Vísir - 21.08.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 21.08.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Miövikudagur 21. ágúst 1974. 7 eoa Gráfikjur (smátt skornar, smátt skornar döBlur) 1 kg. sykur. Rabarbarbarinn skorinn smátt, settur i pott og sykrinum blandaö saman við, krækiberin, döBlurnar eBa gráfikjurnar settar með og soðiB við hægan hita I u.þ.b. klst. eða þangað til sultan er orðin mátulega þykk. Hrært vel i á meðan. Einnig mætti nota jarðarber i stað krækiberja og eru þau þá sett saman við, skorin I bita, siðustu 15 minúturnar. Rabarbari i sykurlegi. 2-3 vinrabarbari, 1/2 dl. vatn, 50 gr. sykur, Rabarbarinn hreinsaður, skorinn i 2 sm langa bita og ,soðinn i leginum þangað til hann jer meyr. Frystur rabarbari. Rabarbarinn hreinsaður og skorinn i bita. Hæfilegur skammtur t.d. I graut er settur i litla plastpoka og lokað vel 'fyrir. Siðan frystur. Rabarbarapæ Pædeig, 150 gr. smjörliki, 150 gr. hveiti (3 dl.) 2 1/2 msk. vatn eða rjómi eða vatn og rjómi blandaður til helminga (Penslað með eggi). Setjið hveitiö á borðið.blandið smjörinu saman við, látið i skál og vökvanum blandað saman við með sleif. Hnoðið deigið, en ekki mikið, og látið þaö siðan kólna. Ef deigið á að verða sér- lega gott, má fletja það út nokkrum sinnum og leggja saman aftur, en þá er það látið kólna á milli þess að það er flatt út. 1/2 kg. rabarbari (4-5 meðal- stórir leggir), 3 dl sykur. Formið hefur verið klætt að innan með mestum hluta pædeigsins. Rabarbarinn skorinn i litla bita, og sykrinum stráð á milli bita. Af- gangurinn af deiginu flattur út og lagt yfir formið i lengjum. Notiö gaffal til þess að þrýsta niður á barmana. Penslað með þeyttu eggi og bakað i heitum ofni (250 gráður) i 30-35 minútur. Borið fram volgt eða kalt með þeyttum rjóma eða is. Rabarbaraábætir (trifflé) 6 kökur (smákökur). 2 msk. sulta- Eggjabráð úr 1 dl rjóma 2 eggjarauður 2 msk, sykur 2, dl mjólk, 1 1/2 tsk. hveiti. Skreytt með 2 dl þeyttum rjóma. Kökumolarnir látnir á botninn á glerskál, siðan rabarbara- sultan, sem er vel þykk, þá eggjabráðin, sem er búin til svona: Rjóminn er hitaður. Eggjarauðurnar hrærðar með sykrinum. Hveiti hrært saman við og þvi næst sjóðandi mjólkinni. Hellt i pottinn með rjómanum og Jirært i, þangað til sýður. Gott er að setja vanillu út i. Kælt nokkra stund og siðan hellt yfir sultuna. Þegar þetta er orðið kalt er það skreytt með þeyttum rjómán- um. 1 stað rabarbarasultu má nota rábarbara úr sykurlegi eða hvaða ávaxtasultu sem er. Þó að árið i ár sé mikið berjaár og við ættum að geta búið til allt mögulegt úr berj- um, er alltaf gott að eiga rabarbara i frysti- kistunni. Hann er ekki svo dýr miðað við annað og er mjög ljúf- fengur i alls konar pæ og kökur, fyrir utan þessa ágætu sultu, sem búin er til úr rabarbara o g krakkarnir kalla stundum ,,gamla daga sultu” til aðgreiningar frá öllum hinum sem búðirnar eru fullar af. Fyrst minnzt er á krakk- ana, þá er einmitt upplagt að hafa þá með þegar mamma fer að þvo og brytja niður rabarbarann, þvi að þeir geta auövitað hjálpað til og þá er lika helmingi meira gaman að smakka sultuna eða pæið eftir að vera búin að taka þátt I að búa eitthvað til sjálfur. Algengast er að búa til sultu úr rabarbaranum og þá er oft mjög ljúffengt að sjóða með aðra ávexti svona til tilbreytingar. Við ætlum þvi hér á Innsiðunni að koma með nokkrar uppskriftir af slikri sultu og fleiru úr rabarbara. Eitt er það sem athuga þarf I sambandi við rabarbara, ef mjög mikið er borðað af honum, að hann inniheldur oxalsýru, sem gerir það að verkum, að þegar það fer i samband við kalk i líkamanum, myndar það óuppleysanlegt samband sem likaminn getur ekki nýtt. Til að varna þessu er sett calsí- um-clorid 40%, sem fæst i apó- tekum og er sett 1 msk, af þessu i 1 kg af rabarbara. Þá er einnig æskilegt að setja bensoat eða betamon saman við sultu, sérstaklega ef notað er ihinna en 1 kg. af sykri á móti 1 kg. af rabarbara, eins og nú er orðið algengt. Rabarbarasulta-venju- leg 1 kg. rabarbari. 500-750 gr sykur 2 tsk. betamoi Rabarbarinn þveginn og skorinn I litla bita. Fyrst er hann settur I pott og siðan sykur og rabarbari á vixl. Látið helzt biða yfir nótt. Þá er hann soðinn við vægan hita og hrært vel I á meðan. Þessi sulta er að- eins soðin I u.þ.b. 1 klst. og er þvi betra að saxa hana. Þó þarf þess ekki. Rabarbara- og epla- sulta 2 1/2 kg. rabarbari, 2 1/2 kg. epli, 2 1/2 kg. sykur, Betamon. Stráið rabarbarann með sykri og sjóðið i 1 klst. eplin skræld og skorin I bita og soðin I litlu vatni, marin. Látið þau saman við rabarbarann siðustu 10 minúturnar. Rabarbara- og döðlu- gráfíkju- eða krækiberjasulta. 1 kg. rabarbari, Ca. 200 gr. krækiber, Smjör og hveiti er blandað saman i pædeigið. Rabarbarlnn og sykurinn blandaður I forminu. Deigið skorið I ræmur og lagt yfir formið. Ein ræman er lögð I kringum kantinn, henni er þrýst vel niður með gaffli. Það má l(ka alveg eins borða rabarbarann hráan. Að minnsta kosti finnst honum Tomma, hérna á myndinni, rabárbarinn alveg ágætur á bragðið þannig.... RABARBARANN MÁ NOTA Á MARGAN HÁn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.