Tíminn - 02.02.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.02.1966, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1966 TÍMINN 11 62 það skuldbindingin við Hússein 1915 um það, að Bretar myndu viðurkenna fullveldi Araba ef Hússein gerði uppreisn gegn Tyrkjum. í öðru lagi var það Sykes-Picot samkomulagið frá 1916, sem gerði ráð fyrir, að arabisku ríkin í Sýrlandi og Mesópótamíu yrðu frönsk, ensk og rússnesk áhrifasvæði. Rússar voru úr leiknum, vegna byltingarinnar og sérfriðarins, sem þeir höfðu gert við Þjóðverja, en Frakkar vildu fyrir engan mun láta hlut sinn og sleppa tilkalli til þess, sem samningurinn sagði til um. Krafa Frakka um Sýrland stafaði bæði af hreinni stórveldisstefnu og einnig af því að Þeir álitu sig verndara kristinnar trúar og játenda hennar í lönd- um Araba. Það var erfitt fyrir franska ríkisstjórn að hirða ekki um þetta atriði, og gat orðið henni dýrari. í þriðja lagi var það Balfour yfirlýsingin 1917, þar sem Gyðingum var heitið þjóðarheimili í Palestínu eftir stríðið. Fjórða var yfir- lýsing sendifulltrúans í Kaíró í júní 1918 um að arabisk landsvæði, sem væru frelsuð fyrir tilverknað íbúanna myndu verða sjálfstæð.“ Fimmta var brezk-frönsk yfirlýsing, sem var gefin út eftir fall Damaskus, sem hét Aröbum í Sýr- landi og Mesópótamíu „að tryggja sjálfstæði þeirra“. Svo komu til hin fjórtándu atriði eða punktar Wilsons, um að grundvöllurinn að öllum samningum og friðarsamningunum skyldi vera sjálfsákvörðunarréttur þjóðanna, þetta loforð vakti miklar vonir með Aröbum — eins og til var ætlazt. Sú spurning hlýtur að vakna, hvað hafi valdið öllum þess- um flækjum og mótsagnakenndu yfirlýsingum Breta og Bandamanna? Voru þeir, sem stóðu að samningunum beinir svikarar? Buðu þeir Aröbum góða kosti til þess að fá þá til þaráttunnar og lofuðu síðan Frökkum gagnstæðu, svo að þeir héldu áfram þátttöku í stríðinu, þrátt fyrir óskaplegt mannfall, sem gat leitt til Þess að þeir haéttu þátttöku?; Jár, kvætt svar væri of einfalt. Sannleikurinn er sá, að Bretar ráku þrenns konar stjórnarstefnu í Austurlöndum nær, án nokkurrar tilraunar til að samlaga þær hvor annarri og samræma þær. Og eftir því sem bezt verður vitað án þess að höfundar hverrar stefnu vissu hvað hinir ætluðust fyrir og hverju þeir höfðu heitið hver um sig. Þetta verður augljóst af „Orientations“ eftir sir Ronald Storrs. Utanríkisráðuneytið í London lagði aðaláherzluna á að friða Frakka og verða við kröfum þeirra. Balfour utan- ríkisráðherra bjó við stöðugan áróður zíonista og dr. Chaim Weizmanns varðandi framtíð Palestínu. Utanríkisráðuneytið bar því ábyrgð á Sykes-Picot samningunum og Balfour yfir- lýsingunni. Brezka sendiráðið í Kaíró og sendifulltrúinn þar — sem voru sjálfráðari en síðar og ráku pólitík án tengsla við London og 'vildu allt til vinna að aðstoða yfirhershöfð- ingjann til að sigrast á Tyrkjum sem allra fyrst — lofuðu Aröbum sjálfstæði fyrir aðstoð þeirra og samvinnu við að sundra ríki Tyrkja. Stjórn Indlands, sem rak einnig sjálf- stæða pólitík, hafði mikinn hug á Mesópótamíu og leit á það landsvæði sem þýðingarmikinn hlekk í varnarkeðju, sem náði frá Bretlandseyjum um Gíbraltar, Möltu og Egyptaland til Indlands og Austurlanda fjær. Kröfur stjórnarinnar í Nýju- Dehli voru studdar af fjármálamönnum City, og þeir litu olíusvæðin á þessum slóðum hýru auga. Það hefur svo mikið verið skrifað um svikin loforð Breta við Araba og svo mikið um, að Lawrence hafi hætt afskiptum af opinberum málum sökum andstyggðar hans á þessu, að það er ekki úr vegi, að athuga staðreyndirnar á þessu stigi málsins. Sagan hefst í apríl 1914 þegar Abdulla kemur til Kaíró til viðræðna við Kitchener lávarð, sem þá var land- stjóri á Egyptalandi. Þegar tyrkneska stjórnin frétti um þessa heimsókn, beiddist hún þ’ess, að Kitchener tæki ekki á móti Abdulla, því að þá voru Tyrkir teknir að tortryggja Hússein og ætt hans. Kitchener varð við þessari beiðni, en kvaddi Storrs, sem þá var aðstoðarmaður hans til að taka á móti Abdulla og vita, hvað hann vildi. Svar hans var „fallbyssur gegn Tyrkjum.“ Storrs svaraði því til, að það væri ekki hægt að sinna slíkri málaleitan af ríkisstjórn, sem rækti góða sambúð við Tyrki. Þótt það liti ófriðlega út og samkomulag Tyrkja og Hússeins færi versnandi, þá var ófriðurinn óvakinn og Brötland gat ekki skipt sér af innanríkismálum Tyrkja- veldiá. Það var ekki frekar um þetta rætt, fyrr en stríðið brauzt út í ágúst sama ár. Þá hófst þýzkur áróður fyrir Því, að Tyrkir tækju þátt í stríðinu við hlið Þjóðverja ásamt þjóðum Tyrkjaveldis, gegn Bretum og Frökkum. Bandamönnum var C The New Amerlcan Llbrarv UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY aður. Hann er kannski þannig í þínum augum, en ég þekki hann. — Ég er hingað komin, og hér verð ég róleg, sagði Vonnie með snöggri þvermóðsku, og beit stór- an bita af eplinu. — Ég vildi bara gera þér skilj- anlegar ástæðurnar, ef þú heldur, að það myndi gleðja hann cf þú gerðir á honum góðverk. Fenella dró að sér öskubakka og drap í sígarettunni. ' — Frændi er kjarnakarl. Hon um kom snögglega til hugar að skrifa þér, þegar hann var /eikur og varð smevkur um, að hann væri að deyja. En nú kemur hann ekki til með að deyja, iyrst um sinn og þá sér hann hlutina í öðru ljósi. Það eru margir kjarna karlar, sem fá veikleikakast, þegar þeir halda, að þeir s. i á förum — kannski samvizkan geri þá vart við sig einhvers staðar undir niðri. En svo eru þeir alveg eins og þeir eiga að sér að vera, þegar ailt er afstaðið. Joss frændi myndi ekki verða súr á svipinn, þó að þú værir á hóteli. Þar að auki yrði ég hérna — og ég skil hann. Sem sagt, við . ium staðið h t öðru nærri árum saman. — Þá finnst mér líka tími til kominn, að ég færist honum ofur- lítið nær, sagði Vonnie blíðlega. Fenella yppti öxlum. — Eins og þér þóknast. Ekki myndi ég vilja búa í húsi, þar sem búið er að fremja morð, ef mér væri boðið að búa á hóteli. Það var auðfundið. Fenella vildi ekki hafa hana hér. Annað hvort var það óvild frá bernskuárunum, sem stakk upp kollinum eða hún vildi njóta Joss frænda alveg ein. Vonnie skildi, hvað Ralph hafði átt við. Fenella gat ekki látið neinn í friði, engan sem olli henni gremju eða leiðindum. Gott og vel. Hún Vonnie var nú einu sinni komin hingað og hér eftir ætlaði hún að verða næstu fjórar vikur. Hún borðaði, það, sem eftir var af eplinu og fór út í eldhúsið til að fleygja kjörn- unum og þvo sér um hendurnar. Hið stóra, hreinþvegna herbergi var tómt. Vonnie fleygði kjöfnun um í ruslafötuna, þvoði hendurn ar og horfði út í gegnum bak- dyrnar út í garðinn. Það stóð ein hver milli eldhúsþilsins og boga gluggans í stofunni, einhver sem þrýsti sér upp að léttu laufflétt- unum á Magnoliatrénu. Einhver, sem var að hlusta. Vonnie 1 ’.laði sér út og sá, að þetta var Rhoda. Stofugluggarnir voru opnir, svo að hún gat líklega heyrt mestallt, sem þeim fór á milli, Vachell varð stjóra og Joss Áshlyn. Hún hengdi upp þurrkuna og fór út úr eldhúsinu. Hvers vegna hafði Rhoda slíkan áhuga á þessu. Af einskærri forvitni? Eða átti þetta dýpri orsakir? Þegar Vonnie kom inn í borð- stofuna, hafði Fenella staðið upp, og var að kveikja í einni sígarettu enn. Það lágu fjórir bútar í ösku- bikarnum. Hún keðjureykir, hugs- aði Vonnie. Fenella hnykkti til höfðini.. — Ó, þessir bannsettir lögreglu menn, sagði hún með rödd, sem var næstum því brostin af niður- bældum æsingi. Hlægileg tíma- eyðsla, eyðileggja fallegan dag fyrir okkur í garðinum, bara með því að spyrja aftur og aftu- um það sem við eri >úin ao s\ ... Af hverju taka þeir ekki einhvern af þessum svokölluðu vinum Fel- ixar frænda? Eða bætti -ún við, einhvern af vinum Joss fr- ída úr því að pað er búizt við, að það hafi verið sótzt lífi h-is. Það gæti iiugsazt. að hann hafi lánað einhverjum pe ingafúlgu og vörunum. Lögreglan vill kannski tala við þig líka. — Ég hefi ekkert meira að segja þeim. — Það höfðum við ekki heldur, hvorki Myra, Joss frændi eða ég sjálf, en þeir yfirheyrðu okkur fyr ir því, og ég veit ekki, hvers vegna þú ættir að reyna að laum- ast undan. Ralph horfði undrandi á hana. — Hver þremillinn er hlaup- inn í þig? Morðrannsóknin. Þínar taugar eru kannski sterkari en mínar. Ég hata þetta allt saman. Ég skil ekki, hvernig lögreglan hefur rétt til að vaða hingað inn Bjarni beinteinsson LÖGFRÆÐTNGUR AUSTURSTRÆTI 17 (EILLI S> VALDQ SlMI 13538 J hann ekki getað staðið í skilum og fengið æði og------ — Ef það væri þan .ig, hefði frændi sjálfsagt sagt lögreglunni frá því. Fenella strauk sér um hárið. Ó, hann á til að ver svo ,kjánalega riddarale. ír. .ann get- ur verið harður eins og tinna, en líka svo barnalega tillitssamur. Kannski honum sé vel við mann- inn og geti ekki fengið af ser að koma því til leiðar, að hon- um verði refsað. — Ég efast um, að hann sé svo sáttfús, sagði Vonnie þurrlega. — i Það er alveg öruggt, að hann myndi segja lögreglunni frá því, | ef hann grunaði einhvern. í Þetta var auðvit * bara ágizk- un. Fenella virtist vera alveg upp- gefin. — Ég hugsaði upphátt, eða eitt hvað þess háttar, er bara að -eyna að finna einhverja lausn á gát- unni. Þær heyrði fótatak í stiganum. Fenella lyfti höfðinu. — Ralph hrópaði hún. FótatakiS hætti utan við Jyrn- ar. Ralph, við erum hér ínni' Það var skipun í hinni skæru rödd hennar o0 . yrnar opnuöast. Fenellu varð litið á regnkápuna, sem hann hafði á handleggnum. — Hvert ertu að fara? — Út til að fá mér dálítið frískt loft. En hann er skýjaður. Kann- ski það verði bæði regn og prum- ur. Þess vegna V ég regnfrakk- ann. Hann reyndi að gera sér i glaðlegan tón. og vék yfir í for- stofuna, eins og hann ætlaði að flýta sér burtu. Það er bezt, að þú verðir kyrr. — Fenella nærri því beit s.. nan ÚTVARPIÐ í dag Miðvikudagur 2. febrúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis I útvarp. 13.00 Við | vinnuna: Tónleikar 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigríður Thorlacius les skáldsöguna „Þei, hann hlustar" eftir Sumner Locke Elliot (8). 15. 00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegis útvarp. 17.20 Framburðarkennsla I esperanto og spænsku. 17.40 Gitarlög. 18 00 Útvarpssaga barn anna: „Á krossgötum" eftir Aimée Sommerfelt. Þýðandi: Sig urlaug Björnsdóttir Lesari: Guð jón Ingi Sigurðsson leikari (9). 18.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt má) Ámi Böðvars son flytur þáttinn 20.05 Efst á baugi 20.35 Raddir lækna. Valtýr Bjarnason talar um svæfingar. 21.00 Lög unga fólksins. Gerður Guðmundsdóttir kynnir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 15 „A vegamótum" smásaga eft ir Einar H Kvaran Sigurður Sig urmundsson les. 22.50 Belgísk tónskáld 23A0 Dagskrárlok. Fimmtudagur 3. tebrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp. 13.00 Á frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalaga þætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Miðdegis útvarp 16.00 Síðdegisútvarp. 18. a 00 Segðu mér sögu. Bergþóra | Gústafsdóttir og Sigriður Gunn- laugsdóttir st.iórna þætti fyrir yngstu hlustendurna. í tímanum les Stefán Sigurðsson framhalds söguna „Litli bróðir og Stúfur“. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleik ar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þátt inn. 20.05 Gestur í útvarpssal: Geoffrey Gilbert frá Englandi leikur á flautu og Guðrún Krist insdóttir á píanó. 20.30 H]á Hálf dáni svarta og Sigurði sýr. Árni G. Eylands flytur erindi. 21.05 Einsöngur: Gérard Souzay syng ur frönsk lög: Dalton Baldwin við píanóið 21.20 Bókaspjall Njörður P. Njarðvík cand. mag. fær tvo menn, Bjama Benedikts son og Sigurð A. Magnússon. til að ræða við sig um skáldsógurnar „Borgarlíf" eftir Ingimar Erlend Sigurðsson og „Svarta messu“ eftir Jóhannes Helga. 21.50 Sin fónía í e-moll eftir Johan Helmich Roman. 22.00 Fréttir og veður fregnir 22.15 Átta ár í hvíta húsinu. Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri flytur kax'la úr endurminningum Trumans. 22. 35 Djassþáttur: Ólafur Stephen sen kynnir. 23.05 Bridgeþáttur Hallur Sfmonarson flytur. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.