Vísir - 07.08.1974, Side 7

Vísir - 07.08.1974, Side 7
Vlsir. Miövikudagur 7. ágúst 1974. 7 HVERNIG, HVERS VEGNA, HVENÆR...? í ' " ''i — þœr eru sannarlega margar spurningarnar sem upp koma þegar barn er á leiðinni v_____________________J Hvernig er hægt að vita hvort barn er á leiðinni? Þaö, sem fyrst bendir til þess, er þaö, aö tíöir hætta. Þetta má þó einnig sjá á þvi, aö brjóstin stækka fljótlega, þau eru aum, og sumar konur þjást af vanlíöan. Eftir stuttan tima er hægt aö leita læknis, sem getur svaraö nákvæm- lega til eöa frá um þaö, hvort konan er vanfær. Hvenær er kominn tími til þess að fara í fyrstu skoðun? Eftir tveggja til þriggja mánaða meðgöngu þykir ráð- legt að fara i fyrstu skoðun. Þar er m.a. tekin blóöprufa, þvagsýni og fleira. Skoðanir eru síöan reglubundnar á meðan á meðgöngutimanum stendur, venjulega einu sinni i mánuöi, þar til aö fæöingu kemur. Hvernig er hægt að vita hvenær barnið fæðist? Hafiö I huga, hvenær siðustu tiöir hófust, þ.e. hvaöa mánaöardag. Teljiö siöan þrjá mánuöi aftur I timann frá þeim degi, og bætiö siðan við sjö dögum. Dæmi: Tiöir hófust 16. september. Þrir mánuðir aftur i timann gera 16. júni. Þrir dagar þar viö lagðir = 23. júnl. Þetta þýöir þó ekki, að barniö fæðist nákvæmlega 23. júnl. Það getur oft veriö 14 dögum fyrr eöa 14 dögum siöar. Er hægt að lifa eins og venjulega? Svariö er ,,já!” Þó aö kona sé meö barni, er ekki þar meö sagt, að hún eigi að hætta aö vinna, sinna áhugamálum sinum, elska eöa annaö. Aö vera ófrisk er ekki sjúkdómur. En fyrstu þrjá mánuðina eru margar konur, eða um það bil helmingur allra ófriskra kvenna, slappar, og þá er auð- vitaö sjálfsagt aö taka lífinu eins rólega og mögulegt er. Er það eðlilegt að vera haldinn brjóstsviða, æðasliti....? Þaö er eölilegt. Ýmsir fylgi- kvillar gera vart viö sig, sem von er, þar á meðal brjóst- sviði, sem margar konur þjást af, sérstaklega slöari hluta meðgöngutimans. Það er einnig eðlilegt, ef eitthvað ber á æðasliti t.d. á fótum. Maginn vill einnig slitna, þegar á liöur. Við brjóstsviða getur verið gott ráö aö forðast feitan mat og kryddaöan. Hvernig er hægt að losna við vanlíðan á morgnana? Vanliðan er yfirleitt mest á morgnana. Sumar konur finna þó aldrei fyrir neinu, ekki einu sinni ógleði á morgnana allan meögöngutimann. Agætt ráö getur veriö að fá sér tebolla og brauðsneið áður en fariö er fram úr rúminu á morgnana. Þá er einnig gott ráð aö borða litið i einu en oft. Litiö? Já, annars verða áhyggjur af aukakilóum bara meiri.... Hversu mikið má vanfær kona þyngjast? Aöur fyrr var alltaf sagt, að vanfær kona væri aö boröa fyrir tvo og yröi að haga mál- tiðum slnum eftir þvi. 1 dag er hugsunin öðru visi. Það er ekki gott að þyngjast um meira en 10-12 kiló um meðgöngutimann. Ef reiknuð er saman sú þyngdaraukning, sem á sér stað vegna fósturs, vatns og þvi sem þessu fylgir, verða það ca. 7 kiló. Hversu mikil hætta er á fósturláti? Blæöingar eða kröftugir magaverkir geta bent til fósturláts, og þá ber aö hafa samband við lækni strax. Fósturlát eru ekki óalgeng. Reiknað er meö, að i tíunda hverju tilviki eigi fósturlát sér stað. Algengust eru fósturlát I byrjun meögöngu, þ.e. eiga sér staö fyrir 12. viku. Oftast bendir þaö til þess aö einhver skekkja hafi átt sér stab varðandi þroskun eggsins. Fósturlát I eitt skipti þarf ekki aö vekja kvlöa eða ótta. Veröi kona hins vegar fyrir þvi i fleiri skipti, er sjálfsagt að rannsaka bæöi hana og barnsföður hennar til þess að finna, hvaö amar aö. Verða það oft tvíburar? Reiknað er meö, aö i einu tilfelli af 80 veröi það tviburar. Oftast á þaö sér staö I fjöl- skyldum, þar sem tviburar hafa fæðzt áður, en það er þó ekki þar með sagt, að aðrir geti ekki átt tvíbura. Þaö getur stundum veriö erfitt að segja til um, hvort fleira en eitt barn er á leiðinni, stundum er það ekki vitað fyrr en við fæðingu. Hvenær er keisara- skurður gerður? Þegar keisaraskurður er geröur er móðirin svæfð. Barnið kemur siðan i heiminn úr skurði, sem nær frá nafla móðurinnar og niður. Slik aö- gerð þarf ekki að skilja meira en 15-20 cm ör eftir en til keisaraskurðs er ekki gripið nema konan geti ekki fætt á annan hátt, svo sem þegar höfuð barnsins er of stórt til þess að móðirin geti fætt það á eðlilegan hátt. Fyrirfinnast sársauka lausar fæðingar? Algjörlega sársaukalaus fæðing fyrirfinnst ekki. Hins vegar eru til aðferðir, sem miða að þvi að gera fæðingu léttari, svo sem afslöppunar- æfingar. Auðvitað fylgir þvl sársauki að fæða barn, en fæðing er um fram allt spurning um vinnu. Sú vinna er fyrst og fremst lögð á móðurina, en einnig þá, sem taka þátt I fæðingunni, ljósmóður, lækni og föður. Kona ætti þar að auki að hafa i huga, að verkirnir, — eða hriðirnar, sem koma með stöðugt styttra millibili, vara yfirleitt ekki lengur en eina minútu i senn. Hvernig er hægt að undirbúa fæðinguna? Bezta ráðið til að undirbúa fæðinguna, er einfaldlega að útvega sér upplýsingar um það, hvað kemur til með að eiga sér staö. Til dæmis hvað fæðing getur staðið lengi og þar fram eftir götunum. Sumt má fá i bókum. Afslöppunaræfingar þykja mjög góðar, og ef þær eru stundaðar með öðrum, fær viðkomandi kona um leið tækifæri til þess að ræða við og umgangast konur, sem. eru i nákvæmlega sömu aðstöðu. —EA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.