Tíminn - 01.02.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.02.1966, Blaðsíða 16
I HÚS EYÐILEGGJAST - TOGARI STRANDAR - BÁTUR SEKKUR - BRFZK- UR SJÓMAÐUR DRUKKNAR - BÍLAR VERÐA UNDIR HÚSÞÖKUM - SÍMALÍNUR SLITNA - RAFMAGNSBILANIR VÍÐA - BRYGGJUR BROTNA - VEGGUR SR Á SIGLUFIRÐILEGGST INN - ALLIR VEGIR ILLFÆRIR. MIKLIR SKAÐAR URDU UM ALLT LANP í ÓVEDRINU KT-GÞE-FB-Reykjavík, mánudag. Eins og kunnugt er gekk stórviðri um mestan hluta landsins nú um helgina. Veður þetta hófst vestan lands og norðan á föstudag, en breiddi síðan úr sér, unz á sunnudag, að svo mátti heita, að það næði um allt land. Þó mátti heita næstum góðviðri þennan tíma frá Eyjaf jöllum að Hornafirði. Hefur j>ó oft verið annað um þetta svæði sagt en að þar væri góðviðrasamt. Veðrið virðist hafa verið nokkuð jafnvont þar sem það geisaði, og af veður- svæðinu er alls staðar þá sömu sögu að segja, að rúður brotnuðu og þök fuku af hús- um. Hafa svo almennir og miklir skaðar af veðri ekki orðið hér á landi í manna minnum. Gamlir menn á Vestfjörðum segja, að þar hafi veðrið jafnazt á við togarabylinn 1925. Milljónaverðmæti fóru í súginn í fárviðrinu í Reykjavík um helg- ina. Þakplötur losnuðu af húsum og fuku eins og skæðadrífa um nærliggjandi götur, þakið af tíei’.d verzluninni Heklu fauk af í heilu lagi, ljósastaurar skekktust ög fóru um koll, vinnuskúr í Árbæj- arhverfi fauk, auglýsingaskilti féllu niður og brotnuðu, togarar losnuðu, og svo mætti lengi telja. Frá laugardagsmorgni og .ram á sunnudag stanzaði ekki síminn hjá lögreglunni. Fólk, alls staðar úr bænum, tilkynnti margvíslegt tjón og bað um aðstoð frá lögreglunni, sem vitanlega reyndi að aðstoða eftir megni. Fyrir hádegi á laugardag urðu miklar skemmdir víðs vegar um bæinn, miklar skemmdir urðu á nýbyggingu fyrirtækisins Bræð- urnir Ormsson að Lágmúla 9, eins og fram kom í blaðinu á sunnu- dagirim. Að sögn forstjóra fyrir tækisins urðu skemmdirnar þó minni en á horfðist í fyrstu, vinnupallar frá háhýsinu féllu niður á útbygginguna, sem full- gerð vár, og brotnuðu þar um 15 glerrúður af þess sökum. Þak- plötur losnuðu í stórum stíl af jafnt stórum byggingum sem smá- um, þök Landsmiðjunnar, vél- smiðjunnar Héðins og Hafnar- hvols löskuðust mjög, og rétt upp úr hádegi tók þakið af heildverzl- uninni Heklu, í heilu lagi oc hafn aði það úti í porti. Til allrar hamingju. voru engir oiiar úti í portinu, hafði þeim verið bjargað inn á elleftu stundu. Þakið var bráðabirgðaþak, og undir því var steypt plata. Er þakið talsvert skemmt, en álitif er þó, að það verði komið á fyrir helgi. Við höfnina urðu miklir skaðar, fest- ar varðskipsins Óðins siitnuðu og byrjaði skipið að reka frá, en dráttarbátur kom því til hjálpar, og sama máli gegndi um togar- ann Hauk. l'ogarinn Sólborg, sem legið hefur við Viðeyjarsund, losnaði og rak á land við Klepp, þótt undarlegt megi virðast varð skipið ekki fyrir hinum minnstu skemmdum og verður leikur einn að ná því út aftur að sögn for- stjóra Almennra trygginga, en þar er skipið tryggt. Erfitt ar að aka um bæirn. af völdum sjáv- arseltu, er settist á rú" .• bifreiða 0o fraus. Strætisvögnum gek.; erf- iðlega að halda uppi ferðum sín- um að þessum sökum og um kl. 17 á laugardag fylltist lögreglu- stöðin af skólabörnum, sem kom- ust ekki heim til sín, var þeim ekifj heim I lögregluþílum. Tals- vert var um slys í borginni um helgina, bæði umferðarsly og svo meiðsli á fólki vegna veðurofs- ans. Slysavarðst. a var einatt full af fór-i, sem hlotið hafði meiri eða minniháttar meiðsli. Á laug- tr '.aginn urðu mörg siys af völd- um veðurofsans, en fæst þeirra voru stórvægileg. Maður að nafni Þors' ...n Þorsteinsson laut slæma byltu nálægt Hlemmtorgi, og fótbrotnaði hann, kona fauk á kyrrstæ“an bíl á laugardaginn, var hún flutt á Sl; savarðstofuna, en meiðsli voru ekki alvarleg. í gærkvi . kastaðist stúlk. fyrir bifreið á Suðurlandsbraut skammt frá Hálogalandi, og handleggs- brotnaði hún. 3túlk; .. heitir Hólm fnður Davíðsdóttir og er til heim- ilis að Smálöndum 7. Rétt fyrir kl. 11 í gærkvöldi varð Helga Magnúsdóttir Barmahlíð 14 fyrir bíl á Miklubraut. Hún fótbri/n- aði á öðrum fæti og hlaut áverka á höfði. V-r hún flutt í Lands- kotsspítala. Við gatnamót Kirkju- strætis og Tjamargötu rak t bif- reið af heljarafli í ljósastaur. Bif reiðinni ók kona ein, Ella Sig- ursteinsdóttir, og var enginn far- þegi í bílnum með henni. £' .rst konan í andliti og var flutt til læknisaðgerða. Um helgina var einnig nokkuð um brunaútköll. Eldur kom upp í húsinu Tjam- argötu 3b, sem er bakhýsi Hótel Skjaldbreiðar og er notað fyrir hótelgesti, þegar sjálft gistihúsið er fullsetið. Húsið var læst og voru gestirnir lokaðir inni eins og fangar í búri og gátu enga björg sér veitt. Kona ein Jónína Jónsdóttir kastaði sér ' um glugga á efri hæð hússins, en handrið var fyrir henni, þegar niður kom og meiddist hún illa. Slökkviliðsmöm.um gekk greið- lega að ráða niðurlögum eldsins, og skemmdir á húsinu '*-’Su ekki miklar. Eldsupptök eru ókunn. í gærdag kom svo eldur upp ' ú'i- búi Borgarbókasafnsins við Sól- heima. Talið er að kviknað hafi út frá loftljósi á efri hæð hússins, en þar eru engar bækur geymd- ar. Slökkviliðið kom brátt á vett- vang og tókst að slökkva eldinn áður en_ teljandi skemmdir hlut- ust af. f morgun var slökkviliðið kvatt að Bústaðavegi 5, sem er gamall herskáli og bjuggu þar fjórar fjölskyldur. Kviknaði í út frá olíukyndingu í einni íbúðinni, og sú íbúð eyðilagðist auk allra innanstokksmuna. í næstu íbúð urðu talsverðar skemmdir af völd- um eldsins, en skemmdir í hinum tveimur íbúðunum urðu aðallega af völdum reyks. Þrátt fyrir aftakaveður hafa eng ir teljandi skaðar orðið á Akra- nesi. Að vísu hefur verið nokkuð um járnplötufok, en annað ekki í frásögur færandi og engin slys hafa orðið á r: '.nnum. Ekki er um neinar skemmdir að ræða í Borgarnesi. Áætlunar- ferðir hafa að mestu haldizt og segja má að allt hafi verið hér með kyrrum kjörum utan raf- magnstruflana við og ■ Aftakaveður hefur verið síðustu þrjá daga í Stykkishólmi og heita má, að ófært hafi verið. Áætlun- arbifreið á leið til Reykjavíkur þurfti að snúa við hér á vega- mótunum vegna veðurofsans. Um alvarlegar skemmdir af völdum veðurofsans er ekki vitað, en áð- ur en veðrið gerði hafði rekið inn í höfnina ís innan af fjörð- um og lágu bátamir hreyfingar- lausir í ísnum í óveðrinu. Nú hef- ur ísinn aukizt og er að sjá sem samfellda ísbreiðu allt út til Öxn- eyjar. Tveir bátar reru héðan kvöldið fyrir óveðrið. Annar þeirra varð fyrir rafmagnstruflun, og hélt til Grundarfjarðar, en hinn var staddur suð-vestur af Snæfellsnesi, en vegna óveðurs- ins sigldi hann til Reykjavíkur. Póstbáturinn frá Flateyri átti að koma til Stykldshólms á föstudags kvöld, en er ekki kominn enn. Fréttaritari Tímans í Staðar- sveit á Snæfellsnesi skýrði svo frá í dag; S.l. þrjá sólarhringa hefur ver- ið hér ofsaveður með snjókomu. Náði veðrið hámarki á laugardag og aðfaranótt sunnudags. Tjón varð mikið í veðri þessu. Tilfinn- anlegast varð tjón bóndans í Lýsu- dal. Þar fuku nýbyggð 300 kinda fjárhús til grunna. Fénu tókst að bjarga inn í viðbyggða hlöðu og í gegnum hana í fjós sambyggt hlöðunni. Þá fauk þak af íbúðarhúsi í Böðv arsholti og nokkur hluti þaks af íbúðarhúsi í Vatnsholti. Einnig fuku 10—15 plötur af nýlegri við- byggingu við Hótel Búðir. Enn- fremur fuku þök af heyhlöðum í Ytri-Börðum, Hoftúnum og Kirkjuhóli. Auk þess urðu minni- háttar skemmdir og tjón á mörg- um bæjum. Sem betur fór varð ekkert manntjón í veðri þessu, sem telja verður mikið lán, þar sem menn voru tíðum úti í of- viðrinu til þess að bjarga eig- um sínum og forða tjóni. Minnstu munaði að slys yrði, þegar bíll fauk út af veginum á Garðaholti, sem er vestast í Staðarsveit. At- vik voru þau, að síðdegis á laugar- dag voru þrír bílar á leið suður Staðarsveit. Þegar kom nokkuð austur fyrir bæinn Vallholt urðu bílarnir að • nema staðar vegna veðurofsans. Einn þessara bila var vörubíll .r Reykjavík. Fór bílstjórinn úr honum í annan hinna til að ráðgast um hvað gera skyldi. Rétt í því bili tókst vörubíllinn á loft og fauk marga metra og valt síðan og klesstist saman. Er hann ónýtur. Mennirnir urðu síðan að halda sig í hinum bflunum tveimu ,-..ia nóttina og fram til hádegis á í i.udag. er þeir náðu til æ.ia. Síðdeeis laugardag í ..iaði há- spennulínan frá Fossárvirkjun. Hefur síðan verið rafmagnslaust á Staðarsveitarlínu og hafa orðið miklar skemmdir á miðstöðvar- kerfum húsa, sem háð eru raf- magni, en það er víða. Víða hér í sveit og nágranna- hreppum þaðan sem frétzt hefur hafa orðið miklir skaðar á heyj- um, sem geymd voru úti og þar á meðal heyjum, sem biðu afhend- ingar til austfirzkra bænda. Talsverðar skemmdir hafa orðið í Bfldudal af völdum fáviðrisins, sem gengið hefur yfir síðan síð- degis á laugardag. Þökin af Mat- vælaiðjunni og Fiskiverinu fuku að mestu af, og jámplötur hafa fokið um eins 0£ skæðadrífa. Gluggar hafa .-. íað í stórum stíl vegna steinkasts. Raflínur slitn- uðu svo -7 rafmagnslaust var af og til á laugardagskv'.úd og fram á nótt, símalínur slitnuðu, svo að sambandslaust hefur verið og er við bæi í Suð^rf örðum. "*n mesta tjónið varð þó á hafskipabryggj- unni, en hún stórbrotnaði og lask aðist undan vélsk-, iu Pétri Th • steinssyni, sem ekki gat lagt und- an vegna bilunar á stýri. Stærri bátarnir forðuðu sér I burtu og héldu þó fram á sunnudagsmorg- un, rækjubátana sakaði ekki. I gær reyndu menn að brjótast yfír fjall á jeppa, en festust í skafli. Lagði þá annar jeppi af stað til að hjálpa þeim, en festist einnig. Þriðji jeppinn kom um síðir og ók mönnunum heim aftur. Á Þingeyri hefur verið versta veður, eins og annars staðar á Vestfjörðum og talsverð ófærð orð in á vegum. Veðrið er að laegja í dag og orðið nokkuð skaplegt. Fimm brezkir togarar hafa leit- að inn á Þingeyri til viðgerða o.fL Ekkert er farið að ryðja vegi í nágrenni Þingeyrar, enga hefur Vegagerðin ekki nema eina ýtu á staðnum og hún hefur verið biluð í langan tíma. Rafmagns- laust hefur verið á Þingeyri og nærliggjandi svæðum síðan um kl. 21 .augardag. Margvíslegar truflanir hafa orðið af þessum sök um, sjálfvirkar olíukyndingar hafa orðið óvirkar og hafa margar fjöl skyldur flutt sig saman til þess að geta haft afnot af kolavélum. Um 1960 flutti Rafmagnsveita ríkisins burt héðan vararafstöð og lofaði að endurbæta það, en ekki hefur orðið af því enn. í morgun tókst loks að koma rafmagni frá Mjólkárvirkjun inn í spennistöð- ina á Rafnseyri. Verið er nú að senda menn með línunni frá Rafseyri til Þingeyrar til þess að kanna, hvar skemmdir hafi orðið. í Önundarfirði eru fimm raf- magnsstraurar brotnir af völdum óveðursins, svo að Þingeyingar geta ekki fengið rafmagn þaðan. Hins vegar hefur kaupfélagið hlaupið undir bagga og leyft Þing eyingum afnot af ragmagnsmótor fiskimjölsverks íiðjunnar. í ofviðrinu fauk benzínsöluskúr á Rafnseyri. Stóð hann við Shell- tank, og fauk á haf út, bókstaf lega talað. í sambandi við endur reisn staðarins hafði verið komið upp vandaðri girðingu í vor, en skúrinn tók hana með sér í flug inu. Nokkuð af smurolíu var geymt í skúmum. Þá mun tankur inn eittlhvað hafa skemmzt við þetta. i ólátunum opnuðust kirkju dymar og talsverður snjór komst inn í kirkjuna. Þá fauk þama þak af kmdakofa, þar sem hýstar voru ellefu kindur, en þær hefur ekki safcað. svo séð verði. Skemmdir hafa ekki orðið mikl- ar á Flateyri í þessu fárviðri, sem geisað hefur, síðan síðc’egis u laug- ardag. Á Ingjaldssa..di hafa mann virk. orðið harðar úti, mikill hluti þaksins á flúðarhúsinu að Brek..i tók af og eins fór hluti af hlöðu- þaki af á Hrauni. Símasamband hefur rofnað við neðstu bæina við Sandinn, en að öðru leyti hefur . Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.