Vísir - 17.08.1974, Page 5

Vísir - 17.08.1974, Page 5
Visir. Laugardagur 17. ágúst 1974, 5 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP Fantareið á háhyrningi > t Ohio-rlki I Bandarlkjunum eiga þeir Sædýrasafn, þar sem hann starfar, hvalaþjálfarinn Bill Stratton. Bíll þessi og háhyrningurinn hans, hann Shamu, hafa vakið feikna athygli, þvl að þeir skemmta gestum dýrasafnsins með miklum buslugangi I hvalalauginni. — Myndin hér við hliðina er tekin af Bill rlðandi á Shamu, og er Shamu á leiðinni að stinga sér til botns. Þeir eru annars nokkrir félagar Bills, sem sitja Shamu til skiptanna, þvl að það er ekki laust við að vera ögn lýjandi að sitja á 2 smálesta hval. Línu- dans Heilsulind Trúaðir menn I Frakklandi halda þvi fram, að Lind heilagr- ar Jóhönnu sé mikil heilsulind, og þar hafi margur fengið bót meina sinna, eftir hressilegt bað. Nýlega brá Frakklandsfor- seti, Valery Giscard D ’Estaing sér I lindina I sumarleyfi sinu, en hann á bústað skammt þarna frá. Ekki fylgir sögunni, að hann. sé neitt heilsutæpur eða trúaður á helgisögnina. Ungi maðurinn á myndunum hér til vinstri og að ofan vakti heimsathygli I vikunni, þegar hann gekk á línu milli skýja- kljúfa I New York. Birtust myndiraf honum I flestum blöö- um heims, eins og þessi við fest- ingarnar á linunni uppi á 1350 feta hárri World Trade Center. Hann heitir Philippe Petit, er 25 ára og franskur að þjóðerni. Petit (sem er annars franska yfir lltill) hyggur á stærri sigra. Hann hefur sótt um leyfi til þess að ganga á streng yfir Niagara- fossa. Umsóknin er til athugun- ar og biður hann niðurstöðu hennar. A efri myndinni sést Petit virða fyrir sér næsta verk- efni sitt. ■'Jfc | - '>y, Kattar- drottn- ing USA Megum við kynna kattar- drottningu Bandarikjanna. Hún heitir Shanghai og er Slams- köttur. Myndin var tekin af henni, þegar hún var krýnd að lokinni mikilli kattarsam- keppni, sem fram fór á Miami Beach — hvar annars — núna á dögunum. Nixon ó hilluna Það er engu likara en einhver örvæntingarsvipur sé kominn á vaxmyndina af Nixon, sem ný- lega var fjarlægð úr sýningar- básum vaxmyndasafnsins Mad- ame Tussaud I Lundúnum. Myndinni var komið fyrir i stál- kofforti og hún flutt I geymslu, þar sem hún er lögð á hilluna. Ekki liggja þar fyrir nein leið- indi. Fleiri mætir menn liafa mátt fara þangað og biða þess, að rykið verði cinhvern tlma dustað af þeim aftur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.