Vísir - 13.09.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 13.09.1974, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Föstudagur 13. september 1974. VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjóri: Fréttastjóri: Hitstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjorn: Askriftargjald 600 kr. Heykjaprent hf. Sveinn H. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Iiaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli (í. Jóhannesson liverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. í leusasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Lærum af Þjóðverjum Jafnaðarflokksmaðurinn Helmut Schmidt, kanzlari Vestur-Þýzkalands, gerði nýlega efna- hagsstefnu stjórnar sinnar að umtalsefni i blaða- viðtali. Hann sagði m.a.: ,,Þótt við forðumst verðlagseftirlit og kaupgjaldseftirlit, er verðbólgan minnst hjá okkur. Hagkerfi okkar á auðveldara með að sam- ræmast markaðsöflunum en reglugerðum..... Þetta segi ég sem jafnaðarflokksmaður.Þvi meira sem reglugerðum er beitt, þeim mun meiri verður skriffinnskan og hömlurnar á þróunar- krafti hagkerfisins.” Það er von, að Þjóðverjum gangi vel i efna- hagslifinu, þegar sjálfur kanzlari vinstri stjórnarinnar þar hefur þveröfugar skoðanir við hinn gamla landasinn,Karl Marx. Það er von, að þeim gangi vel i efnahagslifinu, þegar vinstri stjórn rekur efnahagsstefnu, sem er álika langt til hægri og stefna Sjálfstæðisflokksins hér á landi. Hagkerfi V-Þjóðverja hefur enn einu sinni sannað gæði sin á þessum timum almenns efna- hagsöngþveitis i Evrópu. Þótt þýzka markið hafi stöðugt verið að hækka i verði á undanförnum ár- um, er viðskiptajöfnuður landsins hagstæður um hvorki meira né minna en sem svarar um 1800 billjónum islenzkra króna fyrstu sjö mánuði þessa árs. Með sama áframhaldi verða Banda- rikjamenn bráðum að fátæklingum i samanburði við Þjóðverja. Grundvöllurinn að þýzka efnahagsundrinu var lagður fyrir um það bil aldarf jórðungi af Ludwig Erhard, þáverandi efnahagsráðherra og siðar kanzlara. Undirstöðuhugmynd hans var sú að rækta hreina hægri efnahagsstefnu og láta markaðsöflin ráða ferðinni en ekki reglugerðir hins opinbera. Þetta er hinn frægi ,,félagslegi markaðsbúskapur”, sem siðan hefur rikt þar i landi. Árangur þessarar stefnu varð svo undra- verður, að vinstri menn þar i landi urðu smám saman að viðurkenna yfirburði hennar. Jafnaðarmannaflokkurinn losaði sig smám saman undan kredduoki Karls Marx og tók upp stefnu markaðsbúskapar. Árangurinn varð sá, að efnahagsundrið hélt áfram af fullum krafti, þegar jafnaðarmenn komust til valda, enda létu þeir stefnu Erhards haldast. Þýzkir jafnaðarmenn mundu reka upp stór augu, ef þeir heyrðu efnahagskenningar þeirra flokka, sem hér á landi kenna sig við jafnaðar- mennsku. Þeir mundu hrista höfuðið af meðaumkun, ef þeir heyrðu þvi haldið fram, að islenzka verðlagseftirlitið væri neytendum i hag. Þeir mundu telja islenzka flokksbræður sina ekki vera með öllum mjalla, ef þeir heyrðu þá halda þvi fram, að efnahagslifið sé bezt rekið með Framkvæmdastofnunum og opinberri skipu- lagningu. Þannig mætti lengi telja. Mikið væri ánægjulegt, ef islenzkir stjórnmála- menn, einkum þeir, sem eru á vinstri vængnum, vildu nú leggja niður hina gömlu fordóma, sem hafa þrifizt hér i einangruninni. Mikið væri gott, ef rikið vildi kosta stjórnmálamennina á nám- skeið i vestur-þýzka efnahagsráðuneytinu. Þetta eru náttúrlega draumórar, sem hafa ekki hagnýtt gildi. En einhvern tima hlýtur að koma að þvi, að islenzkir stjórnmálamenn vaxa upp úr þvi að vilja ekki læra af reynslu annarra. -JK HVAÐ ÆTLI ÞAÐ BLESS- IST EKKI EINHVERN VEGINN! Dag einn fyrir nokkru fóru ljósin á hálfri ítaliu og ailt var I myrkri I nokkrar klukkustundir. En hvaö — þetta var bara rafmagnsbilun, og næsta dag var ailt komiö i cölilegt borf. Fyrir tveim mánuöum rambaði ítalia á barmi gjaldþrots En þá renndi Heimut Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands, I hlaðiö og gauk- aði að ítölum 235 milljarða króna láni, svo að þvi var bjargað I liorn. Fyrir þrem inánuðum var þannig komið fyrir póstþjónustunni á Itallu, að það hrönnuðust upp hjá hcnni bréfin og menn voru að láta sér detta i hug að láta þetta allt lönd og leið. Brenna bara öllum haugnum, cða gera eitthvað ámóta við hann. Byrja siðan alveg á nýjan leik frá grunni En svo var aflétt yfirvinnubanni póstsins, sem gilt hefur á annað ár og var sett á, þegar rekstur póstþjónustunnar þótti keyra fram úr hófi. Og nú er farið að liðkast um póstburðinn aftur. Þetta virðist vera nær endalaus listi, ef fariö er að tina til þessi mistök Italanna. Það skal ekki bregðast, að eftir nokkra daga, vikur eða mánuði virðist allt komið i einn óléysanlegan hnút. En i hvert sinn dregur þjóðin djúpt að sér andann og sækir i sig veðrið til að rétta úr kútnum aftur. Það er með Italiu eins og kött- inn. Hún hefur að minnsta kosti niu lif. Þegar menn ræða ástandið á Italiu, er einkar freistandi að af- greiða málið með þvi að segja, að þar sé ,,þaö aldrei svo svart i álinn sem sýnist”. Eða þá á hinn veginn, að ástandið sé svo dökkt, að þvi sé ekki við bjargandi. Og það er nokkuð til i hvoru- tveggja. Það er til að mynda hárrétt, að ttalia er i miklum efnahagsvanda stödd. En enginn sveltur þar þó. Það er lika rétt, að skrifstofu- bákn þess opinbera er frægt að endemum i stirðni og lélegum af- köstum. — En öllu þvi, sem nauð- syn krefur, að komið sé i kring — þvi er komið i kring. Það er rétt frá greint, að blöðin eru full af myndum af tómum hillum stórverzlananna þar sem átti að vera ,,pasta” (makka- rónur, spaghetti o.s.frv.). En pasta fæst ennþá i búðarholunni úti á horni. Itölúnum er ekkert af þessu nein ný tiðindi. Þeir trúa ekki þvi, sem blöðin skrifa, né heldur þvi sem stjórnmálamenn þeirra segja. — „Ég veit bara það, að það er allt orðið miklu dýrara,” er það algengasta, sem venjuleg- ur borgari hefur til þessara mála að leggja i Róm. Á þvi leikur heldur ekki minnsti vafi, að allt er orðið dýrara. Þarna i landi er 18% veröbólga á ári, sem kemur þungt niður á fjölskyldumanninum, er hefur llllllllilll Umsjón: G.P. fjóra og fimm munna að metta, auk sin, meðan atvinnurekandi hans getur ekki hækkað við hann kaupiö vegna lélegrar afkomu fyrirtækisins. Hallinn á viðskiptunum við út- lönd er mældur i billjónum lira og talnastærðin orðin slik, að það væri pappirssóun að setja hana á blað. Hver skynjar heldur slikar tölur? Það er búizt við þvi, að undir árslok verði Italia órðin skuldug um 5500 milljarða króna. Horfurnar núna með haustinu eru frekar þungar. Tala atvinnu- lausra er komin yfir milljón. Minnstu fyrirtækin og þau meðal- stóru eru á heljarþröminni. Óeirðir eru tiðar á götunum. Sprengjutilræði og hermdarverk ekki óheyrð. trnr vr Oliukreppan hefur sctt sitt mark á efnahagslif ttala, sem annarra. Þcssi mynd var tekin i milljónaborginni Róm, þegar banna varð helgi- dagaakstur til að spara birgðir, sem áttu að vera af skornum skammti. — Siðar kom svo i Ijós, að oliufélögin liöfðu gcfið stjórnvöldum ranga mynd af þvi, hve litið magn af oliu væri til, svo að stjórnin yrði fúsari til að hækka oliu og bensin. En jafnvel þótt það sé hið áreiðanlegasta blað á borð við Corriere Della Sera I Milanó, sem birtir hrakspárnar, þá ber að taka þeim með varfærni. — ,,A Italiu er alltaf eitthvað alveg I þann veginn að gerast eða skella á. En það bara kemur svo aldrei,” sagði einn Itali við Robin Lustig, fréttamann Reuters, á dögunum. Vestur-þýzka lánið á dögunum þykir mörgum Itölum sanna þetta siðastsagða um, að Italir virðast aldrei þurfa að mæta ör- lögum sinum. Það er raunar annars næstum trúaratriði hjá þeim, að hinn vestræni heimur muni aldrei láta allt fara til andskotans á ítaliu. Vestur-Þýzkaland þarf á mark- aðnum að halda fyrir útflutning sinn. Bandarikin vantar birgða- stöð fyrir Hugmóöurskip sin á Miðjarðarhafinu, einhvers staðar miðja vegu til Rússlands. Og svo framvegis. Þannig er rausað. En sá óhugnanlegi grunur er þó samt ttalinn heldur áfram slna llfs- braut sannfærður um ,,að allt blessist þetta nú einhvern veginn”. farinn að læðast að þvi, að ef til vill sé ttalia ekki alveg ómiss- andi. Ef til vill er ekki hægt að reiða sig alltaf á önnur riki ver- aldar. Ef til vill verður Italia, þegar allt kemur svo til alls, að leysa úr sinum vanda sjálf? — Það er óskemmtilegt að hafa svona spurningar leitandi á hug- ann. En þeim verður ekki alltaf bægt burt. Stjórnin gerir hvað hún getur. Það er bara þetta, hvað hún get- ur. 1 hvert sinn, sem kreppir verulega að, beinir hún umræð- unum að stjórnmálalegri heim- speki. — „Hvað ætli sé nákvæm- lega hlutverk stórra stjórnarand- stöðuflokka, eins og t.d. kommúnista á ítaliu, i hinu nú- tima vestræna lýðræði?” — Slik spurning verður allt i einu brenn- andi miðdepill, þegar á að fara að reyna að beina talinu að gjald- þrotatilkynningunum óhugnan- legu. Það þykir litlum vafa undir- orpið, að núverandi samsteypu- stjórn muni segja af sér einhvern næstu mánuða. En stjórn mun koma á eftir þessari stjórn, eins og alltaf. Og flest bendir til þess núna á þessari stundu séð, að i þeirri stjórn munu sitja sömu mennirnir og stjórnað hafa land- inu siðustu 30 árin! Svona tima og tima i senn. Það hefur vaknað spurning um það, hvort bjóða ætti komm- únistum að sitja i stjórninni að þessu sinni. En menn hafa það einhvern veginn á tilfinningunni um leið, að þeirri spurningu hafi verið varpað fram fullt eins i þeim tilgangi að beina tali manna frá dapurlegum raunveruleikan- um. Svipað gildir um flennistórar fyrirsagnir itölsku blaðanna um „hneykslanlegar afhjúpanir” og þar fram eftir götunum, i skrifum þeirra um rannsóknir á sprengju- tilræði og byltingaráform nýfas- ista. Hver dagurinn liður svo, að menn eru ekkert nær þvi að finna sökudólgana og þessar fyrir sagnir eru hættar að hrifa til að fá menn til að gleyma kröppum kjörum sinum. En þeim finnst heldur alls ekki ástandið svo dökkt, aö ekkert sé framundan nema örbirgð. Það þarf mikið til að Italanum finnist dómsdagur vera framundan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.