Vísir


Vísir - 17.08.1974, Qupperneq 4

Vísir - 17.08.1974, Qupperneq 4
4 Vlsir. Laugardagur 17. ágúst 1974. Geir R. Andersen: MARGIR MÖGULEIKAR Verður erfiðasta leiðin lousnin? — Eða embœttismannastjórn? Að loknum kosning- um, og eftir að búið var að hreinsa hið illa blóð úr hinum svokölluðu vinstri flokkum og Framsóknarflokknum, en það hefur svo sannar- lega verið gert með út- rýmingu ofstækisflokk- anna litlu, sem ekki þoldu við undir lýð- ræðisskipulagi hinna gömlu hefðbundnu flokka, sem höfðu haft þá i fóstri, — var eins og logn hefði dottið á i heimi islenzkra stjórn- mála, a.m.k. á yfirborð- inu. Þaö var eins og öll starfsemi stjórnmálanna heföi veriö flutt undir yfirborö jaröar, þá lá ekk- ert á aö leysa vandamálin, lagt til aö Alþingi kæmi saman eftir miöjan sl. mánuö, og allt mátti bíöa, meöan vinstri hrossakaup og ráöageröir um vinstri stjórnarmyndun gerjuöust. Sú sjálfsagöa skylda var ekki fram- kvæmd aöleita straxhófanna um stjórnarmyndun hjá þeim flokki, sem óumdeilanlega var sterkast- ur eftir kosningar, hjá Sjálf- stæöisflokknum, og sem flestir höföu reiknaö meö aö gert yröi viö fyrsta tækifæri eftir kosningar. — Undangengnar viö- ræöur viö formenn „allra flokka” voru tímasóun. En hvaö olli þessum seinagangi VÍSIR flytur helgar- fréttirnar á mánu- dögum. Degi fyrr en önnur dagblöð. *—7 (gerisl áskrifendur) PVrstur meó TTTOTW fréttimar MAJ-LIS HOLMBERG frá Helsingfors les sænskar þýðingar sinar á islenzkum ljóðum, ásamt eigin ljóðum, i fundarsal Norræna hússins i kvöld kl. 20:30 Með henni les Baldvin Halldórsson, leikari verið velkomin Finnlandsvinafélagið Suomi. NORRÆNA HÚSIÐ Ijpi? BÍLA- VARAHLUTIR Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Gipsy • Willys - Volkswagen - Cortina Hillman -Imperial - Saab - Benz -Volvo Fiat - O'pel - BAAC - Gloria - Taunus Skoda • Moskwitch • Vauxhall Renault R8 og R4 Höfðatúni 10 • Sími 1-13-97 PARTASALAN Opið frö kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga og drætti, voru einhver skynsam- leg rök fyrir þvi aö draga þetta á langinn I þjóöfélagi, sem komiö er aö niöurlotum i efnahags- málum? Nei, svo sannarlega ekki. Fyrir þvl voru engin hald- bær rök, en ástæöurnar eru samt ljósar. Þær voru óskhyggja vinstri flokkanna um áframhald- andi vinstra samstarf, um aö ein- hver snjall skraddari f.yndist, sem gæti saumaö þau klæöi upp úr gömlu stjórnarfrökkunum, aö passaö gætu á nýja vinstri for- ystu, og sem gæti nýtt efniö þaö vel, aö sauma mætti einn eöa tvo viöbótarfrakka, sem nothæfir væru fyrir Alþýöuflokkinn. Þaö var þvl pantaöur einn slikur frakki til viöbótar og hann haföur tilbúinn til mátunar fyrir Alþýöuflokkinn. Og ekki stóö á vissum mönnum innan þess flokks, Alþýöuflokksins, aö snúa viö gömlum blööum meö fyrri yfirlýsingum, aö þeir gætu ekki, án þess aö skeröa samvizkuna, mátaö einn slikan frakka, ef vera kynni aö hann passaöi. En svo fór aö lokum, aö þótt frakkinn passaöi nokkurn veginn, fannst þeim Alþýöuflokksforkólfunum, aö ekki væri nógu vel i frakkann Iagt og fíkaöi þar aö auki ekki efniö, og lögöust þvi gegn þvi aö frakkinn yröi fullsaumaöur. Slík stjórnarmyndun. sem hér var vitnaö til, myndi hinsvegar hafa oröiö hiö mesta feigöarflan fyrir þjóðina alla, aö ekki sé nú minnst á Alþýöuflokkinn sjálfan, sem myndi hreinlega hafa leystst upp, fylgislega séð, þótt einhver málamynda-ákvöröun heföi feng- ist á miöstjórnarfundi hans. Og þótt Alþýöuflokknum hafi verið þyrmt, ef svo mætti aö oröi komast, I slöustu kosningum, má segja, aö hann sé eins og gamal- menni, sem gengiö er i barndóm og vitnar stöðugt til málaflokka, sem hann studdi endur fyrir löngu. Er raunar furöa, aö hinir þrlr aðalflokkar skuli vera aö slægjast eftir stuöningi þessa flokks, svo veikburöa og óábyrgur sem hann er oröinn i orðum og framkvæmdum. Satt bezt að segja heföi þaö veriö happasælast fyrir þjóöina, aö báöir flokkarnir, Alþýöu- flokkurinn og Samtökin. heföu hreinlega þurrkast út I siöustu kosningum eins og litlu flokks- brotin, sem skutu upp kollinum fyrir siöustu kosningar og höfðu rétt tima til aö kynna sig, áöur en þau hurfu út I tómiö aö kosning- um loknum. Möguleikar á myndun rlkis- stjórnar eru margir, þaö er staö- reynd. En greina verður á milli raunhæfra möguleika, sem stuöla aö ábyrgri frambúöarstjórn, sem setiö gæti út eitt kjörtímabil, — og hrossakaupa um stjórnar- myndun, til þess eins aö koma á fót stjórn, sem gæti klastraö I stærstu holurnar, unniö eins kon- ar fúskarastörf, sem dygöu ein- ungis til bráöabirgöa. og þvi miöur er nokkur tilhneiging hjá sumum aö æskja sllkrar stjórnar, til þess aö viöhalda óðaverðbólgu, gengisfalsi, sparifjárráni og viö- lika óáran. Fyrsti möguleiki, og sá, sem eflaust er oftast nefndur.er sá, aö Sjálfstæöisflokkur og Fram- sóknarflokkur myndi stjórn. Þessi stjórn yröi aö vlsu mikil meirihlutastjórn aö höföatölu, en mjög óraunhæf, og myndi veröa meira og minna óstarfhæf mjög fljótlega, vegna þess aö Fram- Hafnarfirði [j^ OPIÐ KL. 1-6 sókn vantar Itök á vinnu- markaönum. Líklegt er, aö eftir slika stjórnarmyndun, myndi viö- sjár I atvinnulifinu blossa upp innan mjög skamms tlrna, og viö ekkertyröi ráöiö. Þessi möguleiki á stjórnarmyndun er auöveldur I framkvæmd, en vita-gagnslaus, meö tilliti til lausnar á vanda- málum þjóöarinnar. Annar möguleiki: Sjálfstæðis- flokkur, Alþýöuflokkur, Samtökin. Þetta er möguleiki, sem skapar mikla óvissu um framgang og samstööu I flestum vandamálum, sem nú steöja aö. Vitaö er, aö Samtökin eru I flestu á gagnstæöri skoöun viö Sjálf- stæöisflokkinn, en meö samningum og fyrirfram geröu samkomulagi milli þessara flokka mætti hugsa sér, aö mála- miölun yröi um varnarmálin, þannig að óbreytt ástand héldist og gerðar yrðu frumráöstafanir til lagfæringar efnahagsmálanna. Hætt er þó við, aö ekki liöi á löngu, áöur en „Samtaka-menn” hlypu út undan sér I miöju kafi, og þaö hefur reynslan sýnt, aö var- legt er aö reiöa sig á, aö haldreipi sé I þeim tveim mönnum, sem þar voru kosnir sem oddamenn. Þriöji möguleiki: Sjálfstæöis- flokkur, Framsóknarflokkur — og Alþýöuflokkur til uppfyllingar, vegna Imyndaörar tengillnu hans viö verkalýöshreyfinguna. Slik stjórn myndi fljótlega, á sama hátt og minnst er á hér aö ofan, varðandi samsteypu Sjálfstæöis- flokks og Framsóknarflokks, lenda I ógöngum á hinu hála svelli vinnumarkaösins, þar sem allt flýtur I vatni, laust og óbundiö, og mannbroddar Alþýöuflokks- forystumanna innan launþega samtakanna ekki nógu traustir til þess aö stööva þá fótskriöu, sem þar yröi komiö af staö fyrr en varir, af öörum aöilum. Fjóröi möguleiki er svo hin tor- sótta en ekki óæskilega samsteypa, Sjálfstæðisflokkur — Alþýöubandalag. Þessi möguleiki er fyrir hendi, höföatölumeiri- hluti traustur, — og grundvöllur fyrir styrkri frambúöarstjórn út eitt kjörtlmabil, — ef málefna- grundvöllur næöist meö samningum um raunhæfa lausn vandamálanna, sem auövitaö eru einungis á efnahagsmálasviöinu. 'Um þau mál ættu þessir tveir flokkar aö geta komizt aö samkomulagi um, hvernig leysa eigi. Hér er ekki spurning hvernig sætta eigi tvö andstæö stjórn- málaöfl, heldur um þaö, hvernig tvö andstæö stjórnmálaöfl gætu sameinast um, meö samningum, að koma á stjórnarsamvinnu eitt kjörtimabil, einungis meö þjóðarhagsmuni fyrir augum, ekki flokkshagsmuni. Varnarmálin eru, eins og allir vita ekkert sérstakt vandamál I reynd. Staðreynd er, aö meiri hluti þjóðarinnar vill óbreytt ástand og aö landiö veröi áfram I vestrænum varnarsamtökum, — og þaö yröi Alþýðubandalagiö aö sætta sig við, ef ekki meö málefnasamningi milli þessara tveggja flokka, þá meö niöurstöðu þjóöar- atkvæöagreiöslu, sem efna mætti til strax. Margir sjálfstæöismenn eru alfariö á móti þvl aö ganga til stjórnarsamstarfs viö Alþýöu- bandalagiö, og svo mun vera um marga úr þeim flokki, en hér er kominn grundvöllur að fram- búöarstjórn, sem gæti leyft sér aö taka á málunum af einurö og festu, án þess aö eiga yfir höföi sér glundroða I atvinnulifinu, meöan á frumaögeröum stæöi. Stjórnmál á breiðum alþjóöa- vettvangi hafa nú mjög hnigiö I átt samninga og viöræöna til lausnar á viökvæmum vanda- málum, og myndi slik stjórnar- myndun, sem I þessum mögu- leika er lýst, ekki vera óeölileg framþróun og afleiöing þeirrar stefnu, sem nú er skýrt mörkuö af valdamestu stjórnmálamönnum heims. — Ef ein stefna eöa mögu- leiki er öörum llklegri til þess aö vinna bug á og leysa I raun aösteöjandi vandamál eins lands eöa heimshluta er ekkert óeöli- legt aö framfylgja henni, aö undangengnum athugunum og skýrt mörkuöum Ilnum, sem taka af allan vafa um tilgang viökomandi samkomulags. Fimmti möguleiki er svo auðvitað þjóöstjórn, samsteypu- stjórn allra flokka. Þetta er þó fjarlægur möguleiki og lltt raun- hæfur til lausnar vandamála þjóöarinnar eins og þau eru I dag, Samkomulag má einnig telja mjög fjarlægt um myndun slikrar stjórnar, gæti t.d. oröiö þrátefli vikum saman um skipan ráöherra. Sjötti möguleiki er svo hrein embættismannastjórn, skipuö völdum mönnum og reyndum úr rööum hinna ýmsu starfsgreina, og sem gætu mögulega fengiö landsmenn til aö sætta sig viö aögeröir þær, sem nauðsynlegar eru, án þess aö þeir hlaupi upp meö mótaögeröir, áöur en séö yröi, hvers megnugar þær reyndust. — Þetta er kannski ein raunhæfasta leiöin til stjórnar- myndunar, ef ekki tekst til um myndun nýrrar ábyrgrar rikis- stjórnar innan fárra daga. Vænta veröur þó, aö samvinna um stjórnarmyndun geti tekizt á grundvelli þeirra kosninga- úrslita, sem sýndu eindreginn vilja kjósenda um breytta stjórnarstefnu og gáfu Sjálf- stæöisflokknum umboö sitt til forystu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.