Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 16
Er bráðabirgðalausn Sunnu að verða vinsœl? — Kaupmannahafnarfarþegar fljúga fyrst til Hamborgar Reykjanes: Freysteinn Þorbergsson efstur hjó lýðrœðis- flokknum Freysteinn Þorbergsson skák- maður skipar 1. sæti á lista Lýð- ræðisflokksins i Reykjaneskjör- dæmi. Þessi listi er i tengslum við lista Jörmundar (Jörgen) Inga Hansen i Reykjavík. Fylkingin býöur einnig fram I Reykjanes- kjördæmi og eru listar þar þvf 7. t efsta sæti á lista Fylkingar- innar, er Guömundur Hallvarðs- son, Kópavogi. Alþýðufiokkur, Framsókn, Sjálfstæöisflokkur, Alþýðubandalag og Samtökin bjóöa að sjálfsögðu fram þar sem annars staðar. —HH Leit hœtt í Eyjum Enn hefur ekkert til mannsins spurzt, sem týndist I Vestmanna- eyjum á laugardaginn. Leitað hefur verið frá þvi á sunnudag snemma, en ekkert hefur fundizt, sem bent getur tii þess, hvar hann er niðurkominn. Að sögn lögrcglunnar i Eyjum er nú leit hætt, að minnsta kosti i bili, enda hefur verið leitað um allt I Eyjum. Maðurinn heitir Garðar Jóns- son og er fjörutiu ára gamall. —EA Svo kann að fara, að þeir, sem kaupa sér ferð með ferðaskrif- stofu tii Kaupmannahafnar, fljúgi til Iiamborgar og aki siðan með hópferðabifreið til Ilafnar. Þessi ferðamáti var viðhafður, þcgar Sunnu var neitaö um Icndingarieyfi með farþega sina i Kaupmannahöfn núna á dögunum, og sami háttur verður væntanlega hafður á i næstu Kaupmannahafnarferð. „ökuferðin frá Hamborg til Kaupmannahafnar tekur vart meira en fimm klukkutima og hefur farþegum okkar mörgum fallið það mjög vel i geð að fá þessa ökuferð i kaupbæti,” Þeir sluppu svo sannar- lega vel, piltarnir, sem skriðu heilir á húfi út úr f lugvélarf laki í Borgar- firði á þriðjudaginn. Flug- vélin var hins vegar gjör- ónýt. Piltarnir voru á einkavél, Cessnu 140 í útsýnisflugi i Borgar- firði i afbragðsgóðu veðri. Þeir lögðu af stað frá Reykjavik og eru báðir flugmenn. Rétt við Smiöju- hól á Mýrum varð bilun i mótor vélarinnar, en vélin var eins hreyfils. sagði Jón Guðnason, skrifstofu- stjóri Sunnu, i viðtali við VIsi i morgun. Jón kvað ekki hafa komið til tals ennþá að skipuleggja skoðunarferðir um Hamborg áður en lagt er af stað til Hafn- ar. Slikt yrði þó athugað, ef „Hamborgar-Hafnar” ferðirnar yrðu mikið fleiri, og nú þegar hafa ýmsir viðskiptavinir Sunnu sýnt sllkri ferðatilhögun nokkurn áhuga. Þann sextánda næsta mánaðar eiga að hefjast viku- legar ferðir frá Sunnu til Kaup- mannahafnar. -ÞJM. Þeir sáu það eitt til ráða að nauðlenda, og völdu til þess tún á staðnum. Ekki tókst þó betur til en svo, að túnið var blautt. Vélin hoppaði þvi um 30 metra eftir að hún lenti. Þá sukku hjólin i blautt túnið, vélin steyptist á nefið og siðan á bakið. Piltarnir sluppu heilir á húfi, en vélin er sem fyrr segir gjörónýt. 1 gær var farið til þess að sækja vélina, og verður mótorinn siðan athugaður, til þess að komast að raun um hvað olli slysinu. —EA Nauðlenti á Mýrum en gjöreyðilagðist — flugmennirnir 2 sluppu ómeiddir Stelpur þurfa ekki að sitja við ritvélar „Jú, jú, það er ágætt að vinna við þetta. Við vinnum hérna frá 8-5 á daginn og erum bara á venjulegu verkamannakaupi. Við erum liklega fyrstu stelpurnar, sem vinnum fyrir fyrirtækið i svona vinnu”, sögðu þær Erla og Lilja Svavarsdæt- ur, þegar við röbbuðum við þær. Við þurftum ekki að fara langt, þvi þær eru að vinna við að hreinsa timbur rétt fyrir utan gluggana hjá okkur á rit- stjórnarskrifstofum blaðsins. Það er ekki á hverjum degi, sem maður sér duglegar stelpur við sllka vinnu, svo okkur fannst alveg tilefni til að ræða við þær. Þær kváðust vera systur og vinna fyrir Byggingafélagið Afl. „Pabbi vinnur þar, og þannig fengum við vinnuna. Við ætlum ekki að vinna hér lengi, líklega ekki nema I 2 vikur I viðbót”, sagði Erla okkur. „Eftir tvær vikur fer ég svo I skóla I Englandi, en Lilja i ung- lingavinnuna. Það er nú ekki hægt að kalla þetta bygginga- vinnu kannski, við hreinsum bara timbrið, en okkur likar þetta bara vel.” —EA SEX LISTAR Á NORÐURLANDI EYSTRA Lýðræðisflokkur Tryggva Heigasonar flugmanns býður fram i Norðurlandskjördæmi eystra, og eru framboðsiistar þar 6. A lista Lýðræðisflokksins eru efstir: 1. Tryggvi Helgason, 2. Matthias Gestsson myndatöku- maður og 3. Haraldur Asgeirsson prentari. Samtökin bjóða þar fram i samvinnu við Möðruvalla- hreyfinguna eins og annars stað- ar. Þar er i 1. sæti Kári Arnórsson skólastjóri, Reykjavlk, og 2. And- rés Kristjánsson, fyrrverandi rit- stjóri Timans, Kópavogi. Hjá Alþýðuflokknum er áfram I 1. sæti Bragi Sigurjónsson banka stjóri, Akureyri, og i 2. Björn Friðfinnsson fyrrum bæjarstjóri á Húsavik. Aður hefur verið sagt frá listum Sjálfstæðis-og Framsöknarflokks og Alþýðubandalags. —HH LANGAÐI AÐ SKODA ÓMENGAÐA BORG Þau höfðu aðeins verið hér einn sólarhring, þegar Visir spjailaði við þau, þar sem þau voru að taka niður tjald sitt, sem þau höfðu sofið I i Laugar- dalnum i fyrrinótt. „Við komum frá New York City og verðum hér I sex vikur,” útskýrði Stephen J. Egemeier. „Okkur langaði til að skoða ómengaða borg, þar sem ekki eru skýja- kljúfar né heldur alltof þröngt um manninn,” hélt hann áfram. „Á næstu dögum koma önnur hjón hingað á eftir okkur, en við ætlum að ferðast saman um landið næstu sex vikurriar. Ekk- ert okkar hefur komið hingað áður, en öll hafði okkur lengi langað til að komatil þessa™ strjálbýla lands,” sagði Stephen ennfremur. „Hvaða hugmyndir við höfðum gertokkur? Helzt þær, að lands- laginu hér svipaði til þess sem við þekkjum frá Kanada,” svaraði frúin spurningu okkar. „Hún dásamaði loftslagið hér, en viðurkenndi, að sér væri dá- lítið kalt. Og það var sama þó að hún væri i hlýrri peysu og úlpu, hún gat ekki fengið úr sér hrollinn. Þegar við yfirgáfum tjald- svæðið heyrðum við hlátur og hróp barnanna I Laugardals- lauginni. Þeim var ekki kalt. þó að þau væru aðeins á sundfötun- um einum klæða. Nei, þvert á móti gátu þau verið kát yfir þessum einstaka bliðviðris- degi.... -ÞJM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.