Tíminn - 01.02.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.02.1966, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUOAGUR 1. febrúar 1966 TÍMINN eð Feisal var ekki lengur á snærum Hússeins og hann ætl- aði ekki til Parísar, heldur til London. Bremond var grafinn upp einhvers staðar á Vesturvígstöðvunum og sendur með hraði til móts við Feisal og fékk þau fyrirmæli, að halda hann sem gest franska ríkisins, en gæta þess að ræða ekki stjórnmál við hann né fylgdarlið hans. Bremond átti einnig að taka á móti Lawrence ef hann kæmi klæddur sem brezk- ur ofursti, hann átti ekki að taka á móti honum, ef hann væri klæddur sem Arabi. Bremond tók fyrirmælin bókstaflega og þegar hann sá Lawrence í arababúningi, tjáði hann Feisal strax fyrirmæli stjórnar sinnar. Og það furðulega gerðist, að Feisal sagði Lawrence að hverfa þegar í stað til London. Feisal héit síðan um Frakkland með Bremond og þeir luku ferðinni í París, þar sem honum var haldin veizla af utanríkisráð- herranum og veitt móttaka af forseta lýðveldisins. Tveim vikum eftir að hann lenti á Frakklandi hélt hann til Boulogne þar sem Lawrence beið hans við skipsstigann á skipinu, sem skyldi flytja hann til Englands. Síðan hófst ferð um Bretland, Lawrence fyldi honum hvert sem hann fór. Það voru opinberar móttökur, áheyrn hjá konungi, þar sem Lawrence hneykslaði embættislýðinn með því að klæðast arababúningi, og loks fundarhöld í utanríkisráðuneytinu varð- andi kröfur hans til Sýrlands og til undirbúnings friðarráð- stefnunni, sem var að hefjast í París um þetta leyti. Tryggð Lawrence við Feisal var furðuleg, eftir framkomu hans gagnvart honum í Damaskus? Hvers vegna hélt hann áfram að styðja hann, þegar svo var komið málum, að sundrungin meðal Araba hlaut að koma í veg fyrir sjálf- stæði? Brezka stjórnin var hlynnt áætlun hans. En með hverj um degi sem leið gerðúst kröfur Frakka háværari um Sýr- land og almenningsálitið í Frakklandi heimtaði bætur fyrir tjón það, sem Frakkar höfðu beðið á Vesturvígstöðvunum. Það var ekki gerlegt fyrir Breta að binda sig við áætlun Lawrence, þegar Arabar voru sjálfum sér sundurþykkir og neita Frökkum um annað en Beirut og smáskika umhverfis. Hvað var það, sem hvatti Lawrence áfram? Það hefur vafa- laust verið ást hans á Sýrlandi, þessum „dásemdagarði,“ þar sem hann hafði fyrst uppgötvað fegurð eyðimerkurinnar og þar sem honum fannst ríkja endalaus hreinleiki. Þarna hafði hann kynnzt mörgum beztu vinum sínum, Hamoudi sheik og Ahmed. Hann hafði barizt vegna Sýrlands. Damaskus var draumaborg hans frá þeirri stundu, sem hann hafði nefnt hana í fyrsta skipti, sem hann hitti Feisal í Hamra. Metorðadraumar hans máttu fara lönd og leið, hann hirti ekki um laun fyrir þjónustu sína við Feisal og draumar hans um frjálsa og óháða Arabíu máttu umbreytast í óskapnað nýlendnaverndarsvæða og ófullvalda smáríkja. Hann varð að bjarga Sýrlandi úr klóm Frakka. Það var kaldhæðnis- legt að honum skyldi að lokum fakast að bjarga Feisal en ekki Sýrlandi. 26. Ráðstefnan. Áður en friðarráðstefnan hófst í janúar 1919 voru komnar upp deilur milli Feisals og Lawrence annars vegar og Frakka og Hússeins hins vegar. Frakkar neituðu í fyrstu að viður- kenna emírinn, sem fulltrúa ríkis, sem þeir töldu ekki vera til, o? «em þeir myndu vinna að, að yrði aldref til. Hússein neita' ð'viðurkenna Feisal sem fulltrúa Araba, og enn síður sem fulltrúa arabisks ríkis, sem hann gerði sjálfur kröfur til, og taldi Feisal valdaræningja að krúnu bróður hans Abdulla í þessu sama ríki. Bretar studdu emírinn einir, og það var með herkjum, að þeim tókst að telja Clemenceau, franska forsætisráðherrann og Hússein á að láta af andróðri sínum. Þetta spáði illu fyrir Feisal og Lawrence, þar sem þeir tóku sér sæti í hinum glæsta Salon de l‘Horloge í utan- ríkisráðuneytinu franska. Feisal sat þarna á móti fulltrúum þeirra þjóða, sem áttu að ráða örlögum þjóðar hans og hans sjálfs. Frakkar gátu illa dulið fjandskap sinn, Bandaríkja- menn 'og Wilson forseti voru fullir samúðar með þessum fulltrúa kúgaðrar þjóðar, höfundur hinna fjórtán atriða virt- ist mjög hrifinn af afrekúm hans og sjálfstæðisbaráttu. Brezka sendinefndin var í vandræðum, þeir höfðu komið sér í erfiða aðstöðu og þurftu að gera mörgum til hæfis. Vandræði brezku stjórnarinnar stöfuðu af því, að þeir höfðu gert samninga og skuldbundið sig svo mjpg að úr því varð flækja, sem erftitt var að ráða fram úr. í fyrsta lagi var C The New Amerlcan Llbrarv UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY — Og þá er þetta nóg í dag. Hún stóð upp og skalf svo í hnjáliðunum, að það lá við, að hún gæti ekki hreyft sig úr ctað. Matthews lögregluþjónn délt d.yr- unum opnum fyrir henni. Gamli Joss sat í háum útskornum stói í forstofunni og varðstjórinn bað hann að koma inn. Joss klappaði henni á handlegg inn. — Þetta var ekki svo siæmt eða hvað? Um leið hvarf hann inn í stof una. Dyrunum var lokað, og Vonnir hélt áfram að stríða við sína sektartilfinningu. Það hefði ekki þjónað neinum tilgangi, þótt hún hefði sagt varðstjóranum sannleikann. Þvert á móti. Það hefði orðið orsök til þess, að einn eftir annan hefði orðið fullur af beizkju og ásökunum. Þar ao auki var hún öllum hér okunnug og hafði engar upplýsingar að gefa, sem komið gætu upp um morðingjann. — Engar? — Og allt í einu mundi hún eftir ljósinu í jofther berginu. Einhver hafði verið í húsi sem talið hafði verið tómt, og hún var sú eina, sem vissi um það. Hún og morðinginn. En hin brezka lögrelga var þekkt að því að hafa góða menn í sinni þjónustu. Þeir myndu sjalf sagt finna morðingjann, án þess að fá vitnisburð hennar um smá- muni. Slíkar upplýsingar voru áreiðanlega of háu verði seldar Joss Ashlyn, sem sannarlega hafði fengið nóg í bili, og Myru, sem hafði rétt til þess að fá sinn mögu leika til að höndla gæfu lífsins. Líka með tilliti til sjálfrar mín, hugsaði Vonnie. Ég hef gefið mig I þetta og verð að framkvæima það. Hún heyrði, að einhver var í borðstofunni og opnaði dyrnar. Þar sat Fenella við borðið og kveikti sér í sígarettu. — Halló! Eru þeir nú farnir að bombardera þig líka? spurði hún. — Það var ekkert, sem ég hafði að segja, sem gat orðið þeim að neinu liði. — Nei, það hefur sjálfsagt ekki verið. Hún ýtti sígarettupakk anum yfir borðið. — Viltu reyk? Með sígarettuna í munnvikinu,’ lyfti hún báðum höndum og strauk fingrunum órólega gegn um hárið. — Hvað gott getur leitt af yfirheyrzlum aftur jg aft- ur? Það sama upp aftur og aftur. — Kannski varðstjórinn álíti, að einhver geti rifjað eitthvað upp sem kynni að hafa gleymzt, smá- muni, eins og . . . — Ég er búin að hugsa svo mik ið, að allt snýst fyrir mér, sagði Fenella grðmjulega. Ég hef sagt þeim, hvernig ég held, að þetta hafi skeð, en þeir vilja ekki hlusta á mig. Ég mun framvegis halda fast við, að það hafi verið einhver að utan. Joss frændi heldur, að meðölin hafi verið ætluð sér, en er það ekki bjánalegt að trúa því, að eitthvert okkar hafi vilj- að sækjast eftir lífi hans. Við er- um engir morðingjar. Við erum mannað fólk — Það er auðséð, að einhver hefur ekki verið það, sagði Vonnie. — Þá er það líklega einh f óvinum Felixar frænda, — og ég held, að hann eigi marga óvini. Hann var einfari. Joss frænui hef- ur haldið uppi vörrum fyrir hann en það er víst mjög sterkt sam- band á milli tvíbura, og hann hefði gengið í dauðann fyrir hann ef honum hefði orðið á að stytta manni aldur. Nei, hann hafði sjálfsagt átt óvini, og einn þeirra hafði komið hingað á eftir hon- |um, og komið auga á afbra03s ! möguleika og — fyrir mér lítur j það svo út, sem einhver óski hon- um dauða en ekki Felix. Hún gekk út að glugganun. og_ leit á limgirðinguna og veginn. í fyrra kvöld hafði hún gengið framhjá, laumazt fram með limgirðingunni til að sjá magnoliatréð. Hún hafði I sézt frá grannhúsinu. Það hafði líka einhver verið heima í húsinu sem talið var tómt, kveikt og í slökkt ljós á lofthæðinni. Var það ; herbergi, sem tilheyrði íbúð Ralphs? Hún vissi það ekki onnþá en varð að komast að því. — Þetta verður ekki til að bæta aðstöðu mína á vinnustaðnum. Yf irmaður minn er mesti broddborg ar' Þú e,rt heppin, sem ert þinn eigin húsbóndi. — En ég . . . — En hvað? — Allt hefur sína kosti, sagði Vonnie hikandi, til að dylja ..ugna bliks hugsunarleysi. Óskaplega var létt að tala af sér, gleyma hlutverkinu, og eyðileggja allt! — Ég skil, hvað þú átt við, hélt Fenella áfram. Sjálf get ég ekki hugsað mér að bera ábyrgð á neinu. Ef ég ætti að stjórna fólki, væri út um mig. Nei. má ég þá biðja um vel launaða stöðv sem undirmaður. — eða það scm væri ennþá betra, fúlgu af peningum. án þess að þurfa að hafa nokkrar skyldur á herðum Húr h!ó í’röggt og . -.iega. Hættan var liðiri hja i þetta skipti, en náin samvera með íbúum hússins mundi auka hættuna á því að hún gleymdi sér. Sennileg*. var Vachall varðstjóri ekki heldur bú JJ inn með hana. Hann var vís d að fara að athuga sönnur fyrir framburði hennar og komast að raun um, að engin Myra Ashlyu hefði verið með flugvélinni frá Montreal til London þennan dag. Hún sneri sér snögglega frá glugganum, eins og hún vildi flýja frá svo hvimleðium áleitnum hugsunum. — Hvað er að? Fenella starði rannsakandi á hana gegnum síg- arettureykinn með hálfluktum augum. — Er að mér? Vonnie hló undr andi, reikaði yfir að borðinu og tók epli af silfurfatinu. — Ekkert. — Ég hélt að þú hefðir að minnsta kosti séð afturgöngu Felixar frænda, það var naumast að þ„ hrökkst við. — Þó að ég sæi hana, gæti ég ekki vitað, hver það væri. Vonnie beit í eplið. Segir Joss frændi nokkuð við því, þótt við tökum ávexti? — Nei, síður en svo. Þeir liggja í hrúgum í kjallaranum. Vonnie settist við borðið. Eplið var súrt og hafði einkennilegan keim. Fenella veitti henni athyglL — Þú ættir að breyta um fyrir ætlun og flytja á hótel. Það er engin ástæða til að þú sért hér. Ég þekki Joss frænda, hann myndi skilja það. Hann er enginn viðkvæmur aumingi. sem fvnHi-i 'ia’-in nafp verið móðg- ÚTVARPIÐ ÞriSjudagur 1. febrúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Við vinnuua: Tón leikar. 14.40 l'ið, sem heima sitj um 1500 Miðdegisútvarp. 16.00 ISíðdegisút- varp. 17.20 Fram- burðarkennsla i dönsku og ensku 17.40 Píanólög. 18.00 Tónlistartími barnanna Jón G. Þórarinsson stjórnar. 18.20 Veðurfregnir. 19. 30 Fréttir. 20.00 Við eruni ung. Dagskrá Sambands bindindisfé- lagá í skólum: 20.40 Hinn eini og hinir mörgu Hendrik Ottósson fréttamaður flytur síðasta erindi sitt 21.00 Þriðjudagsleikritið: „Hæstráðandi tii sjós og lands“. Leikstjóri Flosi ólafsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Átta ár í Hvíta húsinu. Sigurður Guðmundsson skrifstofustj. flytur kafla úr endurminningum Tru- mans fyrrum Bandaríkjaforseta (13). 22.35 Á vetrarkvöldi. Ella belle Davis syngur negrasálma og strengjasveit leikur ensk lög. 23.00 Á hljóðbergi. Björn Th. Björnsson listfræðingur velur efn ið og kynnir. 23.50 Dagskrárlok. Miðvikudagur 2. febrúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis Iútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigríður Thorlacius les skáldsöguna „Þei, hann hlustar" eftir Sumner Locke Elliot (8). 15. 00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegis útvarp. 17.20 Framburðarkennsla f esperanto og spænsku. 17.40 Gítariög. 18.00 Útvarpssaga barn anna: „Á krossgötum“ eftir Aimée Sommerfelt Þýðandi: Sig urlaug Björnsdóttir Lesari: Guð jón Ingi Sigurðsson leikari (9). 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt má! Árni Böðvars son flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugi. 20.35 Raddir lækna. Valtýr Bjarnason talar um svæfingar. 21.00 Lög unga fólksins. Gerður Guðmundsdóttir kynnir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 15 „A vegamótum“. smásaga eft ir Einar H. Kvaran. Sigurður Sig urmundsson les. 22.50 Beigísk tónskáld. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.