Vísir - 07.08.1974, Page 2

Vísir - 07.08.1974, Page 2
2 Vfsir. Miðvikudagur 7. ágúst 1974. Timsm'- Hvernig fannst þér þjóðhátíOin I Reykjavik heppnast? Kristinn Guðsteinsson, garð- yrkjumaður: — Ég varð nú litið var við hátlðina. Ég fúr þó á myndlistasýninguna á Kjarvals- stöðum, ef slikt er hægt að telja meö. Mér leizt ágætlega á þá sýningu, sérstaklega eldri deildina. Þaö var gaman aö sjá þessa gömlu listmuni. Hallgriður Vigfúsdóttir, barna- pia: —Mér fannst mjög gaman á hátlðinni. Ég fór á revíurnar á Arnarhóli á sunnudaginn og dansaði við Melaskólann á laugardagskvöldið. í heildinni var þetta ágætis hátlð. Meyerstein Amnon, frá israel: — Ég skemmti mér ágætlega I gær- kvöldi og hádegisskemmtunin á Arnarhóli um miðjan daginn á laugardaginn var lika ágæt. Þetta fór allt vel fram i það minnsta miðað við kjötkveðjuhátið eina mikla, sem ég var á i Rio de Janeiro fyrir nokkru. Þar hoppar fólkið og dansar I 3-4 daga og hundruð manna liggja drukkin I götunni. Hrönn Björnsdóttir, starfsmaður l.oftleiða: —Mér fannst þetta hin ágætasta skemmtun, það sem ég sá af henni. Ég kom að visu bara á dansinn i gærkvöldi, en ég var á hraöferð og dansaði þvi ekki. Björn Gústafsson. — Mér fannst skemmtunin ágæt. Hún var hátiðleg og margir höfðu mjög gaman af henni. Mér fannst t.d. gaman að dansinum i gærkvöldi þótt ég dansaði nú ekki sjálfur. Reviurnar voru lika ágætar. Erla Guömundsdóttir: — Bara vel. Ég fór niður i Austurstræti I gær og ætlaöi svo að fara niður i bæ I gærkvöldi. Þá kom bara rigning, svo að ég hætti við það. Keflavíkursjónvarpinu lokað eftir 3 vikur Samkvæmt upplýsing- um, sem blaðið hefur afl- að sér, mun Keflavíkur- sjónvarpið hætta að sjást á Reykjavíkursvæðinu siðustu vikuna í þessum mánuði. Þessar upplýs- ingar eru hafðar eftir talsmönnum Bandarikja- stjórnar. Bygging sú og loftnet, sem byggt var i þeim tilgangi að beina sendigeislanum frá Reykjavik, er nú risið, og verið er að ganga endanlega frá tækj- um. Stefnt er að þvi,að öllum framkvæmdum verði lokið siö- ast i þessum mánuði. Ráðizt var i að setja upp þessa nýju stöð eftir að samningar voru gerðir milli Bandarikja- stjórnar og islenzku rikisstjórn- arinnar um, að sjónvarpsgeisl- inn bærist ekki til Reykjavikur. Þessi samningur var birtur 9. april siðastliðinn. Nýja loftnetið er austarlega á vellinum og á að hindra, að sendigeislar sjónvarpsins berist I austur. Loftnetið varpar þeim þvi yfir völlinn aftur og út yfir hafið i vestri. t samningunum var eingöngu talað um Reykjavikursvæðið, en nýi sendirinn gæti einnig hugsanlega útilokað sjónvarps- geislann frá Keflavik. Vafalaust verður þó erfitt að útiloka alla Keflvikinga frá þvi að ná „kananum” á tækjum sin- um. tbúar i Höfnum, sem eru vestast á Reykjanesi, munu eft- ir sem áður getað fylgzt meö sendingunni, þar sem þeir eru enn i geislanum miðjum. Sandgerðingar mega einnig búast við að geta horft á sjón- varpið sem áður, þar sem bandariska herstöðin i Rock- ville er I beinni linu milli vallar- ins og Sandgerðis. En ráð er fyrir þvi gert að hermenn i Rockville hafi áfram aögang að sjónvarpi sinu. Að öðru leyti verður timinn að skera úr um hversu viðtækt svæði sjónvarpið nær yfir eftir þessar breytingar og erfitt er að spá einu eða öðru um það mál. Tæknifróðir menn, sem blaðið hafði samband við I gær, sögð- ust þó litla trú hafa á þvi, að sjónvarpsstöðinnæðist ekki eftir sem áður á öllum Suöurnesjum. Að öðrum kosti má kannski gera ráð fyrir þvi, að lokunin leiði til þess, að lóðaverð i Höfn- um fljúgi upp úr öllu valdi! Hingað til hafa lóðir á þeim slóðum ekki þótt mjög eftir- sóknarverðar. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá þeim, er sjá um að setja upp loftnet, að enn seldist nokkuð af loftnetum og mögnurum fyrir Keflavikursjónvarpiö á Reykja- vikursvæðinu. Salan á slikum loftnetum eykst alltaf við sum- arfri islenzka sjónvarpsins, en salan i ár hefði þó ekki verið eins mikil og I fyrra. Á einum staðnum, sem blaðið hafði sam- band við, hafði I júli i fyrra verið unniö dag og nótt við uppsetn- ingu loftneta, en nú væri mun minna um slikt. Stöðugt væri þó verið að panta uppsetningu og virtist sem fólk væri hætt að trúa öllum þessum sögusögnum um lokum bandarisku stöðvar- innar. t Keflavik geta sjónvarpsá- horfendur notað sams konar loftnet fyrir vallarsjónvarpið og það islenzka. ÞýT'er ekki eins gott að gera séí grein fyrir hversu margir þar leggja i dag út I 5-10 þúsund króna fjárfest- ingu til að sjá ik anásjónvarpið á skerminum hj i sér og láta allar sögur uin lok tn |em vind um eyruhjita. - JB Starfsmenn AFTV-bandarisku sjónvarpsstöðvarinnar á vellinum, sem senn skrúfa fyrir sendingar, sem álpazt geta inn i tæki tslendinga. Sjónvarpsstöð varnariiðsins býr greinilega ekki við neina lúxus- aðstöðu í kofaþyrpingu þessari á vellinum. Engu að siður hefur dagskráin náð miklum vinsæld- um á suðvesturhorni landsins. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Kristilegt sjónvarp Geirlaug Geiriaugsdóttir, Kópa- vogi skrifar: „Eitt af dagblööunum i Reykjavik birti nýlega frétt þess efnis, að norska sjónvarpiö ætlaöi að fjölga kristilegum þáttum, sem ætlaðir eru börnum. Var þess einnig getið, að skv. skoðana- könnun vildi mikill meirihluti norskra foreldra láta börn sin al- ast upp i anda lútherskrar trúar. Siöan kom i blaðinu hvatning þess efnis að islenzka sjónvarpiðsýndi sams konar efni handa börnum. Ég býst við, að menn séu al- mennt sammála um, að sjón- varpið okkar hafi farið allvel af stað og gert ýmislegt gott á sínum stutta ferli, þótt auðvitaö megi einnig að ýmsu finna. Það hefur lagt sig i lima við að hafa efni fyrir börn sem fjölbreytilegast. Enþettasvið, sem hér er minnzt á .virðist alveg hafa „gleymzt”, og má það furðulegt heita, þar sem sjónvarpið hefur nú ýmsum dugnaðarmönnum á að skipa, með prest i broddi fylkingar. Hvi skyldum við ekki — eins og Norð- menn og aðrar þjóðir — láta sjón- varpið veita börnunum þaö bezta, sem til er? Ég vil þvi styðja þá tillögu sem að ofan greinir og biðja sjón- varpið okkar að taka þetta mál til alvarlegrar athugunar”. ÞOKK FYRIR HEIMSOKNINA, VESTUR-ÍSLENDINGAR! „Landið helga, heiðra morgna hjartað geymir svipinn þinn Þar mun æskan eiulurborna eiga lengsta drauminn sinn. Þó að brcgöist mörgum minni,- margir kjósi aðrar dyr, Itaksvon I eilifðinni eg af hendi seldi fyr.” Að ég hef færzt i fang að rita nokkur orð um heimsókn Vestur-Islendinga kemur ekki til af þvi að ég þykist vandanum vax- inn. Astæðan fyrir linum þessum er öllu fremur, að mér er sérstaklega ljúft að minnast þeirra, er ég kynntist nokkuð á ferð þeirra um landiö og hafði ennfremur kynnzt þeim nokkuð vestanhafs fyrir rúm- um áratug. Ég held, að þeir hafi sýnt okkur sýnishorn af hinni miklu og ótrúlegu tryggð og ást er þeir bera til íslands, með hinni fjölmennu tslandsferð nú. Þeir eiga mik- inn ættjarðarfjársjóð, og ég held að hann eigi enn eftir að ávaxtast. Sambandið á milli okkar i austri og vestri er ætternislegt og þjóðernislegt: Ósjálfrátt samband. Frá sjónarhóli Vestur-tslendinga er það eins og samband barns og móður. Ættartilfinningin er sterkasta aflið, sem völ er á, til þess að tendra eld bróðurhugans. Islendingar! A næsta ári verður haldiö hátiðlegt landnámsár tslendinga i Manitoba. Sýnum i verki bróðurhug til frænda og vina Vest- anhafs, fjölmennum á tslendingadaginn á Gimli á næsta ári. Sleppum öllum óþarfa Evrópuferðum, höldum til Canada sumarið 1975. Helgi Vigfússon.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.