Vísir

Date
  • previous monthAugust 1974next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 17.08.1974, Page 16

Vísir - 17.08.1974, Page 16
Laugardagur 17. ágúst 1874. 16 | í DAG | í KVÖLD | í DAG | I KVÖLP | í DAG SJÓNVARP • Laugardagur 17. ágúst 1974 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og ííiuglýsingar, 20.25 Læknir á lausum kili- Breskur gamanmynda- flokkur. Siðdegisraunir Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Stengir slegnir. Tveir bræður, Sergio og Edwardo Abreu, leika saman á gitara lög eftir ýmsa höfunda. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 21.15 Hvað er hægt að gera? Fræðslumynd frá Sam- einuðu þjóðunum um ráð- stafanir, sem gerðar eru til að koma i veg fyrir tjón af völdum jarðskjálfta, eld- gosa og annarra náttúru- hamfara. Þýðandi og þulur Kristmann Eiðsson. 21.40 Elmer Gantry. Banda- risk biómynd frá árinu 1960, byggð á sögu eftir Sinclair Lewis. Leikstjóri Richard Brooks. Aðalhlutverk Burt Lancaster, Jean Simmons og Arthur Kennedy. Þýð- andi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Aðalpersónan, Elmer Gantry, er banda- rfskur farandprédikari seint á öldinni sem leið. Hann er sjálfur meir en litið' blend- inn i trúnni, en prédikanir hans hrifa almenning með meiri krafti en hann gat sjálfan órað fyrir. 23.35 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. ágúst. 18.00 Skippi. Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og ungiinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Sögur af Tuktu. Kanadiskur fræðslumynda- flokkur fyrir börn. Þýðandi og þulur Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.40 Steinaldartáningarnir. Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Bræðurnir. Brezk fram- haldsmynd. 6. þáttur. Samningsgerð.Þýðandi Jón O. Edward. Efni 5. þáttar: Veislan hjá Carter heppnast miður en hann hafði vonað. Aðeins Mary Hammond og Kingsley-mæðgurnar koma. Eftir að gengiö hefur verið frá sameiningu fyrirtækj- anna láta ökumenn Hamm- ond-fyrirtækisins i ljós megna óánægju með, að menn Carters, sem ekki eru i stéttarfélagi, skuli njóta sama réttar og þeir sjálfir. Boðað er til fundar um mál- ið. Brian hittir Pamelu Graham aftur og býður henni á kvöldtónleika, en áður en hann fer, kemur Ann óvænt heim og virðist ekki hugsa sér að fara aftur. 21.20 Andstæður.Tónverk eftir Béla Bartók. Flytjendur Rut Ingólfsdóttir, Gisli Magnússon og Sigurður Snorrason. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.40 Sinn er siður i landi hverju. Brezkur fræðslu- myndaflokkur með saman- burði á siðum og venjum fólks i fjórum heimsálfum. 3. þáttur. Unglingarnir. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.25 Að kvöldi dags. Sr. Sigurður Haukur Guöjóns- son flytur hugvekju. 22.35 Dagskrárlok. Sjónvarp sunnudag kl. 20.25: SAMNINGAGERÐ „Brœðurnir" „Bræðurnir” eru á dagskrá sjónvarpsins annað kvöld, og eins og vanalega þá gengur á ýmsu bæði I fyrirtækinu og I einkalifinu. Bilstjórar Carters eru ófélagsbundnir og vekur það megna óánægju hjá ökumönn- um Hammond-fyrirtækisins, aö þeir skuli njóta sömu réttinda og þeir. Liggur við, að verkföll hefjist út af þessu, en þá er boð- að til fundar um málið. Frú Hammond, móðir bræðr- anna, hefúr fengið vinnu i verzlun góðgerðarstofnunar og styttir sér leið heim til sin meö aö heimsækja son sinn. David, sem nú er enn á ný kominn meö fyrirsætuna, (sem við könnumst við úr fyrri þáttum), sem kær- ustu. Fer vel á með þeim konun- um. Brian og kennslukonan eru enn saman, en Anna dvelur hjá honum um nótt i von um að geta fengið átyllu til þess að fresta skilnaði sinum og Brians. Myndin sýnir Bill Riley, verk- stjóra hjá Hammondbræðrun- um, I þættinum „Bræðurnir”. —EVI r Utvorp sunnudag kl. 19.35: Dagbókor- brot úr Tyrklands ferð eftir fréttirnar „Ég mun lesa eitthvað upp úr dagbókarblöðum mlnum frá Tyrklandi, en ég ferðaðist um Tyrkland f fyrrasumar I nokkra mánuði, sem var afar skemmti- iegt”, sagði Jökull Jakobsson, þegar við forvitnuðumst um þátt- inn hans „Eftir fréttir”. Eins og kunnugt er, hefur hann verið með þennan þátt i sumar a sunnudögum og verður það áfram til ágústloka. Við spurðum Jökui, 'nvort nann gæti lifað á þvi að skrifa. „Jú, með þvi að þræla fyrir ' daglaunum fyrir útvarp og sjón- varp, tekst að halda í báða enda; ” var svarið. Hann er um þessar mundir að vinna að þætti um Hallgrlm Pét- ursson, ásamt Sverri Pálssyni, Þetta er fjallið Ararat I Tyrk- landi, þar sem örkin hans Nóa átti að hafa strandað á. fyrir frétta- og fræðsludeild sjón- varpsins. . Um hvað væri nýtt i leikrita- gerð.sagði hann, að nýtt stykki eftir sig, „Grímudansleikur”, yrði sýnt á litla svíðinu i Þjóðleik- húsinu I haust. Verður það senni- lega fyrsta islenzka stykkið, sem frumflutt verður þar I vetur, en þau verða tvö önnur ‘„Litla flug- an” og „Ertu nú ánægð kerling” verða áfram sýnd i haust. Þá verða aftur teknar úpp sýningar Þjóðleikhússins á „Klukku- strengjum”, og Iðnó mun sýna áfram „Kertalog”, hvort tveggja eftir Jökul. — EVI. Sjónvarp í kvöld kl. 21.40' „Elmer Gantry Bönnuð börnum! „Þessi mynd er engan veginn við hæfi barna, ýmislegt það, sem sýnt er i henni, er lftið geðs- legt, svo sem meðferö á trúar- legu efni. Enda segja framleið- endurnir þaö sjálfir, að hún sé ekki ætluð börnum”, sagði Jó- hanna Jóhannsdóttir, þýðandi myndarinnar, er við forvitnuð- umst um efni hennar. Myndin fjallar um trúboð I Ameriku og gerist árið 1917. Aðalpersónan er farandtrrúboði (Burt Lancaster) sem hrífur áheyrendur sina með prédikun- um sinum meira en hann sjálfan gat órað fyrir, þvi að hann er meira en litið blendinnyi trúnni. Aðrir leikararrJean Simmons og Arthur Kennedy. Leikstjóri er Richard Brooks. Sinclair Lewis, höfundur sög- unnar, sem biómyndin er byggð, á, er ákaflega vel þekkt- ur höfundur, bæti i heimalandi sinu, Bandarikjunum, og viðar. Oft fjalla bækur hans um þá þegna þjóðfélagsins, sem hallar á. Þessi mynd er einhver sú lengsta, sem sjónvarpið hefur sýnt. — EVJ „Ég fjalla um skáldið Stephan G. Stephanson og lýsi honum gegnum samtiðar- mann hans, Vestur-tslending- inn Jóhann Magnús Bjarnason rithöfund,” sagði Ævar R. Kvaran, er við spurðum um þáttinn „Frá Vestur-ts- lendingum’', sem hann sér um. Ævar les upp úr endurminn- ingum Jóhanns um manninn og skáldið Stephan, og auk þess sagðist Ævar reyna aö kynna Stephan sem höfund óbundins máls og les ritgerð hans „Hægt er að þreyja Þorr- ann og Góuna”. Einnig les hann stutt en mjög magnað ævintýri um vizku og mannvit eftir hann „Gráskegg” og þá nokkur ljóð. , ,,Ég legg áherzlu á að kynna manninn sjálfan,” sagði Ævar. Þetta er S.þáttur hans um Vestur-íslendinga, en hann hefur verið beðinn um að taka saman 10 þætti, og eru þeir á< dagskrá útvarpsins annan hvorn laugardag. —EVI— Ævar R. Kvaran ætlar að kynna fyrir okkur I kvöid skáldið og manninn Stephan G. Stephan- son. Utvarpið í kvöld kl. 21.15: FRÁ VESTUR- ÍSLENDINGUM

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue: 151. Tölublað (17.08.1974)
https://timarit.is/issue/238739

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

151. Tölublað (17.08.1974)

Actions: