Vísir - 04.07.1974, Blaðsíða 7
7
Vísir. Fimmtudágur 4. júil 1974
IIMIM
IM
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
í góðu
skjóli í
sólinni!
— sóltjald getum við saumað sjólf, og það er hœgt að
tryggja það, að tjaldið verði stöðugt
„Það er nú næstum
eins og þú hafir verið á
Spáni”, heyrði sjálf-
sagt margur sagt eftir
siðustu helgi, þegar
veðurguðirnir
miskunnuðu sig svo yf-
ir okkur, að menn náðu
i brúnan lit á kroppinn.
Og það er vist tæpast
hægt að segja annað en
að við höfum fengið
góða sólskinsdaga
svona inni á milli.
Okkur veitir heldur svo
sannarlega ekkert af þvi, eins
hvlt og veikluleg við getum ver-
ið eftir dimman Islenzkan vetur.
Þvl er um að gera að nota sólina
og þá góðviðrisdaga sem koma,
enda læðast menn liklega
nokkrum minútum fyrr út úr
vinnunni þá dagana en þeir
myndu annars gera.
En þó að sólin skini, þá búum
viö ekki við þá blessun að hafa
alltaf logn. Þegar til sólbaðsins
kemur, þá vill þess vegna alltaf
fara einhver timi i að leita sér
að sem skjólbeztum stað. En við
getum bjargað þvi við á snögg-
an hátt, og það má gera með
sóltjaldi.
Sjálfsagt eiga margir til sól-
tjald, sem þeir hafa notað á
sólskinsdögum, en þeir, sem
ekki eiga það til, geta saumað
það á fljótlegan hátt. Og við lát-
um lika fylgja með lausn á
| ■
vandamáli varðandi sóltjöldin,
þ.e. að fá þau til þess að vera
stöðug.
Stöngunum má stinga eins
langt niður i sandinn eða jarð-
veginn og mögulegt er, 30-40 cm
helzt, en það dugar þó ekki allt-
af. Efnið sjálft á milli stang-
anna vill alltaf fjúka svolitið til.
Lausnin á þvi eraðsaumavasa
neðst á tjaldið að utanverðu.
Vasarnir eru saumaðir með-
fram öllu tjaldinu, þ.e. þremur
hliðunum. Þeir eru siðan fylltir
með sandi eða steinum, þegar
tjaldið er komið upp, og þannig
er hægt að ábyrgjast, að tjaldið
verður stöðugt. Við sjáum
hvernig þetta er gert á með-
fylgjandi mynd.
Svo má sauma net fyrir
ýmsa hluti
Vilji maður gera tjaldið sér-
lega fint og þægilegt, þá er hægt
að koma fyrir neti i tjaldinu
innanverðu. Net er hægt að fá i
verzlunum, og svo þarf þetta
auðvitað ekkert frekar að vera
net, heldur má sauma vasa úr
•sams konar efni og tjaldið er úr.
En i vasana, sem saumaðir
eru, má svo setia ýmsa hluti,
svo sem handklæði, ef maður
vill forðasþað hlutirnir óhreink-
ist. Ef einhver vill svo geta klætt
sig úr alveg ótruflaður, þá er
hægt að sauma fjórðu hliðina
við tjaldið. Siðan er einfaldlega
hægt að loka þvi, ef á þarf að
halda.
Sóltjald.eins og við sjáum á
teiknuðu myndinni, getur lik-
lega hver og einn saumað sjálf-
ur. Stengurnar, sem notaðar
eru i þessu tilviki, eru 150 cm
langar og ummálið er 22 mm.
Neðst hafa þær verið tálgaðar
svolitið, svo að betra sé að
stinga þeim niður. Kúlum hefur
verið komið fyrir efst, til þess að
gera þær skrautlegri, en það er
reyndar hreinasti óþarfi.
Efni' tjaldsins er 138 cm
breitt og 20 cm fara i vasana.
Munið bara að sauma hólfin fyr-
ir stengurnar vel rúm, svo að
ekki verði erfiðleikum bundið að
koma þeim fyrir.
Vasarnir eru þrir á hverri
hlið, og þar sem vasar eru
saumaðir úr neti, eru þeir
einnig þrir. Að sauma svona
sóltjald á ekki að vera dýrt, en
bezt er að nota nokkuð stift efni
og ekki mjög viðkvæmt.
— EA.
I€TA CUEMIJTIIAI
Llw IA dl\CI^E LfrV