Vísir - 10.06.1974, Síða 6

Vísir - 10.06.1974, Síða 6
6 Vfsir. Mánudagur 10. jáni 1974 VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: A*í'glýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Askriftargjald 600 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Beggja handa járnið Alþýðuflokkurinn biður nú sjálfstæðismenn opinberlega um aðstoð i kjörklefunum 30. júni, á þeim forsendum, að flokkurinn sé í lifshættu. Það er óneitanlega ósvifið að biðja þannig um hlaupa- reikning, ekki sizt þar sem Alþýðuflokkurinn er vis til að gerast fjórða hjólið undir endurnýjaðri vinstri stjórn eftir kosningar. Alþýðuflokkurinn er raunar öruggur með kjör- dæmakosna þingmenn, bæði i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi. Það er fráleitt, að flokk- urinn þurrkist út af Alþingi i kosningunum, eins og Alþýðublaðið er að reyna að gefa i skyn um þessar mundir til að magna samúð manna með flokknum. Menn þurfa hvorki að hlakka til né hafa áhyggjur af andláti Alþýðuflokksins. Talið er öruggt, að mikill fjöldi Alþýðuflokks- manna hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn i borgar- stjórnarkosningunum, bæði vegna góðrar mál- efnastöðu sjálfstæðismanna i borgarstjórn og vegna óvinsælda Steinunnar Finnbogadóttur meðal Alþýðuflokksfólks. Nægilega margt af þessum kjósendum mun snúa aftur til sins heima i alþingiskosningum til að tryggja Alþýðu- flokknum mann i Reykjavik. Alþýðuflokkurinn þarf þvi ekki hlaupareikning hjá sjálfstæðis- mönnum til að koma mönnum á þing. Hitt er svo ljóst, að enginn andstæðingur vinstristjórnar má kasta atkvæði sinu á Alþýðu- flokkinn. Visast er, að það atkvæði verði notað til myndunar endurnýjaðrar vinstristjórnar með Alþýðuflokkinn sem fjórða hjól stjórnarvagnsins. Eina öryggið, sem kjósendur hafa gegn upp- vakningi vinstristjórnarinnar, er fjöldastuðn- ingur við Sjálfstæðisflokkinn, eina heilsteypta aflið gegn vinstristjórn. Slik stjórn verður ekki hindruð, nema sjálfstæðismenn, óháðir kjós- endur og ungir kjósendur taki saman höndum i þingkosningunum á sama hátt og þeir gerðu i byggðakosningunum um daginn. Það er jafnljóst, að enginn fylgismaður land- varna á Islandi má kasta atkvæði sinu á Alþýðu- flokkinn né Framsóknarflokkinn. Hinn siðar- nefndi hefur framhald vinstristjórnar og brottför varnarliðsins á stefnuskrá. Og hinn siðar- nefndi hefur haft uppi tillögur um verulégan samdrátt i varnarliðinu á Keflavikurflugvelli. Eina öryggið, sem kjósendur hafa gegn afnámi landvarna. á íslandi, er fjöldastuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, eina heilsteypta afl land- varnamanna um þessar mundir. Varnarleysi verður ekki hindrað, nema sjálfstæðismenn, óháðir kjósendur og ungir kjósendur taki saman höndum i þingkosningunum á sama hátt og þeir gerðu i byggðakosningunum um daginn. Kjósendur mega umfram allt ekki treysta Alþýðuflokknum. Hann er opinn fyrir samstarfi til vinstri og hægri, með og móti landvörnum. Sá, sem kýs þann flokk, veit ekki, hvernig það at- kvæði verður notað á Alþingi. Menn vita hins vegar, að öll atkvæði Sjálf- stæðisflokksins nýtast gegn vinstri stjórn og gegn afnámi landvarna, hvort sem þau nýtast til fleiri kjördæmakosinna þingmanna eða fleiri upp- bótarþingmanna. Uppgjörið er milli Sjálfstæðis- flokksins annars vegar og vinstri glundroðans hins vegar. —JK „Stefna íslands ekki i takt við tímann" — Stefna sú, sem is- lenzka rikisstjórnin hefur fylgt og með það markmið i huga að loka varnarstöðinni á Kefla- vikurflugvelli, er alls ekki i samræmi við það, sem er að gerast annars staðar i heiminum. Þannig komst dr. Nils Örvik prófesor að orði, þegar Visir ræddi við hann núna fyrir helgi. örvik er Norðmaður, og hann er prófessor í stjórnmálafræðum við Queens University i Kingston i Kanada, þar sem hann stjórnar einnig rannsóknum á sviði alþjóðlegra stjórnmála einkum með tilliti til öryggismála. Aður en örvik fór til starfa i Kanada, var hann i 10 ár kennari við há- skólann i Osló, og þar áður starf- aði hann sem rannsóknastjóri og pólitiskur ráðgjafi við norska varnarmálaráðuneytið. Hann hefur ritað fjölda bóka og greina i blöð og timarit. — Doktorsritgerð min fjallaði um hnignun hlutleysisins. Ég rit- aði hana 1953 og sætti hún þá nokkurri gagnrýni fyrir að vera um úreltar kenningar, þar sem hlutleysið ætti sér fleiri fylgjend- ur en andmælendur og vegna þess mundi fremur vaxa en hitt. 1971 var ritgerðin endurútgefin án nokkurra breytinga. Þótti mér það nokkur sigur yfir andmæl- endum minum, þvi að það eru ekki margar fræðiritgerðir um alþjóðamál, sem nú á timum geta staðið af sér tuttugu ára breyt- ingatima, en samt haldið gildi sinu. Nils örvik segir, að mestum tima hafi hann varið til að skrifa þriggja binda verk um norsk öryggismál á árunum milli heimsstyrjaldanna. Við spurðum hann, hvers vegna hann væri nú á Islandi. — Ég vinn nú að samanburðar- rannsókn á viðhorfum til stjórn- mála og öryggismála á norður- slóðum. Ég er i forystu fyrir rannsóknahóp i Kanada, sem athugar valdskiptinguna milli fylkisstjórna og sambandsstjórn- arinnar þar og hef til þess styrk frá Donner-Canadian stofnuninni. Segja má, að tilgangurinn með rannsókninni sé þriþættur. 1 fyrsta lagi könnum við inn- byrðis valdaskiptingu milli hvitra manna, Indiána og Eskimóa á nyrztu svæðum Kanada. Til samanburðahumþaðefni dvaldist ég á siðasta sumri á Grænlandi og kannaði samband hvitra manna og Eskimóa. í öðru lagi beinist athygli okkar að baráttu hagsmunahópanna i Norður-Kanada. Hvernig hvitu Ibúarnir þar hafa komið sér fyrir og hvernig sambúð þeirra er hátt- að við Indiánana, sem gera kröfu til eignarréttar á landi á þessum slóðum. Á siðari timum hafa sið- an nýir aðilar komið þarna til sögunnar, þar sem eru stóru al- þjóðafyrirtækin eins og Imperial Oil og Bell-símafyrirtækið, sem leita fyrir sér um landnýtingu. í þriðja og siðasta lagi könnum við þjóðerniskenndina meðal ibú- Nils örvik, prófessor f stjórnmálafræðum og sérfræöingur I öryggis- málum. Kom til tsiands til aö safna gögnum I samanburöarrannsókn á högum minnihlutahópa I noröurhéruðum Kanada. Ljósm. Bragi. „Stefna sú, sem íslenzka ríkisstjórnin hefur fylgt með það markmið i huga að loka varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli, er allsekki í samræmi við það, sem er að gerast annars staðar í heim- inum". „Með það í huga, hvað island hefur notið sjálfstæðis í skamman tíma, undrast ég, að nú skuli ríkisstjórn lands- ins vilja loka varnar- stöðinni,/. Ég hef mestan áhuga á að kynna mér islenzku stjórnmála- flokkana og afstöðu þeirra til alþjóðamála. Sjálfur var ég virk- ur félagi I Verkamannaflokknum i Noregi. Mér virðast margar hliðstæður vera með sundrungu flokka og samsteypu I nýja hér á landi og I Noregi. — En nú hefur þú einnig fjallað mikið um öryggismál. Hefur þú ekki kynnt þér þau efni hér á landi? ingur i þeim efnum hef ég fylgzt náið með þeim árekstri, sem orð- ið hefur milli NATO og Banda- rikjanna annars vegar og is- lenzku rikisstjórnarinnar hins vegar um framtið varna á Is- landi. Með það i huga, hvað tsland hefur notið sjálfstæðis i skamman tima, undrast ég, að nú skuli rikisstjórn landsins vilja loka varnarstöðinni. Undrun min staf- ar ekki sizt af þvi, að óskin um lokunina skuli koma fram á sama tima og Sovétrikin hafa þanið svo mjög út veldi sitt umhverfis ís- land. Ég verð ekki var við það, að áhrif Bandarfkjanna hér á landi séu á nokkurn hátt á þann veg, að það brjóti i bága við sjálfstæði ts- lands. Við megum ekki gleyma þvi, að fyrir 10 til 20 árum var Finnland i brennipunkti sovézkra áhrifa i þessum hluta heims. Nú er Noregur að komast i sömu að- anna á þessum slóðum. Einmitt varðandi þennan þátt rannsókn- arinnar er fróðlegt að ferðast um tsland, Færeyjar og Grænland. tslendingar hafa nú verið sjálf- stæðir um þriggja áratuga skeið. Segja má, að sjálfstæðisbarátta Færeyinga sé komin langt á leið, og viljinn til sjálfstæðis er að skjóta rótum á Grænlandi. — Sem áhugamaður um öryggismál og gamall sérfræð- „Nú er Noregur að komast i sömu aðstöðu og Finnland var í fyrir 20 árum".

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.