Tíminn - 01.02.1966, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR
12
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
ÞRIBJUBAGUR 1. febrúar 1966
Þórdlfur skoraöi
gegn St. Mirren
Rangers hefur tekið forustuna afutr
Kolbelnn Pálsson skorar körfu í fyrrl leiknum. Skotarnir náðu ekki að stöðva hann.
(Tímamynd GE)
Alf—Reykjavík, mánudag.
Þórólfur Beck lék aftur
með aðalliði Glasg. Rangers
á Ibrox á laugardaginn en
hann hefur ekki leikiS með
aðalliðinu frá því í byrjun
keppnistímabilsins. Mótherji
Rangers á laugardaginn var
St. Mirren hið gamla félag
Þórólfs og átti Þórólfur mik-
inn þátt í 4:1 sigri Rangers,
samkvæmt því, sem skoiku
blöðin segja, en Þórólfur
skoraði sjálfur eitt mark-
anna 2. markið og lagði knött
inn fyrir Georg McLean í tvö
skipti, en McLean skoraði í
bæði skiptin.
Fjórða mark Rangers skoraði
Greig. Fyrri hálfleikurinn var
vel leikinn aí' hálfu Rangers og
skoraði liðið þá þrjú mörk. Þór-
ólfur varð fyrir því óhappi rétt
fyrir nlé að fá spark aftan í
ökla, og naut sin ekki eins vel
í síðari hálfleik. Þessi meiðsli
munu vera lítils háttar. Að sögn
skozku blaðanna forðaði mark-
vörður St. Mirren, Liney, liði
Framhald á 6. síðu.
Körfuknattleikssambandið fékk
beztu afmæiisgjöfina
-tvöfaldur landsleikjasigur gegn Skotum
Alf—Reykjavík, mánudag.
íslenzka landsliðið í körfuknattleik gaf hinu unga Körfuknattleiks-
sambandi, sem átti 5 ára afmæli á langardaginn, beztn afmælisgjöfina,
nefnilega sigur í báðum landsleikjunum gegn Skotum, er háðir voru
í íþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Fyrri leiknum lauk 65:46 og
síðari leiknum 66:43. Það er orðið svo langt siðan að ísland hefur unn-
ið landsleiki, að menn spurðu, þegar þeir fréttu um úrslitin; hvað
olli því, að okkar menn nnnu? Og gárungarnir svöruðu: Skotarnir voru
svo sparir á stigin!
En rétta svarið við spurning-
unni er hins vegar það, að okkar
menn voru greinilega betri aðil-
inn í báðum leikjunum, og er það
ekki sízt Þorsteini Hallgrímssyni
að þakka, sem koma frá Dan-
mörku til að taka þátt í leikj-
unum. Frammistaða ísl. liðsins
var mjög góð og byggðist á
„taktiskum" og öruggum sóknar-
leik, en auk þess voru skyndi-
upphlaup liðsins einkar hættuleg,
þrátt fyrir frekar skemmtilega
leiki, setti þó „dómaraleikur”
skozka dómarans Rab Petrie leið-
inlegan svip á, en ekki var laust
við, að hann væri hlutlægur á
kostnað ísl. liðsins.
Fyrri leikurinn, 65:46.
Mjög fáir áhprfendur komu
til að sjá leikinn á laugardaginn,
og er ekki að efa, að óhagstætt
veður hefur eitthvað dregið úr
aðsókninni. Fyrir leikinn iék
Lúðrasveitin Svanur undir stjórn
Jóns Sigurðssonar þjóðsöngva land
anna, en að því búnu, hófst léik-i
urinn.
Til að byrja með komst ísiand
yfir 4:0 og skoruðu Kristinn Stef.
og Birgir Jakobsson þessi íyrstu
stig. En Skotarnir jöfnuðu stöðutia
brátt og komust í 8:4. Það var
ekki fyrr en um miðjan hálfleik,
að ísl. liðinu tókst að jafna og
litlu síðar að ná forustu á nýjan
leik. í hálfleik hafði ísland yfir
27:21 og í síðari hálfleik smájókst
bilið, en lokatölur urðu 65:46, eða
19 stiga munur.
í þessu leik var Þorsteinn Hall-
grímsson áberandi beztur, en
hann skoraði 17 stig. Kolbeinn
átti einnig góðan leik og skoraði
13 stig. Að öðru leyti var liðið
nokkuð jafnt. — Af Skotum voru
beztir George Turnbull (5), Bill
Mclnnes (6) og Carl Millar (12).
Guðjón Magnússon dæmdi á móti
skozka dómaranum.
Síðari leikurinn, 66:43.
Yfirburður ísl. liðsins voru ótví-
ræðir allan tímann í síðari leikn-
um á sunnudaginn. ísland komst
í 8:0, en í hálfleik var staðan
21:14. Glæsilegasti kafli ísl. liðs-
ins var undir lokin, en þá breytt-
ist staðan á nokkrum mlnútum
úr 51:37 í 66:39, en lokatölur urðu
66:43.
Þessi leikur var leikinn af mun
meiri hörku en fyrri leikurinn og
urðu nokkrir skozkir leikmenn að
vikja af velli með 5 villur. Eini
ísl. leikmaðurinn, sem fékk 5 vill-
ur, var Hólmsteinn Sigurðsson, en
flestir voru með 3 til 4 villur.
Beztu menn íslands voru Þor-
steinn (13 stig)) og Birgir Jak-
obsson (14 stig). Þá átti Kolbeinn
fyrirliði einnig góðan leik, en
samt sem áður ætti hann að nýta
skyndiupphlaupin betur. — Guð-
mundur Þorsteinnsson dæmdi á
móti Skotanum í þessum síðari
leik.
Það er fyllsta ástæða til óska
ísl. landsliðsmönnum til hamingju
með árangurinn, svo og stjórn
KKÍ, og ekki sízt þjálfaranum,
Helga Jóhannssyni.
A-Þjóðverjar
og llngverjar
komnir í úrslit
Austur-Þýzkaland og Ung
verjaland hafa tryggt sér
sæti í lokakeppni heims-
meistarakeppninnar í hand
knattleik í Svíþjóð næsta ár.
Á sunnudaginn sigruðu A-
Þjóðverjar Finna í Rostock
með 27:9, en í hálfleik var
staðan 14:2. Áður höfðu A-
Þjóðverjar sigrað Rússa með
nokkrum yfirburðum.
Á sunnudaginn sigruðu
Ungverjar Spán með 26:17
í leik, sem fram fór í Mad
rid. í hálfleik var staðan
13:10. Þessi sigur nægir Ung
verjum til að komast í loka
keppnina.
Eastham og Baker
Deildarkeppnin í Englandi og
Skotlandi s. 1. laugardag.
1. deild:
Aston Villa — Sheffield Utd. 0—2
Burnley — Chelsea 1—2
Fulham — Blackpool 0—0
Liverpool — Leicester 1—0
Northampton — Everton 0—2
Nottingham F. — Newcastle 1—2
Sheffield W. — Manch. U. 0—0
Stoke City — Arsenal 1—3
Sunderland — Leeds 2—0
Tottenham — Blackburn 4—0
West Ham West Bromw. 4—0
2. deild:
Bury — Cardiff City 1—1
Charlton — Bolton 0—1
Crystal Palace — Birmingh. 1—0
Huddersf. — Leyton Orient 1—1
Manch. City — Middlesbro 3—1
Norwich — Carlisie 2—0
Plymouth — Portsmouth 3—1
Preston — Ipswich 0—1
Rotherham — Bristol City 1—2
Southamp. — Derby County 3—1
Wolverhamnt.— Coventry 0—1
Skotland 1. deild:
Aberdeen — Hamilton 5—2
Clyde — St. Johnstone 3—2
Dundee Utd. — Dunfermline 0—4
Falkirk — Dundee 3—2
Hearts Celtic 3—2
Kilmarnock — Stirling Alb. 2—1
Morton — Partick Thistle 0—0
Motherwell — Hibernian 4—0
Rangers — St. Mirren 4—1
Mesta athygli um þessar mund
ir vekur brottrekstur landsliðs-
mannanna Joe Baker og George
Eastham úr aðalliði Arsenal. Þeir
hafa báðir farið fram á að vera
settir á sölulista. Arsenal gæti trú
lega fengið greidd 60 þús. sterlings
pund fyrir Baker, sem leikur
stöðu miðherja í enska landsliðinu
um þessar mundir, og 40 þús.
fyrir Eastham. Radford kom inn
fyrir Baker og skoraði tvisvar
sinnum gegn Stoke Þetta eru
fyrstu stigin sem Arsenal fær á
4 mánuðuim á útivelli. Chelsea
sigraði í níunda skipti á útivelli,
en heiima á Stamford Bridge hefur
liðinu gengið illa, skorað aðeins
ellefu sinnum í jafnmörgum leikj
um. Maður dagsins í Burnley var
hinn ungi miðherji Peter Osgood,
sem skoraði bæði mörkin fyrir
Chelsea. Fyrra markið var eitt
glæsilegasta „sólómark" sem sézt
hefur, að sögn fréttamanna. Hann
fékk knöttinn nálægt miðlínu, lék
síðan gegnum fjóra varnarmenn
hjá Burnley, ofsahratt og af mikilli
leikni, narraði markvörðinn Black
law út og vippaði knettinum síð
an yfir hann og snéri sér síðan að
félögum sínum, baðaði út hand
leggjunum, en þeir stóðu gapandi
af undrun, meðan knötturinn valt
inn í markið. Verst er ef, þetta
mark verður deiluefni, ekki af
því að það var ekki nógu gott,
heldur af því, að það var skorað
á 51. mín fyrri hálfleiksH Dómar
inn hafði verið kominn á 6. mín.
frarn yfir leiktíma og lét leika í
3 mín. til viðbótar. Það er margra
spá, að þessi ungi piltur, Osgood,
verði í peysu enska landsliðsins
í júlí n. k. í heimsmeistarakeppn
inni.
Það var altalað á laugardags-
morgun í Lundúnapressunni, að
Chelsea hefði mikinn áhuga á
að fá Joe Baker keyptan, en það
mundi þýða að Osgood yrði að
víkja úr stöðunni.
Jimmy Greaves lék nú aftur með
Framhald á 6- síðu.