði og kemst á leiðarenda eftir kosningarnar, nema kjósendur gripi rækilega i taumana 30. júni. Hinn mikli þjóíðarmeirihluti, sem vill, að ísland verði áfram varið land enn um sinn, fær ekki knúið þá stefnu til sigurs á neinn annan hátt en með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Við búum enn við rikisstjórn, sem hefur ekki hin minnstu tök á efnahagsmálunum og á ekki önnur úrræði en að gefa út gúmmitékka á inni- stæðulausan reikning i Seðlabankanum. Hinn mikii þjóðarmeirihluti, sem vill aðhald i rikis- fjármálunum og nýja viðreisn atvinnulifsins, fær ekki knúið þá stefnu til sigurs á neinn annan hátt en með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Við búum enn við rikisstjórn, sem er svo hug- fangin af 50 milna fiskveiðilögsögunni, að hún heldur að sér höndum i nauðsynlegri og tima- bærri útfærslu i 200 milur. Hinn mikli þjóðar- meirihluti, sem vill skjóta útfærslu landhelginnar i 200 milur, fær ekki knúið þá stefnu til sigurs á neinn annan hátt en með stuðningi við Sjálf- stæðisflokkinn. Við búum siðast en ekki sizt við rikisstjóm sundraðra vinstri afla undir andlegri leiðsögn Alþýðubandalagsins. Veiklyndi forustu Framsóknarflokksins heldur við þessu annarlega ástandi. Eftir kosningar hyggjast saumaklúbbar hernámsandstæðinga undir merkjum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna taka upp stuðning við þessa stjórn. Og Alþýðuflokkurinn er beggja handa járn, — vis til að leita huggunar i nýrri vinstri óstjórn. Hinn mikli þjóðarmeirihluti, sem er orðinn langþreyttur á öngþveiti i rikisstjórn- inni, fær ekki knúið stefnu sina til sigurs á neinn annan hátt en með stuðningi við Sjálfstæðisflokk- inn. Sjálfstæðismenn, óháðir kjósendur og ungir kjósendur náðu góðu samstarfi i byggðakosning- unum. Með frekara samstarfi i alþingis- kosningunum geta þessir aðilar tryggt þjóðinni varið land, aðhald i rikisfjármálum, nýja efna- hagsstefnu, 200 milna landhelgi og nýja kjölfestu i stjómmálunum. Helreið vinstristjórnarinnar hefur gefið þjóð- inni tækifæri, sem hún hefur ekki haft áratugum saman. Byggðakosningarnar á sunnudaginn sýndu, að þjóðin getur stokkað upp stjórnmála- spilin og lagt grundvöll traustara nútimaþjóð- félags. En betur má, ef duga skal. Það reynir fyrst á það 30. júni, hvort þjóðin gripur þetta einstæða tækifæri. _jK bólgunnar brotn- ar á iðnríkjunum Verðbólgualdan kaffærir nú hverja rikisstjórnina á fætur ann- arri um allan heim. Sumar þeirra standast holskefluna, aðrar berast með hcnni og tapa völdum. Það er engin furða, þótt verðbólgan hafi þessi áhrif. Jafn- vel atvinnuleysi innan hóflegra marka veldur almenningi ekki eins miklum ótta segir brezka tlmaritið Economist og lýsir áhrifum verðbólgunnar á þennan hátt: „Menn geta ekki treyst þvi, að endar nái saman I heimilis- haldi sinu, þeir sjá sparifé sitt fuðra upp, og þeir mega búast við þvi, að ellilifeyririnn nægi ekki til þess að framfleyta þcim, þegar þeir hætta störfum.” A þriggja mánaða timabili i byrjun þessa árs hefur verið mikið umrót I stjórnmálalifi þriggja öflugustu rikja Vestur- Evrópu, Bretlandi, Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi. Verðbólga og verkfall kolanámumanna kom rikisstjórn Edward Heath frá völdum í Bretlandi. Dýrtiðin var eitt helzta deilumálið i forseta- kosningunum i Frakklandi. Löngu áður en Guillaume-njósna- Edward Ileath. Lofaði að koma I veg fyrir verðhækkanir, mistókst og tapaði þingkosningum. málið varð Willy Brandt að falli, hafði óánægja vegna verðbólgu þjakað stjórn hans. Allt frá Islandi til Astraliu og frá Belgiu til Japan hefur dýrtiðin annaðhvort orðið rikisstjórnum að fjörtjóni eða leitt til breytinga á stjórnarforystu. Fréttastofan Associated Press hefur tekið saman yfirlit urh þróun þessara mála viða I heiminum og er stuðzt viö það i þessari grein. Frétta- stofan segir, að athugun sin hafi meðal annars leitt það i ljós, að óttinn við efnahagslegt hrun heima fyrir ráði nú meiru um úrslit kosninga en stefna I utan- rikiismálum. Á timum bættrar sambúðar milli austurs og (('vesturs horfi menn fram hjá öryggismálum og einblini á efna- hagsmálin. t stjórnmálum er auðvitað mjög hættulegt að alhæfa. Raunar aldrei unnt að benda á (f neitt einstakt atriði og segja, að það ráði kosningaúrslitum. Auð- vitað var það andlát Pompidous, Frakklandsforseta, sem leiddi til umrótsins i Frakklandi. Kola- verkfallið kom Heath til þess að efna til kosninga, og Guillaume- njósnamálið varð Brandt endan- (( lega að falli. Þótt deilur um lausn hins mikla efnahagsvanda hér á landi hafi leitt til þess, að rikisstjórn ölafs Jóhannessonar sprakk, ráðast kosningarnar ekki siður af ábyrgðarlausri stefnu hennar i varnarmálum. Glundroði vinstri flokkanna og úrslit byggða- kosninganna koma auðvitað einnig til með að hafa mikil áhrif i þingkosningunum. Þannig er i hverju landi unnt að nefna og finna sérgreind atriði, sem hafa áhrif á úrslit kosninga. En sameiginlegi þátturinn er alls staðar verðbólgan. Efnahagssamvinnu- og fram- farastofnunin (OECD) i Paris hefur sent frá sér eftirfarandi skrá um vöxt verðbólgunnar i einstökum löndum frá þvi i marz 1973 þar til i marz 1974: Vestur- Þýzkaland 7,2% Holland 9,3%, Belgla 9,5%, Sviss 9,7%, Banda- rikin 10,2% Sviþjóð 10,8%, Frakk- iand 12,2%, Bretland 13,5%, ttalia llllllllllll umsjón B.B. 14,3%, Spánn 15,7%, Japan 24%, Island 32,4% og Grikkland 33,4%. t mörgum þessara landa, þ.á m. Vestur-Þýzkalandi, sem stendur tiltölulega vel að vigi, hefur verðbólgan tvöfaldazt á siöustu fimm árum. t ýmsum landanna, eins og til dæmis á Islandi, stefnir i átt til enn meiri verðbólgu. Samkvæmt útreikningi viku- ritsins Economist, þarf Breti, sem nú hefur 2.4 milljónir isl. króna i árslaun, að hafa 9.6 millj- ónir 1978 til að geta notið sömu lifskjara. Timaritið segir, að likur séu til þess, að hann fái ekki þessa hækkun. I Belgiu hefur tekizt nokkuð vel að halda verð- lagi i skefjum. Þar gátu menn gert venjuleg innkaup til heimilis fyrir 1000 krónur 1969, nú kosta sömu vórur 1300 krónur. Willy Brandt. Aður en njósnarinn Guillaume kom fram I dagsljósiö var verðbólgan að verða Brandt að falli. Hér á eftir fer yfirlit Associated Press fréttastofunnar yfir ástandið i nokkrum löndum miðað við það, sem gerzt hefur á árinu 1974: Bretiand: Edward Heath leiddi flokk sinn til valda 1970 með loforðinu um að lækka verðlag ,,i einu vetfangi”. Þegar Heath efndi til kosninga 28. febrúar sl., haföi verðbólgan aukizt um 4% á stjórnartimabili hans i 13,2%. Brezkir stjórnmálaskýrendur töldu, að Heath hefði ekki sizt tapað kosningunum vegna þess, að hann réð ekki við verð- hækkanirnar. Eftir kosningar tók minnihlutastjórn Harold Wiison við. Þvi er spáð, að á þessu ári vaxi verðbólgan upp i 18%. Frakkland: Verðbólgan var eitt helzta kosningamálið i barátt- unni, sem leiddi til þess, að Francois Mitterrand. Sóslalisk áform hans og þar með aukin dýrtlð stuðluðu að falli hans i for- setakosningunum. Valery Giscard d’Estaing fjár- málaráðherra var kjörinn forseti 19. mai. Giscard vann með naumum meirihl. en hann hélt þvi fram, að dýrtiðin mundi aukast enn frekar, ef Francois Mitterrand kæmist að og byrjaði að framkvæma sósialiska stefnu sina. Vestur-Þýzkal.: Pólitiskir heimildarmenn i Bonn sögðu fréttamanni AP, að það hefði fremur verið verðbólgan en njósnarinn Guillaume, sem hefði verið á bak við vandræði Willy Brandts. Þeir sögðu, að flokkur hans hefði verið byrjaður að leita að nýjum foringja, þar sem hann hefði ekki ráðið við dýrtiðina. Sósial-demókratar hefðu valið Helmut Schmidt, þar eð hann hefði orð á sér fýrir að vera harður i horn að taka I fjármálum rikisins. Orðið „verðbólga” hefur meiri áhrif á Þjóðverja en aðra. Tvisvar sinnum á þessari öld hafa Þjóðverjar verið þurrkaðir út fjárhagslega. A árunum 1920-30 olii verðbólgan þvi, að brauðverð hækkaði í milljónir marka og rikisstjórnin hafði ekki undan að prenta peningaseðla. Eftir siðari heimsstyrjöldina var þýzka markið lýst verðlaust með einu pennastriki. Belgia: Verðhækkanir urðu rikisstjórninni að falli i janúar, efnt var til kosninga og ný, veik rikisstjórn tók við eftir margra vikna stjórnarkreppu. tsiand: Búizt er við aö verð- bólgan komizt a.m.k. i 40% á þessu ári. Deilur um viðnám gegn henni urðu vinstri stjórninni að falli. Þingkosningar verða 30. júnl, og i þeim verða efnahags- málin annað helzta málið. Astralia: Gough Whitlam, for- sætisráðherra Verkamanna- flokksins, reyndi að halda verð- bólgunni i skefjum. En stjórnar- andstaðan undir forystu Bill Snedden þvingaði fram kosningar, sem lauk með naumum sigri rikisstjórnarinnar. 13,6% verðbólga á siðasta ári var helzta kosningamálið. Japan: Kakuei Tanaka, for- sætisráðherra, hefur sagt á japanska þinginu: „Ég tel sjálfan mig persónulega ábyrgan fyrir þvi, ef verðbólguþróuninni er ekki snúið við. „Vinsældir Tanaka voru miklar, þegar hann tók við völdum 1972. Þær hafa dvinað mjög siðan vegna verðbólgunnar. Flokkur hans, Frjálslyndi flokkurinn, stendur frammi fyrir kosningum til efri deildar þingsins i júli nk. úrslitin þá ráða miklu bæði um framtið Tanaka og frjálslyndra. Verkalýðsfélögin i Japan knúðu fram 30% kaup- hækkun nýlega, en samt gengu þau undir borðum með þessum áletrunum 1. mai: „Niður með verðbólguna! ” „Niður með Tanaka!”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.