Vísir - 10.06.1974, Page 2

Vísir - 10.06.1974, Page 2
2 Visir Laugardagur 8. júni 1974 risusm-- Gefur þú þér tima til líkams- ræktar? Sigurjón H. Guöjónsson, bilstjóri: Ég keppti i 30 ár i sundi og sund- knattleik. Ég sé alls ekki eftir tlmanum, sem ég varði I það og gegnum sundið á ég mina beztu vini. Ég var á sjúkrahúsi, svo að ég get ekki synt mikið núna, en mig langar alltaf til að byrja aftur. Guömundur Hartmannsson, lög- regluþjónn: Ég syndi mikið, 2-3 sinnum i viku. 1 tvo mánuði hef ég farið i útreiðatúr á hverjum degi. Ég fór litið á skiði i vetur, en geri það annars oft. Anna Hjaltadóttir, húsmóöir: Já, ég gef mér talsverðan tima. Ég kenni júdó á veturna. A sumrin á ég meira fri, en æfi þó sjálf. Hulda Ragnarsdóttir, nemi: Nei, eiginlega ekki. Ég fer einstöku sinnum i sund. Ég geng líka mikið og ferðast á puttanum. Hulda Jóhannsdóttir, verzlunar- stjóri: Já, ég er i heilsuræktinni i Glæsibæ þrisvar I viku. Svo hef ég lika verið i heilsurækt Báru. Ingi Guömundsson, skrifstofu- maöur: Já, smávegi. Ég geri dá- litið af æfingum sjálfur og fer i gönguferðir einstöku sinnum. Ólafur Noregs- konungur í Vestmanna- eyjum: BÍLALESTIN NÁÐI YFIR HÁLFA HEIMAEY — þegar áhugasamir Vestmannaeyingar fylgdu Noregskonungi eftir í skoðunarferð hans um gossvœðið Mikill meirihluti Vest- mannaeyinga þyrptist niður á bryggju á laugardagsmorguninn, er ólafur Noregskon- ungur sté þar á land. Áður hafði 40-50 skipa floti siglt á móti konungssnekkjunni og fylgdarskipum hennar, og boðið konunginn vel- kominn með þvi að þeyta flautur sinar. Fjöldi smábáta sigldi i kringum bátinn sem ferjaði konung i land. Meðlimir úr hjálpar- sveit skáta voru þar á sinum björgunarbát og veifuðu fána Vest- mannaeyja, sem vakti athygli, þvi hann var álika stór og báturinn, sem þeir voru á. Þegar upp á bryggjuna var komið, veifaði konungur til fólks- ins, gekk um á bryggjunni til að skoða og heilsa og leyfa fólkinu að sjá sig. Jeppar stóðu tilbúnir til aö flytja konung og fylgdarlið hans um eyna til að skoða það mark- verðasta. Bilalest fylgdi á eftir konungs- liðinu, og voru svo margir bílar á eftir að lá við að lestin teygði sig yfir hálfa Heimaey. Að vanda var Ólafur konungur kátur og hress, og veitti hann um- byltingunum I Eyjum mikla at- hygli. Uppi á hrauninu fékk hann að gjöf frá Vestmannaeyjum teikningar af þeim húsum, sem áður stóðu i Kirkjubænum, nú 50 metrum undir fótum konungs. Konungur og fylgdarlið hans snæddi i Hótel Vestmannaeyjum i boði bæjarstjórnar, en upp úr hádeginu var farið niður að bryggju aftur og konungur hélt út i snekkju sina. Bátaflotinn fylgdi allur á eftir og þegar komið var vel út fyrir Bjarnarey, voru flauturnar þeyttar I kveðjuskyni. Þar með var þessari opinberu heimsókn Noregskonungs á ts- landi lokið. Almenningur sýndi heimsókn- inni mikinn áhuga, og þeir sem Ólafur Noregskonungur sýndl umbyltingunum á gossvæöinu I Eyjum mikinn áhuga. Ljósm. Visis: BG. Konungsskipiö Norge sigldi aö hafnarmynninu I Vestmannaeyjum og kastaöi þar akkerum. Ólafur Noregskonungur fór i land á léttbát skips- ins. Ljósm. Visis: BG. ætluðu að hringja til Vestmanna- eyja þennan morgun fengu fæstir svar. Allir voru úti við, enda gott veður, þrátt fyrir strekking. tslenzkir og norskir blaðamenn ætluðu að fara til Vestmannaeyja i boði utanrikisráðuneytisins. En þar sem ólendandi var i Vestmannaeyjum fyrir flugvél Flugfélagsins, urðu þeir að láta sér nægja að sjá hina glæsilegu móftöku Eyjabáta úr lofti. Liklega hefur þó enginn verið eins vonsvikinn og einn hinna norsku kvenkyns blaðamanna. Hún hafði ætlað sér með konungssnekkjunni til Noregs og fara um borð i hana i Vestmanna- eyjum, en komst aldrei þangað. — ÓH/GS. Hér verður i A Þingvöllum er keppzt viö aö ljúka nýrri þjónustumiöstöö fyrir þjóöhátiöina. Er Visir átti leiö um Þingvelli var veriö aö múra húsið aö innan. Hjá húsameistara var blaöinu tjáö, aö halda yröi vel á spööunum til aö ljúka verkinu i tima. Reynt verður að koma húsinu á það stig fyrir hátiðina aö það þjóni sinum tilgangi. Ekki er hins vegar vitað, hvort tekst að ganga frá þvi til fullnustu. Það er húsameistari rfkisins, sem sér um framkvæmdir fyrir hönd Þingvallanefndar. Þing- vallanefnd kemur einnig til með að reka þessa þjónustumiðstöð. Húsið stendur á vegamótum Gjábakkavegar og Þjóðgarðs- vegarins og er 180 fermetrar að stærð. Það kemur til með að hýsa upplýsingamiðstöð, bensinsölu og sjoppu, þar verður veiðileyfasala og kortasala og hreinlætisaðstaða fyrir tjaldsvæðið, sem verður á Leirunum, rétt við húsið. -JB.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.