Tíminn - 18.03.1966, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 18. marz 1966
8
TÍMINN
8F32X I
Egilsstaðabúar hafa áhuga á
stofnun gaffalbitaverksmiðju
Fkstum kunnungri högum
og háttum fólks víðs vegar um
Fljótsdalshérað er Björn Stef-
ánsson kaupfélagsstjóri í Eg-
ilsstaðakauptúni ,það var strax
auðheyrt, þegar komið er inn
í skrifstofu hans, því ekki linn
ir simahringingum bænda hvað
anæva að, þeir eiga margvísleg
erindi við Björn og verða að
nota símann meira en ella, þeg
ar snjóar loka flestum vegum.
Björn1 tók við stjórn Kaupfé-
lags Héraðsbúa í ársbyrjun
1962, en áður hafði hann verið
kaupfélagsstjóri á Akranesi,
Stöðvarfirði og Siglufirði.
Björn er Austfirðingur og
bróðir rithöfundanna Friðjóns
og Þorsteins og Unnsteins efna
fræðing, sem reit doktorsrit-
gerð um hafið. Björn hafði eng
an tíma til að tala við blaða-
mann í miðjum önnum dags-
ins, ég varð að láta nægja að
skjóta mynd af honum við sím-
ann í skrifstofunni og hitta
hann síðan um kvöld á heim-
ili hans, en einnig þá var sím-
inn sífellt að hringja.
— Mjólkursamlagið og dreif
ing mjólkur heyrir undir kaup
félagið, Björn, hvernig hefur
gengið að ná mjólkinni hing-
að víðsvegar af Héraði eftir að
vegir lokuðust?
— Þetta hefur verið mikl-
um erfiðleikum bundið eftir að
fór að kyngja niður snjó. Und-
ir venjulegum kringumstæðum
flytja bændur mjólkina á jepp-
um heiman af bæjunum í veg
fyrir mjólkurbílana, en úr því
það var ekki lengur fært fyrir
snjóþyngslum, og bændur hafa
fæstir hestasleða til að flytja
mjólkina niður afleggjarana,
hefur ýtan, sem annazt hefur
mjólkurflutningana, orðið að
sækja mjólkina heim á bæina,
og það tefur óskaplega mikið
fyrir flutningunum. Ytan hefur
alls ekki komizt yfir þetta, t.d.
er mjólkurdeild norður í Jók-
ulsárhlíð, en þangað hefur ver-
ið lokað lengi, heita má, að
legið hafi niðri mjólkurflutn-
ingar þaðan nokkuð á annan
mánuð, einnig úr Hróarstungu
og yztu bæjum í Hjaltastaða-
þinghá. Þar hafa bændur bara
orðið að strokka sína mjólk.
— Hvernig hefur gengið að
koma mjólkinni til neytenda,
eða hvað eru þeir víða á ykk-
ar svæði?
.— Við höfum allmikinn
markað fyrir neyzlumjólk, það
er í þorpunum hér, auk Eg-
ilsstaðakauptúns eru t.d. Reyð-
arfjörður og Seyðisfjörður. En
flutningur mjólkur á þessa
staði er oft og langtímum sam-
an svo kostnaðarsamur, að
framleiðendur fá ekki nærri
það í aðra hönd sem skyldi.
Segja mætti, að betur borgaði
sig að vinna meira úr mjólk-
inni, en við verðum að hugsa
um neytendurna, sem treysta
á það. Það getur verið ótrú-
lega dýrt að koma mjólkinni
til neytenda, t.d. með snjóbíl-
um, sem taka allt of lítið og
eru dýrir í rekstri. Tveir snjó-
bílar hafa annazt flutning nið-
ur á Reyðarfjörð. Enn erfiðara
hefur verið með Seyðisfjörð,
því leiðin þangað um Fjarðar-
heiði er lokuð langtímum sam
-an. Snjóbíllinn þeirra Seyðfirð
inga hefur oft ekki komizt leið-
ar sinnar í vetur, og þá hafa
þeir orðið að fara þetta á ýtu
með tvo sleða í eftirdragi, en
það er feikierfitt í hinum
bröttu brekkum á þessari leið
að ráða við bæði ýtu og sleða
í einu. Svo hefur nú mjólkin
líka verið send til Seyðisfjarð-
ar með skipum frá Reyðarfirði.
— En hvað með vistir og
olíu á bæjum, sem erfitt er
að komast til?
— Ýmsir, sem lengst eru und
an, t.d. á Fljótsdal og Jökul-
dal, hafa haft garnla háttiun að
birgja sig upp með aðalþunga-
vöru, sem endist fram á vor.
Það er yfirleitt reglan í þess-
um hreppum. En nokkur brögð
hafa verið að þvi á bæjum,
sem mjólk er að staðaldri sótt
til, hafi verið treyst of mikið á
að fá reglulegar ferðr. En betta
er ekki nægileg fyrirhyggja. Á
svo að segja öllum bæjum er
komin olíuhitun, og það er ákaf
lega bagalegt, ef bændur geta
ekki birgt sig upp með olíu til
vetrarins. Enn eru of litlir olíu
geymar nokkuð víða, sumir
fengu sér stærri geyma í haust.
Þannig þarf það að vera á öli-
um bæjum, því að heita má .
illmögulegt að standa í því að
flytja olíu á snjóbílum eða með
ýtum eftir að færð spiiltist eða
vegir lokast. Vonandi læra
menn af þessum erfiðleikum
undanfarið að útvega sér olíu-
Björn Stefánsson kaupfélagsstjóri í skrifstofu sinni.
geyma, sem taka olíuforða til
fimm til sex mánaða. Nokkuð
margir hafa þurft að fá fóður-
bæti héðan upp á síðkastið, og
það vill svo til, að við höfum
fóðurbæti með allra mesta mót
hér á Egilsstöðum nú í vetur.
— Hvernig hafa annars snjó
bílarnir staðið sig í vetur?
— Hér á Egilsstöðum er að-
eins einn snjóbíU og hann er
orðinn gamall og slitinn, hann
hefur gengið út um sveitina
Svo eru tveir minni snjóbílar,
sem eru í förum milli Reyðar-
f jarðar og Egilsstaða. En í raun
inni nær það engri átt að hafa
ekki nýjan og góðan snjóbíl
hér á Fljótsdalshéraði, fyrst og
Bragi Björnsson vlð kasínugerð i mjólkurstöðinni.
fremst í sambandi við alvarleg
sjúkratilfelli, því það má telja
oft ómögulegt að flytja sjúkl-
inga öðruvísi en í snjóbíl, sem
kemst hjálparlaust leiðar sinn-
ar. Þetta ætti að vera léttur
bíll fyrir þrjá eða fjóra far-
þega og einungis hugsaður til
þjónustu og sjúkraflutninga,
líkt og læknabílinn á Breiðu-
mýri, sem Þingeyingar hafa
eignazt. Slíkan bíl ættu hrepp-
arnir tíu S Héraði að eiga f
sameiningu.
— Hafa hlotizt einhver
vandræði nú í vetur af því að
hafa ekki slíkan bíl?
— Sem betur fer hefur það
ekki orðið, en menn hafa samt
verið áhyggjufullir. Nýlega
þurfti að flytja tvær barnshaf-
andi konur hingað í sjúkrahús-
ið, af því að ekki voru Ijós-
mæður fyrir hendi í hreppun-
um, þar sem þessar konur búa,
þessir ílutningar tókust vel,
annar utan úr Jökulsárhlíð,
hinn yzt úr Hjaltastaðaþinghá.
Snjóbíllinn hefur verið svona
tólf klukkutíma í hvorri ferð,
en allan daginn á undan varð
ýta að troða slóð alla leiðina,
í báðum tilfellum, því að snjó-
bíllinn er orðinn það slitinn.
— Það er verið að byggja
hér hjá ykkur kaupfélagsmönn
um?
— Já, síðan í fyrra hefur
vörugeymsluhús verið í smíð-
um og var ekki vanþörf á því,
þar sem viðskipti hafa færzt
mikið í aukana upp á síðkast-
ið. Þetta er stórt hús, hefur
verið vandað til þess, því að
það á lengi að standa, er hugs-
að sem hluti af væntanlegri að-
albyggingu Kaupfélags Héraðs-
búa í framtíðinni.
—Er hér einhver iðnaður
auk byggingaiðnaðar og verk-
stæða, hefur kaupfélagið eitt-
hvað slíkt á prjónunum, hvað
t. d. mjólkuriðnað eða iðnað
annara landbúnaðarafurða?
— Kaupfélagið sjálft rekur
ekki annan iðnað en trésmíða-
verkstæði. Svo er reyndar
Mjólkursamlagið á vegum kaup
félagsins með smjörgerð og
einnig nokkra framleiðslu á
kasíni til útflutnings, einkum
selt til Þýzkalands. Samband
íslenzkra samvinnufélaga rekur
hér garnahreinsun. En hér er
mikill • áhugi á því að koma
upp öðrum iðnaði landbúnað-
arvara, t.d. var ákveðið að
kanna möguleika á sútunar-
verksmiðju. En markaður fyrir
sútuð skinn er lítill eins og er,
stofnkostnaður slíkrar verk-
smiðju hins vegar það mikill,
að ekki þótti fært að leggja
í það að svo stöddu.
— En hvað um niðxirlagn-
ingarverksmiðju síldar hér á
Egilsstöðum?
Flogið til Fljótsdalshéraðs — Grein og myndir: G. B.
J