Tíminn - 18.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. marz 196G TÍMINN___________________________3 í SPEGLITÍMANS Mangrét Danaprinsessa er stöðugt á ferðalagi í Suður- Ameríku og þessi mynd var tekin af henni, þegar hún kom •k Ungur þýzkur jazzgítarleik- ari lézt fyrir skömmu af völd- um rafmagnsstraums úr raf- magnsgítar. Atvik þetta átti sér stað á jazzhljómleikum í Þýzkalandi. Á meðan á hljóm- leikunum stóð kvartaði einn gítarleikarinn yfir því, að gít- arinn sinn leiddi rafmagn. Tók félagi'hans þá gítarinn en hélt um leið í sinn eiginn, og lézt hann þegar í stað. íj Framl. Levine, sem er einn atorkusamasti maður Holly- wood-borgar hefur boðið Sammy Davis 600. þús. dollara fyrir að leika í kvikmynd, sem gerð yrði eftir söngleiknum „Golden Boy“ sem var sýndur við miklar vinsældir á Broad- way. Þegar Levine var spurð- ur hve mörgum myndum hann ynni að, var hann vanur að svara því til að þær væru 29. En um daginn ákvað hann, að rannsaka hve margar þær vær uí raun og veru og kom þá upp úr kafinu, að þær voru meira en tvisvar sinnum fleiri eða nánar tiltekið 60. ★ Cliff Richards, sem er ásamt Elvis Presley einn vin- sælasti dægurlagasöngvari heimsins, lét í ljós fyrir skemmstu að hann hyggðist hætta að syngja dægurlög og gerast kennari, þegar samning- ur hans rynni út eftir átján mánuði. — Ég hef hugsað mik- ð um þetta undanfarið, sagði Cliff. — Mig hefur alltaf lang- að til þess að verða kennari, sn ég geri mér það ljóst, að það verður ekki auðvelt fyrir mig. Þegar allt kemur til alls, hef ég ekki lært neitt, sem ég get notað í því starfi á þess- um 10 árum, sem ég hef sung- ið dægurlög. Nú hef ég verið á toppnum í 8 ár og geri mér grein fyrir því að einhvern tímann kemur að því að ég verð það ekki lengur. Ég geri ráð fyrir því, að ég eigi nóga peninga til þess að lifa þægi- legu lífi það sem eftir er æv- innar, en það hentar mér ekki að gera ekki neitt. Mér mundi iauðleiðast. — Ég vil gera eitt- hvaí gagnlegt. til Cuzco í Perú s. 1. mánu dag. Með henni á myndinni eru borgarstjórinn í Cuzco (til vinstri) og danski ambassa dorinn í Perú, Vagn Hoelgaard (í miðið). * Nafnið Georg Jensen er löngu heimsfrægt í sambandi við silfurvörur. Nú hafa hafizt nokkuð einkennileg málaferli í Kaupmannahöfn. Hefur Ge- org Jensen Sölvsmedie A/S hafið mál gegn hjónunum Jörg en Kjeldsen og Mette Georg Jensen, sem er dóttir stofn- enda Georg Jensen silfurverk- smiðjunnar. Krefst fyrirtækið að lagt verði bann við því að hjónin, sem búa til skartgripi úr silfri, noti nafnið Georg Jensen í sambandi við fram- leiðslu og sölu á silfurskart- gripum. Telur fyrirtækið Georg Jensen Sölvsmedie notkun nafnsins Georg Jensen geti * Þetta mikla eldhaf átti sér stað í Dublin fyrir nokkrum dögum, þegar verkfræðingar úr hernum sprengdu upp ieifarn ar Nelson-líkneski á hinu fræga * f síðustu viku handtök lög- reglan í Padova á ftalíu 64 ára gamlan næturvörð, sem viður- kenndi að hafa skotið til bana 46 ára gamlan samstarfsmann sinn. Orsökin til þess að hann drap hann var sú, að hann hafði flautað lag, sem morðingj anum fannst móðgandi. Hinn myrti hafði í nokkurn tíma talað hæðnislega um næt- urvörðinn og meðal annars gert grín að fæðingarstað hans á Suður-Ítalíu. Þegar hann svo flautaði lagið Torna al tuo Paisello (Farðu aftur til litla þorpsins þíns) var næturverð- inum nóg boðið, og drap hann. * Bréf frá 11 ára gamalli stúlku dagsett í október 1860 og sent Abraham Lincoln Bandaríkjaforseta á nú að selj- 0‘Collellstræti. Ekki tókst bet til hjá þeim en það, að tugir rúðna í nærliggjandi húsum brotnuðu mélinu smærra. Verk fræðingamir ákváðu að ast á uppboði í Nez Yrok. Er búizt við, að fyrir bréfið fáist um það bil 600 þúsund krónur. Hinn ungi bréfritari, Grace Bedell biður Lincoln um að raka ekki skegg sitt. „Þér lítið miklu betur út með skegg af því þér hafið svo magurt and- lit“ segir hún og hún fullvissar forsetann um það, að allar kon ur kunni að meta barta. Það er sögulega sannað, að einmitt þetta haust hafi Lin- coln látið skegg sitt vaxa og safnaði börtum, svo ef til vil er það Grace að þakka. Danny Kay er nú orðinn varaformaður í stjórn banda ríska flugfélagsins Lear Jet Corporation. Þetta þýðir þó ekki það, að hann sé hættur að leika í kvikmyndum, því hann heldur áfram sínum störfum í sambandi við þær, þessi ráðstöfun er aðeins til þess að tryggja framtíðina. Danny Kay hefur í mörg ár haft mikinn áhuga á flugi og hefur sjálfur flugmannspróf. Hann er einn af fáum flug- mönnum í heiminum, sem hefur tekið próf og öðlazt rétt indi til þess að fljúga tveggja hreyfla vél án þess að áður hafi fengið æfingu í að fljúga eins hreyfils flugvél. * Grace furstafrú í Monaco, áð ur þekkt sem leikkonan Grace Kelly mun nú eftir um það bil einn mánuð snúa sér aftur að hinu upprunalega starfi, kvikmyndaleik, því í fyrsta skipti eftir hjónaband sitt með Rainer fursta mun hún nú standa fyrir framan kvikmynda vélarnar. 22. apríl kemur hún sem sagt fram í sjónvarpsþætti, sem nefnist „Valmúinn er líka blóm“. Tilgangurinn með þætt inum, er að sýna hvað Banda- ríkjamenn gera til þess að reyna að koma í veg fyrir hið sívaxandi smygl á eiturlyfjum og verzlun á þeim. Með Grace leikur Yul Brynner í þessum sjónvarpsþætti. ★ sprengja upp líkneskið, þar sem þeir álitu hr 'fu stafa af því, eftir að spellvirlcjar höfðu sprengt hluta þess í loft upp viku áður. Á VÍÐAVANGI Áramótavísitalan Dagur á Akureyri segir fyr ir skömmu: „Áramótavísitalan (þ.e. í janúarbyrjun 1966) er prentuð í janúarhefti Hagtíðindi. Visi- tala neyzluvara og þjónustu var 211 og liúsnæðisvísitalan 127. Út úr þessu kemur svo framfærsluvísitalan 196, en með því að beinir skattar hafa hækkað minna en þessu nem- ur, en niðurgreiðsla miða- smjörs og miðasmjörlíkis meira dragast 14 stig frá og er hin löggilta visitala því 182 stig. Hér liggur það í augum uppi, að húsnæðisvísitalan (127) M úrelt. Mörgum Reykvíkingum a.m.k. finnst það fjarstæða, að húsnæðiskostnaður fjölskyldu hafi ekki hækkað nema um 27% síðan í marz 1959, og sé nú kr. 12.954,00 á ári fyrir vísi tölufjölskylduna, eða rúmlega 1000 krónur á mánuði!“ íhaldsröðun Vísir ræðir um stjómmála ályktun miðstjórnar Framsókn arflokksins og telur, að hún hafi verið einvörðungu gagn- rýni, en ekki mikið um jákvæð ar tillögur. Síðan segir blaðið í gær: „Eina uþpástungan í tillög unni er, að raða beri verkefn- um og framkvæma eftir áætl unum. Gallinn er aðeins sá, að sú tillaga hefur þegar verið framkvæmd og það fyrir löngu af núverandi ríkisstjórn“. Landsfólkið er farið að þekkja það, hvernig núverandi ríkisstjórn fer að því að raða verkefnum og framkvæmdum eins og hún vill liafa þau. Sú niðurröðun er í því fólgin að örva og tryggja umfram allt framgang mestu verðbólgu- framkvæmdanna, sem mestu vonir stórbraskaranna eru bundnar við. Allt annað skal sitja á haka. „Viðreisnin“ svo nefnda var blátt áfram í því fólgin öðm fremur að raða verkefnunum á þann hátt. Fyrsta skrefið tii þess var að frysta fimmtung sparifjárins og ákveða vexti 11%. Þegar það dugði ekki tll lengdar var gripið til þess að skera niður opinberar framkvæmdir um 20%, þ.e. skólabyggingar, sjúkrahús, vegi og hafnir og þeim sama niðurskurði er svo enn haldið i nýjum fjárlögum. Verðbólgubraskararnir þurftu hins vegar ekkert að takmarka hjá sér. Nú bætist við nauðsyn íhalds til þess að þrengja inn erlendrj stóriðju, því að gróðavonir nokkurra stórbraskara em meðal annars bundnar við þjón ustu við hinn erlenda auð- hring. Ekki þykir íhaldinu tryggt, að forgangur þessara útlendu aðila sé nógu vel tryggður með þeirri „röðun“ verkefna, sem fyrir var, held- ur var frysting sparifjárins aukin í 30% og vextirnir hækk aðir á ný. Ungir íslendingar og framtaksmenn skulu ekki vera að þvælast fyrir, og íslenzkir atvinnuvegir skulu þrengja að sér, svo að erlenda stóriðjan hafi nóg svigrúm. Þetta er sú niðurröðun verk efna á þjóðarbúinu, sem í- haldið hefur framkvæmt sið- ustu Ar, og „Framkvæmdaá- ætlun ríkisins”, sem íhaldið talar stundum hátíðlega um, Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.