Vísir - 03.08.1974, Page 9

Vísir - 03.08.1974, Page 9
Visir. Laugardagur 3. ágúst 1974. 9 Kapp er bezt með forsjá Af þeim fjölmörgu einstak- lingum, sem spila brigde i ýmsu formi 'hérlendis, þá eru ekki nema örfáir toppspilarar, sem þekkja bridgelögin skamm- laust. Þó gefur auga leiö, hve áríöandi slikt er, t.d. þegar spilað er á erlendum mótum og jafnvel i saklausum rúbertu- brigde er það llka nauösynlegt Eins og kunnugt, er, þá spila menn mishratt, sumir eru mjög lengi, en aðrir flýta sér um of. En kapp er bezt með forsjá Spilari, sem vill flýta fyrir með þvi að leggja upp spil sin, verður samkvæmt lögunum að tilkynna hvernig hann hyggst spila spilið, hvort hann gefi ein- hverja slagi o.s.frv. Ef varnarspilari mótmælir fyrirætlunum sagnhafa, þá verður hann að spila spilið með öll spil sin upp i loft. Hann má engu spili spila, sem er i mót- sögn við tilkynnta ákvörðun, hann má ekki svina spili, né spila upp á það, að ákveðinn varnarspilari eigi ákveðið spil. Sé spurning um einhverja hluti, sem ekki er sérstaklega kveðið á I lögunum, þá skal það ávallt leysast á kostnað sagnhafa T.d. hægt er að banna sagnhafa að taka tromp öfugt, ef hann hefur gleymt þvi. Einnig er hægt að - meina honum að sækja sér slag i grandspili, hafi hann gleymt hæsta spili. Siðustu atriðin komu inn i bridgelögin 1948 og voru sett til þess, að þegar sagnhafi hefur lagt upp spil og gleymt að ákveðnu spili hafi ekki verið spilað, þá á hann ekki á hagnast á þvi að vera minntur á það, að spilinu hafi ekki verið spilað Sem betur fer hafa flestir okkar betri spilara staðgóða þekkingu á bridgelögunum, enda nauðsynlegt, Hitt er svo annaö mál, að það er lika gott fyrir þá, sem minna mega sin, að þekkja bridgelögin vel til þess að geta skorið úr ágrein- ingi, sem ávallt getur komið ‘ upp á beztu bæjum. Góð frammi- staða unglinga- liðs á EM Evrópumóti unglinga lauk fyrir skömmu meö sigri Sviþjóöar, sem hlaut 266 stig. tslenzka sveitin hafnaöi I 12. sæti af 20, sem veröur aö teljast góöur árangur, þar eö þetta er i fyrsta sinn sem viö sendum sveit i Evrópumót unglinga i bridge Röð og stig þjóðanna var þessi: 1. Sviþjóð 266 2. Irland 258 3. England 233 4. Noregur 228 5. Holland 223 6. ísrael 221 7. Danmörk 220 8. Frakkland 217 9. Italia 212 10. Pólland 206 11. Ungverjaland 203 12. ísland 175 13. Finnland 170 14. Þýzkaland 165 15. Belgia 164 16. Austurriki 155 17. Portúgal 131 18. Spánn 110 19. Grikkland 89 20. Sviss 87 son. Fyrirliði var Jakob R. Möller. Hér er falleg alslemma, sem Jón og Sigurður náðu á móti Hollandi, þar sem Hol- lendingarnir létu sér nægja að spila þrjú grönd. Staðan var n-s á hætta og suður gaf. ♦ enginn y A-9 ♦ K-8-6 Suður l A 3G 5 64 P Norður 3 ♦ 4 ♦ 4G ' 5G 74 ♦ G-9-7-5-4 VK-10-7 V V'fc-10-5-4 V D-G-8-4 <5^^6 ♦ A-D-10-3-2 y 6-5-3-2 1 lokaða salnum, þar sem Hollendingarnir sátu n-s gengu sagnir þannig: Suður 1 A 2 V 3G Islenzka sveitin var þannig skipuð: Helgi Jóhannsson, Helgi Sigurðsson, Einar Guðjohnsen, Isak ólafsson, Jón Baldursson og Sigurður Sverris- Norður 2 ♦ 3* P *N-s fengu alla slagina. Auðvelt var að vinna al- slemmuna, og Island græddi 16 IMP og vann leikinn með 17 gegn 3 vinningsstigum. Hinn 31. júli rann út frestur til þess að tilkynna nöfn þeirra spilara, sem spila eiga á Evrópumótinu i tsrael Fyrirliði landsfiösins, Alfreð G. Alfreðsson, tjáði þættinum, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um þá tvo spilara, sem á vantar. Samkvæmt reglugerð skal fyrirliðinn skipa á tvo spilara, sem á vantar i samráði við fjórmenningana, sem unnu einvigið, en erfiðlega gengur að fá þá til þess að gefa fyrirliðanum góðar ábendingar Vonandi þýðir það þó ekki, aö jafngóðir spilarar séu ekki á lausu. Hverju sem um er að kenna, þá er óþolandi sá seinagangur, sem einatt rikir i þessum málum og ár eftir ár þarf að biða eftir ákvörðunum, sem ættu að vera nokkuð augljósar. Liklega liggur þó ljóst fyrir um næstu helgi, hvert þriðja parið verður, jafnvel þótt um einhliða ákvöröun fyrirliðans verði þá að ræða. ÞEGAR Láttu ganga Ijóðaskrá Þátturinn byrjar að þessu sinni á þeim fáu botnum, sem honum bárust við fyrripartinn Stjórn aö mynda margir þrá, metorösveginn kanna. Kannski hún veröi vængnum á vinstri snillinganna. Aldný Magnúsdóttir Setjum ólaf aftur á allra bestan manna. Albert Rikarðsson En ólafiu og óstjórn þá ættum við að banna. S.S.B. sendir auk botnsins tvær visur og nefnir þá fyrri — Fall vinstri stjórnar —. Vinstri stjórnin lagðist lágt, það lægöi heldur vindinn, sem feykt haföi Fiu I austan átt upp á hæsta tindinn. Sú síðari er um vegginn hans Ragnars Arnalds. EKKERT EFNI ER TIL Oft hér leynist váleg vök, varast skulum rauöa segginn. Geir mun forðast Ragnars rök, að rekast ekki á austan vegginn. Það fór nú þó svo, að Geir rakst einmitt á vegginn eins og Ragnar spáði og verður væntanlega aldrei úr þvi skorið, hvort það varö þjóðinni til happs eða ekki. En nú er komið að þessum fjórum veggjum aö mynda stjórn, ef hægt er, en hætt er við, að þar blási fremur kuldalega, ef þakið vantar. Næstu visur eru eftir Þórarin frá Steintúni og nefnast — Vörumerki á Italiu skreið. A bókmennta og listaleið loks fer nú aö daga. Edda reyndist úldin skreiö, sem italarnir naga. Vatikaniö vart úr leiö veröur svo til baga, aö ilmi þar vor Eddu skreiö eða morkin Saga. Hér i eina tið var oft talað um land- fleygar visur. Ekki voru þær margar mið- að viö allan þann fjölda, sem ortur var. Sigriöur G. Jónsdóttir yrkir — Visan min Eg er ei þeim gáfum gædd glæsiljóö aö skrifa, visan min, sem feig er fædd, á fáa daga að lifa. Saman get eg sett í hátt sunium öörum fremur, þegar efnið ósjálfrátt upp i hendur kemur. Þvi hefur ekki verið að heilsa hjá þeim, sem ég skoraði á fyrir nokkru aö setja saman visur og senda þættinum, að efnið kæmi ósjálfrátt upp i hendurnar á þeim. Þeir eru enn að reyna að finna það, að minnsta kosti hefur fátt eitt borizt þættin- um enn sem komið er. Áöur en blaöið endaö hef ætla eg aö minnast, aö gott er simtal, betra bréf, en bezt er þó aö finnast. Ég ætla að biðja ykkur aö senda bara bréf, þvi að mikið af simtölum og heim- sóknum gæti gert mig vitlausan og það vil ég helst ekki verða fyrr en einhverntima seinna. Fjallavindur flýr i skjól, fossar mynda bögur, roðar tinda, heiöi og hól hafsól yndisfögur. Þannig yrkir Sigurdór Sigurðsson. Þar sem mannskepnan hefur alla tið veriö tal- in hofuðskepnunum fremri, hvað vits- muni snertir, er það dálitið hart, að hún skuli láta fossana snúa á sig i visna- gerðinni. Þessa kveðju sendir svo Sigurður Snorrason ykkur, sem enn eruð að leita að efninu i visuna. Þá á tungan engan yl, enga fagra sögu, þegar ekkert efni er til i ferskeytta bögu. Einnig má minna á það, sem Halldór Helgason segir um tækifærisvisuna. Hlýnaöi blóö viö hæga glóö hversdags ljóöa-greina, enda þjóöin þéttast stóö þar viö hlóðarsteina. Þar sem þið eruð nú væntanlega bæöi búin aðfinna efnið i visuna og yrkja hana, ætti ykkur að vera .farið aö liða eins og Guörún Arnadóttir lýsir i næstu vísu. Hverfur engum alveg sól, er á strenginn kunni. Veita ljóöin lengi skjól lifs i þrengingunni. Og þegar þið hafið svo póstlagt visurnar og sent þær til dagblaösins Visis Siðu- múla 14, get ég tekið undir með Guðrúnu i næstu vísu, Bera uröum skin og skúr, skilningsþurrð og trega. Þó hefur snuröum okkar úr undizt furðanlega. Ég bið ykkur að taka vel eftir heimilis- fanginu, þvi að það yrði mikið ólán, ef bréfin rötuðu ekki rétta leið, og eins og Einar Þórðarson segir: Lifs ei rötum leiðirnar láns er glötun bjargar. Veröa á flötum veraldar villugötur margar. Og þar með er ég hættur i dag, þvi að ég þarf að skreppa niður i bæ. Komir þú um kvöld i Vik kvikt er i Austurstræti Telpa mörg I tildusflik tekin er þar á fæti. Ben.Ax.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.