Vísir - 04.07.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 04.07.1974, Blaðsíða 16
Frímerki fölsuð með sólarljósi — danskir og sœnskir frímerkjakaupmenn héldu íslenzk frímerki óprentuð með gulum lit, og þvi róndýr ,,Ég veit, að hvert einstakt frimerki af þessari fölsuðu örk var selt á nokkur þúsund krónur i Danmörku,” sagði Magni R. Magnússon hjá Fri- merkjamiðstöðinni i viðtali við Visi Fyrir um ári siðan komst Fri- merkjamiðstöðin að þvi, að nokkur eintök af Herðubreiðar- frimerkinu, sem voru útstillt i sýningarglugga, breyttu um lit. Guli liturinn á þeim hvarf, að þvi er talið var fyrir áhrif sölar- ljóss. Nokkru siðar barst fyrirspurn erlendis frá til Frimerkjamið- stöðvarinnar um þetta Herðu- breiðarmerki. 4 merki fylgdu með fyrirspurninni, og var sagt, að guli liturinn hefði aldrei verið prentaður. Þar með væri merkið orðið sjaldgæft og verðmætt. Þegar starfsmenn Fri- merkjamiðstöðvarinnar fóru að athuga málið, komust þeir að þvi, að liklega hefðu merkin, sem bárust erlendis frá, verið lýst með sólarljósi, til að láta gula litinn hverfa. Siðan hefðu þau verið seld dýrum dómum. En upplitun i hvita kanti þeirra kemur upp um aðferðina. Orðrómur um þessi afbrigði- legu merki kom upp 1972. En enginn gat sýnt þessi merki fyrr en sendingin kom i fyrra frá Danmörku. „Það er auðséð, að einhver hefur ætlað að græða á óheiðar- legan hátt með þessu”, sagði Magni. „Þetta hefur komið fyrir áöur. Þá var örk af merkinu Herferð gegn hungri lýst svona og boðin upp á frimerkauppboði og sagt, að gula litinn vantaði. Fölsunin uppgötvaðist þó i tæka tiö.” Svo virðist vera sem Herðu- breiðarmerkin hafi verið sett á markað erlendis, liklega I Sviþjóð eða Danmörku. —OH Frlmerkjaörkin, sem Frimerkjamiftstöðin notafti til aft prófa.hvernig á lilaskiptunum stæfti. lielmingurinn af örkinni var lýstur I sex vikur meft sóiarljósi, og hvarf þá guli liturinn, og allt komst upp. Ljósm.: Visis: BG /I PINUBAÐFOTIN" SLA I GEGN VISIR Fimmtudagur 4. júll 1974 Svörtu sjómennirnir voru aft skipa oliu út I hafrannsóknarskip- ift „Wyman”, sem staldrar hér vift I nokkra daga. — Ljósm. Bragi Svert- ingjar við út- skipun Bandarískt hafrannsóknarskip í Reykjavík Þaft er ckki á hverjum degi, sem maður sér svertingja vera aft vinna vift Reykjavikurhöfn. Þess vegna smelltum viö mynd af þessum strákum, sem stóöu uppi á vörubilspalli og voru aft slá krókum á heilan farm af oliutunnum. Þarna voru á ferftinni áhafnar meölimir af bandariska haf- rannsóknarskipinu Wyman, sem kom hingaft á mánudaginn. Skipiö stundar botnrannsóknir á Norftur-Atlantshafinu og kom hingað inn eftir 17 daga útiiegu til aö taka vistir og eldsneyti. Um borft i skipinu eru um 60 manns, visindamenn og aftrir. Hérna i höfninni halda þeir sinn þjóðhátiftardag hátiftiegan 1 dag, 4. júli en halda svo i rann- sóknarleiðangur á föstudaginn. — JB Ekki er allf gull sem glóir... Látift ekki alveg blekkjast þótt sólin skini glatt, þegar litiö er til lofts. Það eru ncfnilega stórir skýjabólstr- ar á sveimi kringum höfuft- borgina, og þcir gætu valdiö skúruni vift og við. Annars verftur hæg breyti- leg átt í dag, og sólin á aö láta sjá sig jafnmikiö, ef ekki meira, en rigningardroparn- ir. — ÓH „Pinubaðföt” e.r nýjasta bað- fatatizkan og breiðist út eins og eldur I sinu um hinn vestræna heim. Baðfataframleiðendur höföu allir búizt við sams konar bikini baðfatatizku og verið hefur und- anfarin ár og voru byrjaðir að framleiða fyrir sumarmarkað- inn, þegar þessi nýja bóla kom upp. Hugmyndin er ættuð frá Suð- ur-Ameriku, enda er óhemju heitt þar sums staðar og menn ganga eins léttklæddir og vel- sæmið leyfir. Aðalmunurinn á þessum bað- fötum og bikini er sá, að aðeins mjór strengur kemur yfir lend- arnar og heldur saman tveimur þrihyrndum pjötlum. „The String” kallast fyrir- bærið á ensku. Þvi skaut svo hratt upp á vinsældalistann, að framleiðendur hafa ekki undan að búa það til — þótt einfalt sé i sniðum og ekki þurfi mikið efni. Islenzkir sóldýrkendur verða aö vona, að bráöum verði hægt að framleiða pjötlur þessar fyrir landann, þvi að enn sem komið er fást þessi baðföt ekki hérna, svo okkur sé kunnugt. En meðan beðið er eftir fyrstu sendingum, mættu sóldýrkend- ur finna gott nafn á fyrirbærið, eitthvað frumlegt og þjált, og leyfa okkur að heyra. Myndin sýnir tvær stúlkur hnýta á sig nýjustu tlzkubaftföt- in. Þau fara væntanlega aö ber- ast hingað, og þá þyrfti aft finna eitthvaö frumlegt nafn á þau. Myndin cr tekin á baftströnd á ttaliu. —ÓH/Ljósm: UPI r Akvörðun forseta ó morgun? Magnús Torfi gekk siftastur flokksformanna á fund forseta I gær. „Er þingflokkur þinn búinn aft ræfta saman’?? „Vift tveir?” svarafti Magnús. „Já, vift erum búnir aft tala saman”. Aöspurftur um þaft, hvort þeir hafi tekift ákveðna afstööu til stjórnar- myndunar, svaraöi hann meft mikilli áherzlu: „Já”. Siftan var hann horfinn inn I Stjórnarráfts- húsift. Þegar forsetinn hafði rætt við flokksforingjana i gær sendi hann fjölmiðlum fréttatilkynningu, þar sem segir m.a., að hér hafi verið um upphafsviðræður að ræða, en engin ákvörðun hafi verið tekin um, hverjum verði falið það verk- efni, og ekki sé heldur ljóst, hve- nær sú ákvörðun verði tekin. Forsetinn hafði kallað flokks- foringjana á sinn fund með klukkutima millibili og var við- ræðum hans við þá lokið fyrir klukkan tvö. Hefur heyrzt, að ákvörðunar forsetans þurfi ekki að biða leng- ur en til morguns. — ÞJM ÁVÍSUNIN FUNDIN — en gengur illa að fá kjötið Óli Þór, kaupmaður, hefur fengift aftur 100 þúsund króna ávisunina, sem hann tapaöi á föstudag, mitt I „kjötstriftinu”. Avisunin fannst i portinu hjá Sláturfélaginu, og var skilað til rannsóknarlögreglunnar. „En mér gengur jafn illa að fá kjöt hjá þeim. Ég fæ alls ekki upp I skömmtunarmagnið einu sinni. 1 gær fékk ég fimm skrokka, og haföi þá ekki fengið neitt kjöt i tiu daga. Ég virðist ekki geta snúið mér til Sambandsins, þvi aö þeir bera þvi við, að ég sé fastur kúnni hjá Sláturfélaginu og eigi að fá mitt kjöt þar. En ég verzla lika við Sambandið, kaupi af þeim pylsur og fleira. Ég skil ekki svona verzlunarmáta Ég hélt ég gæti alveg eins fengið kjöt hjá þeim, úr þvi að ég get fengið pyls- ur hjá þeim”, sagði Óli Þór. — ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.