Tíminn - 08.02.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.02.1966, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. febriiar 1966 nanaiMiiM 13 Þessa skemmtilegu mynd aS ofan tók Ijósm. Tímans, GE, frá leik FH og Dukla Prag á föstudaginn. ÞaS er Elnar Sigurðsson, sem gerir tilraun til að skora hjá Dukla, en er hindra'ður á siðustu stundu af Duda (11) og fékk vítakast fyrir bragðið. Ejnar Sigurðsson hefur verið valinn f lið blaðamanna gegn tilraunalandsliði á miðvikudagskvöld. Pressuleikur annað kvöld Bæði liðin hafa verið valin Alf-Reykjavfk, mánudag. Á miðvikudagskvöld fer fram fyrsti pressuleikurinn í hand- knattleik á þessu keppnistíma- bili, en lcikurinn verður .for- lejkur að leik Vals og SC. Leipzig í Evrópubikarkeppni kvenna, sem fram fer í íþróttahöllinni í Laugardal. Landsliðsnefnd valdi fyrir helgina tilraunalandslið, og síðan völdu blaðamenn sitt lið. Lið landsliðsnefndar er þann- ig skipað: Hjalti Einarsson, FH Þorsteinn Björnsson, Fram, Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, Guðjón Jónsson, Frarn,, Sigurður Einarsson, Fram, Birgir Björnsson, FH, Hermann Gunnarsson, Val. Ágúst Ögmundsson, Val. Stefán Sandholt, Val. Karl Jóhannsson, KR; Hörður Kristinsson, Ármanni: Lið blaðamanna: Karl M. Jónsson, FH Jón Breiðfjörð, Val Einar Sigurðsson, FH Sigurður Óskarsson, KR Matthías Ásgeirsson, Haukum Örn Hallsteinsson, FH , Páll Eiríksson, FH Stefán Jónsson, Haukum Bergur Guðnason, Val Tilraunin heppnaöist í flestu vel Dukla Prag sigldi fram úr á síðustu mín. og vann ísl. tilraunaliðið 18:16. Alf-Reykjavík, mánudag. S.l. laugardag lék ísl. tilrauna- landslið í handknattleik gegn tékk nesku meisturunum Dukia Prag í íþróttahöllinni í Laugardal. Svo fóru leikar, að Tékkarnir unnu með 2ja marka mun, 18:16, eftir tvísýna baráttu. fsl. liðið hafði forustu mest allan síðari hálfleik, en á síðustu mínútunum sigldu Tékkarnir fram úr og unnu með 18:16, eins og fyrr segir. í heild má segja, að þetta til- raunalð landsliðsnefndar hafi komið vel frá leiknum. Hermann Engarupp lýsingar! Alf-Rvík, mánudag. Það er á miðvikudaginn kemur, sem kvennalið Vals mætir á-þýzku meisturun- um frá Leipzig í Evrópubik arkcppninni í handknattleik en leikurinn fer fram í íþróttahöllinni í Laugardal. f dag boðuðu forráða- menn handknattleiksdeildar Vals blaðamenn á sinn fund og höfðu í hyggju að gefa einhverjar upplýsingar um þýzka liðið. En þegar til kom, höfðu Þjóðverjar svik- izt um að senda upplýsing- ar, svo að Valsmenn gátu ekki frætt blaðamenn um neitt varðandi þýzka liðið, Eramhald 3 14. svðu Gunnarsson sýndi og sannaði í þessum leik, að hann á fyllilega skilið sæti í landsliði og sömu sögu er að segja um Guðjón Jóns- son. Verst er, ef Hermann þarf að leggja handknattleiksskóna á hilluna, eins og hann hefur hugs- að sér, vegna náms og annarra anna. Tilraunin með Sigurð Dags- son og Stefán Jónsson tókst hins vegar ekki eins vel, og það er greinilegt, að þeir koma ekki til með að íklæðast fsl. landsliðs- peysunum gegn Póiverjum. Fyrst ég á annað borð er far- inn að ræða um veiku hliðina á tilraunaliðinu í leiknum, verður að telja þá félaga Ragnar Jóns- son og Birgir Björnsson með. Ragnar er meiddur í hendi og á helzt ekki að leika handknattleik undir þeim kringumstæðum, enda J Handboltinn um hetgina 1 Um helgina fóru nokkrir leikir fram í íslandsmótinu í handknatt- leik. Úrslit urðu þessi á laugar- dag: 2. fl. kvenna: Akranes—KR 6:3, Fram—Þór 10:2. 1. fl. kvenna: Valur—Víkingur 10:2, Fram—FH 3:2. 1 fl. karla: Víkingur—Valur 13:10, Fram—ÍR 27:9, KR—Ár- mann 13:7. Úrslit á sunnudag: 2. fl. kvenna: Akranes—Keflavík 6:1, KR—Þór 8:6, Valur—Týr 14:4. 2. deild kvenna: Keflavík—Þór 15:10. 3. fl. karla: Valur—Breiðablik 16:9, 2. fl. karla: Fram—ÍR 16:14, Vík- ingur—Þróttur 17:13. fór svo í þetta skipti, að enginn styrkur var af honum. Og Birgir Björnsson var ekki í essinu sínu. Hann tafði fyrir í sóknarleiknum og var yfirleitt of seinn í vörn. Það er leiðinlegur ávani — eftir að hafa misst knöttinn, eins og henti Birgir — að vera með kúnst- ir frammi á vellinum í staðinn fyrir að koma sér strax aftur í vörnina á sinn stað. En sjálfsagt á Birgir eftir að ná sér á strik í leiknum á miðvikudag. Leikmennimir, sem báru hjta og þunga dagsins, voru þeir Gunn laugur Hjálmarsson, Guðjón Jóns- son, Hermann Gunnarsson, og Hörður Kristinsson. Allir þessir leikmenn sýndu mjög góðan leik og þeir skoruðu öll mörk ísl. liðsins. Þá var Sigurður Einars- son, iðinn á línunni og fiskaði víti. Þorsteinn í markinu stóð sig einnig vel. Það er greinilegt, að Guðjón á heima í landsliðinu, ef hann leikur af svipuðum styrk- leika og á laugardaginn, en þá skoraði hann 3 ágæt mörk á heppilegum augnablikum og hafði sívakandi auga fyrir línu- sendingum, en það var einmitt línuspilið, sem Tékkunum tókst einna verst að verjast, og var þeim dýrkeypt vegna vítakasta, sem þeir fengu dæmd á sig. Til að byrja með náði Dukla Prag forystu, 3:0, en ísl. liðinu tókst að jafna á 15 mín. 3:3, Framhald á bls. 14. íslandsmótið í körfubolta hafið: Armann og ÍR sigruðu í 1. deildar leikjunum íslandsmótið I körfuknatt- leik hófst sl. laugardag að Há- logalandi. Fyrsti leikur mótsins var milli utanbæjarliðanna Skarp héðins og Snæfells og sigraði Skarpi.éðinn mef 72:60 í góðum leik. Virðast þeir Skarphéð- insmenn liklegir til afreka á þessu keppnistímabiii, þó varasamt sé, að spá nokkru í byrjun móts. Á laugardaginn léku svo Ár- mann og ÍKF og sigraði Ármann með aðeins fjögurra stiga mun, 54:60. Á sunnudagskvöld hélt mótið áfram jg léku þá fyrst í 2. deild stúdentar og Snæfell. Sigruðu stúdentar með 71:56. Síðasti leik- urinn var milli nýbakaðra Rvík- urmeistara, KFR, og ÍR. Urðu Rvíkurmeistararnir að lúta í lægra haldi, en ÍR sigraði með 5 stiga mun í skemmtilegum leik, sem lauk 81:76. Gylfi Jóhannesson, Fram Þórarinn Ólafsson, Víking. Þess má geta, að Ragnar Jóns- son, FH, er forfallaður vegna meiðsla og kom því ekki til greina í sambandi við valið. Úrslit á Englandi og Skotlandi s. 1. laugardag: 1. deild. Arsenal—Burnley 1:1 Blackburn—Liverpool 1:4 Blackpool—Tottenham 0:0 Chelsea—Fulham 2:1 Everton—Stoke 2:1 Leeds—West Ham 5:0 Leicester—Aston Villa 2:1 Manch. Utd.—Northampton 6:2 Newcastle—Sheff. W. 2:0 Sheff. Utd.—Sunderland 2:2 WBA—Nottingham F. 5:3 Liverpool er efst í deildinni með 43 stig eftir 29 leiki, en Burnley er í öðru sæti með 37 stig eftir 28 leiki. 2. deild: Birmingham—Preston 1:1 Bolton—Plymouth 0:1 Bristol—Manch. C. 1:1 Carlisle—Wolves 2!1 Coventry—Rotherham 2:2 Derby—Bury 4:1 Ipswich—Charlton 1:4 Leyton O.—Cristal P. 0:2 Middlesbro—Huddersfield 1:3 Portsmouth—Southampton 2:5 Á Skotlandi var 1. umferð bik- arkeppninnar leikin. Fresta varð nokkrum leikjum, en hér koma úrslitin í þeim leikjum, sem fram fóru: Ayr—St. Johnstone 1:1 Celtic—Stranraer 4:0 Dunfermline—Partick 3:1 Hamilton—Aberdeen 1:3 Hibernian—Th. Lanark 4:3 Morton—Kilmarnock 1:1 Queen O. South—Albion 3:0 Rangers—Airdrie 5:1 Stirling—Queens Park 3:1 Valur ogFH unnu í gærkveldi fóru fram tveir lcikir i 1. deild fslandsmótsins í handknattleik. í fyrri leiknum mættust Valur og KR, og sigraði Valur 34:25 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 18—12. í síðari leiknum léku FH og Ármapn og sigraði FH 30—25, en í hálfleik hafði Ármann yfir 16:15. Nánar um leikina á morsmn. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.