Vísir


Vísir - 07.08.1974, Qupperneq 16

Vísir - 07.08.1974, Qupperneq 16
Miðvikudagur 7. ágúst 1974. Sauðkindin gerð útlœg úr Eyjum -nema með sérstökum leyfum Kvikfjárrækt verður héðan i frá ekki leyfð I Vestmannaeyjum, nema með sérstöku leyfi bæjar- ráðs. Þegar við ræddum við Magnús H. Magnússon bæjar- stjóra i Eyjum i morgun, sagði hann, að búið væri að samþykkja nýja reglugerð , sem er til komin vegna uppgræðsluhnar eftir gos- ið. Bæjarráð verður að ákveða hverju sinni hvernig og hvar hægt verður að stunda búfjárrækt. Stórfé er nú eytt i uppgræðslu, sagöi Magnús, en á vissum svæð- um verður óhætt að láta t.d. hesta og kindur ganga. Þau svæði verða girt. Leyft verður t.d. að hafa hesta i Stórhöfða, en þar féll til- tölulega litið af vikri og gjalli i gosinu. Magnús gizkaði á að um 10-20 hestar væru i Eyjum núna, en talsvertum kindur. Magnús sagði, að ekki þyrfti að fækka frá þvi. sem nú er, en fjölgun má ekki veröa mikil næstu árin. Magnús sagði, að þetta værj til- finningamál hjá einstaka mönn- um, en kvaðst þó halda að þetta reyndist unnt, enda er þetta ein- göngu gert til að tryggja upp- græðsluna. Tæplega þarf að búast við þvi, að nokkur hafi hug á að setja á stofn bú i Eyjum aftur, enda var litið orðið um búskap fyrir gos. Búskapur var þó stundaður aust- ast i bænum, svo sem á Kirkjubæ, þar sem hraun hylur nú allt. — EA. Eltingarleikur við hraðakstursmann: Á 140 km hraða til að stinga af Þegar vegalögreglu- menn voru staddir í Hveragerði á mánudags- kvöld/ sáu þeir hvar bif- reið ók hjá á ofsahraða í átt til Reykjavíkur. Lögreglumennirnir voru á vegalögreglubil og veittu þeim hraðskreiða eftirför. Þegar öku- maður varð var eftirfararinnar, jók hann enn ferðina og virtist ætla aö stinga lögreglubilinn af. Eltingarleikurinn barst upp Kambana og eftir Suðurlands- veginum. Þegar komið var að Geithálsi, gátu Jögreglumennirnir fengið ökuþórinn til þess að stoppa. Hann viðurkenndi að hafa ek- ið á allt að 140 km hraða á leið- inni frá Kömbum að Geithálsi. Meðalhraðinn var á milli 100 til 140 alla leiöina. UppKambana viðurkenndi ökumaöurinn að hafa ekið á 80 km hraöa. Bill og ökumaður eru ættaðir frá Akureyri. ökumaðurinn var sviptur ökuskirteini til bráða- birgða á staönum og billinn tekinn af honum. —ÓH Veizlan mikla Mávurinn er girugur fugl, iðinn og kappsamur viö átiö, þegar hann kemst I eitthvaö virkilega krassandi. Ragnar Th. Sigurðsson tók þessa mynd uppi i Hvaifiröi á dögunum. Þar var fuglageriö I einni af mörg- um veizium sumarsins. Þeir höföu komiö meö hvai aö landi,-og þá fellur alltaf eitthvað til handa hin- um gargandi ibúum loftsalanna. Utanferðir landans skapa gjaldeyrishungur: Borga allt að 150 krónur fyrir dollarann á svörtu — því bankarnir veita engan umframgjaldeyri Rúmlega fjórðungur þjóðarinnar ferðast til útlanda á hverju ári og sætta ekki allir sig við þann gjaldeyris- skammt, sem bankarn- ir veita. Skammturinn, sem hver feröamaður fær núna, er gjald- eyrir fyrir 24 þúsund krónur, ef hótel erlendis er ekki greitt héð- an frá. Ef svo er, lækkar skammturinn um ca. 25% Þegar búið er að greiða fæði og ferðir á staðnum, sem ferð- azt er til, vill oft litið verða eftir af valútunni til vörukaupa. Það er því ekki að furða, þótt menn reyni með öllum tiltækum ráð- um að krækja sér i aukagjald- eyri. Slikt er oftast gert með þvi að afla sér gjaldeyrisins á svörtum markaði og greiða hærra verð fyrir hann en i bönkum. Visir hefur fregnað, að gjald- eyrishungur mikið riki núna og að algeng greiðsla fyrir dollara á svörtum sé milli 120 til 130 krónur. Þó munu dæmi til um menn, sem greiða allt að 150 krónur fyrir hvern dollara, ef þeim liggur mikið á. Útsöluverð dollarans úr banka er kringum 97 krónur núna. Sama gildir um annan gjald- eyri. Ef gjaldmiðillinn heitir á annað borð eitthvað annað en islenzk króna, þá er allt fyrir hann gefandi. Helzti miililiður erlends gjaldeyris á svartan markað virðist vera Keflavikurflugvöll- ur. Þar starfa hátt á fimmta þúsund erlendir menn, sem fá allar greiðslur i erlendum gjaldeyri. fslendingar starfa mjög margir þar, og milli þess- ara aðila blómgast gjaldeyris- viðskiptin. Þá má geta þess, að áhafnir á skipum og flugvélum fá hluta af launum sinum greiddan i er- lendum gjaldeyri og eru að. sjálfsögðu sjálfráðar um hvern- ig honum er varið. Hótelum, verzlunum og öðr- um aðilum, sem taka við er- lendum gjaldeyri, er skylt að skila honum til bankanna til endurgreiðslu i islenzkum pen- ingum. Þó mun alltaf verða misbrestur á, að allt sjáist i bönkunum, sem erlendi ferða- maðurinn hefur skilið eftir sig. Þá má reyna löglegu leiðina til að verða sér úti um auka- gjaldeyri. Hún er sú að sækja einfaldlega um meira. Að sögn Gunnars Gunnars- sonar, fulltrúa hjá Landsbank- anum, er talsvert mikið um þessar umsóknir. Þeim er samt flestum hafnað hjá gjaldeyrisdeildum bank- anna. Gunnar sagði, að mörgum þætti súrt i brotiö að fá ekki gjaldeyri fyrir nema 24 þúsund krónur, þar sem upphæð er- lenda gjaldeyrisins, sem fæst fyrir þann pening, fer sifellt lækkandi. Fyrir nokkru fengust upp undir 120 pund fyrir þessa fjárhæð, en núna fást ekki nema 105 til 107 pund fyrir hana. „Ásóknin i gjaldeyri bendir til þess, að þörfin fyrir hann sé geysimikil og að erfitt sé aö metta markaðinn”, sagði Gunn- ar. Og hann bætti við: „Við heyrum um svartamarkaðsvið- skipti með gjaldeyri, enda engin furða, þótt þau séu fyrir hendi, þar sem Bandarikjamenn starfa hér á næstu grösum.” Gunnar sagði, að erfitt væri að fá stórar fjárhæðir i erlend- um gjaldeyri frá bönkunum, ef ástæða önnur en ferðalög til út- landa væri ekki fyrir hendi. Hann nefndi, að eignayfirfærsl- ur tækju yfirleitt mörg ár. Menn selja kannski hús sin og flytja til útlanda, en fá ekki andvirði hús- anna flutt yfir i erlendan gjald- eyri fyrr en eftir langan tima. — ÓH.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.