Tíminn - 04.02.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.02.1966, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR •». _ ^JGG MINNING - ■_-• '■ -•_£_•'•: :• : •'__lí_• _ .. KarlGuðmundsson skipstjóri F. 11. des. 1896. D. 19. jan. 1966. Með Karli Guðmundssyni er horfinn merkur maður og dreng- ur góður. Ættir hans eru úr sveitum, en faðir hans hændist að sjómennsku og flutti hann ungur í höfuðstað inn og erfði Karl áhuga föður síns á sjósókn. Innan við ferm- ingu fékk Karl að fara á sjó með gætnum skipstjórum. Sagðist hann strax hafa unað sér vel á sjó, sér hefði fundizt aflabrögðin karlmannleg vinna og skemmtileg, gagnstætt sveitavinnu, sem sér hefði verið fremur andstæð. Ég minnist líka þess, að Karl kom til okkar að Auðsholti í Ölfusi að minnsta kosti tvisvar að vor- lagi og gisti þó nokkrar nætur. Við vorum þá alltaf saman og bjástruðum ýmislegt, sem okkur var uppálagt. Þetta var um sauð burðinn og eitt sinn vörum við látnir smala lambánum. Að venju í smalamennsku lentum við í miklu stauti og eltingarleik lengi dags. Þegar við loksins vorum búnir að rétta man ég vel enn í dag hvað Karl sagði: „Þetta er sú versta vinna, sem ég hef kom- izt í og er ég þó ekki vanur að hlífa mér.“ Þetta vor mun Karl hafa verið á 12. eða 13. ári. Þá hafði hann róið, dregið fisk og fært móður sinni. Að mínu viti var þetta satt, sem hann sagði. Bæði það, að hann hefði ekki hlíft sér við vinnu óharnaður drengur, eini sonurinn í átta systkina hópi, efnin knöpp eins og var hjá öllum sjómanna- og verkamannafjölskyldum í þá daga, vinnu barna, einkum drengja því mikil þörf, móðirin oft ein með börnin, heimilisfaðir- inn langdvölum á sjó að draga björg í bú, líka hitt, sem Karl sagði er satt, að smölun lambfjár að vori er sérlega ströng vinna og lúaleg fyrir alla, en þó enik um fyrir óvana unglinga. Karl Guðmundsson fæddist í Doktorshúsinu, það stóð við Vest- urgötu, en lengst af bjuggu for- eldrar hans á Stýrimannastíg 5. Guðmundur, faðir Karls var Sig' urðsson, Pálssonar bónda á Ökr um í Hraunhreppi á Mýrum, síðar á Skiphyl. Kona Sigurðar, amma Karls, var Sigríður Ögmundsdóttir ættuð úr Reykhólasveit, hún dó eftir örfá hjúskaparár. Guðmundur var sjómaður, lengstum háseti á skútu. Móðir Karls var Sigríður Bergsteinsdótt- ir hreppstjóra á Torfastöðum í Fljótshlíð, Vigfússonar, Gunnars- sonar, bónda í Hvammi á Landi. Kona Bergsteins, amma Karls, var Kristín Þorsteinsdóttir bónda á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Vig fús Gunnarsson var giftur Vigdísi Auðunsdóttur prests á Stóruvöll- um Jónssonar. Bergsteinn á Torfa stöðum var fjórði maður frá Bjama bónda og hreppstjóra Halldórssyni á Víkingslæk á i Rang árvöllum og konu hans GUðríði Eyjólfsdóttur, Bjarnasonar prests á Keldum og er Víkingslækjarætt frá þeim komin. Karl Guðmundsson lærði í skól- um hjá þeim mætu og merku skólastjórum, Morten Hansen barnaskólastjóra og Páli Halldórs- syni skólastjóra Stýrimannaskól- ans. Bar Karl góðan hug til þeirra beggja, enda var hlýleiki milli heimilanna í Sjómannaskólanum og Stýrimannastíg 5. Bæði voru heimilin barnmörg og börnin á svipuðu reki og nágrannar. Karl lauk farmanna- og eim- vélaprófi í Stýrimannaskólanum tvítugur að aldri. Fyrstu 2—3 ár- in fór hann með vélbáta til að rækja sína siglingaskyldu svo sem krafizt var, en 1919, þá 23 ára, hóf hann skipstjórn á togara og hélt því starfi samfleytt í 22 ár. SÍMRITARI Loftleiðir h.f. óska að ráða ti.1 sín á næstunni sím- ritara til að annast móttöku og útsendingu telex- skeyt.a félagsins 1 Reykjavík og hafa umsjá með firðritunartækjum félagsins Uimsóknareyðublöð fást 1 skrifstofum félagsins, Lækjargötu 2 og Reykjavíkurfiugvelli, svo og hjá umboðsmönnum félagsins úti um land, og skulu umsóknir hafa borizt ráðningardeild félagsins fyr- - ir 20. febrúar 1966. TÍMINM 7 Tvö síðustu árin sigldi hann á stríðshættusjóleiðum. Þau ár var fjölda skipa sökikt með sprengj um. Þannig fórust á tveim skip- um þrír sambýlismenn Karls á Öldugötu 4. Geta má nærri hvern- ig konu hans og börnum þeirra hefir liðið á þessum hættutím- um, þegar sambýlismennirnir féllu í valinn og fjöldi annarra sjó- manna. Þegar Karl hætti sjómannsstarf inu tókst hann á hendur stjórn timburverzlunar Slippfélagsins, enda var hann sterkur hluthafi í því mikla verzhmarféla gi og stóriðjuveri. Hásetar Karls Guðmundssonar bera honum mjög vel söguna ein róma. Þeir segja, að hann hafi verið gæddur fyllsta jafnvægi í skapgerð. Fyrirsagnir hans hafi verið hvort tveggja í senn ákveðn ar og æðrulausar, skipshöfninni hefði þótt vænt um „Karlinn“ eins og hann var nefndur í góð- læti, að allir hefðu borið til hans fyllsta traust bæði á sjó og landi. Stjórn hans á sjónum hefði verið örugg og aldrei brugðizt, hann hefði verið fiskinn í bezta lagi og ráðhollur um alla hagi háseta sinna og annarra starfmanna skips ins, úrræðagóður við alla fyrir- greiðslu, þegar hans ásjár var leit- að og að loforð hans hafi aldrei brugðizt. Sem stjórnandi hefði hann verið flestum hagsýnni og þannig hollur eigendum þeirrar útgerðar, sem hann vann fyrir. Þannig voru orðræður og sjónar- mið kunnugra um skipstjóra sinn. Karl Guðmundsson var kvænt- ur Maríu Hjaltadóttur skipstjóra og konsúls í Reykjavík góðri konu og myndarlegri húsmóður. Þau hjónin voru jafnaldra gift 1918. Börn þeirra eru þrjú: Guðrún, hún dó ung frá eiginmanni og tveim börnum, Karl, þriggja barna faðir og Erla, hún á tvö börn. Barnabörnin eru þannig sjö. Frú María varð fyrir slysi fyrir nokkrum árum. Eftir miklar þraut ir er hún búin að ná svo góðum bata sem bezt mátti vænta, en nú syrgir hún ástkæran eiginmann sinn, sem hún hafði áþreifanlega reynt að því, að ekkert skyldi ógert, sem verða mætti sjúldeika hennar til bata. Þeirra minninga nýtur hún nú með einlægu þakk læti. Einnig ber hún í brjósti ástúðlegar þakkir fyrir hamingju- samar samvistir við eiginmann sinn og börnin í nærfellt fimm áratugi. Síðastliðinn fullan áratug var Karl mjög veill á heilsu, þó að hann dyldi lasleikann af mikilli karlmennsku og ynni að starfi því, er honum var trúað fyrir mátti segja dag hvern unz yfir lauk á laugardaginn var. Karl Guðmundsson var mikill vexti, fyrirmannlegur í sjón og raun og sviphreinn. Hann var mjög sviplíkur móður sinni, hlý- legur og bjartur á brá. Ég hefi það fyrir satt, að hinn látni vinur minn og náfrændi hafi verið skemmtilegur, hugulsamur og Ijúfmannlegur heimilisfaðir. Hann var gæddur mikilli en græskulausri kímni og jafnan kát- ur, gamansamur og góðlyndur þó stórbrotinn væri. Þegar frú María lítur nú yfir farinn veg, mun hún þrátt fyrir veika heilsu beggja hjónanna hin síðustu ár, njóta þeirrar óbland- innar ángæju, að bæði lögðu þau fram orku sína hvort öðru til hjálpar, svo að þeim gæti liðið svo vel sem framast var unnt. f þessu sem öðru verður ekki milli þeirra séð. Endurminningar um svo drenglundaðan mann sem Karl Guðmundsson, verða hlýjar og sterkar, ekki einungis meðal fjöl- skyldu hans heldur og allra ætt- ingja hans og vina. Ég votta eiginkonu hins látna og börnum þeirra hjartanlega sam úð. Bjarni Bjarnason. Jónas Þórir Jónsson matreiðslumaður Jónas Þórir Jónsson, matreiðslu maður, eða Þórir, eins og hann var ætíð nefndur, fæddist í Rvík 22. desember 1912. Hann lézt í Borgarsjúkrahúsinu 28. janúar s.l. eftir mikil veikindi, sem um langt árabil hafa herjað hann. En síðustu mánuðina gat hann ekki stundað atvinnu sína, og mun frá- fall hans ekki hafa komið þeim á óvart, er bezt þekktu til. Með Jónasi Þóri Jónssyni er fallinn einn af færustu matreiðslu mönnum, er íslendingar hafa átt. Hann réðist sem þjónn yfirmans á gömlu Esju 20. júlí 1928, en mun hafa áður verið á togurum, fyrst á togaranum Braga, þá hjálp arkokkur hjá Friðsteini Jónssyni, en í desember 1928 varð hann 2. matsveinn á gömlu Esju, og verður sá tími talinn upphaf þess starfs, er hann valdi í Iffinu. Á gömlu Esju var Þórir um árabil, en réðist síðan til matreiðslunáms á Hótel Borg, og mun hafa verið þar í tvö ár, einna lengst undir leiðsögn þýzks matreiðslumeistara, er þá var yfirmatreiðslumaður á Hótel Borg. Árið 1934 réðist Þórir til búr mannsstarfa og síðan matreiðslu mannsstarfa til Brynjólfs J. Brynjólfssonar, er þá var bryti á e/s Brúarfossi hinum eldri, og starfaði þar til októberloka 1941, að hann fór til matreiðslustarfa á Hótel Vík í Reykjavík. Þegar veitingastaðurinn HöÚ opnaði, ár ið 1943, var Þórir fyrsti yfirmat reiðslumaður þess veitingastaðar en þar vann hann í tvö ár, nema hvað hann vann á Hótel Valhöll á Þingvöllum sumurin 1944 og 1945, og var hann m.a. á Hótel Valhöll, þegar lýðveld- ið var stofnað hér á landi. 1. októ ber 1945 réðist hann yfirmat reiðslumaður að Hótel Borg, og starfaði þar, unz hann var með að sækja hinn nýja Gullfoss, í byrjun árs 1950, en þar var hann yfirmatreiðslumaður í 9 ár. Eftir það vann hann að matreiðslustörf um á ýmsum stöðum, eftir því sem heilsa hans leyfði, og síðast vann hann í mötuneyti fyTÍr starfs fólk Útvegsbanka fslands. Ég hef hér að framan getið starfssögu Þóris Jónssonar. Alls staðar, þar sem hann vann, lék ætíð orð á, hversu fær hann var í matreiðslu, og ætíð naut hann fyllsta trausts yfirboðara sinna sem og samstarfsmanna. Sem dæmi um það traust, sem hann naut sem matreiðslumaður, má geta þess, að Eimskipafélag ís lands sendi hann á sfnum vegum til Bretlands, til að kynnast ýms um nýjungum í iðn hans. Útveg aði félagið honum starf á tveimur þekiktum farþega- og skemmti- ferðaskipum, sigldi annað skip anna milli Bretlands og Kanada á leið, sem mikill straumur ferða manna fór um. Var þetta m.a. gert með það fyrir augum, að Þór ir tæki við starfi yfirmatreiðslu manns á nýju skipi, sem félagið ætlaði að byggja, en ekki varð úr þá, vegna styrjaldarinnar síð ari. En eins og fyrr segir, varð hann yfirmatreiðslumaður á hinu nýja farþegaskipi, Gullfossi, sem kom í stað skipsins, er byggja átti fyrir stríð. Ekíci veit ég hve marga unga menn Þórir hefur menntað í iðn grein sinni, eða mótað að meira eða minna leyti, en þeir eru marg ir, og er ég einn þeirra. Samstarf okkar byrjaði, þegar ég réðist til hans sem 2. matsveinn á e/s Brúarfoss hinn eldri, 1941, og enn lágu leiðir okkar saman á Cafe Höll og Hótel Borg. Þá fræðslu, sem hann miðlaði mér sem og öðrum, ber á þessari stundu að meta og þakka. Einnig vil ég færa hinum látna beztu þakkir fyrir ýmiskonar stamstarf í félagsmál um, en hann lét félagsmál síns stéttarfélags mikið til sín taka, var í mörg ár í stjórn Matsveina og veitingaþjónafélags íslands, og gegndi m.a. um skeið störfum for manns Þegar matreiðsla og fram reiðsla voru viðurkenndar sem iðn greinar, árið 1941, var Þórir einn þeirra manna, sem einna mest unnu að þeirri lausn, er þá fékkst, og varð hann formaður fyrstu próf nefndar í matreiðslu, þeirrar próf nefndar, er dæmdi fyrstu próf sveina á Þingvöllum árið 1945. Þetta yfirlit sýnir það mikla traust, er Þóri var sýnt, bæði í starfi hans sem matreiðslumanns sem og í félagsmálum. Eins og getið er í upphafi þess arar greinar, fæddist Þórir í Reykjavík, og ólst hann upp hjá Indriða Guðmundssyni bónda og konu hans Guðrúnu Kolbeinsdótt ur, en þau hjón tóku hann í fóst ur ársgamlan. Þórir kvæntist 18. júní 1938, Hönnu Pálsdóttur ættaðri f^á Ak ureyri, og lifir hún mann sinn, ásamt fósturdóttur^ er þau ólu upp. Einnig ólu þau upp aðra telpu, sem enn er barn að aldri. Hér að framan hef ég leitast við að rekja sögu þessa látna vin ar míns og læriföður. Um æsku hans og ungdómsár hef ég ekki þá kynningu, að ég geti rakið það, ekki veit ég um skólagöngu hans, eða þess háttar, en hitt veit ég, að hann var mjög fróður maður og víðlesinn. Oft var gaman að heyra hann segja frá ýmsum atburðum, sem hann hafði orðið vitni að, eða hann hafði lesið um. Línur þessar mun ég ekki hafa öllu lengri, en ekki verður hjá því komizt að þakka honum fyrir allt sitt starf við matreiðslu og félagsstörf. Fyrir þá þekkingu í starfi sínu, er hann miðlaði svo mörgum. Fyrir kunningsskapinn og hinar mörgu, ánægjulegu sam verustundir. Stéttarfélag hans þakkar hon um störf hans í þess þágu. Af 7 manns, er tóku fyrsta sveinsprófið á Þingvöllum 1945, erum við nú 6 á lífi. Fyrir þeirra hönd vil ég þakka hinum látna allt það veganesti, er hann miðl aði okkur, er við fórum út í lífið. Þótt Jónas Þórir Jónsson sé nú allur, aðeins 53 ára gamall, mun minning hans lifa í hjörtum okk ar allra, en urðum þess aðnjótandi að mega kynnast honum og verða honum samferða á lífsleiðinni. Við vottum eftirlifandi konu og fósturdætrum hans okkar innileg ustu samúð í þeirra mikla harmi. Hvfl þú í friði sómadrengur. Böðvar Steinþórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.