Vísir - 17.08.1974, Side 8

Vísir - 17.08.1974, Side 8
8 Visir. Laugardagnr 17. ágúst 1«74. OÐRU EYRA: Þrœlgóð tónlist — og textarnir eru allrar athygli verðir — Plata fyrir þó sem vilja hlusta fremur en dansa SPARKS ,,KIM ONO MY HOUSE” Hér er á feröinni plata, er krefst góörar hlustunar. Meö albúminu fylgja textar laganna, og mæli ég meö þvi, aö hver sá sem eignast þessa plötu, lesi textana um leiö og hann hlýöir á tónlistina, þvi að þeir eru meö þeim betri er ég hef lesið. I textunum felast lúmskar ádeilur, eins og t.d. i laginu „Falling in love with my-self again”, þar sem hjónabandið er tekiö til meðferðar,: Similar mother, similar father, similar dog, cat and fish, and we’ll make the same wish. Og lagið Amateur Hour: dance, laugh, wine, dine, talk and sing, But those can not replace what is the real thing, It’s a lot like playing the violin, You can not start off and be Yehudi Menuhin. Og svo er fjölskyldumaðurinn tekinn til meöferðar i laginu „In my Family”: That’s how it’s gonna be, Before and after me, Manu- facturing many, many, me’s Gonna hang myself from my family-tree. En þetta var bara smá sýnishorn úr vel saman- settum textum, sem gera plöt- una helmingi skemmtilegri. en hún ella hefði verið. Þar meö er ég ekki að setja neitt út á tónlistina sjálfa, þvi hún er þrælgóö, blönduð góöu „beati”, strengjaleik, og oft bregður fyrir góöum pianóleik. Aöal- menn þessarar grúppu eru bandarlsku bræöurnir Ron og Rusell Mael, og hafa þeir samiö öll lög plötunnar sjálfir, auk þess sem Rusell sér um allan söng, meö frábærum árangri (þótt hann stundum hermi eftir Bryan Ferry úr Roxy Music). Kimono my house er góö plata, sem á erindi til þeirra,er hlusta, I stað þess aö dansa, auk þess sem Sparks er nafn, sem á framtiö fyrir sér. P.S. Þeir, sem hafa gaman af Roxy Music, ættu að veita þess- ari plötu athygli. Beztu lög: Talent is Asset. Conplaints. Falling in love.- MEÐ MÍNUM EYRUM ORN PETERSEN SPARKS Tími til komin að gefa þeim gaum: TAKTFÖST TÓNLIST STATUS QUO. „QUO” Þaö er timi til kominn að þessari ensku grúppu sé veitt meiri athygli hérlendis, en undanfarið. Það viröast vera margir til, sem halda að Uriah Heep, Deep Purple, og Zeppelin séu einu grúppurnar I heimi, sem geti fengið mann til að stappa I gólfið, en það er af og frá, hlustið t.d. á Queen og STATUS QUO. Ég skal viður- kenna, að textar félaganna eru ekkert sérstakir, en þeir bæta það sannarlega upp með hröðum, og taktföstum hljóð- færaleik, sem myndi fá hvern sem er til að sparka i gólfið. eða minnsta kosti lyfta litlu-tá. Þegar ég t.d. heyrði þessa plötu I fyrsta sinn, imyndaði ég mér, að ég væri trommari og sló trommurnar uppum alla veggi, þið hefðuð bara átt sjá mig.? Jæja, en sleppum þvi, þetta er plata, sem á erindi til þeirra, er unna hraðri rokk-stuð músik, og sömuleiðis á hún erindi á hin „fjöldamörgu” diskótek höfuð- borgarinnar. Þetta er annars sjöunda albúm Status Quo, sem hafa verið á ferðinni frá árinu 1968, fyrri albúm þeirra eru: „Picturesque Matchstickable Messages”, „S t a t u s Quotation,”, „Ma Kelly’ s Greasy Spoon”, „Dog of two Heads”, „Piledriver”, og Helló”. Beztu lög. Break the Rules Don’ t think it matters. Slow Train. KEIMLÍKIR ÝMSUM ÖÐRUM Ég skil bara ekki, hvers vegna Jón Bæóog Ami eru að rifast um Nazareth. En það stafar eflaust af skilningsleysi mlnu?? Já, vel á minnzt, Nazareth taka ca. 350.000 fyrir konsertinn, miðinn kostar 1.500 kr., og húsið rúmar ca. 5.000 manns, já reiknið þið svo út. Hvers konar monki-bisness er þetta eiginlega? ROOF TOPS eru að gefa út plötu, sem inniheldur m.a. lag Hljóma „Rock Me”, þrumu- góð plata, segja kunnugir, en ég segi náttúrlega ekkert fyrr en ég hef heyrt ’ana. Já, hvað á maður að gera við pening- ana, segir GREG LAKE, um leið og hann kaupir sér gólf- teppi sem kostar 600.000,-, krónur, skyldi hann vera eitthvað smá skrýtinn náung- inn? Orðrómur er nú á kreiki um það vestanhafs, að hinir upprunalegu CREAM séu að taka saman á ný, það vill þýða, ERIC CLAPTON, GINGER BAKER, og JACK BRUCE.en er það ekki aftur- för?? Þetta getur svo sem vel passað, þvi að hljómsveitin BECK BOGERT& APPICEer leyst upp, og þeir tveir siðast- nefndu reyna nú að stofna nýja grúppu, ásamt ROBIN TROYVER fyrrv. meðlim — PROCULHARUM. WHO vinna nú að næstu plötu sinni, sú mun að sögn Pete Townsend innihalda lög eftir RAY DAVIES og FRANK ZAPPA, m.a. sérstaklega skrifuð fyrir WHO. Þá er RICK WAKEMAN endanlega búinn að segja skilið við YES. Þá er loksins komin á markaöinn ný plata með þeirri heimsfrægu hljómsveit ROLLING STONES. Hún nefnist IT’S ONLY ROCK’n ROLL, og mun bara standa bærilega undir þvi nafni. Vissuð þið að JOHN DENVER heitir i raun og voru einfald- lega JOHN DEUTSCHEN- DORF? Nú, jæja, þá vitið þið það núna? ROY WOOD er um þessar mundir að vinna að næstu sólóplötu sinni, ásamt fyrrv. samstarfsmanni sinum úr ELO JEFF LYNNE, og NEIL SEDAKA, (þessum þarna á fimmtugsaldri, sem vill gjarnan vera ennþá tuttugu)? TOMMY, kvikmyndin, mun bjóöa upp á nokkur ný lög eftir TOWNSEND, þ.á.m. „DON NIX”, og CLAUDIA LINN- EAR”. Ný SANTANA plata á leiðinni, og sömuleiðis er á leiðinni önnur sóló plata ART GAR- FUNKELS (vonandi jafn góð og sú fyrri). Sterkur orðrómur er nú á kreiki i Bandarikjunum um það, að BEATLES verði „endurreistir”, en án McCartneys. 1 stað hans mun HARRY NILSSON koma, en hver v i 11 BEATLES án McCartneys?? Meiningin var, að MICK JAGGer skyldi leika FRANZ The Souther-Hillman-Furay Band. Þarna er ný hljómsveit á ferð- inni með sina fyrstu plötu. Hljómsveitin er skipuð þekktum nöfnum, sem flest hafa verið viðriðin heimsfrægar hljóm- sveitir, sem sé þeim, J.D. Souther-Chris Hillman (Byrds, Manassas) — Richie Furay (Buffaolo Springfield, Poco)-Al Perkins (Manassas) — Jim Gordon (Derek and the Dominos m.a.) — og Joe Lala (G.S.N. & Young, Manassas m.a.) Þessi sveit myndaðist um þær mundir, er til stóð að endurlifga hljómsveitirnar G.S.N. & Young, og Byrds i upprunarlegri skipan þeirra, en þaö hefði vitanlega verið á kostnað þeirra. er störfuðu i Manassas m.a. Það er fremur óliklegt, að þessi hljómsveit nái langt á framabrautinni, þar eð þeir flytja tónlist keimlika þeirri, er G.S.N. & Young og Byrds flytja, þvi þær gnúbbur tröllrlöa nú tónlistarbransanum vestanhafs, að minnsta kosti á sviði tónleikahalds. En tónlist þeirra er engu að slður góð, flest laganna eru eftir þá Souther Hillman og Furay, og kennir þar margra góðra grasa (eða á ég kannski að segja TONA)?. — Þarna er t.d. anzi gott rokk lag Hillman’s „Safe at home”, rólegt lag Souther’s „Deep Dark and Dreamless,” og fallegt lag Furay’s „Believe me”. Fyrir þá er höfðu gaman af tónlist Buffalo Springfield, og Poco er þetta kjörin plata, en næstum þvi einum of llk fyrri plötum þessara hljómsveita. Beztu lög: Believe me Border Town. Safe atHome. LISZT i kvikmynd KEN RUSSELS, en af þvi varð ekki, þvl að RUSSELL þessi mun hafa verið öllu hrifnari af söngvara hljómsveitarinnar WHO, ROGER DALTREY, og þá fór Jagger I fýlu. Bandariski trommuleikarinn BUDDY RICH fékk væga löm- un i hendur sinar fyrir skömmu, og töldu læknar hann ólæknandi, en Rich trúði þvi ekki. Hann gekkst undir kinverska nálastungulækn- ingu og lemur nú húðirnar að nýju, húrra fyrir þvi.. Nú, ég hef varla meira pláss I dag, hittumst i næstu viku, bless... öRP. Rick Wakeman

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.