Vísir - 28.08.1974, Blaðsíða 6
Visir. Miðvikudagur 28. ágúst 1974.
(y
VISIR
(Jtgefandi:
Framkvæmdastjóri::
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
^Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Rjtsljörn:
Askriftargjaid 600 kr.
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Ilaukur Helgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
á mánuði innanlands.
t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Gagnlegir fundir
Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i
Caracas lýkur i þessari viku. Allt bendir til þess,
að niðurstaða þessa áfanga ráðstefnunnar verði á
þann veg, að ekki takist viðtækt samkomulag um
meginlinurnar i heildarsamningi um skiptingu
heimshafanna og yfirráð yfir þeim.
Fundirnir i Caracas hafa ekki verið gagnslaus-
ir, langt þvi frá. íslendingar hljóta til dæmis að
fagna þvi, að almennt hefur verið viðurkennt, að
strandriki skuli hafa yfirráð yfir 200 milna auð-
lindasvæði. Samkomulag um 200 milurnar
strandar hins vegar á þvi, að rikin leggja mis-
munandi mikla áherzlu á, hvernig yfirráðunum
skuli háttað. Sumar þjóðir vilja takmarka þau,
og aðrar, að þau verði likust þvi sem innan 12
milna landhelginnar, sem einnig er almenn sam-
staða um.
Starf islenzku sendinefndarinnar á fundum i
Caracas hefur einkennzt af viðleitninni til að ná
þar samkomulagi um höfuðþætti heildarsam-
komulags. Islendingar hafa bæði staðið að til-
löguflutningi um stærð landhelginnar og auð-
lindasvæðisins og um mengunarlögsögu.
Viðbrögð einstakra rikja og rikjaheilda við þeim
tillögum sýna, hversu hagsmunirnir eru ólikir,
sem sætta þarf.
Már Elisson, fiskimálastjóri, gat nokkuð um
andstöðuna gegn þessum tillögum i viðtali við
Visi á dögunum. Hann benti meðal annars á, að
Ástraliumenn hefðu viljað skýrari ákvæði um
yfirráðarétt strandrikisins yfir landgrunninu ut-
an 200 milnanna. Meginlandsriki Afriku hefðu
viljað takmarka yfirráðin við 200 milur. Aust-
ur-Evrópurrikin gerðu þá kröfu, að strandrikið
hefði ekki eitt ákvörðunarvald um fiskveiðar inn-
an 200 milnanna. Og þannig mætti lengi halda
áfram að telja upp agnúana á þvi, að samkomu-
lag tækist milli stærri hóps rikja.
Á fundunum i Caracas hefur tekizt að fækka
valkostum þeim, sem um er að ræða við lausn
þeirra mála, sem deilt er um. Siðustu fundardag-
arnir fara væntanlega i það að kanna, hvaða val-
kostir njóta stuðnings meirihluta rikja. Ef til vill
verður með þvi unnt að útiloka ýmis þrætuefni.
Takist það ekki, liggur það eitt eftir Caracas-
fundina, að dreginn verður upp listi yfir þá val-
kosti, sem um er að tefla. Það kemur svo i hlut
þeirra, sem sitja framhaldsfundi hafréttarráð-
stefnunnar á næsta ári að reyna til þrautar að ná
samkomulagi.
Það er ljóst, að ljúki hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna á næsta ári, eða siðar án þess að
samningar takist um skiptingu hafsins, mun
skapast allsherjar óreiða i hafréttarmálum.
Furðulegur dómur alþjóðadómstólsins i Haag i
máli Breta og Vestur-Þjóðverja gegn íslending-
um verður ekki til þess að minnka óreiðuna. Það
eina góða við þann dóm er, að hann ýtir á eftir
mönnum til samninga á hafréttarráðstefnunni.
Þeir vilja með samningi koma i veg fyrir for-
dæmisgildi dómsins.
Við nýrri rikisstjórn á íslandi blasir það verk-
efni að færa yfirráðasvæði landsins út i 200
sjómilur. Miðað við framgang mála á hafréttar-
ráðstefnunni og tillöguflutning Islendinga þar,
má segja, að það sé óeðlilegt, ef Islendingar biða
ekki með ákvörðun um 200 milurnar, þar til hald-
betri niðurstaða fæst á ráðstefnunni. Hins vegar
er ástæðulaust að biða lengi, þvi að ákvörðun
okkar kynni að ýta á eftir þvi, að alþjóðlegt sam-
komulag takist fyrr en ella. — BB.
Starfighter F-104.
STAÐLAR NATO
VOPN SÍN - EDA
POKAST HVER
í SÍNU HORNI?
Nú er hver að verða
siðastur fyrir varnar-
málaráðherra fjögurra
NATO-rikja — Belgíu,
Holiands, Noregs og
Danmerkur.
Áður en langt um liður
verða þeir að gera upp
við sig, hvort þeir kaupa
allir sömu orustuflug-
vélina tii að leysa af
hólmi þær 350 Starfight-
er F104, sem flugherir
þeirra nota núna.
Ákvörðun þeirra i
þessu efni hefur ekki svo
litla pólitiska og efna-
hagslega þýðingu.
Ef þeir ákveða allir að kaupa
sömu tegund véla til að endurnýja
flugflotann — og losa sig við Star-
fighter-inn, sem er farinn að ger-
ast aldraður — þá mundi því al-
mennt fagnað innan NATO. Yfir-
stjórn NATO hefur lengi hvatt
aöildarrikin til að staðla vopn sin,
en þaö hefur hlotið daufar undir-
tektir.
Kaupi þeir hins vegar sina vél-
ina hver — sem er reyndar farið
að sýnast liklegra með hverjum
deginum, er liður — þá virðist
ljóst, að biða verður ein tíu ár, að
minnsta kosti, þess að vopna-
stöðlunarhugmyndin verði að
veruleika.
NATO-rikin fjögur eiga erfitt
val, og freistingin er mikil að fara
eigin götur i þessu tilliti. — Fjórir
stórir aðilar eru helztu keppi-
nautarnir um 350 flugvéla
pöntunina. I húfi eru geipilegir
fjármunir, eða ekki minna en 400
milljón sterlingspunda viðskipti á
10 ára bili. (Það samsvaraði 132
billjónum króna á gamla geng-
inu).
Illlllllllll
M MIM
Umsjón: G.P.
Þessir aðilar eru Frakkar með
Mirage F-l, Sviar með Saab
„Eurofighter” og General Dyna
mics I Bandarikjunum með YF-16
og YF-17 „Cobra”. — Til álita
kemur kannski fimmti aðilinn.
Brezkir flugvélasölumenn hafa
lagt fast að þessum fjórum
NATO-rlkjum að ihuga að kaupa
ensk-frönsku vélina Jagúar.
Flestum þykir þó óliklegt, að hún
verði fyrir valinu, þótt óneitan-
lega séu i boði freistandi lána-
kjör. Flugflotar Breta og Frakka
eru nú i þann veginn að taka
þessa vél i þjónustu sina.
Sérstök ráðgjafanefnd, sem
varnarmálaráðuneyti Belgiu,
Hollands, Noregs og Danmerkur
hafa sett á laggirnar, hefur núna
til gaumgæfilegrar athugunar
kosti þessara fjögurra keppi-
nauta.
Það hefur verið lagt mjög fast
að löndunum fjórum að ná sam-
stöðu um kaup á einni tegund.
Hafa þau verið undir miklum
pólitiskum þrýstingi allan tim-
ann, siðan ljóst varð, að þau
þurftu að endurnýja flugflotann.
NATO hefur lengi gotið
öfundaraugum til Varsjárbanda-
lagsins, en vestrænum sér-
fræðingum þykir að vonum
vopnastöðlun Varsjárbandalags-
rikjanna vera til fyrirmyndar.
Þar sést i verki, hvernig viðhalda
má hámarksvigbúnaði með
minnstum tilkostnaði. — Það er
almennt viðurkennt meðal
aðildarrikja NATO, að stöðluð
vopn mundu leiða til umtalsverðs
sparnaðar i vopnaframleiðslu og
um leið I vigbúnaðinum.
Á þeim timum, þegar flest
NATO-rikin vilja ekkert fremur
en draga úr kostnaði sinum til
landvarna, þá er þetta stór kost-
ur, sem engin stjórn hefur efni á
að hunza.
Ennfremur er það almennt álit,
að hernaðarbandalag öðlist frek-
ari þýðingu, þegar allur her þess
notar sömu vopnin i stað þess
sýnishornasafns, sem nú er notað
I NATO.
En það, sem mestum vand-
kvæðum veldur, er sú staðreynd,
að vopnaframleiðslan er háþróuð
iðngrein bæði I Bandarikjunum
og einnig hjá nokkrum banda-
mönnum þeirra I Evrópu. Af þvi
hefur leitt, að stærri aðildarrikin
hafa verið harðir keppinautar og
samkeppni þeirra um gerð æ full-
komnari vopna hefur leitt til um-
framboðs á framleiðsluvörunni,
sem er kostnaðarsamt.
Enginn I þessum fjórum lönd-
um, sem nú eru að svipast um eft-
ir nýjum orustuvélum, bjóst við
þvi, að það yrði auðvelt að velja
eina tegund fyrir flugheri þeirra,
tegund, sem á að endast þeim
næsta áratuginn, eins og kemur
lika á daginn.
Það er nú þegar aitalað, að
Belgla og Holland ætli að fara
hvort sina leið I flugvélakaupun-
um. Er það hald manna, að Belgir
velji frönsku Mirageþotuna, en
Hollendingar muni kaupa banda-
risku Cobraþotuna.
Embættismenn i báðum þess-
um löndum þvertaka þó fyrir, að
búið sé að ákveða nokkuð I þessu
efni. Þeir fullyrða, að beðið verði
með ákvörðunina, þar til varnar-
málaráðherrar landanna fjög-
urra hafa heimsótt Frakkland og
Bandarikin I miðjum september-
mánuði, eins og staðið hefur til.
A meðan mun NATO biða með
eftirvæntingu þess, að i ljós komi,
hvort stöðlunarstefnan hefur orð-
ið ofan á, eða hvort henni hefur
verið hafnaö.
Ein af fyrstu
Mirageþotum
Frakka.