Vísir


Vísir - 07.08.1974, Qupperneq 1

Vísir - 07.08.1974, Qupperneq 1
64. árg. —Miðvikudagur 7. ágúst 1974 —142. tbl. Snúa baki við Nixon Allir þeir tiu repúblikanaþing- menn, sem i þingnefnd fulltrúa- deildarinnar voru á móti þvf áliti hennar, aö stefna ætti Nixon fyrir öidungadeildina, hafa nú snúizt gegn honurn. Þeir hafa lýst þvi yfir, aö þeir muni greiöa atkvæöi meö þvl I fulltrúadeildinni, aö Nixon for- seta veröi stefnt fyrir öldunga- deildina. Viöbrögö fjölmiöla um heim allan hafa oröiö mjög meö svip- uöu móti. Vlöast hafa menn látiö I ljós hneykslun á þvi, að þjóöar- leiðtogi skuli ber orðinn aö ósann- indum og jafnvel lögbrotum. — Sjá nánar frétt á bls. 5 Svartur markaður með erlendan gjaldeyri blómgast — baksíða Benedikt Helga í lax, til að geta hundskammað hann — bls. 3 Norðanmaður ó hrððum flótta undan lögreglu — baksíða Keflavík lokar ó sjónvarps- óhorfendur — bls. 2 Hannes Jónsson til Moskvu Utanrlkisráöuneytiö hefur nú tilkynnt, aö Hannes Jóns- son blaöafulltrúi, hafi veriö skipaður sendiherra i Moskvu frá-1. september. Jafnframt Iætur Oddur Guðjónsson af störfum sendiherra og tekur upp störf I utanrlkisráöuneytinu hér heima. Um þessar mundir er einnig veriö aö gefa út til- kynningu um ýmsar breytingar, sem veröa á aö- setursstöðum sendifulltrúa, sendiráöunauta og sendi- ráösritara. Á nokkura ára fresti er þetta starfsliö fært til milli landa og sumir snúa heim. —JB Fœðing nýrrar vinstristjórnar strandar á varnarmólunum: Vlsir ræddi við Gylfa Þ. Gisla- son.formann Alþýöuflokksins, en hann vildi sem minnst um máliö segja. „En þaö má ekki dragast lengi að niöurstaða fáist úr þessum stjórnarmy ndunarviðræðum. Þaö verður að fara að höggva á þennan hnút,” sagði Gylfi. Þá ræddi Visir einnig viö Magnús Kjartansson, ráöherra Alþýðubandalagsins. „Það er greinilegt, að um vissa sjálfheldu er að ræöa hvaö varnarmálin snertir I þessum stjórnarmyndunarviðræðum,” sagði hann. „30 þingmenn stóðu að samkomulaginu, sem gert var i marz i vor, en flokkar, sem hafa 30 þingmenn núna, sögðust vera andvigir þvi. Þaö er þvi spurning, hvernig hægt er aö brúa bilið”. „Mun Alþýðubandaiagiö slaka eitthvaö til hvað varnarmálin snertir”? „Það er of snemmt að segja um þaö núna. Ég held það borgi sig ekki að vera með neina almenna spádóma. Þetta kemur i ljós al- veg á næstunni. Ég geri ráð fyrir þvi, að málin skýrist um næstu helgi”, sagði Magnús. Ekki var á þeim Þórarni Þórar- inssyni (F) og Magnúsi Kjartans- syni (Abl.) að sjá, aö djúpstæöur ágreiningur væri milli þeirra um eitt eða neitt, þegar þeir biöu eftir að stjórnarmyndunarfundurinn hæfist I herbergi Framsóknar- flokksins I Alþingishúsinu. Stjórnmálamennirnir settust við fundarboröið I Framsóknarher- berginu og biðu eftir þvi að allir væru mættir. Þrátt fyrir það al- vörumál, sem ræða átti, voru þeir léttir og kátir, hvernig svo sem svipurinn hefur breytzt, þegar dyrnar lokuðust. Ljósm.: Bj.Bj. Magnús Torfi: „Engin stjórn, ef ekki nœst samkomulag'7 .... Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra hafði ekki tök á að ræða viö blaöið i morgun, en við rædd- um að siðustu við Magnús Torfa Ólafsson, ráðherra Samtakanna. Hann sagði: „Þaö er ljóst, að verði mynduö stjórn af þessum flokkum, verður hún aö hafa stefnu i báðum þessum málum — efnahagsmálunum og varnar- málunum, og það verður engin stjórn mynduö, ef ekki næst sam- komulag um sameiginlega stefnu I helztu málunum”. Magnús vildi ekkert segja um gang viðræöna, sagði það nauð- synlega reglu, að ekki væri veriö með neina bollaleggingar um það, sem væri gjörsamlega ófrá- gengið. „Sitjum í sjólfheldu með þetta mól' Stjórnarmyndunarvið- ræður hafa legið niðri í nokkra daga, en hófust aftur klukkan ellefu í morgun í Alþingishúsinu, með sameiginlegum fundi allra þeirra,sem þátt taka í viðræðunum. Fæðing nýrrar vinstri stjórnar virðist ætla að ganga nokkuð erfiðlega. Málgögn Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins, Þjóð- viljinn og Alþýöublaðið, eru nú komin I hár saman I leiðaraskrif- um sinum vegna varnarmál- anna. Skin þar i gegn, að mikill ágreiningur er um stefnuna i þeim málum, a.m.k. milli þess- ara tveggja flokka. Alþýðuflokkurinn er nokkuð einn á báti með sina stefnu i varnarmálum, miðað við stefnu hinna flokkanna þriggja, sem mynda vilja vinstri stjórn. 1 Al- þýðublaðinu.kemur fram, að það — segir Magnús Kjartansson telur þjóðarvilja sýna, aö herinn skuli ekki fara úr landi. Þá ásakar Alþýðublaðið Al- þýðubandalagið fyrir aö setja varnarmálin á oddinn, en horfa fram hjá stærsta viðfangsefni nýrrar stjórnar, efnahagsmálun- um. í Þjóðviljanum kemur þaö fram, að leiðarahöfundar segjast geta snúið öllum ásökunum Al- þýðuflokksmanna upp á þá sjálfa. í leiöara i Þjóöviljanum fyrir stuttu vart.d. stórri árásarklausu á Alþýðubandalagið snúið upp á Alþýðuflokkinn með þvi einu að skipta um nafn i klausunni — segja „Alþýðuflokkurinn” i stað- inn fyrir „Alþýðubandalagið”. Gylfi: „Verðum að höggva ó hnútinn" —ÓH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.