Vísir - 17.08.1974, Qupperneq 7
Vísir. Laugardagur 17. ágúst 1974.
7
„Pabbi hefur
tekið frá mér
Andrés Önd"
— Teiknimyndablöðin seljast í milljónaupplagi
— og eru mest lesin af hinum fullorðnu
Hafið þið lesið
Andrés önd blöðin eða
Daffy vel þessa viku?
Fylgdust þið sam-
vizkusamlega með,
hvað Binni og Pinni
voru að gera, eða hvað
gerðist hjá Kruila?
Hvað um Tarzan,
Skugga eða Lisu og
Láka?
Margt bendir til þess, að þið
létuö ekki bara börnin um það.
Þaö hefur nefnilega komið i ljós
við rannsókn, að hinir hundruð
þúsunda lesenda teiknimynda
blaöanna eru fullorðnir, það er
að segja fólk milli tvitugs og
fimmtugs. Þeir gleypa hinar
svokölluðu teikniseriur i sig
meö enn meiri áfergju en börn-
in.
Þetta segir bókaforlag i Dan-
mörku, sem sendir út fréttatil-
kynningar, þetta segja bóka-
kaupmenn, kaupmenn i sölu-
turnum og bókaveröir. Og viö
getum vafalaust talað um ls-
lendinga á sama hátt og Dani I
þessu tilfelli, að minnsta kosti
seljast stór upplög af teikni-
myndablöðum.
Ef við vikjum að Dönum i
þessu tilfelli, þá segja þeir, aö
þessi þrá hjá lesendum á þessu
sviði sé svo einstæð, að það
virðist gefa mynd af tiðar-
andanum i dag og fólkinu á þvi
herrans ári 1974. 1 framtiðinni
fáum við ef til vill heilan her-
skara af djúpt hugsandi sál-
fræðingum (eða kannski heldur
geðlæknum) til að gefa svör á
þessum sérkennilega smekk
fólks i vali á lestrarefni.
Milljónaupplag
Enginn þarf heldur að vera án
teiknimyndablaðanna. Þar eru
margir um boðið, en Andrés
önd er langefstur með 210 þús.
blöð á viku, og bók um Andrés
önd kemur út á hverju ári I 150
þús. eintökum, og Tinnabók
kemur út á hverju ári i 250 þús.
eintökum.
Eitt af forlögunum sem gefur
út teiknimyndablöð, sendi út
spurningarlista i sambandi við
slik blöð. Þeir fengu ótrúlega
mörg svör og ekki svo fá frá vel
menntuöum mönnum en aðeins
1/8 af þeim sem svöruðu voru
konur.. Það sýndi sig á þessu
sem á öðru að flestir, sem lesa
blöðin eru á aldrinum 20—45
ára.
Engin tekur þetta samt sem
tölfræðilega heimild, en það
bendir á ásamt mörgu öðru,
hvað það eru margir i heimi
hinna fullorðnu, sem gaman
hafa af svona lesningu. Þessi
blöð, sem eru vissulega
skemmtileg, eru auðvitað lika
mjög mikið lesin af unglingum
og börnum nokkru yngri en voru
minnst lesin af ungum krökk-
um.
Hin nýja
æskumenning
A meðal blaðaútgefenda
finnast þeir, sem segja
blygðunarlaust:
— Salan minnkar auðvitað
eitthvað út af háu verði á papplr
og vegna minnkandi kaupgetu
viðskiptavinanna, en teikni-
myndablöðin eru að verða að
áhrifamiklum hluta i menningu
æskunnar á sama hátt og
kúrekabuxur eru orðnar hluti af
tizku ungmenna. Teiknimynda-
blöðin munu vinna mikið á og
verða stærri og stærri hluti af
útgáfu barnabóka.
Aldrei hefur verið meira um
góðar barnabækur i Danmörku
en nú. Ein af þeim, sem er talin
afbragðs bók, er einmitt eftir
Per Carlsen, sama höfund og
skrifar Tinnabækurnar vinsælu,
sem fluttar eru út frá Dan-
mörku og þýddar á mörg tungu-
mál.
—EVI
Fullorðnir eru
æstir i framhaldsblöð
Það merkilega við þetta er, að
á sama tima geta Danir (og við
íslendingar liká) valið úr
góöum bókum á öllum sviðum.
Og nú eins og undanfarin ár eru
bækurnar keyptar af nokkuð
þeim sömu og slappa af eða
fylgjast spenntir með teikni-
mynda blöðunum.
Það eru áreiðanlegar
heimildir til fyrir þvi, að
pabbarnir eru fljótari en börnin
að næla sér I Andrés önd eða
Tinna og sökkva sér niður I
blöðin, sitjandí i góðum
hægindastól og hætta ekki fyrr
lestrinum en blaðið er á
enda. Siðan hugsa þeir um frétt-
ir af Nixon, skattana og hvernig
eigi að spara.
OFT ÍR VANDI AÐ IIFA
Láttu ganga
Ijóóaskrá
Menn virðast hafa haft allt
annað að gera i sumarfriinu
en að setja saman stökur og
senda þættinum. Það er svo
sem vel skiljanlegt, að þegar
menn eru komnir i nána snert-
ingu við náttúruna, detti þeim
flest annað i hug en yrkingar.
Þá er það ættjörðin, sem á hug
þeirra allan. Sumir njóta
hennar út um bilgluggann,
öðrum finnst betra að þreifa á
henni.
Böðvar Guðlaugsson yrkir Ættjarðar-
kvæði.
Fullur af ættjarðarelsku
um þina móa og börð
fer ég á ýmsum endum,
ástkæra fósturjörð.
A tólf hundruð metra tindi
timunum saman ég dvel.
Þar skal min föðurlandsfegurð
filmuð á Kodak-vél.
Teyga ég landsins töfra,
til dæmis liti og hljóm
röitandi um ryðbrún holtin
á reimuðum strigaskóm.
Endiiangur i lautu
leggst ég sem bleikur nár.
Hrynja oni kræklótt kjarrið
koniaksbiandin tár.
Upp ris ég bráöum aftur,
ek mér og sletti i góm.
Þá er föðuriandsástin orðin
sem afskorið stofublóm.
Menn þreyta sig á fjallgöngum og hafa
gaman af. Þórarinn Sveinsson má sækja
á brattann án þess aö hafa sóst eftir þvi.
örðugan ég átti gang,
yfir hraun og klungur.
Einatt lá mér fjall i fang
frá þvl ég var ungur.
Ungdómurinn kann trúlega að meta
landiö sitt ekki síður en aðrir, og þótt
timarnir hafi breyst þannig, að ekki
verður mikið af hraunum og klungrum á
vegi hans i lifinu, er þó ástin jafn stór
þáttur I lifi mannsins nú og i gamla daga.
Minningar um æskuást
ævi langa geymast,
— cinkanlega ef hún brást.
En æskubrekin gleymast.
Trúlega er þetta rétt hjá Þórarni og
væri þvi ekki úr vegi að nota tæknina og
taka æskubrekin upp á segulband eða
jafnvel myndsegulband til að spila fyrir
þá gömlu, sem sifellt eru að fella dóma
yfir unga fólkinu. Leifur Eiriksson fellir
sinn dóm, og getum við ekki til gamans
imyndaö okkur, að hann sé að ræða um
þá, sem halda þvi stöðugt fram, að ung-
dómurinn fari versnandi meö hverju
árinu, sem liður.
Vaða flestir syndasjó,
slna lesti bera,
Oft eru verstir þeir, sem þó
þykjast beztir vera.
Að sjálfsögðu tala ekki allir illa um ung-
dóminn, en þó vill það verða svo, að þvi er
fremur komið á framfæri, sem miður er
gert en hinu, sem vel er gert, enda fólk
kannski minnugra á það fyrrnefnda eins
og Indriði Þorkelsson segir:
Höpp sln ekki margur má
muna stundu lengur:
stálminnugur er þó á
allt, sem móti gengur.
Svo eldistunga fólkið og ný og enn verri
æska tekur við hlutverkinu. Með aldrinum
fara minningarnar að gera vart við sig.
Árni Guðjónsson yrkir:
Þó ég engin nefni nöfn,
neinu skal ei gleyma.
Minninganna myndasöfn
mér er ljúft að geyma.
Minningarnar eru að sjálfsögðu mis-
jafnar, en þó mun fólk yfirleitt reyna að
halda þeim helst til haga sem bestar eru,
eins og Einar Kristjánsson.
Hafir þú um kyrrlátt kveld
kysst og faðmað svanna,
verður hlýtt við arineld
endurminninganna.
Margur stanzar stundarbið,
strauma iifs að kanna,
ilia lagðar vakir við
verstu minninganna.
En hvort sem minningarnar eru góðar
eða slæmar, verða þær ekki frá okkur
teknar. Sigurjón Kristjánsson segir:
Þó að skapi skort og nauö
skeytin atvikanna,
frá mér tekur enginn auð
endurminninganna.
Og yfirleitt er það liklega svo með
minningarnar, að þar blandast saman
gleði og sorg eins og Sigurdór Sigurösson
lýsir i næstu visu:
Lit ég yfir liðin ár,
læt þau hugann kanna,
finn þar bæði bros og tár
bernskuminninganna.
En það dugir ekki að lifa i fortiðinni,
þegar i nútiöinni biða mörg verkefni að
fást við og leysa. Ber þar að vonum hæst
efnahagsvandann og eins og ráðamenn
okkar segja, verða allir að leggjast á eitt
að leysa þann vanda. Ólöf G. Svein-
bjarnardóttir yrkir:
Góðar spýtur glæða hyr,
af gnægðum rennur lindin.
Stóru og smáu steinarnir
styðja og reisa tindinn.
Og þegar að þessu kemur er hætt við að
vandlifað verði fyrir marga.
Oft er strand við úfið hraun,
oft er grand að klifa.
Oft er blandin æviraun,
oft er vandi að lifa.
Þó fer ekki hjá þvi, að eitthvað slæöist
með af minningum af verra tági. Stein-
björn Jónsson yrkir:
Þessi visa Einars Þórðarsonar er sú
siðasta i dag.
Ben.Ax.