Vísir - 14.06.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 14. júni 1974 vírasm: Hvað er vinnutiminn langur? Sigurður Atli Gunnarsson, tækni- fræðingur.Vinnutiminn hérna hjá mér er 8 timar. Mér finnst það ó- sköp hæfilegur vinnutimi. Ég er einhleypur og get þvi lifað á 8 stunda vinnu. Þorbjörn Þorbjörnsson, verk- stjóri. Það eru alltaf 10 timar á dag og stundum 12. Stundum er lika unnið á laugardögum. Mér finnst það ekki óhófleg vinna fyrir fullfriskan mann. Halldór Gunnarsson, bilstjóri. Vinnan er mjög misjöfn, en alltaf svona frá 7-22. Mér finnst það eig- inlega einum of mikið. Mér mundi aldrei takast að byggja nema vinna svona lengi. Kærastan vinnur lika úti, minna dugar ekki. Guðjón Marteinsson, bygginga- vcrkamaður.Þetta er upp og ofan og fer nokkuð eftir veðri i minu tilfelli. Ég vinn að meðaltali til kl. 4. Það er þokkalegur vinnutimi, enda vinnum við vel, meðan við erum að. Snæbjörn Pétursson, kranastjori. Ég vinn núna yfirleitt 40 tima i næturvinnu á viku. Jú, það er nokkuð svekkjandi að vinna svona lengi, en svona gengur þetta fyrir sig i steypuvinnunni. Skatturinn sér svo um að sjá fyrir peningunum. Steinn Sveinsson, kennari, nemi og verkamaður. Á veturna kenni ég 37 tima á viku og er einnig i námi, svo það gerir i allt minnst 70 ttma. Núna i sumar vinn ég 70 tima á viku. Það er ekkert á móti þvi að vinna svona lengi i nokkurn tima, enda lifir enginn á dag- vinnunni einni saman. segir Arni Vigfússon byggingameistari .Stend uppi peningalaus 'WMKKBssmg&mmmm % WBÍpiNíP''' , ■ S ffggiP^ "V '§% I Húsbyggjendur bíða og tapa stórum fúlgum á drœttinum á lónum Húsnœðismólastjórnar „HEFTAPAÐ 400 ÞÚSUND- UM Á ÞREMUR MÁNUÐUM" r — segir Arni Vigfússon byggingameistari — verðbólgan tvöfaldaði íbúðaverðið ó 2 órum „Ég gerði upphaflega ráð fyrir að fá fyrri hluta húsnæðismálastjórnarlán- anna, þegar húsið yrði fok- helt, en það dróst í fimm mánuði. Þá bjóst ég við, að seinni hlutinn yrði greidd- ur sex mánuðum síðar, en það hefur nú dregizt í þrjá mánuði. Töfin í þessa þrjá mánuði kostar mig um 400 þúsund krónur." Þetta segir Arni Vigfússon byggingameistari I viötali við Visi. Saga hans er nokkuð hin sama og annarra húsbyggjenda. t hans tilviki ber byggingameistar- inn nær eingöngu tapið á drættin- um á útborgun seinni hluta lán- anna. Töfina á greiðslu fyrri hlut- ans greiddu þeir, sem af honum kaupa, að talsverðu leyti með þvi að undirrita tryggingarvixla og bera vextina af þeim. f öðrum til- vikum, um landið allt, eru það ýmist fjölskyldurnar, sem kaupa eða byggja ibúðir, bygginga- meistararnir eða báðir aðilar, sem verða að bera kostnaðinn af M LESENDUR HAFA ORÐIÐ i Beið lœstur í klefa hálfan dag eftir yfirlögregluþjóninum Húsavfk 10/6 ’74 óánægður Húsvíkingur skrifar: Á sjómannadaginn fór ég á dansleik i Félagsheimili Húsavik- ur, sem ekki er sérstaklega i frá- sögur færandi, nema af þvi tilefni að eftir dansleik, þegar flestallir samkomugestir voru komnir út, að Húsavikurlögreglan var þarna á ferðinni og virtist vera að hirða upp óvenjumarga gesti, að ég vatt mér að einum lögregluþjón- inum, sem er nýbyrjaður að starfa hér og spurði hann til nafns. Hann virtist ekki heyra i mér, þrátt fyrir að ég stæði fast upp við hann, svo að ég endurtók spurningu mina nokkrum sinnum og fylgdi honum eftir, þar sem hann gekk að lögreglubifreiðinni og settist upp i hana án þess að svara mér. Ég móðgaðist litið eitt við þessa ókurteisi og hugsaði með mér, að ég.þyrfti þá liklega ekki að vera neitt kurteis heldur, svo að ég sendi honum nokkur vel valin orð frá.minni hálfu. Við þetta virtist maðurinn átta sig, þvi að hann vatt sér út úr bif- reiðinni, þreif i hnakkadrambið á mér og þeytti mér inn i lögreglu- bifreiðina að aftanverðu og skellti siðan I lás. Siðan var ekið með mig að lögreglustöðinni, farið með mig þar niöur að fanga- geymslunum, en þar fékk ég smátækifæri til að spyrja lögregl- una, hvaða ástæðu þeir hefðu til að setja mig i.steininn. Ekki fékk ég neitt svar við þvi, heldur greip sá lögregluþjónn, sem ég áður hafði spurt til nafns, um hægri hönd mina og keyrði hana aftur fyrir bak, og þannig klæddu þeir þrir mig úr jakkanum og rifu af mér bindið og færðu mig síðan i klefa nr. 1, sem er tveggja manna klefi, en þar sat fyrrverandi vinnufélagi minn. Þegar ég kom þarna inn, var kl. fimmtán min- útur gengin i fjögur. Við tókum tal saman, en um það bil tiu min- útum siðar þurfti ég að kasta af mér vatni, svo að ég þrýsti á bjöllurofa, sem var þarna við dyrnar. Ekki fékk ég svar, svo að ég hringdi aftur. Ég hringdi af og til i tvo og hálfan tima og bankaði auk þess á dyrnar inn á milli, en ég fékk aldrei neitt svar, svo ég varð að kasta vatni á gólfið. Um kl. 7 var auðheyrt, að byrj- að var að sleppa föngunum út, en fangageymslurnar voru troðfull- ar þessa nótt, en það kemur ekki oft fyrir hér á Húsavik, enda margir þar af litlu tilefni. Um áttaleytið var búið að sleppa öll- um nema mér, en þegar þeir slepptu klefafélaga minum, sagð- ist ég þurfa i vinnu kl. 8. Ég beið i smástund eftir að þeir opnuðu fyrir mér, en ekkert skeði. Þá tók ég að lemja og sparka i klefa- hurðina af öllum minum kröftum. Þá heyrði ég fótatak, og litil lúga var opnuð á veggnum og fyrir framan hana stóð fyrrnefndur lögregluþjónn og spurði, hvað væri að. Ég sagðist þurfa i vinnu og spurði, hvort ekki ætti að hleypa mér út eins og hinum. Þá sagði hann, að ég ætti að biða eftir yfirlögregluþjóninum, en ekki vissi hann, hvenær hann kæmi, og yrði ég bara að vera rólegur. Sið- an leið og beið og klukkan silaðist áfram mjög rólega, þar til að hún var farin að ganga fjögur, þá opn- uðust dyrnar og inn gekk yfirlög- regluþjónninn og sleppti mér út með nokkrum orðum. Þarna var ég semsagt i hálfan sólarhring og fékk aldrei hvorki þurrt né vott að borða og fékk aldrei að fara á sal- ernið þrátt fyrir mjög itrekaðar beiðnir i þá átt, fyrir það eitt að spyrja nýjan lögregluþjón að nafni. KJAVÍK1974 USTAHÁTÍÐ í H VÍK19M LISTAHATIÐ Nú stendur allt i ljóma á listahátiðinni. Landinn finnur um vanga sina anda strjúka hlýjan. Ég get ekki jafnaö þaö meö jólaköku minni, hve Jón er oröinn frægari en breska sinfónian. Hrifningin á eftir aö hækka um nokkrar gráöur. Hjörtu margra gerast klökk viö fögur Ijóðastefin. Sniilingarnir gera mesta lukku eins og áöur, þeir Askenasy, Fúsi Halldórs, Barenboim og Prévin. Er útlendingar þeysa heim af þessum listum saddir og þagnar allt I menningar og listar vorrar húsi, þá væru tslendingar I vondum vanda staddir, væru þeir ekki tslendingar báðir, Jón og Fúsi. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.