Tíminn - 18.03.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.03.1966, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 18. marz 1966 ÍÍRÖITSR (ÞRÓTTIR TÍMINN 13 Góð þátttaka í knattspyrnu- dómaranámskeiði Stutt sjall við Hannes Þ. Sigurðsson. Alf-Reykjavík, fimmtudag. Um þessar mundir stendur yfir námskei'ð, sem Knattspyrnudóm- arafélag Reykjavíkur efnir til fyr- ir væntanlega knattspyrnudómara. Alls eru skráðir 15 þátttakendur á námskeiðinu og eru þeir frá Reykjavíkurfélögunum og Hafnar- firði. Kennari er Hannes Þ. Sig- urðsson, milliríkjadómari, en rúm- lega 12 ár eru síðan hann tók að kenna á námskeiðum sem þess- um og hefur hann því töluverða reynslu að baki. íþróttasiðan átti stutt samtal við Hannes og bað hann að skýra fyrir lesendum í stórum dráttum hvernig menn færu að því að öðl- ast réttindi sem knattspyrnudóm- arar. Hannes sagði, að fyrsti áfang- inn væri að öðlast réttindi sem unglingadómari. Til þess að hljóta slík réttindi þyrfti að taka þátt í námskeiði eins og nú stæði yfir. Námsefnið er tvíþætt, annars veg- ar bóklegt og hins vegar verklegt. Er farið yfir knattspyrnulögin með dómaraefnunum og efni þeirra út- skýrð rækilega. Að því búnu ganga dómaraefnin undir tvenns konar próf. f fyrra prófinu svara þeir munnlega spumingum prófdóm- ara, en síðara prófið er skriflegt og verður þá að svara spurning- um, sem dómaranefnd KSÍ sem- ur. Ef nemendur standast þessi próf, eru þeir tilbúnir til að snúa sér að verklegu hlið prófsins, sem er í því fólgin að dæma tvo ungl- ingaleiki. Fer það próf venjulegast fram á vorin, þegar mótin eru nýbyrjuð. Standist nemendur verk lega prófið einnig, hljóta þeir rétt indi sem unglingadómarar. Starfs- reynsla og hæfni færir mönnum svo aukin réttindi, þ.e. til að dæma leiki í meistaraflokki og stærri leiki. Hannes sagðist vera mjög ánægður með þau dómaraefni, sem hann hefði nú undir hönd- um, því piltarnir hefðu allir stund . Framhald á bls. 12 ÍR skoraði yfir eitt hundrað stig gegn KFR IR-ingar gersiguðu Rvíkurmeist ara KFR í íslandsmótinu í körfu- knattleik í fyrrakvöld, skoruðu 104 stig gegn 82 stigum KFR. Er þetta í fyrsta sinn í mótinu, sem 1. deildar lið. skorar yfir 100 stig í leik, en svona há skorun er ekkert einsdæmi, því í fslands- mótum síðustu ár, hcfur það oft skeð, að sama liðið hefur skorað 100 stig og meira. Ármenningar mættu íþróttafé- lagi Keflavíkurflugvallar í fyrr2- kvöld og sigruðu Ármenningar 82:56. Er ÍKF eina liðið án stiga deild og er sýnt, að liðið mun berjast gegn KFR um fallið. Evrópubíkarkeppni bikarhafa: ilil (Tímamynd Sjarnleifur) Dómaraefnin ásamt kennaranum, Hannessi Þ. Sigurðssyni. Evrópumeistarar bikarhafa, West Ham, varð á miðvikudaginn þriðja brezka knattspyrnuliðið til að tryggja sér rétt í undanúrslit í Evrópukeppninni, þegar liðið gerði jafntefli við austur-þýzka liðið Magdeburg 1-1, en West Ham vann fyrri leikinn með 1-0 í Lund- únum. Þjóðverjar skoruðu á 79. mín., en nokkrum sek. síðar jafn- aði Sisson fyrir West Ham. I.eik- urinn einkenndist mjög af sterk- um varnarleik Englendinga. Eftir í Evrópukeppni bikarhafa eru nú Liverpool, West Ham, Celtic og Borussia, Dortmund, og má því segja að brezku liðin hafi alveg einokað hana í ár. Aðeins tvö brezk lið, Everton og Kilmarn ock, hafa verið slegin út í hinum ýmsu Evrópumótum, af þeim níu, sem hófu keppni í haust. í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni borg- arliða vann Dunfermline, Skot- landi, Real Zaragozza 1-0 á mið- vikudaginn. Sama dag var einnig síðasti sölu dagur á enskum knattspyrnumark aði í vor, og kom mest á óvart, að Manch. City keypti hinn unga innherja Colin Bell frá Bury fyr- ir 45 þúsund pund. Fulham keypti einnig ungan innherja, Alan Clarke frá Walsall fyrir 35 þús- und pund. Balckburn keypti Mart- in Britt frá West Ham fyrir 20 þúsund pund. Þá kepptu úrvalslið frá ensku og skozku deildunum sama dag í Newcastle og kom mjög á óvart, að Skotarnir sigruðu með 3:1. Greaves skoraði þó fyrsta markið en Penman jafnaði og McBridge skoraði tvö síðustu mörkin. Enska liðið var þannig: Springett, Rean- ey, Newton, Stiles, J. Charlton, Hunter, Ball, Greaves, Kaye, East- ham og Bobby Charlton. f 2. deild sigraði Preston Bol- ton með 3-1, og á Skotlandi vann Dundee Utd. (kemur hingað i sumar) góðan sigúr í Edinborg gegn Hearts 1-0. Arsenal lék gegn spánska lið- inu Valencia á miðvikudaginn og var leikurinn háður á Spáni. Úr- slit urðu'13-12 Spánverjum í hag. Eftir venjulegan leiktíma stóð 0-0 og upphófst þá mikil víta- spyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Hver einasti hinna 30 bu« und áhorfenda sat kyrr í sæti sínu — og eftir 25 vítaspyrnur, sem allar heppnuðust, en þá „brenndi" Skirton af. — hsím. Mancíi. Utd. mætir Partizian í gær voru lið dregin saman i undanúrslitum Evr- ópubikarkeppni bikarhafa. f keppni meistaraliða dróst Manchester Utd. á móti Partizian frá Júgóslafíu, og | Inter Milan og Real Madrid drógust saman. Má segja, að Manchester hafi fengið „létt asta“ liðið. Leikjunum á að vera lokið fyrir 21. apríl. f keppni bikarliða, þar sem þrjú brezk lið eru eftir (sjá frétt annars staðar á síðunni) drógust Celtic og Liverpool saman — og West Ham og Borussia, V-Þýzka- landi. - - -------- Frá innanfá- fagskeppni KR ; X| Miðvikudaginn 9. marz var hald ið innanfélagsmót í KR-húsinu í frjálsíþróttum. Keppt var í þrem- Framhald á bls. 12. Þrjú frá Bretlandi í undanúrslitunum! Stúlkur úr Rvík Kópavogi og Kefla vík skipa unglingalandslið kvenna 15 stúlkur valdar, þ. á. m. tvær, sem léku gegn Dönum. Alf-Reykjavík, fimmtudag. Eins og skýrt var frá hér á síðunni í síðustu viku, ákvað stjórn Handknattleikssambands íslands, að sent yrði unglinga- landslið kvenna í Norðurlanda mót, sem háð verður i Gauta- borg í Svíþjóð og nágrenni um næstu mánaðarmót. 25 stúlkur voru valdar til æfinga og hafa þær æft vel að und- anförnu, en nú hefur unglinga nefnd valið endanlega 15 stúlk- ur, sem skipa munu liðið. Eru þær frá Reykjavíkurfélögunum Val, Fram, Ármanni og KR, frá Breiðabliki í Kópavogi og íþróttabandalagi Keflavíkur. Eftirtaldar stúlkur skipa lið- itk Sigrún Guðmundsdóttir, Val Björg GuðmundsdóttLr, Val Ragnheiður Blöndal, Val Halldóra Guðmundsd., *Fram Edda Jónasdóttir, Fram Geirrún Theódórsdóttir, Fram Bjarney Valdimarsd., Fram Fríða Proppé, Fram Hanna María Karlsd., Keflav. Steinunn Pétursd., Keflavík Judy Westley, Keflavík Edda Halldórsd., Breiðablik Heiða Gunnarsd., Breiðablik Eygló Einarsdóttir, Ármanni Hansína Melsted, KR Tvær af þessum stúlkum hafa leikið með landsliði, þær Sigrún Guðmundsdóttir, Val og Edda Jónasdóttir, sem léku gegn Dönum. Ákveðið er, að stúlkurnar fari utan fimmtu- daginn 31. marz, en komi heim miðvikudaginn 6. apríl. Farar- stjóri verður Haukur Bjarna- son, en með í förinni verður einnig þjálfari stúlknanna, Við ar Símonarson. Þess má geta, að þetta er í fyrsta sinn, sem ísl. unglinga- landslið kvenna tekur þátt í Norðurlandamóti, en eins og kunnugt er, þá hefur unglinga- landslið pilta í handknattleik tekið þátt í slíku móti nokkur undanfarin ár. Sigrún Guðmundsdóttir, Val. Beittasta vopnið i unglingalandsliði kvenna, sem tekur þátt í NM í Gautaborg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.