Tíminn - 08.02.1966, Síða 12

Tíminn - 08.02.1966, Síða 12
I I \ 12 TÍMINN Hægri Framhald af 9. síðu segja, að okkur liggi ekki frek- ar á að breyta um en Bret- um, og satt er það, að hér er minni ástæða til þess að því leyti, að enginn kemur bíl- akandi sunnan úr Evrópu. En ef við höldum í vinstriumferð- ina, þá verður að ráða bót á ástandinu í sambandi við ljósa búnað og stýrisbúnað bifreiða, að ekki verði flutt inn öku- tæki nema þau sem henta fylli- lega vinstr umferð, það kann ekki góðri lukku að stýra að þetta stangist á. Við verðum að vera sjálfum okkur sam- Gísli Kárason, bifreiðarstjóri: Ég er andvígur breytingu í hægrihandar akstur. Mér finnst þetta allt of seint fram kom- ið. Meira vit hefði verið í því fyrir svo sem 20—25 árum, þeg ar bílar í Reykjavík voru ekki nema um þúsund, en nú, þeg- ar þeir eru orðnir nærri nítján þúsund. Svo er sá gífurlegi kostnaður, er breytjng mundi hafa í för með sér Við höfum ekki það mik- ið saman við aðrar þjóðir að sælda, í sambandi við akstur. Öðru máli gegnir með Svía en okkur. Það væri sök sér fyrir okkur að breyta til hér í Reykjavík, ef t.d. vestfirðir hefðu annan akstur en hér gildir. Það yrði ámóta að- staða og Svíar hafa, þegar þeir nú loks þykjast tilneyddir að skipta yfir í hægri akstur. Þetta horfir allt öðru vísi við hjá Svíum en okkur. Um kom- ur útlendinga hingað og ferð- ir íslendinga til annarra landa, það er svo hverfandi lítið, að ekki tekur því að nota það sem rök fyrir breytingu. Nú, hægra eða vinstra stýri á bíl- um hér, það er hvorttveggja til, áætlunarbílar hafa flestir hægrihandar stýri, það þekki ég bezt, því að ég hef mest ekið áætlunarbíl út á land. Sem sagt, ef breytt yrði til, þá yrði ég hræddur um afleiðing- arnar. Vaninn er ríkur hjá fólkinu, og það þyrfti ekkert smáræðisátak til að venja all- an þennan fjölda á öfugar regl ur við þær, sem hingað til hafa gilt hér. Bjarni Beinteinsson LÖGFRÆÐINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI & VALOl) SfMI 13536 eða vinstri? Ásgeir Þór Ásgeirs- son, umferðarverkfr.: Öllum ætti að vera ljós sú mikla ábyrgð, sem fylgir því að breyta úr vinstri yfir í hægri akstur. í. einu vetfangi skal bylt rótgrónum venjum vegfarenda. Hin almenna um- ferðarregla, sem felst í orð- unum „Varúð frá vinstri," gild- ir allt í einu ekki lengur, nú verður orðalagið e.t.v. „Hætta frá hægri.“ Engan skal því furða, þó að ýmsum finnist, að verið sé að bjóða hættun- um heim með slíkri gerbreyt- ingu í umferðarvenjum. Benda má þó á, að nokkur lönd, svo sem Austurríki, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Argentína, Paki stan, Kína og Uruguay, hafa farið þessa leið á síðustu þrem úr áratugum áifií teljandió happa. Því er mjög haldið á loft af fylgjendum hægri aksturs á íslandi, að slysum fækki við breytinguna. Hvernig má það þá vera, að V-Þýzkaland með sinn hægri akstur hefur fleiri umferðaslys tiltölulega en Eng land, land vinstri aksturs. Fyrst verður að vega spurn- inguna í Ijósi þess, að stýrið er rétt staðsett í bifreiðum beggja landa, þ.e. næst miðju vegar! Hin raunverulega skýr- ing felst í landfræðilegri legu V-Þýzkalands, sem er meir í þjóðbraut en England, hærri aksturshraða o.s.frv. Ef fækk- un umferðarslysa er ein höfð í huga, þá er ástæðulaust að skipta um umferðarkerfi í þeim löndum, sem hafa vinstri akstur í dag og stýrið hægra megin. Sé hins vegar alþjóð- leg samræming höfð til hlið- sjónar vegna síaukinna alþjóð- legra samskipta, þá verður ann að upp á teningnum, þar sem 80—90% allra bifreiða í heim inum lúta reglum hægri akst- urs. Sérstaða íslands og Svíþjóð- ar meðal þeirra þjóða, sem búa við vinstri akstur felst í því, að stýrið hjá um 95% bif- reiða landanna er stað- sett vinstra megin, þ.e. fyrir hægri handar umferð! Það er í báðum löndunum því miður órannsakað mál, hversu mik- inn þátt þessi skakka staðsetn- ing stýrisins hefur átt í tíðni slysa. Hér, sem á svo mörgum öðrum sviðum, hefði ísland ver ið hið ákjósanlegasta rann- sóknarefni. Staðsetning stýris næst miðju vegar gefur ökumanni betri yfirsýn á mótum gatna á vegi og við veg. Þannig vex möguleikinn á að forðast slys, ef t.d. barn hleypur skyndilega út á veginn, þar eð glugga- stólpinn skyggir ekki eins á og ef stýrið væri næst vegar- brún. Sé bifreið stöðvuð, get- ur farþegi í framsæti stigið rakleitt út á gangstétt eða veg- arbrún, en ég var óþægilega minntur á þið gagnstæða í mið bænum nýlega, þegar ég ætl- aði aldrei að geta hleypt hræddum^ útlendingi út úr bíl mínum. Ók ég um síðir inn á lóð Olíufélagsins, þar sem hetjan staulaðist út. Rétt stað- setning stýris auðveldar öku- mönnum að komast úr bifreiðastæðum meðfram götu- brún, þar sem þétt er lagt. Einnig má benda á, að öku- manni er síður hætt við of- birtu í augu, mæti hann ann- arri bifreið sé hann staðsettur næst miðjii vegar og horfir í átt að sinni vegarbrún. Síðast, en ekki sízt, verður allur fram úrakstur öruggari, þar sem ökumaður sér betur fram fyrir sig með stýrið nálægt hinni „lifandi vegarbrún." önnur rök fyrir hægri akstri á /slandi en að ofan greinir, eru þau, að öll samskipti á sviði umferðarmála við þau lönd, sem lengst eru komin á þessu sviði, einfaldast og auð veldast. Þegar Svíþjóð eftir tvö ár hefur bætzt í hóp „hægri“ landa, þá er sjálfsagt að ís- land fylgi fast á eftir og not- færi sér alla reynslu Svía við undirbúning þessa stórátaks í umferðarmálum landsmanna. Jafnframt gefst einstætt tæki- færi til þess að sækja fram á öllum sviðum umferðarmála. Áherzlu verður að leggja á umferðinni, brýna þarf fyrir rétta staðsetningu bifreiða í yfirvöldum að hraða gerð gang brauta og fyrir fótgangendum að nota þær en ganga á móti umferðinni, þar sem þær vant- ar, o.s.frv., o.s.frv. Þá er einsýnt að komið er að tímamótum í allri byggingu vega hér á landi. Undirbún- ingur að gerð umferðarmann- virkja verður að miðast við framtíðarfyrirkomulag aksturs ef komast á hjá óþarfa kostn- aði síðar meir. Hinir víðförlu íslendingar geta senn ferðast með meira öryggi um heiminn, ef "þeir taka upp hægri akstur. Við- brögð þeirra sem ökumanna og fótgangenda í Kaupmanna- höfri, Osló, París og New Yórk verða þá réttari í umferðinni. þyngri á metunum verður þó sá grundvöllur, sem fæst hér á landi, til þess að auka um- ferðaröryggi allra landsmanna. Jón Rafn GuSmunds- sonr framkvæmdastj.: Satt að segja hef ég ekki myndað mér endanlega skoð- un um þetta mál, mér finnst ekki hafa komið nægileg rök frá þeim, sem vilja breytingu, með tilliti til þeirrar hættu, sem hún hlyti að hafa í för með sér. Út af þeim rökum, að inn séu aðallega fluttir bíl- ar með stýrisútbúnaði fyrir hægrihandar akstur, þá á líka rétt á sér það sjónarmið, að meðan vegir okkar eru ekki betri en raun ber vitni, þá sé ekki síður ástæða til að gæta að vegarbrúninni, þeim meg- in, sem ekið er. Kost- ir hægri stýris í vinstri umferð eru aðallega taldir með framúrakstur í huga. E.t.v. mætti segja, að í framtíðinni væri nær að hafa fyrir reglu, að stýrið sé ekki sömu megin og ekið er. Máske væri næst sanni að stýrið væri í miðjum býlnum. f áliti umferðarlaga- nefndar fyrir nokkrum árum var það ekki talinn ókostur að hafa stýrið vinstra megin í vinstr umferð og þá er nát úrlega miðað við þessa vegi, sem við höfum, sem margir eru ÞJÓÐARDRYKKUR ÍSLENDIN6A BRAGÐMIKILL - BRA6ÐGÓÐUR FRÁ O. JOHNSON & KAABER HR ÞRIÐJUDAGUR 8. febrúar 1966 varasamir í meira lagi. Hitt er sennilegt, að inni í mikilli um- ferð, í þéttbýlinu, hentar lík- lega miklu betur að hafa stýr- ið öfugu megin við það sem ekið er, sem geri auðveldara að aka fram úr. En ég yrði mjög uggandi um það ástand, sem breyting skapaði, að vísu ekki fyrstu vikurnar, á meðan allar leiðbeiningar eru í full- um gangi, heldur þegar fer að slakna á eftirliti með fram- kvæmdum á breytingunni. Það er öruggt, að eftirlit yrði að vera gífurlega strangt og standa lengi, svo áð þetta geti farið fram stórslysalaust. Lárus Sigfússon, bifreiðarstjóri: Hægrihandar akstur á ís- lenzkum vegum, ef lögleiddur verður, mun hrinda á stað stór felldari slysaöldu en nokkurn órar fyrir, og er furðulegt, að nokkur maður með fulla dóm- greind og ábyrgðartilfinningu, skuli mæla með og beita sér fyrir, að slík breyting verði gerð á ökureglum, á sama tíma og hið ófullkomna vegakerfi í borg og í sveit er svo yfir- hlaðið, að enginn sér ráð til að forða áívaxandi slysum, og meiriháttar umferðaróhöppum, þó engar breytingar á ökuregl- um hafi átt sér stað, hvað þá heldur ef þeim væri alveg snú- ið við, með því, að breyta frá vinstri til hægrihandar akst- urs. Við eigum nógu mörg óleyst verkefni á sviði umferða og vegamála, þó ekki sé gerður leikur að því, að skapa ný verkefni og vandamál að þarf- lausu. Og með fullri virðingu fyrir þeim, sem hafa haft með hönd- um forsjá þessara verkefna á liðnum árum, get ég ekki bet- ur séð en að reynslan beri því glöggt vitni, að starfsorka þeirra sé ekki fær um að bæta á sig framkvæmd slíks stór- vandaverks, sem breytingin hlyti að verða við þær aðstæð- ur, sem hér eru ríkjandi í um- ferðamálum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.