Tíminn - 04.02.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN FÖSTUDAGUR 4. febrúar 1966 Menmngarmálaráðherrar Norðurlanda leggja til FRAMLAG í MENNINGARSJÓB VERÐI 20 MILUÓNIR ÁRLEGA Reykjavík, fimmtudag. Menntamálaráðherrar Norður- landa komu saman til fundar í Helsingör 2. og 3. febrúar, þegar að loknum fundi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Rædd voru ým- is mál varðandi samvinnu Norður- landa í menningarmálum. Meðal annars var tekm formleg ákvörð un um, að frá 1. janúar 1967 skyldi framlagið til Menningar- sjóðs Norðurlanda hækka úr 600. 000. — dönskum krónum í 3 milljónir danskar krónur, eða um það bil 20 milljónir íslenzkar krónur. Jafnframt var ákveðið að fela bráðabirgðastjórn sjóðsins, Eysteinn Jónsson talar á FIIF fundi Félag ungra Framsóknar- manna í Reykja- vík heldur fund að Tjarnargötu 26 þriðjudaginn 8. febrúar og hefst hann kl. 20.30. Eysteinn Jónsson formað ur Framsóknar- flokksins heldur framsöguræðu tim stefnu Fraimsóknarflokksins. Fram sóknarfólk mætið vel og stund- vfslega. SPURNINGA- KEPPNIUM UMFERÐAR- REGLUR í dag fer fram spurninga keppni úr umferðarreglun um meðal skólabarna úr 12 ára bekkjadeildum barna- skólanna í Reykjavík. Keppnin fer fram í þrem ur lotuim en keppt er um fagran verðlaunabikar, sem átta tryggingafélög hafa gef I ið. Bikarinn er farandgrip ur, en skólinn sem vinnur keppnina fær annan lítinn bikar til eignar. Fyrsti hluti keppninnar fór fram 30. nóvember s.l. Þá voru tuttugu skriflegar spurningar lagðar fyrir öll 12 ára börn í barnaskólum, en síðan voru valin 7 börn úr hverjum skóla til þess að keppa fyrir hönd skólans.Fer sú keppni fram í dag. Verða þá lagðar fyrir börnin munn legar spurningar. Keppnin í dag er útslátarkeppni en þeir skólar, sem bezt standa sig, keppa síðan til úrslita um tryggingabikarinn og fer sú keppni væntanlega fram i útvarpinu innan mánaðar Lögreglan í Reykjavík og Umferðarnefnd Reykjavíkur gangast fyrir þessari keppni sem skipuð er embættismönnum frá menntamálaráðuneytinu, að endurskoða reglurnar um sjóðinn, þannig að fulltrúar Norðurlanda- ráðs taki sæti í stjórninni. en þing Norðurlandaráðs hafði sam- þykkt áskorun til ríkisstjórn- anna um hvort tveggja. Ennfrem ur var rætt um reglur um þókn- un til rithöfunda fyrir lán bóka úr almenningsbókasöfnum, og Fjárhagsáætl- un Kópavogs Á fundi bæjarstjórnar Kópa- vogs sl. föstudag, 21 janúar var afgreidd fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs og fyrirtækja hans. Var mik- il samstaða um málið og fjárhags- áætlun bæjarsjóðs og allra fyrir tækja hans nema Vélasjóðs sam- þykkt með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun ar bæjarsjóðs eru 62,5 millj. króna en voru sl. ár 47.9 millj. eftir að áætlun hafði verið breytt. Útsvör eru áætl. 45,5 millj. en voru í fyrra áætl. 35 millj. Aðstöðugjöld eru áætl. 4,2 millj. en voru í fyrra 2,7 millj. Fasteignagjöld áætl. 3 millj. í fyrra 2,6 millj. Jöfnunarsjóðsframlag áætl. 9,4 millj. áætl. 7,8 millj. í fyrra. Helztu gjaldaliðir eru: Til félagsmála kr. 14.285.000.00 til fræðslumála kr. 13.230.000.00 og þar að auki kr. 6 milljóna ríkisframlag til skólabygginga, sem er þá alls 12 milljónir. Til gatna- og holræsagerðar kr. 10,5 millj. og áætl. gatnagerðargjöld 5 millj. að auki eða alls kr. 15,5 milljónir. Til byggingframkvæmda annarra en skólabygginga áætl- kr.5.175.000.00 Á fundinum lagði form. bæjar- ráðs, Ólafur Jensson bæjarverkfr. R'ramhaid á bls 14 KALDASTA NÓTTIN í MANNA MINNUM NTB-Helsingfors ■)” Stokkhólmi, fimmtudag. í Finnlandi og Svíþjóð var síð- astliðin nótt sú kaldasta í manna minnum. „Heitasti“ staðurinn í Finnlandi var Atka, en þar var 31 gráðu frost — en annars stað- ar í landinu var frostið frá 35 til 40 gráður. í Stokkhólmi mældist 25.5 gráðu frost, og er það mesta frost ið þar í borg síðan 21 febrúar 1871. Víða í Österbotten i Finnlandi var 40 stiga frost. og metið átti Lappland, en þar var 49 gráðti frost. f Helsingfors var frostið 32 gráður en það er mesta frost. sem mælzt hefur í tandinu frá upphafi Frostið hafði mikil áhrif á um ferðina. og loftþrýstikerfi öku tækja frusu, þannig að bremsu kerfi bíla virkuðu ekki. mun embættismannanefnd fjalla nánar um málið á næstuni. Ráðherrafudinn sóttu af ís lands hálfu Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, svo og Ólafur Jóhannesson, prófessor, af hálfu menntamálanefndar Norð urlandaráðs. Þá ákváðu ráðherrarnir einnig, að koma í framkvæmd norrænni samvinnu innan rannsókna á al- þjóðamálum, þ.a.m. rannsóknir á deilum þjóða milli og hinar svo- köiluðu friðarrannsóknir. Er ætl- unin, a® komið verði á fót fastri nefnd, sem stjórni þessu rann- soknarstarfi. Ráðherrarnir ræddu morg onn- ur mál m.a. að gera námsmönnum hægara að stunda nám í nágranna löndum sínum — m.a. með því að próf í einu Norðurlandanna verði viðurkennt í hinum og um frekari upplýsingar til náms- manna um möguleikana á að fá styrki, herbergi fyrir námsmenn o.fl. Var ákveðið að fara þess á leit við norrænu menningarmála nefndina, að hún legði fram ákveðnar tillögur í þessu efni. Þá var einnig ákveðið að skipa sameiginlega norræna stjórn nor rænnar stofnunar, sem sjá á um Asíu-rannsóknir. m.a. málarann- sóknir. KRUSTJOFF Á SPÍTALA NTB-Moskvu, fimmtudag. Nikita Krústjoff, hinn 71 árs gamli fyrrverandi leið togi Sovótríkjanna, sem hefur lifað á ellilaunum sín um í tæpt eitt og hálft ár, liggur á sjúkrahúsi í Moskvu með nýrnasjúkdóm, að því er góðar heimildir í Moskvu sögðu í dag. Segja heimildirnar, að Krustjoff hafi legið á sjúkra húsi í marga mánuði, og að hann þjáist líklega af nýrna steinum. Sagt er að heilsa hans sé „í meðallagi." í fyrrahaust sagði dóttir Krústjoffs, frú Rada Absju- bei, að hann hafi verið á sjúkrahúsi og hefðu nokkr- ar rannsóknir verið gerðar. TE-Volaseli, þriðjudag. Kvenfélagið Grein í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu minntist 40 ára afmælis síns með myndar- legu hófi í skólahúsi hreppsins, 1. febrúar. Var öllum hreppsbú- um boðið' til fagnaðarinK ' ásanit burtfluttum fyrrvérandi félögum. sem til náðist og mökum þéirrá, svo og formönnum annarra kven félaga í sýslunni. Var þetta sann- kallaður „góðra vina fundur.“ Yfir rausnarlegum veitingum voru ræður fluttar og ávörp, upp- lestrar, erindi, gamanbragur og leikþátturinn „Bezt gefast biskups ráðin,“ sem áhugafólk í hreppn- um setti á svið að tilhlutan kven- félagsins. Að lokum var stiginn dans af miklu kappi fram eftir nóttu. Ber öllum saman um, að þetta hafi verið með afbrigðum vel heppnuð samkoma og kven- félaginu Grein til sóma. Gjafir bárust og heillaskeyti i tilefm af- mælisins. Fyrsti formaður félags ins var frú Anna heitin Hlöðvers dóttir á Reyðará. Núverandi for- maður er Sigurlaug Árnadóttir í Hraunkoti. HZ—Reýkjavík, miðvikudag. í nótt sem leið var brotizt inn í verzlun í Bankastræti 2 og stol- ið þaðan töluverðu magni af tóbaki, 40 lengjum af Camel síga- rettum, 5 lengjum af Roy síga- rettum og einhverju magni af King Edward vindlum. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. KS-Eskifirði, fimmtudag. í sumar munu Eskfirðingar hafa aðstöðu til þess að bræða rúmlega 5000 mál síldar á sólar- hring, en eins og komið hefur fram í fréttum verður reist þar ný síldarbræðsla, og er undirbún ingur að byggingu hennar langt a vég kominn. Síldarbræðslunni hefur verið ákveðinn staður á uppfyllingunni við nýju höfnina á Eskifirði, og er nú unnið kapp- samlega að því að ljúka við upp- fyllinguna, svo hægt sé að hefjast handa um byggingarframkvæmd irnar. Það er vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík, sem mun sjá um bæði vélar og byggingu verksmiðju hússins, og er gert ráð fyrir, að byggingin hefjist mjög fljótlega. Nýja verksmiðjan á að geta af kastað um 3000 málum á sólar- hring, en síldarbræðslan, sem fyrir er getur brætt um 2500 mál á sólarhring. SJ-Reykjavík, fimmtudag. Jón Jónsson, fiskifræðingur, hélt erindi á Fiskiþingi er nú stendur yfir um fiskistofnana á miðunum kringum ísland. Að svo, stöddu er ekki hægt að skýra frá helztu niðurstöðum í þessu er- indi, þar sem sérstök milliþinga- nefnd fiskifræðinga á eftir að fjalla um skýrsluna. Aðaluppistaða skýrslunnar eru rannsóknir ís- lenzkra fiskifræðinga, og er vitað að niðurstaða þeirra mun vekja athygli og eflaust verða grundvöll ur stjórnmálalegra athafna eða umræðna. De Gaulle heimsækir Sovétríkin NTB-Moskvu og Prís, fimmtudag. Charles de Gaulle, forseti Frakk lands, hefur þegið boð frá Æðsta- rá^ Sovétríkjanna og ríkisstjórn þeirra um að heimsækja Sovét ríkin, og mun hann fara þangað í lok júnímánaðar, að því er segir í opinberri tilkynningu frá TASS í Moskvu. Sagt er í París, að heimsókn forsetans muni líklega taka 5—6 daga, og er líklegt, að hann muni heimsækja ýmsar borgir þar aðr- ar en Moskvu, og jafnvel er hugs- anlegt, að hann muni koma við í höfuðborgum nokkurra Austur- Evrópuríkja á heimleiðinni. Frá Moskvu er símað, að stjórn Sovétríkjanna telji heim- sókn de Gaulles mjög þýðingar- mikla. enda hafi sambúð Frakk- lands og Sovétríkjanna batnað mjög á síðasta ári. EINS OG SKOTGÖT Á RÚDUNUM FB—Reykjavík, fimmtudag. í fyrradag hófst mikið óveður og rok í Fljótshlíðinni, stóð það yfir í fyrrakvöld og allan gær- dag, en náði hámarki um há- degisbilið í gær. Mikið grjót kast var í þessu oveðri, og að sögn Eggerts Ó. Sigurðssonar bónda í Smáratúm í Fljótshlíð gekk þetta svo langt að um 20 rúður fóru að meira eða rr.inna leyti hjá honum bæði í ihúðar húsi og í útihúsum Ekki fóru rúðurnar allar i mask. heldur var harkan svo mikil að göt komu á rúðurnar á stærð við tveggja krónu peninga, og ekki sprakk einu sinni út frá þeim. Á sumum rúðunum eru allt upp í tíu göt. og tolla þær 1 eftir sem áður. er þetta einna líkast skotgötum. Víða losnuðu plötur af hús- um, til dæmis fóru nokkrar plötur af íbúðarhúsinu í Kirkju lækjarkoti og af skúr i Smára túni og í Deild. Nokkuð fauk af heyi á einstökum bæjum, en þó ekki tilfinnanlega -mda eiga fæstir mikið af heyi utanhúss. Almennt varð veðrið verst upp úr hádeginu. en um sjöleytið í gærmorgun var mjög hvasst og fóru þá rúður að fara úr. en eftir það lygndi nokkuð, en herti svo aftur rokið undir há- degið. Engin snjókoma hefur verið í þessu veðri, og reyndar hefur verið litið um snjó Fljótshlíði'nni vetur. Rafmagnslaust var á þremur bæjum ailan daginr, í gær, og síminn hélzt ’ lagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.