Vísir - 09.09.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 09.09.1974, Blaðsíða 20
vísir Mánudagur 9. scptember 1974. Fó sund- laugina beint fró Ameríku! — aðkeypt sundlaug í Stóru-Tjarnaskóla Þaö veröur sannarlega munur fyrir nemendur i Stóru-Tjarna- skóla i Ljósavatnsskaröi að geta hoppaö ofan i sundlaug rétt viö skólahúsiö, i staö þess aö fara lengri leiöir, til þess aö fá sér sprett. En það ætti að styttast i það. „Sundlaugin er komin til landsins, og við vonuðumst til þess að geta leyst hana út fyrir gengisfellingu, en það náðist ekki. Nú á ég þó von á þvi, að hún komi hingað næstu daga”, sagði skóla- stjóri Stóru-Tjarnaskóla, þegar viö ræddum við hann i morgun, en sundlaugin er aðkeypt. Sundlaugin er keypt i gegnum fyrirtæki i Reykjavik, en hún er amerlsk. Samanstendur hún af stálgrind, tréflekum og eins konar plastpoka eða plastdúk. Tekur mjög skamman tima að koma henni fyrir. Sundlaugin sjálf kostar um 700- 800 þúsund, en þá á eftir að reikna út flutning , uppsetningu og annað. Hún verður notuð fyrir nemendur skólans, og einnig fyrir almenning. Sundlaugin er 16 2/3 m á lengd og 7.50 m á breidd. Hún veröuraðöllum likindum sett upp I þessum mánuöi eða þeim næsta. —EA Velti rútu ó Hóaleitisbraut: • • Okumoðurinn með stúlku í fanginu — og nokkra vínsopa innvortis Með kvenmann i fanginu og milli 15 og 20 farþega i öðrum sæt- um, ók ungur maður stórum rútubil út af Háaleitisbraut aðafaranótt sunnu- dagsins, þannig að rútan valt. Ungi maðurinn hafði brugðið sér á dansleik I veitingahús I borginni. Þar hitti hann marga kunningja sina, sem voru ósparir á veitingarnar . En þar sem ungi maðurinn var akandi, þáði hann ekki nema nokkra sopa. Að loknum dansleiknum fór mikill hluti kunningjahópsins, eða milli 15 og 20, með piltinum I bflferð. Farartæki hans var nefnilega hvorki meira né minna en stór langferðabifreið. Rétt hjá Bústaðavegi þrengist Háaleitisbraut úr tveimur akreinum I eina. Þegar rútan kom þar að, þurfti ökumaðurinn aö sveigja til þess að færa sig um akrein. Þegar hann rétti bifreiðina úr beygjunni, datt ung stúlka I fang ökumannsins. Hún hafði setið uppi á vélarhlif farartækisins, en hlifin sú nær inn á gólf við hliöina á ökumanni. Með fangið fullt gat ökumaðurinn ungi ekki valdið stjórn bifreiðarinnar, og þvl fór sem fór. Rútan hélt áfram I beygjunni, og valt út fyrir veginn, á hliðina. Enginn slasaðist. Skemmdir á rútunni munu vera einhverjar, en reyndust mun minni við skoðun en ástæða þótti til að ætla. —ÖH Sumarfríinu hvergi betur varið en í garðholunni — ónœgðir kartöflu„bœndur" heimsóttir í góðviðrinu í gœr ,,Það er alveg lifs- hugsað mér betra Mallorka”, sagði Sóley nauðsyn að rækta sumarfri eða skipta á Halldórsdóttir, þar kartöflur, ekki gæti ég þvi og fara til sem hún lá á hnjánum i Sóley Halldórsdóttir (lengst til hægri) tekur upp kartöflur ásamt fjölskyldu o.fl. Litlu krakkarnir taka þátt I þessu af llfi og sál og fylgjast spennt meö hvaö margar kartöflur koma undan hverju grasi. Ljósm. Bj.Bj. einum af kartöflu- görðunum sunnan við Elliðaárnar og leitaði eftir hvort nokkur kar- tafla væri enn i moldinni Fjölskyldan hafði mætt kl. 7 I gærmorgun og var langt komin með að taka upp og sagði að aldrei hefði uppskeran verið betri. Sömu sögu höfðu aðrir kartöfluræktendur að segja, en margir höfuðborgarbúar voru að taka upp núna um helgina. Sóley sagði okkur, að þau geymdu allar slnar kartöflur I jarðhúsi þarna uppfrá. Þau hefðu byrjað að borða nýjar kartöflur i júli og þeir væru ófáir vinirnir og vandamennir- nir sem fengju i soöið hjá þeim. En eitt var það, sem þeim fannst skritið. Það var af hverju borgarbúar eru ekki taldir með, þegar talað er um kartöflu- bændur. Grænmetisverzlun landbúnaðarins vildi ekki taka til sölu kartöflur frá þeim. Sóley klappar kartöflunum og talar við þær og litur hreykin á kartöflurnar sinar, þar sem þær liggja til þerris. „Þær tapa bragði ef maður þvær þær og ekki hef ég trú á tröllamjöli eða úðun til að drepa arfann, maður verður að reyta hann sjálfur”, segir hún. „Skilaðu svo kærri kveðju til borgarstjórans okkar með ósk um að við fáum að halda kartöflugörðunum okkar hér én þurfum ekki að fara alla leið upp I Skammadal”, bætir hún við. _EVI— Kláruðu benzínið á stöðinni! — „Þrefalt að gera á við það sem vanalega er" „Afgreiðslan var þreföld á við það, sem vanalegt er, og rétt fyrir klukkan hálf niu i gærkvöldi, kláruðum við allt benzin hér á stöðinni”. Þetta sagði okkur einn starfs- manna benzinafgreiðslu BP i Breiðholti, þegar við höfðum samband þangað i morgun. Hækkunin á benzininu er næst- um óhugnanlega mikil núna, enda hafa sem flestir reynt að fylla bila sina. Þeir voru búnir að fá benzin i tankana aftur I morgun i Breið- holtinu, en þeir kváðust ekki hafa átt von á að hafa svona mikið að gera. — En var þá nokkuð afgreitt á brúsa? „Nei, það hefði hreinlega ekki verið timi til þess, enda var næstum ekkert um að menn kæmu með ólát”. „Það var alveg sérstaklega mikið að gera”, sagði okkur starfsmaður benzinsölunnar i Álfheimum 49. „Að visu var eins og fólk færi ekki að taka við sér fyrr en eftir kaffi i gærdag, og þá sköpuðust af og til biðraðir.” En það var sama sagan i þess- ari benzinstöðinni, litið var um brúsafyllingar og hamstur. Annað hvort á fólk ekki orð yfir hækkanirnar eða það er oröið svo vant þessu, eins og sumir segja, að litið er um Frá 1. jan. ’71 til Frá 1. jan. ’73 til Frá 17. ág. ’73 til Frá 8. des. ’73 til Frá 30. marz ’74 til Frá 25. april ’74 til Frá 21. mai '74 til Frá 1. ág. '74 til Frá 8. sept. '74 til kvartanir á stöðvunum. Þeir á benzlnstöðvunum segja menn annað hvort grinast, eða þeir þá segja aðeins: „Þetta er bara byrjunin”. En það er ekki langt siðan benzinlitrinn kostaði aðeins 16 krónur: — EA 1. jan. ’73 16 krónur 17. ág. ’73 19 krónur 8. des. ’73 23 krónur 30. marz '74 26 krónur 25. april '74 30 krónur 21. mai ’74 31 króna 1. ág. ’74 33 krónur 8. sept. ’74 36 krónur 48 krónur Itagnar Austmar er ekkert ánægður á svipinn, þegar hann fylg- ist með benzinmælinum, en það er veriö aö setja benzin á bilinn hans á Shellstööinni viö Laugaveg 180. Enda 12 krónum dýrari hver litri. Rólegt á benzínstöðvum í morgun: MARGIR ÓÁNÆGÐIR „Ég er nú aö taka benzin á fyrirtækisbilinn, þeir voru ekkert aö hugsa um aö hamstra bcnzini”, sagði Alexander Björnsson annar af tveim, sem við fundum vera aö taka benzin I morgun, en viö vorum búin aö aka fram hjá fjórum benzin- stöðvun og enginn var aö setja á bilinn sinn. Alexander sagðist nú hafa fyllt sinn bil i gær. „Maður veit ekki, hvar þetta endar meö öllum þessum hækkunum, sem dynja yfir I þjóðfélaginu, ætli maður endi ekki bara I götu- ræsinu með þessu áframhaldi. Það eru vissulega margir óánægðir I dag”, segir Alexander. Steingrimi Guð- jónssyni, afgreiðslumanni, finnst, að það sé hægt að spara benzinið. „Fólk þarf ekki endi- lega að keyra hring eftir hring eins og t.d. að keyra á Þingvöll um hverja helgi”, segir hann. „Það er verra, þegar nauð- synjavörur hækka, sem allir verða að kaupa og geta ekki verið án”, bætir hann við. „Það pukrar hver I sinu horni, Menn ættu að mynda samtök og mótmæla þessum hækkunum, en það er ekkert sagt, rikið getur alltaf farið sinu fram”, segir Ragnar Austmar, um leið og hann lætur fylla tankinn, reiður út I sjálfan sig, að hafa ekki gert það I gær. „En ég myndi hreint ekkert segja, ef peningarnir færu i það, að við fengjum betri vegi. Ef peningarnir, sem ætlaðir voru i vegina, hefðu farið i þá, en ekki i eitthvað annað, þá ækjum við hringinn á steyptum vegi I dag”, bætir hann viö. —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.